Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 15 Poppsöngleikur í Flateyrarkirkju Lýður Árnason flytur söngleik í Flateyrarkirkju. - „Lýður læknir er ekki klæddur hempu í sögumannshlutverki sínu, heldur einhvers konar mussu úr glansandi efni. Hins vegar á Lýður prestakraga sem hann notaði. Eng- inn leit hins vegar á Lýð sem þjónandi prest í þessum söngleik." Að kvöldi skírdags sl. var fluttur söngleikur í Flateyrarkirkju sem hlaut heitið „Síðustu dagar Jesú popppassía". Þetta verk fjallar um síðustu daga Krists eins og nafnið bendir til. Verkið er samið af tónlistarmönn- unum Lýð Árnasyni, héraðslækni á Flateyri, og Ólafi Ragnarssyni skipstjóra, er einnig býr á Flateyri. Popppassían fór hið besta fram í alla staði og var höfundum og flytj- endum til mesta sóma. Létu viðstaddir í ljós mikla ánægju með list- viðburðinn, enda komu margir hæfir listamenn að verkinu. Höföu þeir lagt mikla vinnu í æfing- ar og undirbúning allan. Ekki er að efa að margir kirkjugesta, sem voru á flmmta hundrað á tveimur sýn- ingum þetta skírdagskvöld, hafi byggst upp í andanum og búi að reynslu sinni á góðan og kristilegan hátt um ókomna tíð. Nú er hins vegar kominn upp vafl af hálfu einhverra einstaklinga um einlægni og heiðarleika tónlist- arfólksins er hér lagði hönd á plóg. Hallað réttu máli Þetta virðist eingöngu mega rekja til fréttar DV. Má gera ýmsar athuga- semdir við hana og eru þessar helstar: 1. Umræddur tónlist- arviðburður er ýmist nefndur popppasía, poppmessa eða guðs- þjónusta. Hér var um að ræða söngleik, er fjallaði um píslar- sögu Jesú Krists, eða passíuna. Alis ekki er um guðsþjónustu eða messu að ræða. 2. Ósatt er að Lýður læknir hafi hvatt fólk til að „fara á pöbbinn" eða „fá sér bjórglas" meðan fýrri sýningin stæði yflr og koma svo á seinni sýninguna. 3. Ranglega er eftir Lýð lækni haft að hann hafl hvatt fólk „til að vera dug- legt að sækja veitingahúsið Vagninn um páskana". 4. Alvarlegust er þó sú brenglaða mynd er fréttin gefur af því sem raunverulega gerð- ist í kirkjunni. Við lestru fréttarinnar raðast ónákvæmni og rangfærslur í heildarmynd sem er á skjön við það sem gerðist á þess- um tónleikunum. Lýður læknir er ekki klæddur hempu í sögu- mannshlutverki sinu, heldur einhvers konar mussu úr glansandi efni. Hins vegar á Lýð- ur prestakraga sem hann notaði. Enginn leit hins vegar á Lýð sem þjónandi prest í þessum söngleik. Sama má segja um söngvarann Ásgeir Guðmundsson, en hann söng hlutverk Maríu Magdalenu. Ásgeir er þrekinn maður og ekki lágur vexti. Hann söng og lék hlutverk sitt af mikilli innlifun, skrýddur hárkollu og vafinn hvítu líni. Eng- um í kirkjunni datt i hug að hneykslast, því hér var listamaður á ferð að túlka list sína í söng og leik. Jón Rósmann Mýrdal tenórsöngv- ari fór með hlutverk Jesú Krists í þessari popppassíu og fórst það afar vel úr hendi. Hann lék og söng Jesú Krist, Drottinn vorn og herra kirkj- unnar. Allir gerðu sér grein fyrir að hér var listamaður á ferð að túlka list sína í söng og leik. Léði ekki messúskrúða Hins vegar þykir það ganga guð- lasti næst og embættisglöpum af hálfu undirritaðs, að Lýður Árna- son læknir skuli leika prest í þess- um söngleik. Hefúr i því sambandi verið ranglega borið á undirritaðan að hann hafi lánað Lýð messu- skrúða sinn. Er miður ef fólki, sem ekki var á staðnum og varð því ekki vitni að þessum atburði, finnst sem trúartil- flnningu sinni hafl verið misboðið. Er það á misskilningi byggt, sem ef til vill má rekja til fréttar DV og hótfyndni Dagfara í DV daginn eft- ir, en þar fjallar Dagfari á afar óvandaðan hátt um málefni kirkj- unnar í skjóli nafnleysis. Lýður og Ólafur eru á margan hátt óvenjulegir menn, hæfileika- ríkir og spaugsamir, en hrekkjóttir á köflum, eins og alþjóð er kunnugt af samviskulegum fréttaflutningi DV og dægurmálaútvarps Rásar tvö af tiltækjum þeirra. Hins vegar er óþarfl að gera þeim upp stráksskap hvað varðar umræddan söngleik í Flateyrarkirkju. Vona ég að þessar upplýsingar megi verða til að létta áhyggjur þeirra er hafa fengið villandi upp- lýsingar um popppassíuna í Flateyr- arkirkju sl. skírdagskvöld. Valdimar Hreiðarsson Kjallarinn Valdimar Hreiðarsson sóknarprestur í Staðar- prestakalli, Súgandafirðl og þjónandi prestur i Holtsprestakalli, Önundarfirði. „Lýður og Ólafur eru á margan hátt óvenjulegir menn, hæfileika■ ríkir og spaugsamir, en hrekkjótt- ir á köflum, eins og alþjóð er kunnugt af samviskulegum frétta- flutningi DV og dægurmálaútvarps Rásar tvó af tiltækjum þeirra. “ Með Serbum og með Albönum í fréttaskotasíðunni Dagsins önn í DV 8. apríl, sl. er birt af mér litmynd undir fyrirsögninni: „Með Serbum". Tilvitnun blaðsins í mig hljóðar svo: „Loftárásir NATO á Júgóslavíu er striðsglæpur hvernig sem á það er litið." Ég stend með Serbum og Al- bönum, gegn sprengjuhernaði úr lofti og hermdarverkum sem ógna lífi þeirra. Loftárásir NATO á Júgóslavíu breyttu ástandinu úr spennuástandi í stríðsástand þar sem aðeins vopnin tala. Loftárásir NATO er hermdarverk, sem er svar- að með hermdarverkum. Barátta fyrir friðsamlegri lausn kæfð í loftárásum Víst er það rétt að átök voru haf- in í Kosovo áður en NATO hóf hin- ar gífurlegu loftárásir sínar. Það er lengi búið að tala um að í Kosovo ætti eftir að sjóða upp úr. Með vax- andi spennu í héraðinu létu vopnað- ar sveitir Serba og Albana vopnin tala. Hótanir Bandaríkjanna og NATO strax á síðasta ári, um loft- árásir til að neyða Júgóslaviu til að ganga að skilyrðum þeirra, ýttu undir hernaðarhyggju Iseggja aðila. Vopnaðar sveitir Serba, sem eru minnihluti i Kosovo, gripu til hermdarverka til að styrkja hemað- arlega stöðu sina. Vopnaðar sveitir Albana efldust í þeirri von sinni að hið mikla NATO mundi hjálpa þeim að vinna i vopnuðum átökum gegn Júgóslövum. Það er sjaldan talað um að hermdarverkasveitir Albana ruddust líka inn á heimili Serba og unnu þar ódæðisverk, og enn þá sjaldnar er talað um það að þeir ruddust líka inn á heimili Albana - Albana sem þeir töldu að vildu leysa málin með friðsamlegum hætti. Sprengjuregn, hríðskotabyssur og fjölmiðlar í allri Júgóslavíu, í Kosovo sem annars staðar, er nefnilega fólk, bæði af serbneskum og albönskum uppmna, sem vonar að það geti búið áfram í sæmilegri sátt hvert við annað. í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, búa a.m.k. 100 þúsund Albanir, að því er virðist í góðri sátt. I Júgóslavíu allri eru sterk pólitísk öfl, ekki sist meðal Serba, sem hafa barist gegn vígaferlum milli þjóðabrota. í Kosovo var rithöfundm- að nafni Rugova kosinn af Albönunum sem forseti, og er það enn. Hann berst fyrir sjálfstæði Kosovo. Honum er lýst sem friðarsinna. Hann vildi berjast án vopna fyrir sjálfstæði. Öll þessi öfl og önnur, sem barist hafa fyrir frið- samlegri lausn, hafa þagnað í sprengjm'egn- inu og aðdraganda þess. Nú talast menn við með sprengjum, hríðskotabyssum og fjölmiðlum. Já, ekki síst fjölmiðlum, sem með einhliða áróðri lögðu brautina fyrir loftárásirnar og eru nú að leggja brautina fyr- ir landhemað gegn Júgóslavíu. í gömlu Júgóslavíu er það manneskjan sem þjáist gagnvart valdi vopnanna. Mann- eskjan sem vill ekkert fremur en að byggja upp sitt eigið líf og sinnar fjölskyldu. Við megum ekki grípa til aðgerða sem miðast við það að þarna búi þjóðflokkar sem séu vondir og rétt- dræpir. Við megum ekki halda uppi áróðri sem ýtir undir slíkt. Breytum utanríkisstefnu íslands Það er ánægjulegt að ríkisstjórn íslands ætli að taka vel á móti flótta- fólki frá Kosovo. Það er hins vegar fordæmanlegt að þessi sama ríkis- stjórn skuli fyrirskipa loftárásir i Júgóslavíu - loftárásir sem hafa gert líf þessa fólks óbærilegt þar. Við hljótum að gera kröfu á ríkisstjórn íslands að hún leggist gegn loftárás- unum og annarri aðfór að fólki í Júgóslavíu. Þótt Vinstri hreyfingin - grænt framboð og Húmanistaflokkurinn séu einu framboðs- flokkarnir sem hafa lagst gegn loftárásun- um til þessa, er hitt ljóst að fLest venjulegt fólk vill að loftárásum linni. Það verður sifellt ljósara að NATO og bandarísk hernaðaryf- irvöld eru að reyna að tryggja sér hemaðar- lega stöðu á Balkanskaga. Til þess hefur verið notuð að- ferðin að deila og drottna, sem oft hefur reynst árangursrikt gagnvart fátæku fólki og þriðja heims lönd- um. Með gylliboðum og hótunum er mögnuð innbyrðis barátta milli fátæks fólks. Þegar fólk leiðist svo út í að beita hvert annað vopnavaldi, er því lýst sem skrímsl- um og villimönnum sem þurfi á er- lendri hervernd að halda. Allir frið- elskandi menn verða að gera þá kröfu til sinna stjórnvalda að þau hætti þátttöku í slíku. Við eigum að gera þá kröfu að hér verði mótuð sú stjórnarstefna að ísland sé friðflytj- andi á alþjóða vettvangi og taki þátt í að reyna að leiða deilumál til lykta með friðsamlegum aðgerðum. Með- an ísland er í NATO verður þetta hins vegar erfitt, sérstaklega eftir ógnvænlegar árásir þess á Júgóslavíu. Ragnar Stefánsson „Þótt Vinstri hreyfingin - grænt framboð og Húmanistaflokkurinn séu einu framboðsflokkarnir sem hafa lagst gegn loftárásunum til þessa, er hitt Ijóst að flest venju- legt fólk vill að loftárásum linni.“ Kjallarinn Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur Með og á móti Skipan Svavars Gestssonar sendiherra og aðalræðis- manns íslands í Winnipeg Múrinn rofinn Oskar Guömunds- son blaöamaður. Það er í meira lagi kyndugt að það skuli dregið í efa að menn geti vegna skoðana sinna verið útilokaðir frá því að vera fulltrú- ar þjóðar sinn- ar á erlendum vettvangi. Þetta er enn fráleit- ara þegar um er að ræða menn sem hafa gegnt æðstu trúnaðarstörf- um fyrir þjóð sína hér á fóst- urjörðinni. Ég hef áður gert að umtalsefni að sósíalistar og alþýðubandalags- menn hafa í raun verið útilokað- ir frá margvíslegum trúnaðar- störfum, til dæmis valdastörfum á vegum dómsmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Hvarvetna er lögð á það áhersla í sáttmálum þjóða sem snerta mannréttindi að ekki megi útiloka fólk eða mis- muna því á grundvelli lífsvið- horfa þess, litarháttai-, stjórn- málaskoðana, kynferðis og svo framvegis. Alþýðubandalagið hef- ur löngum notið fylgis um 20% þjóðarinnar þannig að það er með öllu útilokað að fólk úr þeim flokki hafi ekki komið til álita í slíkar trúnaðarstöður í hálfa öld! Því er í rauninni ekki annað hægt en draga þá ályktun að rík- isvaldið hafi verið að fremja mannréttindabrot gagnvart Al- þýðubandalagsfólki í áranna rás. Nú er saga Alþýðubandalagsins senn öll og því vonum seinna að leiðtogi úr Alþýðubandalaginu njóti sams konar trúnaðar ríkis- valdsins og forystumenn annarra flokka sem skipt hafa um starfs- vettvang. Svavar er vel að starf- inu kominn. Hvernig er það, fara aðrir menn í yfirheyrslu hjá skoðanalögreglu ríkisins til að komast í embætti? Lúðaskapur Það að skipa Svavar Gestsson aðalræðismann íslands í Kanada er móðgun við fólk af íslensku bergi brotið i Kanada og um leið hefur utanríkis- þjónustan gert sig hlægilega í augum ráða- manna í Kanada fyrir kunnáttuleysi í skipan sendi- fulltrúa. Þá er það sérstaklega lúalegt að víkja aðalræðis- manni okkar úr því virðingarstarfi, sem aðeins er skipað valinkunnum sæmdar- mönnum búsettum í yiðkomandi ríki. Lúðaskapur utanríkisráð- herra og kunnáttuleysi á þessu sviði er meö ólíkindum. Nú er það jafnframt spurning, hvort skipunarbréf Svavars sem sendi- herra hefúr verið kallað aftur og hann muni þá þiggja laun eins og ræðismaður eða hvort hann er ólöglegur Sendiherra í USA með skálkaskjól í Kanada. Þetta er ef til vill það sem ráðamenn kalla stefnufestu og að bera ábyrgð á málinu. -SÁ Hreggviöur Jóns- son, fyrrv. alþingis- maöur. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.