Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1999 35 Préttir Dr. Gylfi Magnússon dósent segir búsetubreytingar til marks um öra þróun: Landsbyggðin má ekki dragast aftur úr - pólítísk ákvörðun að leyfa þróun að vera einu svæði í hag, segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Dr. Gylfí Magnússon, hagfræðing- ur og dósent við Háskóla íslands, segir í háskólafyrirlestrum sem birtir eru á heimasíðu hans á Net- inu að búsetubreytingar hér á landi séu merki um þjóðfélag í örri þróun og skilvirkan vinnumarkað, sem beini fólki til þeirra verka og þeirra Hólmavík: Háskóla- nám í boði DV, Hólmavík: Hólmvíkingum, og þá væntan- lega Oeiri Strandmönnum, ásamt íbúum Reykhóla gefst væntan- lega í fyrsta skipti á hausti kom- andi kostur á að stunda fjaraám við Háskólann á Akureyri, sam- kvæmt kynningarriti sem vænt- anlega hefur borist á öll heimili á þessu svæði. Samkvæmt því hyggst Háskól- inn í samvinnu við Atvinnuþró- unarfélag Vestfjarða kanna áhuga á þátttöku í fyrsta árs námi allra deildanna, en þær eru fjórar og skiptast á mun fleiri brautir. Námið fer fram með tölvusamskiptum og krefst gagn- virks sjónvarpsbúnaðar, sem enn sem komið er aðeins til staðar á ísafirði og Patreksfirði og hefúr sannað mikilvægt gildi sitt á yfir- standandi vetri. Áform eru um að þessum bún- aði verði komið upp á Hólmavík og Reykhólum í sumar og hann verði tilbúinn fyrir haustið. GF staða þar sem starfskraftar þeirra nýtast best. Umbreyting íslands úr einu fátækasta ríki Evrópu undir lok síðustu aldar, í ríki sem býr þegnum sínum ein bestu lífskjör í heimi, á hvaða mælikvarða sem er, hefði verið óhugsandi nema fólk - vinnuafl og neytendur - hefði flutt úr sveitum i þéttbýli. Gylfi segir að flutningur úr dreif- býli í þéttbýli eigi sér hliðstæður í nær öllum löndum heims. Sérkenni hans hér á landi séu þau helst að einn þéttbýliskjami - Reykjavík - hefur vaxið mun meira en aðrir, sem þó sé ekki undarlegt: íslending- ar séu einfald- lega ekki nógu margir til að byggja margar borgir sem eru nógu stórar til að geta boðið íbúum sínum upp á aUa kosti nútíma borgarlífs. Frá því sjónarhorni sé höfuðborgar- svæðiö raunar of fámennt. Á móti þeim kostnaði sem felst í því að yf- irgefa mannvirki og eignir í jaðar- byggðum kemur spamaður, einkum vegna þess að það er mun dýrara fyrir þjóðfélagið allt að byggja upp innviði eins og samgöngur, skóla, heilsugæslu o.s.frv. fyrir dreifða byggð en þétta. Gylfi bendir á að kostnaður við uppbyggingu samfélagsinnviða og við að veita bróðurpartinn af þjón- ustu hins opinbera, falli að mestu jafnt á íbúa landsins, óháð búsetu. „Vegna þess að kostnaður á mann er hæstur í smæstu byggðunum Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður. Félagar og stjórnendur Kariakórs Keflavíkur. Keflvíkingar í tónleikaferö DV, Suðurnesjum: Karlakór Keflavíkur heldur í tón- leikaferð um Dali og Húnavatnssýsl- ur um næstu helgi. Föstudaginn 16. apríl kl. 20.30 verða tónleikar í Búðar- dal og 17. apríl kl. 14 í Blönduós- kirkju. Þá syngur kórinn í félags- heimilinu á Hvammstanga, ásmt Karlakórnum Lóuþrælum, kl. 21 á laugardagskvöld. Stjómandi kórsins er Vilberg Vigg- ósson, sem hefur stjómað honum undanfarin sex ár. Eiginkona hans, Ágota Joó, hefur verið undirleikari frá sama tíma. Annan undirleik ann- ast Ásgeir Gunnarsson á harmoniku og Þórólfur Þórsson á bassa. Ein- söngvari er Steinn Erlingsson bariton. Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. desember 1953 og hefur starfað óslitið sfðan með miklum ágætum. Kórinn hefur sungið í sjö þjóðlönd- um, austan- og vestanhafs. 1981 gaf kórinn út hljómplötu og 1996 hljóm- diskinn Suðumesjamenn. Fólksflutningar á höfuðborgarsvæðið er til marks um öra þróun þjóðfélagsins. þýðir þetta millifærslur á skattfé frá þéttbýlisbúum til ibúa dreifðari byggða. Auk þessa skattijár rennur einnig nokkuð fé sömu leið vegna þess að opinber fyrirtæki og stofnanir leggja sömu notendagjöld á um allt land, óháð kostnaði. Við þetta má svo, bæta bæði beinum og óbeinum stuðn- ingi við landbúnað. Á móti kemur að nokkra leyti t.d. að opinbert fé sem rennur til ýmissa mennta- og menn- ingarmála kemur íbúum höfuðborgar- svæðisins að meiri notum en öðrum landsmönnum." Pólítísk ákvörðun „Ef menn trúa því að hægt sé að halda fólki á íslandi í samkeppni við Evrópu þá gildir það sama um svæðin innanlands. Annað getur ekki verið satt en hitt rangt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, alþingis- maður í Framsóknarflokknum á Vestfjörðum, í samtali viö DV þegar þessar hugmyndir voru bornar und- ir hann. Hann sagði að ágætt væri að búa víða um land og affa tekna. Þar liði fólki vel ef skilyröi væra sköpuð til að samfélagið gæti þróast eðlilega. Hvaö varðaði Vest- firði, þá væru gjöfulustu fiski- mið landsins skammt undan, sem gæfu meiri afla en öU miðin umhverfis Fær- eyjar. Það væri ekkert sjálfgefið að veiða þennan fisk með frysti- togurum sem gerðir væru út annars « staðar frá. „Ef menn telja það, þá geta þeir eins komist að þeirri nið- urstöðu að það sé hægt að nýta ís- landsmið frá Spáni,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hann sagði að bar- áttan snerist í raun um það að landsbyggðin dragist ekki aftur úr í félags-, menningar- og samskipta- tæknilegu tilliti. Það væri því aö sumu leyti pólitísk ákvörðun að leyfa þróuninni að verða einu svæði í hag en öðra í óhag -SÁ Dr. Gylfi Magn- ússon dósent. tf Tepmetall rHillukerfi fyrir verslanir og fyrirtæki. Framhengi í panil. Panilpinnar, einfaldir, tvöfaldir, margar lengdir. Rekki ehf. Helluhrauni 10, 220 Hafnarfirði . Sími 5650980 . A.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.