Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
11
DV
Fréttir
Uppreisnarmaður á Patreksfirði bíður eftir ákæru:
Tapar 150 þúsund
krónum á dag
- og semur fiskveiðilög á meðan
„Ég er að bíða eftir ákæru frá
saksóknara. Á meðan liggja báðir
bátarnir minir bundnir við
bryggju og það kostar mig 150 þús-
und krónur á dag,“ segir Svavar
Guðnason, útgerðarmaður á Pat-
reksfirði, sem sendi Vatneyri BA á
kvótalausar veiðar fyrr á árinu til
að mótmæla framkvæmd kvótalag-
anna. „Ég er sannfærður um að
vinna málið og mun að sjálfsögðu
setja þennan kostnað og perónu-
legt tap mitt inn í skaðabótakröfu
á ríkið.“
Útgerðarfyrirtæki Svavars á
sem kunnugt er tvo báta, Vatneyr-
ina og Háhyrning. Það kostar
hann tvær og hálfa milljón á mán-
uði að láta Vatneyrina liggja
bundna við bryggju og Háhyrning-
ur kostar hann eina og hálfa millj-
ón á mánuði.
„Það styttist í að ég fari á haus-
inn ef þetta heldur svona áfram,“
segir Svavar, en hann sito ekki
auðum höndum á meðan. Hann
hefur samið tillögu að lögum um
stjórn fískveiða í 15 liðum, þar
sem segir meðal annars í 1. grein:
„Öllum réttbomum íslendingum
skal tryggður rétto til að stunda
þann atvinnurekstur sem nefnist
fiskveiðar innan íslenskrar fisk-
veiðilögsögu, sem er 200 sjómílur
frá ströndum íslands."
„Ég vona bara að saksóknari
fari að drífa í því að kæra mig. Ég
er sigurviss," segir Svavar Guðna-
son, útgerðarmaður á Patreksfírði.
-EIR
DV-mynd ÞÖK
Samnorræn söfnun Lionshreyfingarinnar, Rauða fjöðrin til styrktar öldruðum, er hafin. Söfnunin fer fram með sölu
á rauðum fjöðrum samtímis á Norðurlöndunum. 20% söfnunarfjárins renna í samnorrænan sjóð, en 80% verður var-
ið hér heima til rannsókna á öldrun og öldrunarsjúkdómum, ekki sfst aizheimer, og til að auðga líf aldraðra borgara.
Á myndinni festir Halldór Kristjánsson, verkfræðingur og Lionsmaður, fyrstu rauðu fjöðrina í þessari söfnun í jakka-
boðung Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands.
DV-mynd JAK
Bræðurnir Ólafur Þór og Stefán Þór Haraldssynir við gömlu túrbínuna.
DV-mynd Örn
SR-mjöl Siglufiröi:
Raforkufram-
leiðslu hætt
DV, Siglufixði:
Nokkur kaflaskil urðu í starf-
semi SR-mjöls á Siglufirði fyrir
skömmu þegar fyrirtækið hætti
eigin raforkuframleiðslu og hér
eftir mun öll orka sem verksmiðj-
an þarfnast verða keypt af
RARIK. Ástæðan fyrir að þetta
gerist nú er sú að fljótlega verður
tekin í notkun nýbygging sem í
er hluti af vélbúnaði fyrirtækis-
ins og þá voru þær vélar, sem
notaðar hafa verið til orkufram-
leiðslu undanfarið, komnar veru-
lega til ára sinna.
„Þessi vél er búin að framleiða
liðlega 27,3 milljónir kílóvatt-
stunda á 54 árum sem hún hefur
verið í notkun. Hún er fyrsta
gufutúrbínan sem kom til lands-
ins, hefur gengið afar vel og ver-
ið ódýr í viðhaldi. Þetta hefur
verið mikið öryggistæki fyrir
verksmiðjuna því orkan frá vél-
inni nægði til að við gátum brætt
á hálfum afköstum þótt við misst-
um rafmagnið frá Skeiðsfoss-
virkjun sem stundum hefur nú
komið fyrir,“ sagði Ólafur Þór
Haraldsson, vélstjóri hjá SR-
mjöli, þegar fréttamður kom við
hjá honum fyrir skömmu.
Túrbínan góða fékk afl sitt frá
heljarmiklum gufukatli. í hann
var leidd öll sú gufa sem varð til
í verksmiðjunni þegar bræðsla
fór fram. Auk þess hafði verk-
smiðjan yfir að ráða 1000 ha.
dísilvél sem stundum var notuð
til raforkuframleiðslu, jafnvel
fyrir bæjarfélagið þegar bilanir
hafa orðið á háspennulinunni til
Siglufjarðar. Hún er fyrsta gufu-
túrbinan sem kom til landsins.
-ÖÞ
Auglýsing frá yfirkjönstjórn Reykjaneskjöndæmis
um móttöku fnamboöslista.
Framboðsfrestur til alþingiskosninga, sem fram eiga að fara þann
8. maí 1999, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 23. apríl nk.
Framboðslista skal afhenda yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis
þann dag, kl. 10-12, í íþróttahúsinu í Kaplakrika, Hafnarfirði.
Á framboðslista skulu vera að lágmarki nöfn 12 frambjóðenda og
eigi fleiri en 24. Framboðslista skal fylgja yfirlýsing þeirra sem á
listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann.
Flverjum lista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við
listann frá kjósendum í Reykjaneskjördæmi. Skulumeðmælendur
vera 240 hið fæsta og eigi fleiri en 360. Enginn kjósandi getur mælt
með fleiri en einum framboðslista.Þá skal fylgja framboðslista skrifleg
tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu
umboðsmenn listans.
Tilgreina skal skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu, stöðu og
heimili. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili.
Fundur yfirkjörstjórriar með umboðsmönnum framboðslista, skv. 38.
gr. laga nr. 80/1987 um kosningartil Alþingis, verður haldinn í
Iþróttahúsinu í Kaplakrika, Hafnarfirði, laugardaginn 24. apríl, kl. 10.
Meðan kosning fer fram laugardaginn 8. maí 1999 verður aðsetur
yfirkjörstjórnar í íþróttahúsinu í Kaplakrika, Hafnarfirði, og talning
atkvæða mun fara fram á sama stað.
Reykjavík, 12. apríl 1999.
Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis
Sigríður Jósefsdóttir
Jónas A. Aðalsteinsson
Páll Ólafsson
Vilhjálmur Þórhallsson
Þórunn Friðriksdóttir