Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999
Fréttir
Flótti frá
strætó
„Ég veit að það eru 30 strætis-
vagnabílstjórar að leita sér að
annarri vinnu. Ég er einn þeirra,“
segir Sigurbjörn Halldórsson,
strætisvagnabílstjóri hjá SVR. „Ég
veit ekki hvernig þeir ætla að fara
að því að halda flotanum úti á rétt-
um tímum í sumar, þegar sannan-
lega vantar 60 menn í sumarafleys-
ingar og aðeins 30 hafa sótt um.“
Mikil ólga og óánægja er meðal
strætisvaganbílstjóra í Reykjavík
með kaup sín og kjör. Þegar hafa
18 sagt upp, en meðal þeirra eru
nokkrir sem hætta vegna aldurs.
Sigurbjörn segir að ástæðan sé ein-
fóld: „Byrjunarlaunin eru 72 þús-
und á mánuði. Við getum ekki
endalaust lifað á bullandi yfir-
vinnu.“
Strætisvagnabílstjórar eru á
einu máli um, að fari fram sem
horfi megi búast við að strætis-
vagnar í Reykjavík gangi á hálf-
tíma fresti í sumar. -EIR
Sparisjóður Mýrasýslu:
Ætluöu að bola
burt fulltrúa
Hvítársíðu
DV, Vesturlandi:
DV hefur heimildir fyrir því að
framsóknarmenn hafl ætlað að
bola burt fulltrúa Hvítársíðu-
hrepps í Sparisjóði Mýrasýslu,
Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka,
en það hafi ekki tekist þar sem
Borgarbyggðarlistinn og Sjálfstæð-
isflokkurinn tóku höndum saman
um að verja Magnús. Þetta mun
vera eitt af mörgum ágreiningsefn-
um sem sprengdi meirihluta Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks í síð-
ustu viku.
Magnús Sigurðsson hefur setið í
stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu, sem
fulltrúi Hvítársíðuhrepps, í fjölda
ára og verið stjórnarformaður í
mörg ár.
„Við lögðum áherslu á það að
fulltrúi Hvítársíðuhrepps yrði
áfram inni í stjóm Sparisjóðsins,
þar sem hann er sameign Borgar-
byggðar og Hvítársíðuhrepps.
Magnús er mjög reyndur maður og
við studdum hann,“ sagði Óli Jón
Gunnarsson, annar fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks í bæjarstjórn Borgar-
byggðar og fyrrverandi bæjar-
stjóri, við DV.
-DVÓ
Oliver Dambricourt, Alain Ginester, Isabelle Villar og Cristopher Villar komin að Skógum, nýbúin að ferðast þvert yfir
ísland á gönguskíðum.
göngu skíðu m
DV, Skógnm:
„Við lögðum upp frá Akureyri 4.
apríl og höfum nú gengið þvert yfir
landið á gönguskíðum," sögðu fjór-
ir Frakkar sem DV hitti í Skógum
undir Eyjafjöllum á laugardag.
Þeir sögðu að ferðin hefði gengið
eftir áætlun en veðrið þó verið
misjafnt.
„í byrjun var ágætt en ein vikan
var afar erfið, mikill vindur úr
norðri og kalt. Einn daginn var
vindurinn beint á móti okkur“. Á
svona langri ferð þarf góðan bún-
að. Ferðalangarnir voru með um
160 kíló af vistum og útbúnaði þeg-
ar þeir lögðu af stað. Þetta drógu
þeir á eftir sér á sleðum en þeir
ollu þeim vandræðum á hluta leið-
arinnar.
„Við lentum í því hér norðan við
Mýrdalsjökul að svæðið sem við
fórum yfir var ísi lagt, enginn
snjór. Þegar færið er svoleiðis er
mjög erfitt að ganga á svona göngu-
skíðum eins og við vorum á. Það
var erfitt að fara upp brekkur og
þegar við fórum niður í móti vildu
sleðarnir fara hraðar en við
komumst," sögðu ferðalangarnir.
Þeir sögðust hafa töluverða
reynslu í að ferðast á gönguskíðum
en ekki ferðast á þeim um ísland
áður. Þetta er þó í þriðja skiptið
sem hópurinn kemur til íslands. „I
fyrstu ferðinni, 1989, fórum við fót-
gangandi frá Aðalvík að Skógum.
1992 fórum við frá Mývatni yfir há-
lendið og komum niður austan
Mýrdalsjökuls. Vikutöf vegna úr-
hellisrigningar olli því að við
komumst ekki að Skógum í tæka
tíð.“
Á ferð sinni yfir landið gistu
Frakkarnir í tjöldum sem þeir
höfðu meðferðis og í fjallaskálum.
Vistin var misjöfn.
„Síðustu nóttina sváfum við í
fjallakofa á Fimmvörðuhálsi og þá
nóttina var 16-17 stiga frost inni í
húsinu,“ sögðu ferðalangarnir,
þreyttir en ánægðir að vera komn-
ir til byggða.
-NH
Fjórir fræknir Frakkar:
Yfir landið á
íslendingar búa við
góðæri. Þeir njóta
sömuleiðis umburðar-
iyndis frá stjórnvöldum
að þvi leyti að hér er
menning og menntun
og tiltölulega ódýrt
heilbrigðiskerfi og fólk
fær að fara til útlanda
og fær yfirleitt að haga
sér eins og það vill.
Þetta getum við
þakkað vitrum og ver-
aldlegum valdamönn-
rnn, sem eru sér með-
vitandi um völd sin og
eru alla jafna góðir við
þegna sína.
En það eru takmörk
fyrir öllu og það eru til
að mynda takmörk fyr-
ir því hvaða smásögur
menn semja og um
hvað þær eru og hvar
þær birtast. Davíð
Oddsson, sem hefur
fært okkur góðærið og frelsið, hefur auðvitað vak-
andi auga með því sem samið er og skrifað og birt
og hann getur vitaskuld ekki látið sem hann sjái
ekki og heyri þegar ótíndur almenningur er að
misnota frelsi sitt til að senda frá sér óviður-
kvæmilegar smásögur.
Þess vegna var það fyllilega réttmætt og tíma-
bært hjá forsætisráðherra að senda ávítur til bisk-
upsins yfir íslandi þegar fræðslustjóri kirkjunnar
traðkar á þvi frelsi sem forsætisráðherra hefur
leyft honum að hafa og semur smásögu til birting-
ar í Morgunblaðinu. Hér er um freklegt brot að
Eftirlitsskylda biskups
ræða á mannréttindum og tilhlýðilegri virðingu
gagnvart yfirvöldum og sjálfum forsætisráðherra.
En þar sem forsætisráðherra er veraldlegt yfir-
vald en biskupinn andlegt stjómvald sem hefur
auk þess þennan fræðslustjóra í vinnu hjá sér er
Davíð knúinn til að senda biskupi kvörtunarbréf.
Biskupinn verður að stöðva fræðslustjórann og
óvönduð skrif hans. Annars hefur bæði biskupinn
og kirkjan verra af. Um fræðslustjórann þarf ekki
að tala. Hann er búinn að vera og verður settur út
af sakramentinu fyrir að leyfa sér meintan og sví-
virðilegan dónaskap gagnvart háæruverðugum
forsætisráðherra sem á sér einskis ills von og á
ekkert slikt skilið eftir alla þá góðmennsku sem
hann hefur sýnt þegnum sinum og sóknarbörnum
kirkjunnar.
Biskupnum má vera ljóst að smásögur fræðslu-
stjóra kirkjunnar eru ekki liðnar ef þær fjalla um
þá sem hafa leyft fræðslustjóranum og öðrum
þegnum ráðherrans að skrifa smásögur. Það er
ekki sama um hvað þær fjalla. Kirkjan og bisk-
upinn verða að hafa eftirlit með öllum smásögum
sem hér eftir eru samdar, enda er það ekki í þágu
góðærisins og frelsisins og trúarinnar að svona
sögur séu birtar í óþökk þeirra sem ráða.
Ef biskupinn þaggar ekki niður í fræðslustjór-
anum þá mun forsætisráðherra þagga niður í
biskupnum. Og eins gott fyrir biskupinn að hlýða,
því annars verður ekki haldið upp á þúsund ára
kristnitöku á næsta ári. Kristnin stendur og fell-
ur með því að biskupinn bregðist rétt við þegar
erkisbiskupinn talar. Dagfari
sandkorn
Kvenstjörnur
Breytingar verða efalítið á gogg-
unarröðinni á kvennavæng Sjálf-
stæðisílokksins á
næsta kjörtímabili.
Sigríður Anna
Þórðardóttir náði
ekki nema þriðja
sæti í prófkjöri
flokksins í Reykja-
nesi þrátt fyrir að
vera formaður
þingflokksins og
útkoma Sólveigar Pétursdóttur í
varaformannskjöri Sjálfstæðisflokks-
ins þótti rýr. Tveimur yngri konum
er hins vegar spáð frama í framtíð-
inni, Þorgerði Gunnarsdóttur og
Arnbjörgu Sveinsdóttur. Arnbjörg
er fyrsta konan sem leiðir lista á veg-
um flokksins opg spá sumir því að
hún verði næsti ráðherra flokksins
úr röðum kvenna...
Tímasprengja
vikunnar
Helstu flugeldasýningarnar t
kosningabaráttunni til þessa hafa
verið átök þeirra Geirs H. Haarde
og Össurar Skarp-
héðinssonar um
fiármál ríkisins.
Össuri hefur tekist
að pirra forystu-
menn Sjálfstæðis-
flokksins veru-
lega, enda snerist
opnuviðtal Dags
um helgina við
Davíð Oddsson að miklu leyti um
Össur sem Davíð sagði að ætti
fremur að kalla timasprengju en
hallann á ríkissjóði. Davíð segir í
viðtabnu að Össur viti minna um
ríkisfjármál en hann sjálfur um
kynlíf urriðans. Það vakti athygli
hlustenda Bylgjunnar að eftir að
hafa úthúðað Össuri fyrir vondan
málflutning útnefndi hægrimaður-
inn Andrés Magnússon hann sem
stjórnmálamann vikunnar...
Efni í borgarstjóra
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæð-
ismanna þykir mun skeleggari eft-
ir aö nýtt blóð kom í hann. Sérstak-
lega þykja efnilegir
þremenningarnir
Júlíus Vífill Ingv-
arsson, Guðlaug-
ur Þór Þórðars-
son og Eyþór
Arnalds. Aflir
þykja efni í for-
ystumenn, þó
Júlíus Vífill hafi
bæði aldur og reynslu fram yfir
hina. Er rætt um að ekki gangi að
fjármálaráðherra og borgarstjóri
deili sama rúmi. Verði sama ríkis-
stjórn þurfi annaðhvort að skáka
Geir H. Haarde til milli ráðuneyta
eða skipta um leiðtoga í borginni.
Af þremenningunum þykir Júlíus
koma sterkast til greina...
„Framsókn, já..."
Hinn sterki þingmaður Sunn-
lendinga, Guðni Ágústsson, þykir
hafa skorað vel í
röðum kjósenda í
kjördæmi sínu þeg-
ar hann sagði í við-
tali við DV á laug-
ardag aö honum
liði eins og Gunn-
ari á Hliðarenda.
Tilefnið var að
efstu menn á
framboðslistum Framsóknarflokks
ins um land allt hefðu verið sendir
í sálfræðimeðferð. Framsóknar-
flokkurinn hafði fram að þessu átt
í vök að verjast en C-uðni þykir nú
hafa breytt stöðunni i rétta átt.
Framsóknarmenn binda miklar
vonir við það að ísólfur Gylfi
Pálmason, sem skipar annað sætið
í flokknum, nái að halda sínu þing-
sæti. Hefur ísólfur reynt hvað hann
getur til að hressa upp á framboð-
ið, síðast með því að semja sérstakt
lag, Framsóknarsömbuna. Þykir
lagið gott en textinn síðri: „Fram-
sókn, já kjósum Framsókn. Fram-
sókn, já kjósum Framsókn.“...
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkom @ff. is