Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
Viðskipti
Þetta helst: .. .Mikil viðskipti á Verðbréfaþingi, 1.404 m.kr. ... Ávöxtunarkrafa húsbréfa snarlækkar í
4,39%- ... Hlutabréfamarkaður fjörugur ,,, Um 163 milljóna viðskipti með bréf SH sem lækka ,., FBA hækkar um
6,1% í 86 m.kr. viðskiptum ... Breskur fjárfestir til liðs við Netverk ,,. Evran styrkist lítillega ...
Viðskiptamáti
framtíðarinnar
- rafræn viðskipti gjörbylta viðskiptaháttum
Rafræn viðskipti eru að gjörbylta
hefðbundnum viðskiptaháttum.
Viðteknar viðskiptavenjur breytast,
milliliðum fækkar, viðskiptakostn-
aður minnkar, nánara samband rik-
ir á milli fyrirtækja og neytenda og
nýir markaðir og vörur spretta upp.
Þetta er mat Finns Ingólfssonar við-
skiptaráðherra. Umfang rafrænna
viðskipta hefur vaxið gríðarlega
með tilkomu Netsins og allt bendir
til að vöxturinn muni aukast enn
hraðar á næstu misserum. Helsti
ótti manna varðandi rafræn við-
skipti hefur verið varðandi öryggis-
mál. Það eru ekki nema þrjú ár síð-
an margir bankar á íslandi töldu
óhugsandi að hefðbundin banka-
starfssemi færi fram á Netinu milli
einstaklinga. í dag reka allir bankar
heimabanka og öryggi i þessu við-
skiptum virðist vera viðunandi.
Hins vegar hefur skort á ítarlega
lagasetningu og réttaróvissa hefur
verið töluverð í rafrænum viðskipt-
um hér á landi. Af þessum sökum
lét Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra lögfræðingana Gunnar
Thoroddsen og Skúla Magnússon
taka saman ítarlegt lögfræðilegt yf-
irlit um þau íslensku lög er varða
rafræn viðskipti. Þetta framtak
mun án efa styrkja áframhaldandi
uppbyggingu rafrænna viðskipta og
stuðla að frekara öryggi.
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra opnaði fyrsta snertibankann á íslandi síðastiiðinn mánudag.
Nýir gjaldkerar
Á mánudag var opnaður fyrsti
rafræni snertibankinn á íslandi.
Það var Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sem vígði bankann í Spari-
sjóði Hafnafjai'ðar. í þessum banka
verður hægt að framkvæma allar
helstu aðgerðir sem venjulegt fólk
hefur þörf fyrir. Þessi þróun hefúr
án efa í för með sér að starf gjald-
kerans mun
breytast á
næstu árum og
fækka muni í
stéttinni.
Þessi þróun
hefur gerir það
að verkum að
bankaútibúum
mun fækka.
Margir íbúar
landsbyggðar-
innar hafa lýst
áhyggjum
vegna þessarar
þróunar og ótt-
ast að eini
bankinn á
mörgum stöð-
um verði kassi
með snertiskjá.
Vissulega er
það óvenjuleg
þróun að banki
verði ekki
stærri en síma-
klefl og skiljan-
legt að sumir
sjái á eftir hefö-
bundnun
bankaútibúum. Þetta er hins vegar
viðskiptamáti framtiðarinnar og
hefur í för með sér mikla hagræð-
ingu bæði fyrir banka og neytend-
ur.
Flugeldasýning á hluta-
bréfamörkuðum
Nýherji
byggir
í Borg-
artúni
Nýherji hefur gert samning
við Hörð Jónsson byggingar-
verktaka um kaup á 6400 fm
skrifstofuhúsnæði sem rísa
mun á gatnamótum Borgar-
túns, Sæbrautar og Kringlu-
mýrarbrautar. Húsið verður
flmm hæðir auk kjallara og
mun rúma alla starfsemi Ný-
herja sem nú er til húsa bæði
í Skaftahlíð 24 og Skipholti
37. Markmið kaupanna er að
mæta þeirri auknu húsnæðis-
þörf sem leitt hefur af hröð-
um vexti fyrirtækisins og
koma allri starfsemi Nýherja
fyrir á einum stað. Húsið hef-
ur verið hannað eftir óskum
Nýherja í samræmi við þann
rekstur sem fyrirtækið er í.
Kaupverð húsnæðisins verð-
im fjármagnað með sölu nú-
verandi fasteigna Nýherja,
með hlutafjáraukningu og
lánsfé. Áætlað er að flytja
starfsemi Nýherja í nýja hús-
ið i apríl árið 2000. Arkitekt
hússins er Guðni Pálsson,
VSÓ sér um hönnun en Verk-
fræðistofa Stanley Pálssonar
um verkeftirlit. Þetta kemur
fram á viðskiptavef Vísis.
Hlutabréf um allan heim tóku
kipp upp á við í gær. Ástæðan er
óvænt hækkun sem varð á Wall
Street. Almennt var búist við að
bréf myndu lækka í verði í kjölfar
afkomuviðvörunar frá bandaríska
tölvurisanum Compac. Áður en
markaðir voru opnaðir á Wall
Street á mánudag lækkuðu hluta-
bréf alls staðar í heiminum en
ástandið var ótryggt uns ljóst yrði
hvernig bandaríski markaðurinn
myndi túlka fréttimir. Ótti manna
Heildartekjur íslenska hátækni-
fyrirtækisins Össurar hf. námu um
1.034 milljónum króna á árinu 1998.
Til samanburðar voru tekjur 783
milljónir árið 1997 og 652 m.kr. 1996.
Hagnaður eftir skatta var 79 millj-
ónir króna 1998 en var til saman-
burðar tæpar 12 milljónir árið á
undan og 6 milljónir árið 1996.
Hagnaður félagsins af heildartekj-
um óx þannig Úr 1,53% 1997 í 7,64%
árið 1998. Eigið fé Össurar hf. var
183 milljónir 31. desember 1998 og
eiginfjárhlutfall 35,7%. Arðsemi
heildarfjármagns eftir skatta er 22%
og arðsemi eigin fjár var 77%. Þetta
kemur fram á viðskiptavef Vísis.
Ástæðu þessarar aukningar má
helst rekja til þess að margar nýjar
vörur komu á markað á árinu. Sala
Össurar hf. á árinu skiptist í megin-
drátum þannig eftir markaðssvæð-
um að sala til Bandaríkjanna nam
var ástæðulaus og hækkaði Dow Jo-
nes hlutabréfavísitalan um 1,6% og
var í lok viðskiptadag komin í
10.339,51 stig. Þegar fréttir af þessari
hækkun bárust tóku hlutabréf í
Asíu að hækka og nam hækkunin
1,3-1,65%. í gærmorgun, þegar
markaðir voru opnaðir í Evrópu,
var sama uppi á teningnum. Hluta-
bréf hækkuðu i öllum helstu kaup-
höllum Evrópu. Xetra Dax-vísitalan
í Frankfurt hækkaði strax um 1% í
5.217,53 stig og SMI-vísitalan í Sviss
hækkaði svipað. Búist var sömu-
leiðis við því að FTSE-vísitalan í
London myndi hækka er viðskipti
hæfust þar. Þar var talið að helst
mætti vænta frétta af bréfum í
Barclays-banka, sem spáð var að
myndu lækka vegna óvæntrar af-
sagnar nýskipaðs bankastjóra,
Michaels O’Neill, af heilsufarsá-
stæðum. Þessar verðhræringar
voru allflestar úr takt við það sem
spáð var og því má segja að fram-
haldið sé óljóst. -BMG
um 45% af heildarsölu fyrirtækisins
og sala til EES-landa var um 40%.
Þess má geta að sala til stríðs-
hijáðra svæða í heiminum var 1%
af sölu fyrirtækisins. Starfsfólki Ös-
urar hf. hefur fjölgað stórum undan-
farin ár. Þannig störfuðu 67 manns
hjá fyrirtækinu 1996 en I ársbyrjun
199 voru starfsmenn orðnir 110 tals-
ins. Að undanförnu hefur verið
unnið að nýrri stefnumótun Össur-
ar hf. Tilgangurinn er að efla sam-
keppnishæfni fyrirtækisins og und-
irbúa komu þess á hlutafjármarkað
hér á landi og/eða erlendis. For-
stjóri Össurar hf., Jón Sigurðsson,
væntir þess að félagið verði talið
álitlegur fjárfestingarkostur þar
sem ijárfesting í ört vaxandi fyrir-
tæki með mikla vaxtamöguleika sé
spennandi kostur fyrir fjárfesta hér
á landi sem ytra.
Ossur hf. með 79 milljóna hagnað
Vaxtalækkanir
á Noröurlönd-
um
Almennt er talið að vextir
verði lækkaðir fljótlega í Noregi
og Svíþjóð. Hins vegar ber
mönnum ekki saman um
hvenær af þessu gæti orðið.
Margir telja að norski seðla-
bankinn lækki strax í þessari
viku, en aðrir telja að af þessu
verði með vorinu og beðið verði
eftir niðurstöðum kjarasamn-
inga sem eru lausir.
Verðbólgutölur verða birtar í
dag í Svíþjóð og munu eflaust
hafa áhrif á ákvörðun sænska
seðlabankans. Vextir hafa lækk-
að alls staðar i Evrópu á undan-
fömum vikum og vaxtamunur
milli íslands og Evrópu eykst
stöðugt.
Verö á karfa
hækkar
Verð á íslenskum karfa hefur
hækkað mikið undanfarið.
Ástæðan er sú að Evrópusam-
bandið hefur bannað innflutn-
ing á Nílarkarfa úr Viktoríu-
vatni í Afríku. Framboð hefur
því minnkað töluvert í Evrópu
og njóta íslendingar þess í
hækkuðu verði. Ástæða banns-
ins eru sögusagnir um að eitur
sé notað við veiðarnar og einnig
hefur fundist óeðlilegt magn af
saurgerlum í fiskinum. Talið er
að bannið muni gilda eitt ár og
kemur það sér vel fyrir íslend-
inga. Frá því að bannið var sett
á hefur verðið hækkað um 46%.
Þetta bann hefur líkar slæmar
hliðar því Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna er einn stærsti
söluaðili í Evrópu á ferskum
Nílarkarfa. Hins vegar er ágæt-
ur markaður fyrir þessa vöru í
Asíu og á meðan bannið gildir
verður karfinn seldur frosinn til
Asíu.
Afkoma BGB
hf. ágæt
Útgerðarfyrirtækið BGB hf. á
Árskógssandi skilaði ríflega 28,5
milljóna króna hagnaði í fyrra.
Velta ársins var sú sama og árið
áður, 729 milljónir króna, en þá
var hins vegar 27,6 milljóna tap á
rekstrinum. Að teknu tilliti til
hlutdeildar í tapi dótturfélags,
sem BGB keypti hlut í í lok síð-
asta árs, nam hagnaðurinn í
fyrra 13,6 milljónum króna. BGB
hf. gerir út þrjú skip og rekur
flskvinnslu á Dálvík og Árskógs-
sandi. Heildareignir BGB voru
bókfærðar á 1.213 milljónir
króna í árslok og námu veltuijár-
munir þar af 132 milljónum.
Heildarskuldir voru 806 milljónir
króna og langtímaskuldir þar af
um 170 milljónir. Eigið fé var 406
milljónir og veltufé frá rekstri
nam 98 milljónum króna. Starfs-
menn BGB eru 65 talsins og hlut-
hafar í fyrirtækinu eru 68.
Sænska krónan
veikist
Sænska krónan hefur veikst
nokkuð eftir að sænski fjármála-
ráðherrann, Eric Ásbrink, sagði
af sér á mánudag. Arftaki
Ásbrink verður Bosse Ringolm
og eru menn ekki á eitt um
hvort hann sé rétti maðurinn i
starflð. Ringholm hefur séð um
vinnu- og félagsmál. Liklegt er
þó að þessi veiking sé aðeins til
skamms tíma og að gengiö muni
fljótlega fara aftur í fyrra horf.