Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 16
16 íennmg MANUDAGUR 19. APRIL 1999 Anatómía sálarinnar Mannslíkaminn er eitt af sígildum við- fangsefnum myndlistarinnar. Menn hafa frá upphafi spreytt sig á formum hans og módel- ið hefur alltaf verið lykilatriði í þjálfun myndlistarmannsins enda hlýtur tilfinningin fyrir eigin líkama í samhengi við nánasta umhverfi að vera undirstaða þroskaðs form- og rúmskyns. En mannslíkaminn er ekki ein- ungis vel fallinn til æflnga, hann er enn í dag efniviður í listaverk þrátt fyrir að hafa þjón- að því hlutverki í mörg þúsund ár. Til vitnis um það er sýning Ragnhildar Stefánsdóttur sem þetta vorið er gestur Listasafns Reykja- víkur í Ásmundarsafni í Laugardalnum. Á sýningunni Form skynjana eru reyndar ekki eingöngu verk eftir Ragnhildi því hún hefur einnig fengið að velja úr verkum Ásmundar til sýningar. Við valið hefur hún tekið mið af sínum eigin verkum, snertiflöturinn á milli þeirra er augljósastur í ysta salnum í einföld- um og beinskeyttum styttum sem miðla til- finningum á mjög skýran hátt. Hér verður þó látið nægja að fjalla um verk Ragnhildar. Yfirskrift sýningarinnar segir heilmikið um innihald verka hennar en þau eru einmitt tilraunir til að efnisgera hugsanir, skynjanir og tilfinningar, að gera sálina lík- amlega. í tilraunum sínum fer hún fleiri en eina leið. Stundum opnar hún líkamann og skyggnist inn fyrir, sjálfar tilfinningarnar eða taugaboðin eru uppistaðan í sumum verkunum, í enn öðrum steypir hún tilfinn- inguna sjálfa í formi líkama sem hún sneiöir niður og teygir á með endurtekningum eða pressar saman með því að fjarlægja ákveðna hluta. Samhljómurinn í heildinni Ragnhildi tekst afar vel að sameina and- stæður í eina heild, mýkt og hörku, gamalt og nýtt, huglægt og hlutlægt. Hún blandar m.a. ævafornum hugmyndum austurlenskrar Ragnhildur Stefánsdóttir - Fortíð, nútíð, framtíð, 1999. DV-mynd Teitur Myndlist Áslaug Thorlacius heimspeki saman við nútíma læknisfræði og notar efni með ólíka eiginleika, ósveigjanlegt, brothætt gifs og latexgúmmí sem hægt er að toga og teygja án þess að það glati forminu. Áherslan er samt ekki á áreksturinn milli andstæðnanna heldur samhljóminn í heild- inni og á það bæði við um efni verkanna og innihald. Þetta eru raunsæ verk að því leyti að þau eru afsteypur af lifandi líkömum eða sann- færandi eftirmyndir innyfla og liffæra, æða og tauga. Þó er ég ekki viss um að gúmmítil- fmningarnar, hugsanirnar og taugaboðin til- heyri öll hefðbund- inni anatómíu. En þó sum verk- in séu svona vísindaleg í aðra röndina á það ekki við um öll. Litlu augna- blikin úr fortíð, nútíð og framtíð eru t.d. mun nær ljóði en tilraun. Líkaminn hefur löngum þótt full- kominn í hlut- föllum sínum og hér er ekki síður fallegt það sem sjaldnast er sjá- anlegt, þarmar, nýru, móðurlíf, hjarta, heili. Þetta er falleg sýning og innihaldsrík. Hvítt gifsið og gagnsætt gúmmíið njóta sín vel í birtunni í þessum fallegu hvítu sölum. Tónninn er já- kvæður og uppbyggilegur, byggir á nánast trúarlegri sannfæringu um að efni og andi séu aðeins tvær birt- ingarmyndir á sama fyrirbæri. Þessi sannfæring er ekki merkt neinum sér- stökum trúarbrögðum heldur samsett af skynsemi úr bestu hugmyndum sem völ er á. Ekki er heldur um beint trú- boð að ræða en þar sem sannfæringin snýst um umhyggju og virðingu fyrir mann- eskjunni á hún ábyggilega heilmikið erindi við okkur öll. Því fylgir bæði vegsemd og vandi að sýna í Ásmundarsafni ásamt meistaranum sjálfum. Ragnhildur er þeim vanda vel vaxin. Kæri brjálæðingur! Stjórnleysingi ferst af slysförum er pólitísk háðsádeila, rituð á miklum umbrotatímum í ítölsku þjóðfélagi. En þó að kveikjan að verkinu sé dauðans alvara beitir Dario Fo að vanda gamansemi og ýkjum til þess að koma ádeilunni á framfæri. Þetta minnir óneitanlega á aðferð Robertos Begninis í verðlaunamyndinni Lífiö er dásamlegt, enda byggja báðir á aldagamalli leikhúshefð. En sá er munurinn að ádeilan í Stjórnleysingj- anum er harðskeytt og bein og litið farið út í aðra sálma. Sá sálmur sem þar er kveðinn fjallar um tiltekinn at- burð í Milanó 1970 þegar jám- brautar- starfsmað- ur og anar- kisti, Pin- elli að nafni, var handtekinn vegna úr „Stjórnleysingi ferst af slysförum gruns um Eggert Þorleifsson, DV-mynd Teitur aðild að sprengjutilræði. En í miðjum yfir- ------- heyrslum hjá lögreglunni vildi það „óhapp“ til að hann féll út um glugga og beið bana. Sjálfsmorð? Slys? Eða var honum hjálpað? ---------- í leikritinu birtist skömmu síðar ein- kennilegur fyr á stöðinni. Hann hefur marg- sinnis villt á sér heimildir, enda segist hann sjálfur vera með hlutverkadellu. Vitgrannar löggurnar hafa auðvitað ekki roð við hon- um. Áður en varir er hann búinn að plata þá upp úr skónum og þykist vera dómari kominn til að rannsaka afdrif stjórnleys- ingjans. Eggert Þorleifsson er í essinu sínu í hlut- verki brjálæðingsins. Hann bregður sér í ýmissa kvikinda líki og slær hvergi af. Hæfileikar hans sem gamanleikara njóta sín hér í leikstíl með stórum og ýktum áherslum, þó að ekki hefði skaðað að dempa aðeins og draga úr látunum í upphafi, þegar brjálæðingurinn er „bara“ réttur og sléttur brjálæðingur. Þessi persóna er málpípa höf- undarins og með því að leggja honum orð í munn kemur Dario Fo á framfæri gagnrýni á yfirvöld sem ekki hefði verið möguleiki að sleppa frá heilskinna með öðru móti. Ari Matthíasson, Halldór Gylfason og Leiklist Auður Eydal Ýkjur og fáránleiki Aðrir leikendur eru á sama róli. Ari Matthíasson og Björn Ingi Hilmarsson leika vitgrannar löggur og er framganga þeirra byggð á tilburðum amerískra kvikmynda- leikara. Þeir skila þessum manngerðum með ágætum og ráða báðir vel við farsaleik- inn. Þriðji lögvörðurinn er meira í bak- grunni, leikinn af Hall- dóri Gylfasyni, sem skil- ar sínu eins og til stend- ur. Þá kemur Halldóra Geirharðsdóttir við sögu (aðallega í seinni hlutanum) og lífgar upp á litrika samkund- una á lögreglustöðinni. Grínið byggist númer eitt á ýkjum og fá- ránleika og Hilmar Jónsson leikstjóri hefur gott auga fyrir heildarsvip og fjörugu rennsli. í samvinnu við Finn Arnar Arnars- son er leiksviðið þrengt og sköpuð tilfinning fyrir litlum og þröngum rannsóknarher- bergjum en um leið má á baksviði sjá húsið utan frá, þar sem stjórnleysinginn hrekkur á viðeigandi augnablikum út um glugga. Hraði og alls konar fáránlegar uppákomur gefa verkinu yfirbragð farsans og ekkert má klikka í samhæfingu. Þessir hlutir voru komnir á sæmilegt skeið á frumsýningu og flestir fundu sig í hlutverkunum. Útlit og gervi leikenda er kapítuli út af fyrir sig. Þar er kirfilega undirstrikaður aulaháttur lög- gæslumannanna og týpurnar eru forkostu- legar. Þó má setja spurningarmerki við guð- föður-útlitið á Gísla Rúnari Jónssyni i hlut- verki lögreglustjórans, sem vissulega var af- bragsfyndið, en hefti um leið sjálfstæða per- sónusköpun leikarans. Lipur og þjál þýðing textans er verk Hall- dóru Friðjónsdóttur en Hilmar Jónsson leik- stjóri og leikhópurinn útfærðu verkið og skáru burt ýmislegt af staðbundnu efni. Það má spyrja hvort Stjórnleysingi ferst af slysförum sé endilega það verk eftir Dario Fo sem höfði mest til áhorfenda en hinu er ekki að neita að ýmislegt í verkinu er tíma- laust og vekur upp áleitnar spurningar um valdníðslu og yfirhylmingu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Stóra sviði Borgarleikhúss: Stjórnleysingi ferst af slysforum eftir Dario Fo. Leikstjóri Hilmar Jónsson, þýðing Halldóra Friðjónsdóttir, hljóð Ólafur Örn Thoroddsen, lýsing Lárus Björns- son, tónlist Margrét Örnólfsdóttir, gervi Sigríður Rósa Bjarnadóttir, búningar Stefanía Adolfsdóttir, leikmynd Finnur Arnar Arnarsson. Ný þýðing á Karen Blixen . Tími Karenar Blixen er svo sannarlega kom- inn og enn er hann ekki liðinn því ekki linnir útgáfum á verk- um hennar, þekktum sem lítt þekktum, víða um heim. Uglan - íslenski kiljuklúbburinn - hef- ur nú sent frá sér bók hennar, Skugga í grasi, sem ekki hefur áður komið út á íslensku. í henni er að finna sagnaþætti um ýmsar þær persónur sem komu fyrir í Jörö í Afríku en með öðrum formerkjum. Bókin kom út árið 1960, tveimur árum áður en Karen Blixen lést, og er að öllu leyti sjálfstætt verk. Öðrum þræði er um að ræða minningar um liðna tíð í Afríku sem hún magnar síðan með því að lýsa viðhorfum sínum til siðmenningar tvegga heima og þess siðgæðis sem ræður orðum og athöfnum manna. „Samanburðurinn á veröld Afríku og Evrópu er fullur af ísmeygilegri glettni en umfram allt skáldlegur vitnisburður um þá miklu og fomu menningu við miðbaug sem blés skáldkonunni dönsku sagnaranda í bijóst," segir í kynningu. Gunnlaugur R. Jónsson þýddi bók- ina. Tvær hliðar veflistar í síðustu viku var opnuð alþjóðleg sýning á J listvefnaði í Lochem í Hollandi undir nafninu Near Distance. Sýningin, sem sett er upp í tilefhi aldarloka, kapp- kostar að sýna „tvær hliðar veflistar í ólíkum menningarsamfélögum“ í for- tíð, nútíð og framtíð. Annars vegar er sýndur gamall vefhaður af söfnum viðs vegar um heim, m.a. af Þjóð- minjasafni íslands, hins vegar nú- tímaveflist sem sýnir hvemig list- vefarar hafa nýtt sér efnisnotkun og tæknibrögð hinna gömlu hefða. íslensku þátttakendumir í sýning- imni era þau Ólöf Einarsdóttir, Auður Vésteins- dóttir og Þorbjörg Þórðardóttir (á mynd) en þær tvær síðastnefndu reka listhúsið Meistara Jakob á Skólavörðustíg 5 ásamt nokkrum öðrum hsta- mönnum. Sýningunni í Hollandi lýkur þann 1. ■ maínk. Byggðastofnun vill ekki Listaskálann Á undanfómum vikum hefur verið altalað á Suðurlandi aö helstu menningarfrömuðir sjálf- stæðismanna á þeim slóðum, Ámi Johnsen og Knúfur Braun, rera nú að því öllum árum að láta ríkið, helst Byggða- stofnun, kaupa upp Listaskála Einars Há- konarsonar í Hveragerði og breyta honum í „menningarhús" fyrir héraðið. Áhvúandi skuldir á skálanum era sagðar rúmlega 90 milljónir með vöxtum. í samtali við DV í gær aftóku hins vegar for- stjóri Byggðastofnunar, Guðmundur Malmquist, og stjómarformaður, Egill Jónsson alþingismað- ur, að stofnunin hefði nokkm áform uppi um að leysa til sín skálann. „Þetta er tóm tjara“ sagði Egill á Seljavöllum. Bókin lifi! Nú fer í hönd ein helsta bókavika þjóðarinnar, að undanskilinni síðustu vik- unni fyrir jól. Félag ís- lenskra bókaútgefendá og fleiri aðOar beita sér fyrir alls konar uppákomum sem til samans eiga að halda á lofti merki bókarinnar og hvetja til bóka- kaupa og bóklestrar. Sérstök Bókatíöindi vorsins hafa verið gefin út í 65 þúsund eintökum en þar era kynntar þær 90 bækur sem komið hafa út frá áramótum, 8000 eintök hafa verið gefín út af gjafabók,Þrisvar þrjár sögur, sem geymir níu áður óbirtar smásögm eftir jafnmarga höfunda. Þessar sögm eru ekki merktar og fa lesendm verðlarm fyrir að giska rétt á hverjir era höfund- ar. Plastpokar með áprentuðum íslenskum ljóð- um hafa verið framleiddir utan um bókakaup ’landsmanna en ljóðin völdu formenn þeirra fmun stjómmálaflokka sem bjóða fram á lands- vísu. Prentsmiðjan Oddi mun gefa öllum 10. bekkingum grunnskóla bækm við útskrift í vor og loks verðm gert uppskátt um valið á Bók ald- arinnar sem landsmönnum gafst kostm á að taka þátt í fyrir skömmu. Og svo framvegis... Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.