Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 26
f 26 Afmæli__________________ Högni Jóhannsson Högni Jóhannsson sjómaður, Stífluseli 4, Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Högni fæddist í Auðahrísdal við Amarfjörð en ólst upp á Bíldudal. Hann fór ungur til sjós og stundaði síðan sjómennsku um árabil, lengst af á bátum frá Bíldudal. Auk þess var Högni á vertíðum í Grindavík og á Akranesi. Högni var búsettur á Bíldudal til 1981 er hann og kona hans fluttu til Reykjavíkur þar sem þau hafa átt heima síðan. Eftir að Högni flutti til Reykjavík- ur vann hann við Tollvörugeymsl- una við Héðinsgötu í Reykjavík, þar til hann hætti störfum 1986. Fjölskylda Högni kvæntist 14.9. 1958, Jónu Þorgeirsdóttur, f. 29.9.1934, húsmóð- ur. Hún er dóttir Þor- geirs Guðjónssonar, sjó- manns í Reykjavík, og k.h., Önnu Árnadóttur iðnverkakonu. Uppeldissonur Högna er Andrés Garðarsson, f. 22.11. 1953, sjómaður, bú- settur á Bíldudal, kvænt- ur Hugrúnu Halldórs- dóttur húsmóður og eiga þau átta börn. Börn Högna og Jónu eru Anna Högnadóttir, f. 23.8. 1959, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Eggert Berg- sveinsson vélvirki og eiga þau þrjú börn; Ólafur Jóhann Högnason, f. 29.12. 1960, sjómaður, búsettur í Reykjavik, en kona hans er Særún Lísa Birgisdóttir húsmóðir og eiga þau fimm böm; Salóme Högnadótt- ir, f. 8.6.1963, húsmóðir, búsett á ír- landi og á hún tvö böm; Unnur Högnadóttir, f. 23.1. 1966, húsmóðir í Reykjavík, en maður hennar er Arn- grímur Sigurdórsson, raf- eindavirki og kerfisfræð- ingur, og eiga þau þrjú hörn; Arnbjörg Högna- dóttir, f. 17.5. 1972, mat- ráðskona, búsett í Reykja- vík og á hún tvö böm. Hálfsystkini Högna, sam- feðra: Valgerður Jóhanns- dóttir, f. 21.5. 1897, d. 2.1. 1961; Eiríkur Jóhannsson, f. 22.11. 1898, nú látinn; Kristín Pál- ína Jóhannsdóttir, f. 23.6. 1900, nú látin; Jóhann Jóhannsson, f. 16.11. 1902, nú látinn; Ólafur Jóhannsson, f. 17.1. 1904, d. 6.4. 1950. Alsystkini Högna: Gunnar Jó- hannsson, f. 3.9. 1908, nú látinn, starfsmaður við brúarvinnu, búsett- ur á Bíldudal og síðar í Reykjavík; Högni Jóhannsson, f. 7.9. 1910, d. 16.7. 1924;Ragnar Jóhannsson, f. 22.6. 1911, nú látinn, var búsettur í Reykjavík; Gústaf Adolf Jóhanns- son, f. 5.11. 1912, d. 25.5. 1939, sjó- maður á Bíldudal; Gunnlaugur Jó- hannsson, f. 21.7.1914, fórst með mb. Þormóði 18.2. 1943, var búsettur á Bildudal; Jón Jóhannsson, f. 27.7. 1915, sjómaður á Bíldudal, nú bú- settur í Reykjavík; Emma Sigríður, f. 24.6. 1917, húsmóðir í Sandgerði; Hulda Sigríður, f. 19.11. 1918, hús- móðir í Hafnarfirði; Þorsteina, f. 12.5. 1925, húsmóðir í Bandaríkjun- um; Halldóra, f. 12.9. 1922, húsm. í Reykjavík; Marinó Gísli, f. 22.8. 1928, d. 17.4. 1929. Foreldrar Högna voru Jóhann Ei- ríksson, f. 5.5. 1874, d. 10.9. 1937, sjó- maður og bóndi á Bíldudal, og k.h., Salóme Kristjánsdóttir, f. 24.6. 1889, d. 18.2. 1943, húsmóðir. Högni er staddur hjá dóttur sinni á írlandi. Högni Jóhannsson. Sólbjörg Karlsdóttir Sólbjörg Karlsdóttir, nemi í við- skiptafræðum, Sviðholtsvör 8, Bessa- staciahreppi, er fertug í dag. Starfsferill Sólbjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún lauk stúd- entsprófi frá öldungadeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti 1984 á við- skiptasviði-tölvubraut og stxmdar nú BS-nám í viðskiptafræðum við Við- skiptaháskólann í Reykjavík. Sólbjörg hefur stundað ýmis skrif- stofustörf, einkum bókhald. Hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum fyrirtækið Ferskfisk ehf. 1985, sem þau hafa starfrækt í sameiningu síð- an. Það er umsýslufyrirtæki sem sel- ur íslenskan fisk erlendis, aðallega ferskan fisk fluttan með flugi. Sólbjörg og maður hennar hafa verið búsett á Álftanesi sl. tíu ár. Fjölskylda Sólbjörg giftist 10.10. 1983 Tómasi S. Þorsteinssyni, f. 25.2. 1956, fiskút- flytjanda, syni Þorsteins K. Halldórs- sonar sem er látinn og Önnu M. Sumarliðadótt- ur, sem er búsett í Garði. Dætur Sóbjargar og Tómasar eru Guðrún Tómasdóttir, f. 5.8. 1986, og Kristín Fjóla Tómas- dóttir, f. 8.12. 1991. Bræður Sólbjargar eru Elías Andri Karlsson, f. 20.4. 1946, flugvirki, bú- settur í Hafnarfirði; Ómar S. Karlsson, f. 4.7. 1949, pípulagningameistari, bú- Sólbjörg Karlsdóttir. settur í Hafnarfirði; Óskar G. Karlsson, f. 17.8. 1954, starfar hjá SH í Barcelona, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Sólbjargar: Karl Elíasson, f. 11.2. 1911, d. 8.6. 1992, og Fjóla Óskars- dóttir, f. 23.12. 1917, hús- móðir. Sólbjörg mun halda teiti fyrir fjölskyldu, vini og velunnara sína að loknrnn skóla í maí. Sigurður A. Arnfinnsson Sigurður Anton Arn- finnsson vélvirki, Víði- mýri 18, Neskaupstað, varð sjötugur í gær. Starfsferill Sigurður fæddist í Skriðdal í Suður-Múla- sýslu og ólst upp í Mjóa- firði. Hann lauk lands- prófi frá Ganfræðaskóla Neskaupstaðar 1949, minna mótorvélstjóra- prófi í Neskaupstað 1951, lauk prófum frá Iðnskóla Neskaup- staðar og sveinsprófi í vélvirkjun frá Dráttarbrautinni hf. í Neskaup- stað 1963. Sigurður var á snurvoðabátum á sumrin meðan hann var í gagn- fræðaskóla. Eftir að hann lauk skólanum var hann tvær vertíðir á Homa- firði á vélhátnum Auð- björgu NK-66, en síðan á stærri bátum og togur- um. Sigurður hætti sjó- mennsku haustið 1959 og hóf þá vélvirkjanám á verkstæði Dráttarbraut- arinnar hf. í Neskaupstað en þar vann hann til hausts 1984. Hann var síð- an vélstjóri í frystihúsi Kaupfélagsins Fram til 1988 að rekstri hússins var hætt. Eftir það tók hann að sér byggingaverslun kaupfélagsins og rak hana til 1995. Hann hóf þá vinnu á vélaverkstæði Dráttarbrautarinnar (Síldarvinnsl- unnar hf.) og vinnur þar enn. Sig- urður sat mörg ár í Bókasafnsnefnd, í stjórn Málm- og skipasmíðafélags Norðfjarðar frá stofnun og til 1985 og svo aftur frá 1995 til dagsins í dag. Fjölskylda Sigurður kvæntist 1.1. 1955 Önnu Sigurrósu Rósmundsdóttur, f. 7.9. 1933, fiskverkakonu. Hún er dóttir Einars Rósmundar Kristjánssonar,, sjómanns á Eskifirði, og Þórunnar Sigurlaugar Karlsdóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Önnu Sigurrós- ar eru Einar, f. 1.2. 1957, verkamað- ur á Neskaupstað; Þórdís, f. 22.6. 1962, skrifstofumaður á Neskaup- stað, en maður hennar er Jeff Clemmensen mjólkurfræðingur og eru börn þeirra Henry Fannar, f. 26.2.1994, Agnes Fönn, f. 11.2. 1996, og Irena Fönn. f. 28.11. 1998. Systkini Sigurðar: Guðrún Krist- ín Amfinnsdóttir, f. 18.11. 1930, d. 2.7. 1966; Anton Bjamar Amfinns- son, f. 20.4. 1932; Kristrún Bjamar Amfinnsdóttir, f. 31.3.1934; Hjörtur Amftnnsson, f. 5.11. 1936; Salgerður Arfinnsdóttir, f. 11.10. 1937; Hjördís Amfinnsdóttir, f. 5.3. 1943. Hálfbróðir Sigurðar, samfeðra, var Þórður Amfinnsson, f. 14.4. 1914, d. 13.12. 1966. Foreldrar Sigurðar voru Arnfinn- ur Atoníusson, f. 6.10. 1883, d. 21.6. 1976, sjómaður, bóndi og verkamað- ur, og Aldís Jórunn Guðnadóttir, f. 25.1. 1899, d. 1.4. 1977, húsfreyja. Sigurður er á Kanaríeyjum um þessar mundir. Slgurður Anton Arn- finnsson. Thorgerd E. Mortensen Thorgerd E. Mortensen hjúkrun- arfræðingur, Vesturvangi 44, Hafn- arfirði, varð sjötug á skírdag. Starfsferill Thorgerd Elisa fæddist í Fróðba í Suðurey í Færeyjum og ólst þar upp. Hún stundaði bamaskólanám í Fróðba, sótti námskeið í verslunar- , fræðum á Tvöroyri, lauk hjúkranar- námi við Frederiksborg Amts Centralsygehus í Hilleröd 1955, og stundaði framhaldsnám í geðhjúkr- un við Sindsygehospitalet í Risskov, nálægt Árósum 1955. Thorgerd var hjúkrunarkona á Sundby Hospital í Kaupmannahöfn, við Sjúkrahúsið á Tvöroyri í Fær- > eyjum, við Frederiksberg Hospital í Kaupmannahöfn og og við Gentofte Hospital í Kaupmannahöfn 1955-58, við Borgarspítalann og Heilsu- verndarstöðina í Reykjavík 1959, við Borgarspítalann, öðra hvoru 1969- 1975, við handlæknisdeild Borgar- spítalans 1976-81, við dagvistun aldraðra í Hafnarhúsinu 1982, og á Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1983, þar af deildarstjóri 1983-87 og 1989-94. Fjölskylda Thorgerd giftist 3.1.1959 Helga G. Þórðarsyni, f. 3.2. 1929, verkfræð- ingi. Hann er sonur Þórðar Ólafs- sonar, útvegsbónda í Odda í Ögur- vík og síðar iðnverkamanns í Reykjavik, og Kristínar Svanhildar Helgadóttur húsfreyja. Böm Helga og Thorgerd era dr Þórður, f. 16.6. 1958, verkfræðingur og forstöðumaður Eðlis- fræði- og Tæknideildar Landspítalans, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Halldóra Kristjánsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau einn son; Daníel, f. 16.6. 1960, húsasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Vigdísi Jónsdóttur hag- fræðingi og eiga þau þrjú börn; og Hallur, f. 22.11. 1964, kvikmyndagerðar- maður og leikhússtjóri Loftkastalans, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Kol- brúnu Ýr Gísladóttur nema; Kristín Svanhildur, f. 15.5. 1968, kennari og kórstjóri í Hafnarfirði og á hún eina dóttur. Systkini Thorgerd eru Elsebeth Christine (Tina), f. 18.7. 1919, nú látin, húsfreyja í Hesti í Færeyjum; Poul Thorvald, f. 30.5. 1921, nú látinn, stýrimaður í Kaupmannahöfn; Niels Gustaf, f. 23.10. 1922, bíl- stjóri í Tvöroyri í Fær- eyjum; Oda Marie Hel- ena, f. 3.7. 1924, húsfreyja í Kaupmannahöfn; Anna Wilhelmine Susanne, f. 25.9.1932, hjúkrunarfræð- ingur í Skuvoy í Færeyj- um. Foreldrar Thorgerd vora Daníel Mohr Mortensen, f. 27.10. 1884, kóngsbóndi í Kelduni á Hamri í Fróðba og Amalie Margrethe Mortensen, f. Joensen 27.7. 1891, húsfreyja í Fróðba. Thorgerd E. Morten- sen. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 Til hamingju með afmælið 7. apríl 85 ára Jónína Jónsdóttir, Byggðavegi 136, Akureyri. 75 ára Michael Guðvarðarson, Garðaflöt 9, Garðabæ. Ragnar Benediktsson, Barkarstöðum, Hvammstanga. Stefán Runólfsson, Berastöðum, Ásahreppi. 70 ára Sveinn Kristjánsson, Skipholti 28, Reykjavik. Theódóra Guðmiuidsdóttir, Barmahlíð 6, Reykjavík. Sigurjón Jónasson, Brekkugerði 7, Reykjavík. Jón Vigfússon, Hólmum, Reyðarfirði. Hann er að heiman. 60 ára Erlendur Kristjánsson, Fífuhvammi 11, Kópavogi. Öm Jóhannsson, Lindarflöt 35, Garðabæ. Gylfi Sævar Einarsson, Tjarnarlundi 12g, Akureyri. Þorbergin Bjamason, Gerði, Breiðabólstað II, Höfn. Edda Tegeder, Hrauntúni 35, Vestmannaeyjum. 50 ára Ásrún Kristjánsdóttir, Mímisvegi 2a, Reykjavík. Edda Helgadóttir, Vesturbrún 2, Reykjavik. Andrea Jónsdóttir, Öldugranda 3, Reykjavík. Brynjólfur Markússon, Fífumýri 14, Garðabæ. Sigríður Ólafsdóttir, Fífumýri 4, Garðabæ. Þórhallur Teitsson, Grímarsstöðum, Borgarbyggð. 40 ára Kristín G. Guðbrandsdóttir, Grettisgötu 32, Reykjavík. Aðalheiður Svanhildardóttir, Drápuhlíð 17, Reykjavík. Marteinn Halldórsson, Suðurási 6, Reykjavík. Erling Erlingsson, Garðhúsum 10, Reykjavík. Sóley Binatero, Vættaborgum 113, Reykjavík. Helga Björk Sigurðardóttir, Bjarnhólastíg 8, Kópavogi. Elín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 49, Hafnarfirði. Helga Björk Sigurðardóttir, Bjamhólastíg 8, Kópavogi. Elín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 49, Hafnarfirði. Elín Kristín Helgadóttir, Klettavík 5, Borgamesi. Guðmundur Kolbeinn Bjömsson, Nestúni 2, Stykkishólmi. Þorsteinn O. Björgvinsson, Nesbakka 7, Neskaupstað. Helga Vilhelmína Pálsdóttir, Fjarðarbraut 35, Stöðvarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.