Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 JLlV íffyikmyndir Háskólabíó - A Soldier s Daughter Never Cries: Ást og virðing Fjölskyldan í París. Fyrir miðri mynd er Kris Kristofferson. ^ y( Mannlegt eðli og miklar tilfinningar er það sem alltaf má ganga að sem vísu þegar leikstjórinn kunni James Ivory og hans fólk, framleiðandinn Ismail Merchant og handritsshöfundurinn Ruth Prawer Jhahvala, eiga í hlut. Það sanna fjölmargar áhugaverðar og vel gerðar kvikmyndir (A Room With a View, Howard’s End og The Remains of the Day, svo þær þekkt- ustu séu nefndar). A Soldier’s Daughter Never Cries er engin und- antekning. Hún er byggð á sam- K v i k m y n,d a GAGNRÝNI nefndri sannsögulegri skáldsögu Kaylie Jones, þar sem hún lýsir uppeldisárum sínum. Þungamiðjan í sögunni eru samskipti hennar við foður sinn, rithöfundinn þekkta James Jones (From Here to Etern- ity, The Thin Red Line). Jame Ivory hefur hér sem fyrr einstakt lag á að koma til skila tilfinningaþrunginni sögu, án þess að melódramað nái yf- irhöndinni, raunsæiö er ávallt í fyr- irrúmi, hversu tilfinningaþrungið sem efnið kann að vera. A Soldier’s Daughter Never Cries hefst í París. Við skyggnumst inn til bandarískar fjölskyldu. Faðirinn er drykkfeldur rithöfundur, Bill Willis (Kris Kristofferson), fyrrum her- maður sem segir ungri dóttur sinni þegar vandamálin eru yfirþyrmandi að dóttir hermanns gráti ei. Dóttir- in, Channe, sem er snilldarlega leik- in, fyrst af Luisa Conlon (bam) og síðan Leelee Sobieski (unglingur), er þroskaðri en jafnaldrar hennar og það er hún sem heldur vemdar- hendi yfir bróður sínum sem er tökubam og á oft í samskiptaerfið- leikum. Móðir þeirra er glaðlynd, drekkur ekki síður en eiginmaður- inn og bömin alast því upp þar sem samkvæmislífið er í fyrirrúmi. Þeg- ar faðirinn finnur að hann á ekki langt eftir vill hann eyða síðustu ævidögunum á heimaslóðum. Fjöl- skyldan flyst vestur um haf og þar kynnast systkinin þeim reginmun sem er að alast upp í menningar- borginni París og bandarískum smábæ þar sem þröngsýnin er alls- ráðandi. Móðirin Marcella (Barbara Hersey) og börnin vita að endalokin nálgast og kvíða því, enda hefúr Bill verið kjölfestan í lífi þeirra allra. A Soldier’s Daughter Never Cries lætur ekki mikið yfir sér, en er ein- staklega vel heppnuð þegar það er haft í huga að grannurinn er ekki alltof sterkur, það er farið úr einu í annað nánast fyrirvaralaust og oft er erfitt að átta sig á tímaröðinni. Persónur koma og fara, þar má nefna áhugaverða persónu, vin Channe í París, Francis (Anthony Ruth Constanzo) sem greinilegt er að bíður það hlutskipti í lifinu að vera hommi. Þessir annmarkar hafa samt ekki mikil áhrif á heild- armyndina, enda eru aðalpersón- umar mjög sterkt uppbyggðar. Leikarar fá ávallt að njóta sin í kvikmyndum James Ivory og í Soldier’s Daughter Never Cries er hver leikarinn öðrum betri. Hæst nær leikurinn í samleik Kris Kristofferson og Leelee Sobieski. Kristofferson, sem nú upplifir end- urtekna frægð, hefur ekki verið betri og Sobieski, sem fyrst sást í Deep Impact, er heillandi í einlægni sinni og verður gaman að sjá hvern- ig henni tekst upp í síðustu kvik- mynd Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut, þar sem hún er í stóra hlut- - verki. Þegar James Ivory hafði sent frá sér Howard’s End og The Remains of the Day, hvora á eftir annarri, kom hann aðeins niður á jörðina með Surviving Picasso og Jefferson In Paris, en nær sér aftur á flug í A Soldier’s Daughter Never Cries. Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala og James Ivory. Kvikmyndataka: Jean-Marc Fabre. Tónlist: Richard Robbins. Aðalleikarar: Kris Kristofferson, Barbara Hersey, Leelee Sobieski, Jesse Bradford, Anthony Ruth Costanzo og Dominique Blanc. Hilmar Karlsson T O P P 2 0 í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 1. - 5. apríl. Tekjur í milljónum dollara og heildartekjur Sandra Bullock í Forces of Nature, sem varö að láta efsta sætiö eftir. Vísindatryllir langvinsælust Páskamir eru löng helgi í Bandaríkjunum eins og hér á landi og nú nær vinsældalistinn yfir fimm daga í staö þriggja og það er ástæöan fyrir háum tölum. Nokkrar nýjar myndir voru frumsýndar á Sktrdag og eftir aö aösóknartölur voru skoöaöar kom í Ijós að langvinsælasta kvikmyndin varö vísindatryllirinn Matrix. Aöalhlutverkin í henni leika Keanu Reeves og nýliðinn Carrie Anne Moss sem eftir frammistööu sína í myndinni er spáö fram í Hollywood. Auk þeirra leikur Lawrence Rshburne stórt hlutverk í The Matrix. Nýjar myndir skipa einnig næstu tvö sæti, en The Matrix var meö mun meiri aösókn ein sér heldur en næstu piyndir samtals. í ööru sæti er Disney myndin 10 Things I Hate About You og er um enn eina nútímaútfærsluna á leikritiö eftir William Shakespeare aö ræöa, í þessu tilfelli er þaö Taming of the Shrew. I þriðja sæti er svo endurgerð eldri myndar, The Out-of-Towners meö þeim Steve Martin og Goldie Hawn í aöalhlutverkum. HK Tekjur Heiidartekjur l.(-) The Matrix 27.788 37.352 2. (-) 10 Things 1 Hate About You 8.330 11.521 3.H The Out-Of-Towners 8.224 8.224 4. (2) Analyze This 6.332 78.536 5.(1) Forces Of Nature 6.200 36.466 6. (3) EDtv 4.446 15.357 7.(6) Shakespeare In Love 3.115 84.105 8. (5) Doug's lst Movie 3.071 9.348 9. (8) Lffe Is Beautifull 2.669 44.720 10. (4) The Mod Squad 2.568 10.417 11. (9) Baby Geniuses 2.022 18.552 12. (7) True Crime 1.853 13.442 13. (10) Cruel Intentions 1.162 35.421 14. (11) The King And 1 1.018 8.828 15. (14) October Sky 836 26.654 16. (18) Saving Private Ryan 705 212.824 17. (12) The Rage: Carrie 2 646 16.398 18. (21) A Bugs Life 423 161.235 19. (26) T-Rex: Back To The Cretaceous 414 10.368 20. (13) The Corruptor 412 14.312 Laugarásbíó/Háskólabíó - Blast from the Past: Hvellur úr fortíðinni Brendan Fraser og Alicia Silverstone í hlutverkum sínum. Kommúnista- hræðslan í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum virðist kannski hlægileg i dag, þó að margur góð- ur drengurinn hafi á sínum tíma orðið illa úti vegna hennar. Þessi mynd leitast við að gera grín að þeirri ofs- hræðslu sem greip suma borgara og firrti þá öllu viti. Hún segir frá Calvin Weber (Christopher Walken), bráðgáfuðum en of- sóknaróðum manni sem lifir dæmigerðu mið- stéttarlífi, og eiginkonu hans, Helen Weber (Sissy Spacek). Hans eina áhyggjuefni er að kjamorkusprengju verði varpað á Banda- ríkin og því hefur hann notfært sér ofsagáfur sinar og hannað neðan- jarðarskýli, sem er nægilega vel in- réttað og byrgt upp af nauðsynjum til að geta haldið þremur manneskj- um uppi í rúm 35 ár. Að þeim tíma loknum á að vera óhætt að koma aft- ur upp á yfirborðið. Vegna misskiln- ings fara þau hjón niður í skýlið og halda sig þar, sannfærð um að heimsendir hafi átt sér stað. Skömmu seinna fæðist þeim sonur- inn Adam og að 35 árum liðnum á hann að fara upp á yfirborðið og skaffa nauðsynjar handa foreldran- um. Þá eiga margir misfyndnir at- burðir sér stað og inn í allt þetta fléttast stúlka að nafni Eve (Alicia Silverstone) og Troy (Joseph Slotn- ick), samkynhneigður bróðir henn- ar. Þar byrjar myndin að dala svo um munar. Alicia Silverstone er óhemju slöpp í hlutverki heimskonunnar Eve og eru þar að auki margir brest- ir í persónu hennar. Til að mynda er hún kynnt til leiks sem klár stúlka sem kann að pota sér áfram, en er þó stálheiðarleg og svindlar ekki á fólki. Svo er hún allt í einu farin að gera það sem hún kom í veg fyrir fyrr í myndinni: Að notfæra sér Adam og hve brenglað gildismat hans á verðmæti er eftir að hafa búið neðanjarðar allt sitt líf. Brend- Kvikmynda GAGNRÝNI an Fraser sleppur betur frá þessu öllu saman, þvi hann þarf bara að vera skrýtinn. Svo er búið að skrifa inn fyrir hann dans-, slagsmála- og tungumálakunnáttuatriði, svo hann virðist vera hinn mesti sjarmör og einnig er hann væminn og tilfinn- inganæmur. Góð blanda fyrir kven- peninginn það! Annars er Fraser al- veg þolanlegur í því sem hann gerir og í raun ekkert meir um hann að segja. Christopher Wal- ken stingur bara ávís- uninni á sig og þakkar fyrir sig. Hins vegar er það þannig með Wal- ken í þessu tilfelli að hann þarf ekkert að reyna á sig til að leika hlutverk sitt vel. Hann stendur sig áberandi langbest og er rosalega amerískur í öllu sem hann segir og gerir. Sissy Spacek hefur svo sem ekkert verið áber- andi síðan hún lék að- alhlutverkið í hryll- ingsmyndinni Carrie 1 gamla daga og er það því áberandi hvað hún hefur elst mikið. Ekki að það komi neitt mik- ið að sök í þessari mynd, það er bara eins og hún sé jafngömul út aila myndina. Hún sýn- ir smátilþrif i að leika drakkna konu og hver veit nema hún hafi reynslu í þeim efnum. Um bróðurinn Troy vil ég helst ekkert segja, hann er banalt hlutverk fyrir hvaða leikara sem er og vorkenndi ég þessum Slotnick mikið fyrir hlutskipti hans. Leik- stjórinn Hugh Wilson er ekki góður. leikstjóri, en gerir þó misvondar myndir. Til að mynda hefur hann fyrstu tvær Police Academy mynd- imar á samviskunni. En þegar á heildina er litið er hægt að kreista alveg heilmikið út úr atriðunum í neðanjarðarskýlinu. Þau eru sum hver alveg kostuleg og sérstaklega áhugaverð fyrir áhuga- menn um bandarískan innanhúss- arkitektúr frá þessum tíma. Leikstjóri: Hugh Wilson. Handrit: Bill Kelly og Hugh Wilson. Kvik- myndataka: Jose Luis Alcaine. Aöalleikarar: Brendan Fraser, Alicia Silverstone, Christopher Walken og Sissy Spacek. Ari Eldjárn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.