Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 Fréttir scmdkorn Hér má sjá starfsmenn Vísis við hinn glæsilega Daewoo Hurricane sportbíl sem afmælisbarnið gefur heppnum gesti. Afmælisveisla Vísis hefst í dag: DV-mynd GVA Afmælisbarnið gefur gjafir Vísir.is heldur upp á afmæli sitt með pompi og prakt í apríl. í dag, 7. apríl, verður opnuð á Vísi afmælisveisla Vísis.is, þar sem gestimir fá allar gjafirnar sem eru ekki af verri endanum. Helstu gjafimar em þrjár ferðir frá Samvinnuferðum-Landsýn til London, Parísar og Mallorca, en sú veglegasta er stórglæsilegur Daewoo Hurricane sportbíll frá Bílabúð Benna. Afmælisveislan stendur til 21. apríl, þegar upp- lýst verður hver hlýtur þessa höfðinglegu gjöf. Bjargvætturinn í öðru lagi hefur sannast að fólk vill koma í kirkju ef ekki væri helgislepjan kvölds og morgna og með því að blanda sama poppi og bjór og lærisveinum af báðum kynjum, ásamt með mátulega brjáluðum lækni sem hefur litið að gera, má auðveldlega kristna fólk á nýjan leik, svo fremi að guðsmennimir komi þar hvergi nærri. í þriðja lagi hefur þessi uppákoma á Flateyri undirstrikað að kirkjumar geta nýst sem menn- ingarhallir fyrir veslings fólkið sem þar býr. Rik- isstjómin hefur boðist til að byggja hallir undir menninguna af því að stjómarherramir halda að það sé ekki vegna skorts á fískikvótum heldur vegna skorts á menningu sem fólk flytur. En nú þarf ekki lengur að leggja pening í menningar- hallir þegar kirkjurnar fyllast af fólki sem getur beðið á bamum þangað til næsta messa hefst. Kirkjurnar, sem hingað til hafa staðið hálftómar, leysa hallirnar af hólmi. Allt er þetta Lýði að þakka sem líður enga lognmollu hjá óbreyttum lýðnum í fábreytninni á Flateyri. Nú má virkja lækninn til að skipuleggja popp- messur fyrir túrista í sumar og trekkja þannig til Flateyrar þúsundir manna þar sem guðshúsið fyllist af fólki og barinn líka þegar læknirinn hef- ur upp raust sina. Allir græða og nú má kvótinn fara frá Flateyri og presturinn líka, svo framar- lega sem læknirinn verður um kjurt til að prédika í poppmessum. Dagfari Jón Gauti Jónsson, sem um skeið var bæjarstjóri í Garðabæ, hefur und- anfarin ár verið eins konar bjargvætt- ur - i anda þekktra breskra sjón- varpsþátta um krafta- verkamann sem fer um og kippir aðskilj- anlegum málum í lið- inn þegar allt er í óefni komið. Einmitt þetta gerir Jón Gauti. Hann fer um landið og stýrir sam- félögum út úr brotsjóum náttúru- hamfara og uppgjafar og endurreisti m.a. sveitarfélagið á Súðavík eftir snjóflóðin hörmulegu. Nú hefúr Jón Gauti enn verið sendur á hamfara- svæði, að þessu sinni í Iðnskólann í Reykjavík. Þar er hann formaður stýrihóps sem hefur það hlutverk að koma skólanum, sem glimt hefur við mikinn sfjórnunarvanda, á réttan kjöl á ný... Brautin má bíða Nú dynja alls kyns hortugheit á hinum gjafmilda samgönguráðherra, Halldóri Blöndal, sem af örlæti hef- ur vígt jarðgöng og lofað nýjum við fyrsta tækifæri. Vin- kona hans, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, vill ólm taka við ráðuneyti hans og hefja fram- kvæmdir í höfuð- borginni. Nú siðast réðust Reyknesing- ar á ráðherrann og hafa eftir honum á forsíðu Víkurfrétta: „Brautin má bíða.“ Það sem gerir málið snúið er að hvergi er neitt haft eftir ráðherran- um i blaðinu en Hjálmar Árnason framsóknarvetnismaður potar í hann fyrir að svelta Reykjaneskjördæmi. Það virðist því vera mat fréttaritara blaðisns að hafi ráðherrann ekki sagt það hljóti hann að hafa meint það... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Læknirinn Lýður Tvær systur Þær fréttir að HaUdór Her- mannsson, bróðir Sverris, muni leiöa Usta Frjálslynda flokksins á Norðurlandi eystra hafa vakið um- talsverða athygli og nokkra undrun, er víst óhætt að segja. Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvem- ig Norðlendingar taka því að Vestfirð- ingur leiði fram- boðslista í kjördæmi þeirra en Halldór hefur þó að eigin sögn haft nokkur tengsl við Norður- land eystra. Þannig upplýsti hann í Útvarpi Norðurlands að hann hefði átt tvær systur á Húsavík og heim- sótt þær nokkrum sinnum! Kunn- ingi Sandkomsritara, sem er lands- byggðarmaður, á bæði systur og bróður í Reykjavík en telur það þó ekki gmndvöll fyrir framboði í höf- uðborginni... Kolla í Framsókn Sú mjúkmála Kolbrún Bergþórs- dóttir, blaðamaður og útvarpskona, glímir nú við nokkurn tUvistar- vanda. Hún hefur verið talin til eð- alkrata fram að þessu og sérstakur aðdáandi hins skörulega sendi- herra, Jóns Bald- vins Hannibalsson- ar, þó litlum sögum fari af kærleikum hennar og núver- andi flokksformanns, Sig- hvats Björgvinssonar. Nú hafa skipast veður í lofti og BrynhUdur Bergþórsdóttir, starfsmaður Iðn- tæknistofnunar og systir Kollu, er sest í 24. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík. Kolbrún er með böggum hildar vegna málsins og er þrýst á hana að ganga í Framsókn. Opinber heimsókn hennar er áformuð tU Washington þann 9. maí. Verði af vistaskiptum er hætt við að loft verði lævi blandið þegar Kolbrún hittir sendiherra sinn... Lýður heitir hann Ámason, læknirinn á Flateyri. Lýður hefur ekki marga sjúklinga í plássinu enda fækkar Flateyringum eins og öðrum Vestfirðingum af því þar fyrir vestan er ekkert að gerast sem fútt er í. Lýður var búinn að bjóðast tU að annast prestsstörfin í plássinu í fjarveru sóknarprestsins en kirkjan bannaði það, samkvæmt þefrri kenn- ingu að enginn geti boð- að guðsorð nema vera vígður. Lýður er ekki vígður en hann fékk leyfi til að setja upp popppassíu- messu á skírdag og fyUti kirkjuna sem mun vera nýtt íslandsmet á Flat- eyri, ef ekki víðar. Kvað svo rammt að aðsókn að Lýður læknir ráðlagði sjúklingum sínum og sóknarbörnum að bíða á bjórstofunni á meðan og var því læknisráði vel tekið. Var síðan messan endurtekin fyrir þá sem þurftu að biða á bamum og aftur komust færri að en vildu. Þjóðkirkjan getur margt af þessu lært. í fyrsta lagi kemur þar í ljós að lækna má nýta til prests- starfa og hugsanlega má nýta presta til læknis- starfa og þannig sparast heiU embættismaður í byggðarlagi sem býr við fólksflótta. Þarf því alls ekki að láta bugast þótt presturinn flytji eða læknirinn því sá sem eftir situr getur hlaupið í skarðið. Eftirspurn eftir fasteignum ekki meiri síðan í Vestmannaeyjagosinu: Verðsprengja í mið bæ Reykjavíkur „Eftirspum eftir fasteignum á miðlægum stöðrnn í Reykjavik, aUt frá Elliðaánum og vestur eftir, er langt umfram framboð. Ég man ekki eftir öðru eins frá því í gosinu í Vest- mannaeyjum 1973 þegar Eyjamenn komu upp á land og keyptu sér íbúð- ir,“ segir Jón Guðmundsson, fyrrver- andi formaður Félags fasteignasala. „Það eru dagprísar á íbúðum og Uestar fara þær töluvert yfir ásettu verði." Dæmi eru um að sjö miUjóna Jón Guðmunds- son fasteigna- sali. króna íbúðir i Þingholtunum séu að seljast á níu miUjónir og er þá slegist um þær. Jón Guðmunds- son segir ástæð- una almenna upp- sveiflu í þjóðfélag- inu, lóðir séu upp- urnar og ekki hafí verið byggt nóg að undanfömu. Þá sé það að verða algengara en áður að fólk um tvítugt sé að festa sér sína fyrstu íbúð. „Þeir sem selja núna ættu að vera búnir að tryggja sér húsnæði því þeir þurfa eins og aðrir aö greiða þetta háa markaðsverð þegar þeir kaupa á ný,“ segir Jón Guðmunds- son. Fasteignaverðið hefur hækkað áberandi mest i Þingholtrmum og í götum í nágrenni Reykjavíkurtjam- ar. TUboðum rignir yfir seljendur strax og þeir auglýsa og er ekki óal- gengt að fimm eða fleiri tUboð berist í hverja eign. Hækkar það verðið að sjálfsögðu verulega. Aukin lánafyrir- greiðsla banka og sparisjóða á hér einnig hlut að máli en bankar bjóða nú lán fyrir 75 prósentum af íbúðar- verði tU þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign. „Eitthvað af þessu byggist þó á mikilli bjartsýni og það er mín spá að verðið lækki verulega á haustdög- um,“ segir Jón Guðmundsson. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.