Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
13
Fréttir
Þróttur R. - Leiknir R.
á gervigrasinu í Laugardal,
kl. 18.30
ÍR-KR á gervigrasinu í Laugardal,
kl. 20.30
Fylkir—Valur á Leiknisvelli,
kl. 18.30
Léttir- Fram á Leiknisvelli,
kl. 20.30
Knattspyrnupáð Reykjavíkur
Eyjafjöröur:
Frjálsíþrótta-
kona best
DV, Dalvík:
Sigurlaug Níelsdóttir, frjálsíþrótta-
maður úr Umf. Samheijum í Eyjafjarð-
arsveit, var kjörin íþróttamaður
UMSE, en kjörinu var lýst á ársþingi
UMSE sem fram fór nýverið. Sigurlaug
Maut 128 stig, en Björgvin Björgvins-
son, skíðamaður frá Dalvík, varð í 2.
sæti með 125 stig. í þriðja sæti varð svo
Sveinn Brynjólfsson, skíðamaður frá
Dalvík, með 99 stig.
Einnig voru afhentir afreksbikar,
sem gefnir voru til minningar um Þór-
odd Jóhannsson, fyrir bestu afrek ung-
linga 15-18 ára. Þá hlutu Sara Vil-
hjálmsdóttir, Ungmennafélagi Svarf-
dæla, og Birkir Öm Stefánsson, Æsk-
unni.
Þeir sem útnefndir vom í einstök-
um greinum vora eftirtaldir:
Hestaíþróttir: Þór Jónsteinsson, Hesta-
mannafél. Funa.
Frjáfsar íþróttir: Sigurlaug Niefsdóttir,
Umf. Samherjum.
Skák: Guðmundur F. Hansson, Umf.
Svarfdæla.
Skíði: Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi
Dalvíkur.
Knattspyma: Atli Rúnarsson, Umf. Svarf-
dæla.
Sund: Þorgerður Sveinbjamardóttir,
Sundfél. Rán.
Golf: Haukur Snorrason, Golfkl. Hamri.
Þá vom þrír íþróttamenn tilnefndir af
stjóm UMSE:
Ómar Freyr Sævarsson, Umf. Svarfdæla.
Birkir Öm Stefánsson, Umf. Æskunni.
Sveinn Brynjólfsson, Skíðafélagi Dalvík-
ur.
hiá
Guðbjörn Charlesson umdæmistjóri, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri voru við-
staddir endurvígslu flugstöðvarinnar á ísafirði í síðustu viku. DV-mynd Hörður
Flugstööin á ísafirði endurvígð:
Með eitt hæsta hlut-
fall flugfarþega
- segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri
Frá undirritun samkomulagsins. Neðri röð frá vinstri: Birgir Jónsson, svæðisstjóri
Landsbanka íslands hf. á Akranesi, Gfsli Gíslason bæjarstjóri, Guðni Tryggvason,
formaður atvinnumálanefndar, Gunnar V. Engilbertsson, framkvæmdastjóri
Landsbankans - Framtaks. Efri röð frá vinstri: Björn S. Lárusson, markaðs- og at-
vinnumálafulltrúi, Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, Sveinn Kristinsson, forseti bæj-
arstjórnar Akraness, Gunnar Sigurðsson, bæjarráði Akraness. DV-mynd Daníel
Akranes:
Samstarf um atvinnuþróun
DV, Akranesi:
Akraneskaupstaður, Landsbankirm
- Framtak hf. og útibú Landsbanka ís-
lands á Akranesi skrifuðu undir
samning 26. mars, sem gerir ráð fyrir
því að treysta samstarf þessara aðila á
sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
í atvinnulífmu á Akranesi.
Samningsaðilar búa yfir sérstakri
þekkingu á atvinnuþróun og nýsköp-
un í atvinnulífínu og það er markmið
samkomulagsins að auka nýtingu á
þekkingu og reynslu samningsaðila
með auknu samstarfi.
Landsbankinn - Framtak hf. og
Landsbanki Islands hf. búa yfir fag-
legri þekkingu og reynslu á mati á
fjárfestingarkostum og rekstrarein-
ingum út frá arðsemisjónarmiðum.
Atvinnumálanefnd Akraneskaupstað-
ar býr yfir góðri þekkingu á atvinnu-
lífinu á Akranesi. Samningsaðilar
hafa með sér samráð um þau verkefni
sem upp koma hveiju sinni og ákveð-
ið er að beina þeim í þann farveg sem
samkomulag þetta gerir ráð fyrir.
-DVÓ
Met á met ofan á
Oddsskarði
Það hafa verið sett met á met ofan
hvað skíðaiðkun viðkemur á skíða-
svæði Austfirðinga á Oddsskarði í
vetur og vor. Þúsundir manna hafa
komið með skíði sín og rennt sér
þar. Um páskana voru þar á þriðja
þúsundið á fóstudaginn langa. Það
er þó ekki aðeins fólk með skíði sem
kemur í íjallið. Fjöldi fólks hefur
notið þar veðurblíðunnar og ýmsir
með bamavagna með sér. Skíða-
deildfrnar í Fjarðabyggð hafa staðið
sig vel, bæði í sambandi við mót og
að hvetja fólk til skíðaiðkunar. -ÞH
Endurvígsla á flugstöðvarbygg-
ingunni á ísafiarðarflugvelli, sem
upphaflega var byggð 1967, fór fram
9. apríl. Búið er að gera gagngerar
endurbætur á flugstöðinni og stór-
bæta aðstöðu fyrir afgreiðslu far-
þega. Viðstaddir athöfnina voru
m.a. þingmenn kjördæmisins, Þor-
geir Pálsson flugmálastjóri og
Halldór Blöndal samgönguráðherra.
Þá notaði flugráð þetta tækifæri til
að halda flugráðsfund á ísafirði, en
slíkur fundur hefur einu sinni áður
verið haldinn á Vestfiörðum og þá í
Bolungarvík.
Farþegar í innanlandsflugi voru
tæp hálf milljón á síðasta ári og þar
af fóru hátt í 60 þúsund farþegar um
ísafiarðarflugvöll Segja má að þessi
hluti landsins hafi nýtt sér flugið
meira en nokkrir aðrir landshlutar
frá upphafi innanlandsflugsins,
þrátt fyrir að aðstæður séu að sumu
leyti erfiðar. Hlutfall flugfarþega af
íbúafiölda er hvergi hærra en á
norðanverðum Vestfiörðum að Vest-
mannaeyjum undanskildum. Þetta
sýnir vel hve mikilvægu hlutverki
þessi samgönguþáttur gegnir fyrir
norðanverða Vestfirði, sagði Þor-
geir Pálsson flugmálastjóri í ræðu
við þetta tækifæri.
Heildarkostnaður við endurbygg-
ingu flugstöðvarinnar var rétt rúm-
ar 82 milljónir króna sem er talsvert
hærra en upphaflega var gert ráð
fyrir. Skýrist aukinn kostnaður að
mestu af ófyrirséðum kostnaði við
endurbæturnar. Teiknistofan í Ár-
múla hannaði endurbætumar, en
Gísli Halldórsson arkitekt hannaði
upphaflegu bygginguna sem byggð
var 1967. Verkfræðistofan VST ann-
aðist verkfræðivinnu og aðalverk-
taki var Naglinn ehf. sem naut að-
stoðar fiölda undirverktaka á ísa-
firði. Eftirlit með framkvæmdum
höfðu þeir Jóhann Á. Jónsson,
framkvæmdastjóri flugvallasviðs,
og Guðbjöm Charlesson, umdæmis-
stjóri á Vestfiörðum.
Að undanfórnu hefur verið í at-
hugun að koma upp búnaði til næt-
urflugs um ísafiarðarflugvöll sem
mikil áhersla hefur verið lögð á af
hálfu heimamanna. í dag er mögu-
legt að taka á loft frá ísafiarðarflug-
velli í myrkri, en nokkuð skortir á
að hægt sé að heimila lendingar far-
þegavéla eftir sólsetur. Þá er fyrir-
hugað að endurnýja slitlag á ísa-
fiarðarflugvelli og byggja nýjan flug-
turn. -HKr.
Aðalfundur
Samtaka um tónlistarhús
verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl nk., kl. 20.00,
í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórn Samtaka um tónlistarhús
Reykjavíkurmótið
í knattspyrnu
í kvöld leika:
Fjölmenni í glæsiveðri á Oddsskarði.
DV-mynd Þórarinn