Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Page 32
ÍII8fi8f
V I K I N G A
LfTlV
- að,uínna
-f
..’itMr J(L m í ll'Mj
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999
Reiði vegna Smugusamnings meðal norskra útgerðarmanna:
Þetta er siðleysi
- segir Audun Marak. Færeyingar reiðir
DV, Ósló:
„Þetta er samnningur sem felur í
sér að íslendingar fá tvöfalt verðmæt-
ari afla i norskri lögsögu en þeir láta
i staðinnn. Og þetta fá þeir gegn þvi
að lofa að hætta að stela fiski. Við
erum einfaldlega á móti svona vinnu-
brögðum," segir Audun Marak, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
norskra útvegsmanna, við DV um
Smugusamninginn sem undiritaður
var í Moskvu í gær.
Lán í óláni er þó - fyrir Norðmenn
- ef Peter Angelsen, sjávarútvegsráð-
■%Éierra Noregs, fer að ráðum fiskifræð-
inga í haust að þá verður enginn
þorskur ætlaður íslendingum i
Barentshafi á næsta ári. Smugusamn-
ingurinn er miðaður við 480 þúsund
tonna heildarþorskkvóta í Barents-
hafi og kvótar íslendinga faila niður
ef heildarkvótinn
fer undir 350 þús-
und tonn.
Fiskifræðingar
vildu fyrir þetta
ár skera þorsk-
kvótann í Barents-
hafi niður í 350
þúsund tonn en
Angelsen ákvað Audun Marak.
að fresta þvi um
eitt ár. Annars er gert ráð fyrir að ís-
lendingar fái 8.900 tonn af þorski í
Barentsháfi og að sá afli verði að
jöfnu tekinn af norskum og rússnesk-
um kvótum.
„Fyrir þetta fáum við Norðmenn
2.700 þorskígildi en engin loforð um
að íslendingar ætli sé ekki að beita al-
þjóðadómstólnum í Haag til að kom-
ast inn lögsöguna við Svalbarða og
engin loforð um að þeir hefji ekki
rækjuveiðar í Smugunni," segir
Marak.
í Færeyjum hafa sjómenn lýst óá-
nægju sinni með að íslendingar upp-
skeri veiðiheimildir í Smugunni. Fær-
eyingar hafi að vísu byrjað á Smugu-
veiðunum en hætt strax til þess að
gera ekki á móti vilja Norðmanna. Nú
komi hins vegar á daginn að fyrir
þetta fá þeir ekkert en íslendingar séu
verðlaunaðir fyrir Smuguveiðamar.
„Þetta sýnir best hugsunarháttinn
sem býr að baki samningnum. Þeir fá
mest sem fara með mestum yfirgangi
og neita að virða rétt annarra þjóða.
Þannig skapa menn sér samnings-
stöðu. Þetta köllum við siðleysi,"
sagði Marak og taldi skást fyrir Norð-
menn að hafa engan samning um
Smuguna enda væru engar líkur á
afla þar næstu árin.
Nánar á bls. 2 -GK
Stóðhesturinn Galsi frá Sauðárkróki seldur að hluta:
Hesturinn 14 millj-
óna króna virði
- Galsi sinni 73 hryssum á ári. Folatollurinn 187 þúsund á hryssu í sex ár
Eftir töluvert langa samningalotu
hefur Andreas Trappe selt Hrossa-
ræktarsamtökum Suðurlands, Skaga-
fiarðar og Austur-Húnvetninga 44 pró-
senta hlut í stóðhestinum Galsa frá
Sauðárkróki. Eftir söluna er Galsi um
Leikskóladeila:
Uppsagnir farn-
ar að berast
Uppsagnir leikskólakennara í
Kópavogi eru byrjaðar að berast
á bæjarskrifstofuna, að sögn
Gunnars I. Birgissonar, forseta
bæjarstjórnar. Leikskólakennar-
ar krefiast sambærilegrar endur-
skoðunar á gildum kjarasamn-
ingi sínum og gerð hefur verið í
Hafnarfirði og á Seltjarnamesi.
Þá standa yfir samningaviðræður
viö leikskólakennara í Garðabæ
um sambærilegar breytingar.
Gunnar sagði að þriggja manna
viðræðunefnd við leikskólakenn-
ara hefði verið skipuð. Gunnar
sagði að vel væri búið að leik-
skólakennurum í bænum og þess-
ar uppsagnir nú virtust hluti eins
konar keðjuverkunar. -SÁ
14 milljóna
króna virði.
Hlutur Hrossa-
ræktarsamtaka
Suðurlands kost-
aði 3 milljónir
króna auk virð-
isaukaskatts.
Baldvin Ari
Guðlaugsson á
sem fyrr 10% í
Galsa og má
nota hann á 7
hryssur, Hrossa-
ræktarsamtök Suðurlands eiga
21,66% og notkunarrétt á 16 hryssum,
Hrossaræktarsamtök Skagfirðinga
eiga 10,84% og notkunarrétt á 8 hryss-
um, sama hlut og notkunarrétt eiga
Hrossaræktarsamtök Austur-Hún-
vetninga og sjálfur á Trappe 46,66%
og notkunarrétt á 34 hryssum.
Stefiit er að því 'að taka 50 sæðis-
skammta úr Galsa í mars og apríl ár-
lega.
„Við eigum rétt á að halda sextán
hryssum undir Galsa og tryggðum
okkur notkun á honum sex næstu
árin með því að selja fýrirfram hlut til
hrossaræktarsamtaka og einstaklinga
á 187 þúsund krónur hvem hlut,“ seg-
ir Kristinn Guðnason, formaður
Hrossaræktar-
samtaka Suður-
lands. „Eftir sex
ár verður Galsi í
eigu Hrossarækt-
arsamtaka Suður-
lands. Mér finnst
þetta mjög skyn-
samlegt form því
það tryggir að
hesturinn verður
notaður af mörg-
um einstakling-
um á margar ólík-
ar hryssur, ekki einokaður innan
hlutafélags," segir Kristinn.
„Með þessum kaupum erum við að
tryggja að Galsi verður á íslandi um
ókomna framtíð. Það er mikilvægt
fyrir ímynd íslenskrar hrossaræktar
að sigurvegurum sé haldið innan-
lands,“ segir Jón Vilmundarson ráðu-
nauiur.
Galsi er undan Ófeigi frá Flugu-
mýri og Gnótt frá Sauðárkróki. Hann
vakti feikna athygli á sýningu á Stóð-
hestastöðinni í Gunnarsholti vorið
1994 en þá fékk hann 8,44 í aðalein-
kunn. Hæfileikamir gáfú 9,01.
Galsi stóð einnig efstur í A-flokki
gæðinga á landsmótinu á Melgerðis-
melum i sumar. -EJ
Óveður á Austurlandi
Þrátt fyrir að vorið sé hinum megin við hornið er óvenju mikið fannfergi á
Egilsstöðum. í gær var vonskuveður en í morgun var búið að lægja. Snjór-
inn var þó enn á sínum stað. Æskunni finnst alitaf spennandi að leika sér í
snjónum, þótt hann sé þyrnir í augum margra fullorðinna. DV-mynd Teitur
Veðrið á morgun:
Snjókoma
eða él
Á morgun verður norðaustan
stinningskaldi eða allhvass vind-
ur, en hægari fram eftir degi suð-
austan til. Víða verður snjókoma
eða él. Frost á bilinu 0 til 5 stig.
Veðrið í dag er á bls. 45.
Ný, öflugri
°g öruggari
SUBARU
IMPRF7A
IIVI r l\Li.r\
Ingvar
Helgason hf.
Scevarhöfba 2
Sími 525 8000
www.ih.is