Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 8
8
MIÐVKUDAGUR 7. APRÍL 1999
Nám í Danmörku
Hjá Horsens Polytechnic bjóðum við upp
á fleiri tegundir af tœknimenntun.
Meðal annars:
• tækniteiknun
• landmælingartæknir
• véltæknir
• byggingaiðnfræðingur -
byggingar- og framkvæmdalínu
• byggingafræðingur með fjórum brautum: enskri, byggingar-
og framkvæmdalínu
Komió og fáið nánari upplýsingar:
Kynningarfundur í Reykjavík
11. apríl kl. 15.00 á Radisson SAS. Hótel Sögu.
Allir velkomnir
Á fundinum munu kennaramir Ralf Jensen og Eli Ellendersen
segja frá náminu. Jafnframt verða til staðar íslenskir
byggingafræðingar menntaðir í Horsens.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Ralf Jensen og Eli
Ellendersen með því að hringja til Hótel Sögu frá 06.04 -
13.04.1999 eða leggja inn skilaboð.
■ Horsens Polytechnic
Slotsgade 11 • DK-8700 Horsens • Denmark
Tlf. +45 7625 5001 • Fax +45 7625 5100
E-mail:horstek@horstek.dk ■ http://www.horstek.dk
Utlönd
NATO hafnar vopnahléstillögum Milosevics:
Tilboðinu svarað
með sprengjum
Vesturlönd höfnuðu f gær yfirlýs-
ingu júgóslavneskra stjórnvalda um
vopnahlé í Kosovo, kölluðu hana
innantómt bellibragð og undirstrik-
uðu svar sitt með frekari loftárásum
í gærkvöld og nótt.
Júgóslavíustjórn tilkynnti ein-
hliða vopnahlé í tilefni páskahátíð-
ar rétttrúanaðarkirkjunnar og tók
það gildi í gærkvöld. Þá bauðst hún
til að leyfa flóttamönnum frá
Kosovo að snúa aftur til sins heima.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti ít-
rekaði að Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseti yrði að fallast á
allar kröfur Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) um Kosovo.
Rússar vora einir um að fagna til-
boði stjómarherranna í Belgrad.
Þeir sögðu það mikilvægt fyrir frið-
arferlið og ekki ætti að láta slíkt
tækifæri sér úr greipum ganga.
Flóttamenn halda áfram að
streyma frá Kosovo til nágranna-
ríkjanna. Um fjörutíu þúsund flótta-
menn sitja fastir við landamærin að
Makedóníu. Aðbúnaður er afar
slæmur en ástandið fer þó skán-
andi, að því er Sören Jessen-Peter-
sen, aðstoðarforstjóri Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
sagði fréttamönnum í Genf í gær.
Endalausar raðir flóttamanna era
við Jazince landamærastöðina á
landamæram Kosovo og Makedón-
íu. Að sögn starfsmanns hjálpar-
samtaka á staðnum hieyptu
júgóslavneskir landamæraverðir
svo til engum í gegn í gær, nema
þeim sem nauðsynlega þurftu á
læknisaðstoð að halda. Dagana á
undan höfðu Makedóníumenn lokað
landamæranum.
Sadako Ogata, yfirmaður Flótta-
Albönsku flóttamennirnir frá Kosovo verða að gera sér að góðu að sofa úti
undir beru lofti, eins og þessi gamla kona. Henni tókst að komast til nýrra
flóttamannabúða nærri Skopje, höfuðborg Makedóníu.
mannastofnunarinnar, sagði á neyð-
arfundi meira en fimmtíu ríkis-
stjórna og hjálparsamtaka, að þjóð-
emishreinsanimar í Kosovo væra
að öllum líkindum verri en þær sem
vora stundaðar í Bosníu og öðram
lýðveldum fyrram Júgóslavíu fyrr á
þessum áratug.
Utanríkisráðherra Þýskalands,
Joschka Fischer, sagði í gær að
Vesturveldin hefðu sannanir fyrir
því að Júgóslavar hefðu fyrir löngu
gert áætlanir um að hrekja al-
banska íbúa Kosovo á brott. Aðgerð-
in gekk undir nafninu Skeifan.
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu
að þau ætluðu að flytja um tuttugu
þúsund flóttamenn til flotastöðvar
sinnar í Guantanamoflóa á Kúbu.
Þar verða flóttamennirnir hafðir
tímabundið á bak við gaddavírsgirð-
ingar, í steikjandi hitabeltishita.
K0S0V0BUAR A FLOTTA
Þjóðir heims eru farnar að bjóða flótta-
mþnnum frá Kosovo tfmabundlð hæli.
Á síðustu tveimur vikum hafa nærri
400.000 Kosovobúar fariö á vergang
BOÐ EÐA TILLOGUR UM HÆLI
Þýskaland 40.000
c
Bandar.20,
20,
ý)- Tyrkl.
,000
000
í)
)- Spánn 7- 10.000
)— Noregur 6.000
)— Danmörk 6.000
_)— Rúmenía 6.000
^— Svíþjóð 5.500
}— Austurríki 5.000
)— Kanada 5.000
^)— Grikkland 5.000
)— Ástralía 4.000
Portúgal 1.500
Bretland fjöldi ótilgreindur
AÐALFUNDUR
✓
Aðalfundur Islenskra aðalverktaka hf. verður haldinn
fimmtudaginn 15. apríl 1999
í Listasafni Islands og hefst fundurinn kl. 16.00
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á
skrifstofum félagsins á Keflavíkurflugvelli og í Hátúni 6a, Reykjavík,
hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins:______
a) Heimilt verði að gefa út hlutabréf með rafrænum
hætti í samræmi við lög nr. 131/1997. ________
b) Varamenn í stjóm verði tveir í stað fímm._____
c) Heimild til handa stjórn félagsins að kaupa alít að
_______10% hlutafjár í félaginu sjálfu. ________
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á fundarstað í fundarbyijun.
Stjórn íslenskra aðalverktaka hf.
Flugmaðurinn
Kætt kominn
Flugmaður bandrísku F-117
Stealth orrustuþotunnar sem hrap-
aði til jarðar í Serbíu fyrir tíu dög-
um, segir litlu hafa munað að
serbneskar hersveitir gómuðu hann.
Samkvæmt heimildum banda-
ríska flughersins hafðist maðurinn
við í vegræsi í sex klukkustundir og
allan tímann vora leitarsveitir á
sveimi allt um kring. Á einum tíma-
punktu var leitarhundur í aðeins 10
metra fjarlægð frá flugmanninum.
Að sögn flugmannsins var óvissan
óbærileg, hann vissi að hann var í
nágrenni Belgrad, en ekkert um
hvort honum yrði bjargað. Flugher-
inn bjargaði manninum hins vegar
en heimildarmenn þaðan hafa ekki
enn viljað staðfesta að flugvélin hafi
verið skotin niður.
Rugova verði
sleppt strax
Utanríkirráðuneyti Bandaríkj-
anna hefur skorað á stjómvöld í
Belgrad að láta Ibrahim Rugova,
leiðtoga Kosovo-Albana, lausan þeg-
ar í stað. Þar með staðfestu Banda-
ríkin að þau gruni Júgóslava um að
halda Rugova föngnum.
Sögusagnir hafa gengið um örlög
Rugova og hann ýmist sagður í haldi
Serba eöa jafnvel látinn.
„Við vitum ekkert með vissu og
jafnvel ekki hvort hann er á lífi,“
sagði talsmaður ráðuneytisins í gær.
Fjölmiðlar í Júgóslavíu greindu frá
því á mánudag að Rugova ynni í
Belgrad að lausn Kosovomálsins
Stuttar fréttir
Aðstoö viö skipasmíðar
Framkvæmdastjórn ESB hefur
heimilað frönskum stjómvöldum að
styrkja skipasmíðastöö sem smíðar
skip fyrir frönsku Pólynesíu, með
ákveðnum skilyrðum þó.
Hætta á uppsögnum
Karsten Hansen, fjármálaráð-
herra Færeyja, segir að ríkið geti
ekki tekið á sig frekari launahækk-
anir og að hætt sé við að segja verði
upp starfsfólki. Verkfall opinberra
starfsmanna í Færeyjum hefur nú
staðið í þijár vikur.
Gore á Netið
A1 Gore, varaforseti Bandaríkj-
anna, var síðastur
þeirra tólf kand-
ídata sem hyggja á
forsetaframboð á
næsta ári, að opna
heimasíðu. Þar með
er kosningabarátta
Gore hafin á vefn-
um á slóðinni www.AlGore2000.com.
Obuchi vinnur á
Stuðningur japanskra kjósenda
við ríkisstjóm Keizos Obuchis hefur
nærri tvöfaldast á sex mánuðum, að
því er fram kemur í nýrri könun.
Grænlendingar kaupa
Stærsta verslunarfyrirtæki Græn-
lands, sjálf Grænlandsverslunin, hefur
keypt fyrsta stórmarkað sinn í Dan-
mörku sunnanverðri. Gangi rekstur-
inn vel verða keyptar fleiri verslanir.