Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 tiæKur um aut miui himins og jarðar! Útlönd Loftárásir NATO þær hörðustu til þessa: Tugir fjöldagrafa finnast í Kosovo Eftirlitsvélar NATO tilkynntu í gær að þær hefðu séð ummerki 43 fjöldagrafa í Kosovo. Það var Guiseppe Marani yfirliðsforingi sem skýrði frá þessu á fréttafundi NATO í gær. Hann kvað Serba neyða stríðsfanga sína til að grafa fómarlömbin. Ekkert lát er á straumi flótta- manna frá Kosvo. Flóttamanna- stofnun S.þ. áætlar að nú séu 339 þúsund flóttamenn í Albaníu, 129 þúsund í Makedóníu og rúm 70 þús- und í Svartfjallalandi. Straumurinn jókst til muna í gær en hjálparstofn- anir, sem starfa í Albaníu, sögðu að hugsanlega yrði að bjarga um 130 þúsund flóttamönnum loftleiðina frá Kosovo. Belgar tóku við 1200 flóttamönnum í gær. Þjóðverjar hafa tekið við tíu þúsund en hingað til hafa um 16 þúsund flóttamenn veriö fluttir til Evrópulanda. Fimm Kosovo-Albanar létu lífið í gær þegar bifreið hafnaði á jarð- sprengju. Fólkið hugðist freista þess að komast yfir landamærin til Al- baníu þegar vopnaðar sveitir Serba skipuðu því að snúa við með fyrr- greindum afleiðingum. Sprengingin varð aðeins nokkra metra frá landa- mærunum. Þrjú börn létust í sprengingunni. Mestu árásir til þessa Loftárásir NATO héldu áfram af krafti um helgina og voru sagðar þær mestu til þessa. Herflugvélar NATO vörpuðu m.a. sprengju á iðn- aðarhverfi i Belgrad með þeim af- leiðingum að mikinn reyk lagði um borgina. Óttuðust menn um tíma að umhverfisslys væri i uppsiglingu en af því varð ekki því reykurinn eydd- ist. Hraðbrautin á milli Belgrad og Podgoritsa, höfuðborgar Svartfjalla- lands, var lögð í rúst og herflugvöfl- ur í nágrenni höfuðborgarinnar. í gær var von á 24 árásarþyrlum af Apachegerð tfl Tirana í Albaníu. Notkun þeirra er ætlað að herða mjög á árásargetu NATO. Þá slitu Júgóslavar stjómmálasambandi við Albaníu í gær. Útiloka ekki landher Umræðan um landher gerist æ háværari en Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, og Madeleine Albright, utanríksráðherra Banda- ríkjanna, sögðu í gær að landher væri ekki á dagskránni nú. Þau úti- lokuðu þó ekki að slíkur her yrði notaður síðar. „Við munum halda okkur við loftárásirnar," sagði Sol- ana. Albright sagði hins vegar að ef mat manna á stöðunni breyttist myndi NATÓ bregðast skjótt við. Breska dagblaðið Observer greindi frá því í gær að NATO byggi sig undir flutning 100 þúsund her- manna tfl Kosovo í lok maí. Albanskir flóttamenn frá Kosovo koma til Fraipont í Vestur-Belgíu í gær. í hópnum voru 170 flóttamenn en alls ætla Belgar að taka á móti 1200 flóttamönnum á næstunni. Straumur flóttamanna frá Kosovo jókst til muna um helgina og er talið að þeim eigi enn eftir að fjölga. Símamynd Reuter Þú getur pantað útsölubækurnar á netinu og fengið þær sendar hvert á land sem er fyrir aðeins 200 króna sendingargjald. Útsalan stendur . 19.-30. apríl! BiGBRCmec CONOMfCS fcCHEMISTRY B Bg?STTKJB38ICS..i 53 ■•9 f ífi*...Tlrotfi '•v.v* * 9 I iwmttkascfTHCsemweiBd CAKXX5SH i.Ml.s IBífWllM m HARMACQLOGYí Jfc.’pwu* .vnmr UVO CHT bók/ðJð^ /túderxtð, w w w. h o ksa La. I s Engu nær um sprenginguna Breska lögreglan, Scotland Yard, er engu nær um sprenginguna sem varð nærri Iceland-stórmarkaðnum í Brixton í Suður-Lundúnum í gær. Enginn lést en 39 slösuðust, þar af tveir alvarlega. Um naglasprengju var að ræða og voru margir hinna særðu með nagla á kafi í útlimum og búk. Bresk yfirvöld útiloka ekki að kynþáttahatur liggi að baki sprengjuárásinni en Brixton er að mestu byggt blökkumönnum. Enginn hafði lýst verknaðinum á hendur sér í gærkvöld. Grænland og Fæh eyjar bjóða aðstoð Grænlendingar og Færeyingar hafa lýst yfir áhuga á að taka við flóttamönnum frá Kosovo, ef danska stjómin æskir þess. Edmund Joen- sen, lögmaður Færeyja, sagði í við- tali við Berlingske Tideme í gær að Færeyingar vildu leggja sitt af mörkum og að aðstoð við flótta- menn frá Kosovo væri verkefni sem allt danska ríkið ætti að vinna sam- an að. Kosningar í Tyrklandi: Allt útlit fýrir sigur Ecevits Þing- og sveitarstjómarkosningar fóra fram í Tyrklandi i gær. Þegar fjórðungur atkvæða hafði verið tal- inn i gærkvöld benti allt til þess að Bulent Ecevit, forsætisráðherra og leiðtogi Vinstri lýðræðisflokksins, væri sigurvegari kosninganna. Vinstri lýðræðisflokkurinn hafði hlotið 23,4% atkvæða. Keppinautur Ecevits, íslamski hreintrúarflokkur- inn, hafði hlotið 16% atkvæða og öfgasinnaðir hægrimenn 17,3%. Alls era 550 þingsæti á tyrkneska þinginu en í gærkvöld var ekki Ijóst hvemig þau myndu skiptast. Ríkisstjóm Ecevits hefúr átt auknum vinsældum að fagna und- anfarið og er ástæða þess m.a. talin vera handtaka leiðtoga kúrdíska verkamannaflokksins, Abdullah Öcalans. Endanleg kosningaúrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í Bulent Ecevit, forsætisráðherra prentun. Tyrklands, var sigurviss í gærkvöld. Stuttar fréttir i>v Mannfall á Sri Lanka Að minnsta kosti 19 meðlimir frelsissveita Tamíla á Sri Lanka létust í átökum við her landsins um helgina. Hillary til Albaníu Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hyggur á ferð til Albaníu á allra næstu dögum til þess að sjá með eigin augum að- búnað og ástand þúsunda flótta- manna. Hillary er stödd í New York og mun hitta forráðamenn góðgerðar- stofnana í dag og ræða vanda flóttamannanna frá Kosovo. Milosevic kvartar Slobodan Milosevic, íbúi í London, segist búinn að fá sig fullsaddan af ágangi fiölmiðla undanfamar vikur. Milosevic, sem jafnan er kallaður Dan, seg- ist ekkert skyldur forseta Júgóslavíu og þaðan af síður vilji hann ræða við breska fiöl- miðla um skoðanir sinar á ástandinu á Balkanskaga. Mótmælin halda áfram Ekkert lát er á mótmælum stuðningsmanna Anwars, fyrr- um ráðherra Malasíu, sem var nýlega dæmdur til fangavistar. Lögregla í Kuala Lumpur spraut- aði vatni á æstan múginn í borg- inni í gær. Stjórnarmyndun Kongressflokkurinn á Indlandi reynir nú stjómarmyndun eftir að stjóm Vajpayees féll á laugar- dag. Líklegt þykir að flokkurinn biðli til vinstri- og landsbyggðar- flokka. Vill ekki ráðherradóm Hinn valdamikli borgarstjóri Moskvu, Yuri Luzhkov, hafnar því að Borís Jeltsín hafi boð- ið sér stól for- sætisráðherra. Hann myndi ekki þiggja hann þótt hann væri í boði. Rússneskir fiöl- miðlar hafa gefið í skyn að Jeltsín sé alvarlega að íhuga brottrekstm- Prímakovs forsætisráðherra. Luzhkov hefur verið orðaður við forsetaembættið þegar Jeltsín hættir. Lýsa ábyrgö Stjórnvöld í Indónesíu lýstu í gær yfir ábyrgð á mannfalli í Dili, höfuðborg A-Tímor, á laugardag. Á Qórða tug manna féllu í átökum við vopnaðar sveitir Indónesa. Urða kjarnaúrgang Rússar hyggjast urða rúmlega hundrað kjarnorkukafbáta í freð- mýram á Novaja Semljaeyju i N- íshafi. Frosin jörð á eyjunni er hugsuð sem einangran. Loka landamærum ísraelsk stjómvöld hafa ákveð- ið að loka landamæram sínum við Gasasvæðið og Vesturhakk- ann á morgun. Tilgangurinn er að hindra komu Palestínumanna til ísraels á minningardegi um fallna hermenn á morgun og á þjóðhátíðardegi landsins á mið- vikudag. Leiðtogar styðja Arafat Leiðtogafundur Abdullah Jórdaníukonungs, Arafats leið- toga Palestinu- manna og Gaddafis Líbýu- leiðtoga fór fram um helg- ina. Á fundin- um samþykktu Ahdullah og Gaddafi að styðja hugmynd Arafats um frest- un stofnunar Palestínuríkis þar til kosningar í ísraels era afstaðnar í byrjun maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.