Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Samið við Rússa og Norðmenn um Smuguna í Moskvu: Samningurinn rýr - og gefur litlar heimildir, segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ „Samnmgurinn er mjög rýr og gef- ur okkur litlar heimildir, miðað við það sem áður hefur verið. Við þurfum að endurgjalda Norðmönnum með mikilvægum stofnum og kaupa 2800 þúsund tonn af Rússum á verði sem við vitum ekki hvert verður. Því lít ég svo á að við séum að fá veiðileyfi fyrir 5000 tonn í Barentshafi en ekki 8900, með til- liti til endurgjalds- ins,“ segir Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ, að- spurður um nýja samninginn milli ís- lendinga, Rússa og Norðmanna í Barentshafi. íslendingar fá 1,86% af leyfilegum heildarafla á þorski i Barentshafi, auk 30 prósenta meðafla í öðrum tegund- um. Með samningnum sem gerður var í Moskvu í gær er lokið áralöng- um deilum um Smuguna sem risu Kristján Ragnarsson. Þeir Halldór Ásgrímsson utanríkisráöherra og Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra kynntu í gær umdeildan samning um Smuguna. hæst þegar Norðmenn beittu herskip- um sínum á íslenska togaraflotann. Á fyrstu árum veiðanna var mikil þorskveiði en síðustu tvö ár hefur afli dregist mikið saman. Samningurinn gildir í fjögur ár en fari leyfilegur heildarafli á þorski í Barentshafi nið- ur fyrir 350 þúsund tonn falla veiðar íslendinga úr stofninum niður, sem og veiðar norskra fiskiskipa í ís- lenskri lögsögu. Heildarafli í Barents- hafi er nú 480 þúsund tonn en búist er við að kvóti verði skorinn niður á næstu árum vegna lélegs ástands þorskstofnsins. Léleg stjóm hefur ver- ið á veiðum í Barentshafi og hafa Rússar og Norðmenn lítið sem ekkert samráð um veiðar úr sameiginlegum stofnmn. Þannig hefur DV sagt frá því að rússneskir togarar hafa landað heilu förmunum af örsmáum þorski á íslandi. í loftinu liggur að staðfest verði af fiskiffæðingum að algjört hrun sé á þorskstofhinum í Barents- hafi. „Svo dettum við út eftir að þeir hafa gengið illa um þennan stofn og þar með erum við úti,“ sagði. -íbk/-rt Fyrsta „net-brúökaupið“ á íslandi: Tilhugalífið í tölvunni - hittust eftir rúmt ár og ákváðu að giftast á Þingvöllum „Ástin á Netinu er eins og ástin í lifinu. Við vorum búin að talast við í tölvunni á annað ár þegar við ákváðum að hittast. Á þriðja degi heimsóknarinnar voram við stað- ráðin í að gifta okkur og gerðum það á Þingvöllum um síðustu helgi,“ segir Kjartan H. Valdimarsson, sölumaður hjá Austurbakka, sem gekk að eiga Leola Francis Valdi- marsson eftir djúpstætt tilhugalíf á Internetinu. Þetta mun vera fyrsta brúðkaupið á íslandi sem rekja má beint til kynna fólks á Netinu. Upphaf málsins er það að Kjartan sat í Frostafoldinni í Grafarvogi, en Leola í Flórída. Ókunnugt um hvort annað lentu þau bæði inni á svo- kallað yrki, þar sem fólk spjallar saman: „Ég slysaðist inn á þessa rás og sá strax að þarna var ágætisfólk. Smám saman fórum við Leola að draga okkur út úr og tengjast óskýr- anlegum tilfinningaböndum. Fyrst voru það sameiginleg áhugamál sem tengdu okkur, en svo varð þetta hjartnæmara þegar við fundum að viðhorf okkar til lifsins svona al- mennt runnu í sama farvegi," segir Kjartan þegar hann reynir að út- skýra ástina á Netinu. „Við töluðum saman oft á dag og mjög lengi í hvert sinn í restina." í fyrrasumar ákváðu þau að hittast en fórast á mis. Þau reyndu aftur fyr- ir skemmstu og hittust loks 6. mars síðastliðinn. Það urðu fagnaðarfundir þegar tveir elskendur féllust í faðma á flugvellinum í Orlando; elskendur sem aldrei höfðu snerst. Kjartan og Leola sameinuðust á Netinu - hann í Kjartan og Leola Francis gengu í hjónaband í Þingvallakirkju eftir rúmt ár á Netinu. Frostafold en hún í Flórída. „Við fundum ekki fyrir neinni feimni, en það var mikill titringur í okkur. Við vorum búin að upplifa til- hugalífið á Netinu þannig að þetta var bara lokapunktur- inn. Það sannaðist á okkur að tilhugalífið á Netinu er raunverulegt, því viö þurft- um ekki nema þrjá daga í faðmi hvors annars til að ákveða giftingu. Viö erum bæði mjög ham- ingjusöm," segir Kjartan H. Valdi- marsson. Það var séra Vigfús Þór Árna- son, sóknarprest- ur í Grafarvogi, sem gaf Kjartan og Leolu saman í Þingvallakirkju um síðustu helgi. Séra Vigfús seg- ist ekki í vafa um að Netið verði í framtíðinni stærsti hjóna- bandsmiðlari heims. Netið eigi eftir að tengja saman sálir í öll- um heimshom- um. Kjartan og Leola era bæði 43 ára gömul. Leola er ekkja en Kjartan fráskil- inn. Leola á þrjú böm en Kjartan tvö. Öll era börnin ánægð með ráðahaginn, að sögn Kjartans, sem starfar sem fyrr sagði sem sölumaður hjá Austurbakka. Þar selur hann lækningatæki og tæki á rannsóknarstofur. Leola er hins vegar söngvari og lagahöfund- ur og hefur meðal annars samið lög fyrir kúrekasöngvarann Vince Gill. Þá hefur hún einnig samið lag fyrir Taniu Tucker. -EIR DV-mynd ÞÖK Vesturborg GK 195 aftur til veiða: Uppreisnarmenn sendir úr landi „Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir fóru út í. Við borguðum undir þá farið aftur til Noregs samkvæmt samningi og þar með er málið úr sögunni," sagði Andrés Guðmunds- son, framkvæmdastjóri hjá Valdi- mar hf. í Vogum sem gerir út Vest- urborgina GK 195. „Deilan snerist um skiptakjör og þau era betri hjá okkur en í Noregi. Ég skil ekki hvemig Norðmennirnir gátu farið að gera ágreining um þetta.“ Eins og greint var frá í DV í gær óhlýðnuðust fjórir norskir skip- verjar á Vesturborginni skipstjóra austur af Vestmannaeyjum í fyrstu veiðiferð skipsins. Neituðu þeir að vinna eftir íslenskum skiptaregl- um. Á sjómannamáli nefnist óhlýðni við skipstjóra uppreisn og því ákvað skipstjóri að sigla til lands með Norðmennina, eftir að hafa ráðfært sig við útgerðina í landi. „Meginástæða þess að siglt var til lands var að einn skipverja var veikur, með brjósklos, og þurfti að komast undir læknishendur," sagði Andrés framkvæmdastjóri og vildi sem minnst gera úr uppreisnartil- rauninni - sagði að útgerð sín væri þekkt fyrir annað en uppreisnir og vandræði. Skipiö hefði verið endur- mannað með íslendingum, þó væru enn tveir Norðmenn um borð og þrír Færeyingar. Vesturborgin var keypt fyrir skemmstu frá Álasundi í Noregi og hét áður Vestborg. Skipið er smíðað 1982 en endurbyggt og lengt um sjö metra 1987. „Þetta er gott skip og við fengum það á ágætu verði,“ sagði Andrés Guðmundsson. -EIR Komið að reisugilli Komið er að reisugilli í bygg- ingu bæjar Ei- ríks rauða og Þjóðhildar- kirkju. Húsin eru smíðuð á Is- landi en verða síðan reist í Brattahlíð á Grænlandi og vígð þar í júlí árið 2000. Ámi Johnsen alþingis- maður er formaður byggingamefnd- ar. Gagnrýnir bæjarstjórn Rafveitustjórinn á Akureyri gagn- rýnir harðlega að hvorki Rafveitan né stjórn veitustofnana hafi verið höfð með í ráðum þegar AKO/Plast- os keypti áhaldahús Rafveitunnar. Einnig segir hann verðið allt of lágt. Dagur sagði frá. Aðalstræti 6 selt Tryggingamiðstöðin hefúr keypt eignarhluta borgarinnar í húseign- inni Aðalstræti 6, Morgunblaðshöll- inni, ásamt 40% af baklóðinni, Fischersundi 1 og hluta lóðarinnar Fischersund 5. Kaupverð eignanna er 114,5 milljónir kr. og greiðist með jöfnum afborgunum án vaxta mán- aðarlega á 9 mánuðum. Týndur í London Breska lögreglan leitar nú íslend- ings á sextugsaldri, sem ekkert hef- ur spurst til síðan í síðustu viku. Maðurinn var í viðskiptaferð í Lundúnum. Vísir.is sagði frá. Vilja ekki fóik Eigendur landsins við Jökulsár- gljúfúr hafa auglýst í Lögbirtinga- blaðinu að umferð fólks þar sé óheimil nema með leyfi þeirra. Stað- urinn er skráður sem náttúruminjar og vafi leikur á heimild landeigenda til að takmarka aðgang að náttúm- minjum. RÚV sagði frá. Aldamótahús Félag áhugamanna um aldamóta- hús áformar að byggja i sumar ein- býlishús við Barðastaði 67 í Grafar- vogi. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis fjánnagnar bygginguna sem hönnuð er af Guðmundi Jónssyni, arkitekt í Ósló. Frumsýning í Dresden Leikritið Fjör- brot fuglanna eft- ir Elías Snæland Jónsson, rithöf- imd og ritstjóra, verður frumsýnt í Dresden í Þýskalandi nk. laugardag, 17. apríl. Óvenjulegt er að íslenskt verk sé ffumsýnt á erlendri grund. Sameinaðar slysavarnir Viðræður standa yfir um samein- ingu Siysavamafélagsins og Lands- bjargar. Endanleg ákvörðun verður væntanlega tekin á þingum samtak- anna i mai. Naumur meirihluti Naumur meirihluti, eða 51% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu á VísLis, styðja innrás landhers NATO í Júgóslavíu. Nærri 6000 atkvæði vora greidd þá viku sem atkvæðagreiðslan stóð yfir. 3094 'styðja slika innrás en 2807 era hennir andvígir. Einungis eitt atkvæði er talið frá hverri tölvu í at- kvæðagreiðslu á Vísi. Fiskréttir í flug íslenskt franskt eldhús á Akra- nesi hefúr gert samning um sölu á 2,4 milljónum skammta af svokölluð- um fiskterrin-sneiðum eða fiskpaté- sneiðum til bresks flugfélags. Morg- unblaðið sagði ffá. Fleiri kennarar 3200 stöðugildi grunnskólakenn- ara eru nú á landinu öllu en 3726 kennarar og leiðbeinendur starfa nú í grunnskólunum samkvæmt frétt ffá menntamálaráðuneytinu. Stöðu- gildum kennara mun fiölga á næstu árum og telur Bjöm Bjamason menntamálaráðherra að koma megi að hluta til móts við aukna kennara- þörf með meiri flarkennslu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.