Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Side 28
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 nn Ummæli Placido Og Kristján „Ég vildi því komast jafn- fætis honum í leiknum en hafði engar áhyggjur af samanburði á söngnum." Kristján Jóhanns- son óperusöngvari gerir samanburð á sér og Placido Domingo í Morgunblaðinu. Blaðamenn og náttúran „Það er eins og þau (blöðin) hafi ekki frá neinu öðru að segja. Það þarf kannski einka- sýningu fyrir blaðamenn svo þeir fái náttúruna aftur.“ Bernharð Steingrímsson veltinga- maður, sem finnst nóg um umfjóll- un um nektarsýningar á veitinga- stað hans á Akureyri, í Degi. Sovét-ísland „Nú hefir Sovét-ísland - óskalandið - loks haldið inn- reið sína i íslensk- um sjávarútvegi. Og líkt og austur þar er hér orðinn til aðall örfárra, sem makar krók- inn og gengur í sjóðinn og sæk- ir sér hnefa með góðum vilja og vitund Æðsta ráðs.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, í Morgun- blaðinu. FH-hjartað „Nú reynir áfram á FH- hjartað gegn Aftureldingu.“ Gunnar Beinteinsson handknatt- leiksmaöur eftir sigur FH á Fram, í DV. Ráðherra sem ekki veit „Er það bjóðandi þjóðinni að fjármálaráð- herra segi í við- tali að hann viti ekki hver hallinn á ríkissjóði var í fyrra en segi að hann hafi verið „einhverjir milljarðar?" Össur Skarphéðinsson alþingis- maður, í Degi. Tímasprengjan „Ef hægt er að tala um tif- andi tímasprengju þá er það Samfylkingin þar sem allt vit- lausasta fólkið í peningamál- um hefur sameinast." Guðmundur Ólafsson lektor, á Stöð 2. Tónleikar fjörutíu og tvisvar sinnum á landsbyggðinni hjá KK: Húsbíll verður heimili mitt í sex vikur „Það er nú ekkert nýtt fyrir mig að ferðast um í húsbíl. Þetta gerði ég í fimm ár þegar ég bjó á Norður- löndunum. Á hverju ári í maí fór ég með gölskylduna í ferðalag í húsbíl og komum við ekki til okkar heima fyrr en í september. Nú er ég að vísu einn á ferð í mínum húsbíl," segir hinn þekkti tónlistarmaður KK, Kristján Kristjánsson, sem ætl- ar á morgun að leggja upp í tón- leikaferð sem hann kallar Vorboð- ann hrjúfi og stendur yfir i sex vik- ur. Mun hann halda tónleika fjöru- tfu og tvisvar sinnum á 44 dögum hvem á sínum staðnum, svo það verður í nógu að snúast hjá okk- ar ágæta söngvara, gítarleik- ara og munnhörpuleikara á næstunni: „Þetta verður spennandi og skemmtilegt og kem ég til með að spila á afskekktum stöðum eins og Loðmundarfirði þar sem enginn býr. Þar ætlar björg- unarsveitin að sjá um flutn- f ing á mér og áhorfendum í fjörðinn." KK segir mikinn undirbún ing liggja að baki ferðinni: „Ég, ásamt bróður mínum Pétri, sem er um- boðsmað- ur minn, er búinn að standa í bókun- um og einnig fylgi ég þessu eftir með því að taka upp tvö lög sem senda á út í loftið. Ég verð svo allt í Maður dagsins öllu á þessu ferðalagi mínu, keyri bílinn, rótera og spila einn á allflest- um stöðunum. Það er skemmtilegt frá því að segja að á tveimur stöðum skemmtir KK-bandið en þá koma til liðs við mig mínir gömlu og góðu fé- lagar, Þorleifur Guð- jónsson og Kommi (Kor- mákur Geir- harðsson). Þótt við séum hættir að spila saman erum við allir mjög góðir vinir og það er ekki síður gert okkur til skemmtun- ar að koma saman á ný en öðrum. Síðar kemur til liðs við mig i lok ferðarinnar minn ágæti félagi, Magnús Eiríksson, en hann er, eins og alþjóð veit, mikill óbyggðamaður og við endum saman ferðina i Tré- kyllisvík og Hólmavík." KK hefur gert mikið að því að ferðast um landið og skemmta: „Þetta hófst eftir að ég kom heim. Ef einhver hefði spurt mig árið 1977, þegar ég flutti frá íslandi, hvar Vopnafjöröur væri hefði ég ekki get- að svarað því. Nú er ég búinn að fara oft í kringum landið, þekki alla strandstaði vel og þessar ferðir min- ar eru besta landafræðin sem ég hef fengið um ævina og veit ég fátt skemmtilegra en að koma og skemmta landsbyggðarfólki." KK segir að hann hefði ekki getað staðið í þessu nema með aðstoð góðra manna: „Það hafa margir lagt hönd á plóginn í undirbúningnum og vil ég sérstaklega þakka Herzt-bílaleigunni sem lánar mér bílinn sem verður heimili mitt í sex vikur. Þetta verður mikil lífsreynsla og ég hlakka til en kviði einnig fyrir því ég hef aldrei gert þetta áður. í ferð- um mínum í húsbíln- um áður fyrr var fjöl- skylda mín með mér. Nú er ég einn en eiginkona mín og þriggja ára son- ur mínum munu heimsækja mig ein- hverjar helgar. -HK Guðrún S. Birgisdóttir og Peter Máté leika í Salnum í kvöld. 3 Flauta og pí- anó Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari halda tónleika í Salnum í Tónlistarhúsinu í Kópavogi í kvöld, miðviku- ^ dagskvöldið 14. apríl, kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í Tíbrá, tónleikaröð á vegum Kópavogs. Á efnisskránni eru Sónata eftir Hindemith, Ung- versk svíta eftir Béla Bartok, Ballade eftir Frank Martin og Sonata op. 94 eftir Serge Prokofiev. Samstarf þeirra Peters og Guðrúnar hófst fyrir nokkrum árum. Þau hafa ferðast og leikið saman reglu- Tónleikar lega síðan sem dúó og geflð út hjómdiskinn Fantaisie. Þau starfa einnig mikið með flautuleikaranum Martial Nardeau í Tríó Romance, en eru auk þess hvort um sig virk í margs konar tónlistar- flutningi. Peter hlaut fram- haldsmenntun sína í Prag en Guðrún í París. Þau eru bæði tónlistarkennarar. Þvergirðingslegur maður Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Gunnar Hansson og Linda Ás- geirsdóttir leika í hádeginu i Iðnó. Leitum að ungri stúlku I kjölfar enduropnunar Iðnós í haust var efnt til leikritasam- keppni með það í huga að sýna verðlaunaverkin í Hádegisleik- húsi Iðnós. Fyrstu verðlaun hlaut gamanleikritið Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafns- son og hefur það verið sýnt að undanförnu. Nú fara síðustu sýn- ingar í hönd og er sýning í hádeg- inu í dag og á morgun. Verkið fjallar um unga stúlku sem kemur í áheymarprufu til ungs kvik- Leikhús myndaleikstjóra sem er að gera sína fyrstu kvikmynd. Hugmyndir þeirra um lifið og listina stangast harkalega á og samskiptin taka brátt óvænta og undarlega stefnu. Þar verður sálfræðilegt valdatafl, óvæntar uppákomur, spenna og fyndni. Með hlutverk fara Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðar- son. Leikmynd er eftir Snorra Frey Hilmarsson. Sýningar hafa verið mjög vel sóttar og greinilegt er að Hádegisleikhúsið er komið til að vera. í Hádegisleikhúsinu gefst fólki kostur á að snæða léttan hádegis- verð og njóta stuttrar leiksýning- ar um leið. Sýningin hefst kl. 12. Bridge Sveit Samvinnuferða-Landsýnar tapaði illilega í þessu skiptingar- spili á móti sveit Landsbréfa í þriðju umferð Mastercardmótsins í sveitakeppni. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og NS á hættu: * 105 m - ■f KG832 * G107643 * ÁKG642 * 108653 •f 7 4 9 f 73 » ÁKD D106 * ÁKD52 Vestur Norður Austur Suður Magnús Þorlákur Jón B. G.P.A. Pass 2 Gr 3f 6 * * Dobl p/h Tveggja granda opnun Þorláks Jónssonar sýndi veika hönd með a.m.k. 5-5 í láglitum. Jón Baldurs- son kom inn á þremur spöðum og Guðmundur Páll Arnarsson ákvað að stökkva beina leið í 6 lauf á spilin. Ef til vill var það gert í þeim tilgangi að fá andstæðing- ana til þess að segja 6 spaða en það hafði ekki tilætluð áhrif. Segja má að Guð- mundur hafi ver- ið óheppinn að norður skyldi ekki eiga skiptinguna 0-2-5-6 í stað 2-0-5-6, en þá hefði tígulstunga verið það eina sem hefði getað hnekkt 6 lauf- um. Vömin átti hins vegar ekki í vandræðum með að taka 6 lauf 3 niður með 2 slögum á spaða, tígulás og tigulstungu. ísak Örn Sigurðsson ♦ D98 » G9742 ♦ Á954 ♦ 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.