Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Draumur rætist Eitt stærsta fyrirtæki landsins verður opnað í dag fyrir almenningi, þegar sala á hlutabréfum í Baugi hf. hefst. Þar með hefst lokakaflinn i þróun er hófst á síðasta ári, þegar fjölskylda Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups, seldi Fjárfestingarbankanum og Kaupþingi hlut sinn í fyrirtæk- inu. Þá sameinuðust fimm félög undir nafni Baugs; Hag- kaup, Bónus, Bónusbirgðir, Aðfóng og ísþor. Þegar frá upp- hafi var það yfirlýst markmið að félagið yrði opnað og al- menningi og stofnanafjárfestum boðin hlutabréf til kaups. Samhliða voru gerðar róttækar breytingar á skipulagi fyr- irtækisins og nú eru reknar fjórar verslanakeðjur á vegum fyrirtækisins - Hagkaup, Nýkaup, Bónus og Hraðkaup - sem samtals veltu um 18,7 miHjörðum króna á liðnu ári. Sala hlutabréfa Baugs sýnir hversu mikið íslenskur hlutabréfamarkaður hefur þróast á örfáum árum. Erfitt, ef ekki útilokað, hefði verið fyrir nokkrum árum að stíga þau skref sem nú hafa verið tekin. Gamall draumur Pálma Jónssonar, um að gera Hagkaup að hlutafélagi í eigu al- mennings, er því að rætast. Á blaðamannafundi í júní á liðnu ári, þegar salan á Hag- kaupi var kynnt, sagði Sigurður Gísli Pálmason, sonur stofnandans, meðal annars: „Áður en Pálmi Jónsson, faðir okkar og stofnandi Hagkaups, féll frá árið 1991 hafði hann í nokkur ár haft þá skoðun að rétt væri þegar fram liðu stundir og hentugar aðstæður sköpuðust að gera Hagkaup að almenningshlutafélagi. Hugsun Pálma var ætíð sú, að ef vel tækist til mundi slík eignaraðild styrkja félagið mjög. Margir smáir hluthafar, sem jafnframt væru viðskiptavin- ir Hagkaups, yrðu kjölfesta sem félaginu væri nauðsynleg til að vaxa og dafna. Jafnframt var það sjónarmið hans og einnig okkar nú i dag, að með þessum hætti mundi al- menningur í landinu njóta góðs af góðri afkomu Hagkaups. Við teljum eðlilegt og sanngjarnt að einstaklingar, starfs- fólk og viðskiptavinir Hagkaups eigi þennan möguleika.“ Nú á tíminn einn eftir að leiða í ljós hversu vænleg hlutabréf Baugs verða fyrir almenning og stofnanafjár- festa. Baugur starfar á hörðum samkeppnismarkaði, en ytri aðstæður hafa verið félaginu hagstæð undanfarið, enda efnahagslegur uppgangur í þjóðfélaginu. Forráða- menn fyrirtækisins gera ráð fyrir að afkoman verði enn betri á þessu ári en því síðasta, enda kostnaður sem fylgir breytingum að baki. Staða Baugs á íslenskum markaði er gífurlega sterk, en mikil samþjöppun hefur átt sér stað á islenskum matvöru- markaði undanfarin ár. Áætlað er að velta á matvöru- markaði á liðnu ári hafi verið um 37 milljarðar króna og er Baugur með 44% hlutdeild. Forráðamenn Baugs sjá enn frekari sóknarfæri á innlendum markaði, en fyrirtækið hefur þegar haslað sér völl í öðrum löndum og hyggur á enn frekari sókn. Þegar Pálmi Jónsson stofnaði Hagkaup 1959 innleiddi hann nýja verslunarhætti á íslandi og síðan hafa fleiri fylgt í kjölfarið og byggt á sömu hugmyndafræði. Með sama hætti og Hagkaup braut blað í íslenskri verslunar- sögu má halda því fram að þeir feðgar Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafi markað djúp spor með stofnun Bónuss árið 1989. Neytendur hafa notið verka þess- arra manna. Þær verslunarkeðjur sem eru innan vébanda Baugs hafa notið gífurlegrar hylli og velgengni og tugir þúsunda landsmanna eiga við þau viðskipti í viku hverri. Nú kem- ur í ljós hvort sá mikli velvilji sem virðist ríkja meðal al- mennings í garð verslananna endurspeglist í mikilli eftir- spum eftir hlutabréfum. Óli Bjöm Kárason „Það sem landsfundur lofar svíkur forystan jafnharðan," segir Össur m.a. í grein sinni. - Frá landsfundi Sjálf- stæðisflokksins á dögunum. Flokkurinn svíkur aldraða ráðherrann að því hve mikil útgjöld hann áætlaði að fylgdi þvi að hrinda loforð- inu í framkvæmd. Met í ábyrgðar- leysi Svar ráðherrans var óvænt. Hann sagði að kostnaðurinn lægi ekki fyrir. Mar- grét Frímannsdóttir spurði forviða hvem- ig í ósköpunum stæði á því að útgjöld vegna svo dýrs kosningalof- orð hefðu ekki verið metin. Geir H. Haarde skýrði það efnislega á þann veg að sam- „Hér er beinlínis verið að blekkja aldraða kjósendur. Það sem landsfundur lofar svíkur forystan jafnharðan. Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar sér bersýni- lega ekki að standa við loforðið, ef marka má orð fjármálaráð- herrans.” Kjallarinn Össur Skarphéðinsson alþingismaður Á nýlegum landsfundi sagði Davíð Oddsson að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði alltaf haft skiln- ing á stöðu þeirra sem væru hjálp- arþurfi. í fyrirspurnartíma á landsfundinum sagöi hinn góð- hjartaði forsætisráðherra: Ég tel að öryrkjar og aldraðir megi búast við því að kjör þeirra batni veru- lega á næstu mánuðum og misser- um.“ Loforð Sjálfstæðisflokksins I framhaldi af þessu samþykkti landsfundurinn nýja stefnu um bætur til aldraðra þar sem lofað var að tekjur þeirra sem væru 67 ára og eldri ættu ekki að skerða lífeyrisgreiðslur frá hinu opin- bera. Þetta vakti mikla gleði í röð- um aldraðra enda var samþykktin langþráð breyting á stefnu flokks- ins í málefnum aldraðra og ör- yrkja. Augljóslega var henni ætlað að vera svar við þeirri hörðu gagn- rýni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sætt meðal aldraðra fyrir að hafa borið hlut þeirra fyrir borð. Samþykktin var tímasett í aðdrag- anda kosningabaráttunnar og átti vitaskuld að þjóna þeim tilgangi að laða aldraða kjósendur til fylg- is við Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn upplýsti hins vegar aldrei hve mikiö þetta kosningaloforð myndi kosta ríkis- sjóð. í umræðuþætti á RÚV spurði Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur Samfylkingarinnar, fjármála- þykktin væri ekki kosningaloforð heldur væri um að ræða stefhu „langt fram i tímann! Orð ráðherrans var ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að loforðið frá landsfundinum væri bara „allt-í-plati“ og stæði ekki til að upp- fylla það á næsta kjörtímabili. Svipuð orð hrutu af vörum hans í samtali við mig á Stöð 2 sl. sunnudag. Þetta framferði Sjálfstæðis- flokksins gagnvart öldruðum slær öll fyrri met í pólitísku ábyrgðarleysi. Hér er beinlínis verið að blekkja aldraða kjós- endur. Það sem landsfundur lofar svíkur forystan jafn- harðan. Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar sér bersýnilega ekki að standa við loforðið ef marka má orð fjármála- ráðherrans. Á vör- um aldraðra mun því eftirfarandi spuming brenna fram að kosning- um: Hvor er mark- laus í þessu efni, forysta Sjálfstæð- isflokksins eða landsfundurinn sjálfur? Eru loforð flokksins bara grín? Össur Skarphéðinsson Skoðanir annarra Eftirlitsþjóðfélagið „Reynslan hræðir og því ber þeim, sem umhugað er um rétt einstaklingsins til að lifa lífi sínu í friði á íslandi, að fylgjast grannt með þróuninni erlendis í átt til eftirlitsþjóðfélagsins. Forsjárhyggjumenn á ís- landi hafa óvenju rika tilhneigingu til að stjóma lífi meðbræðra sinna og þeir munu taka fagnandi þeim auknu möguleikum, sem nýrri tækni fylgja. Jafn- framt er þessi þróun fallin til að styrkja í sessi það kerfi, sem þegar er við lýði, er skapar fólki störf við að vilja öðrum vel og hafa eftirlit með gjörðum þeirra og athæfi.“ Ásgeir Sverrisson, í Mbl. 16. apríl. Fjármálahátíðin mikla „Hver hátiðin af annarri gengur nú í garð. Bless- aður forsetinn startar tveggja ára kristnitökuhátíð og biskupinn þakkar guði sínum fyrir að þurfa ekki að taka afstöðu eða ákvarðanir ... En allt er þetta hjóm eitt ef miðað er við fjármálahátíöina miklu sem nú stendur yfir og enginn viðurkennir að muni nokkru sinni taka enda ... Arðsemi og sjóðastreymi gengur kaupum og sölum og pappíramir sem sanna eignarhald á tölvuútskriftum vixlakontóra em orðn- ir verðmeiri og eftirsóknarverðari en svokallaðar auðlindir til sjávar og sveita ... Spáð er 4-6% verð- bólgu á árinu. Nú væri kærkomið að lánafélög aug- lýstu dyggilega hvaða áhrif það hefur á skuldastöðu lánatakenda." Oddur Ólafsson, í Degi 16. apríl. Strætó Landssímans „Vandi fyrirtækjanna er ekki sá að þjóðvegir gagnaflutninga séu lélegir og beri litla umferð og lít- inn hraða. Vandinn er sá að Landssíminn rígheldur í það að annast ekki aðeins þjóðvegina heldur öll ökutæki sem um þá fara. Vilji einhver senda pakka eða ferðast um þjóðvegina neyðist hann til að setjast upp í hægfara strætó Landssímans, sæta því að stoppa á þeim stöðum þar sem vagnstjórinn vill og Landssíminn heimtar. Aðrir ferðamöguleikar eru ekki fyrir hendi. Þessa strætóa býður Landssíminn undir nafni háhraðanets, eða nú síðast ATM.“ Fjalar Sigurðarson, I Viðskiptablaðinu 14. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.