Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI1999 Spurningin Hvaða mannvirki á íslandi finnst þér faliegast? Alda Guðlaug Atladóttir nemi: Hallgrímskirkja því hún er svo stór. Hanna Skúladóttir nemi: Perlan. Guðni Ingvason aðstoðarprent- ari: Það er svo margt, til dæmis Hallgrímskirkja. Þorvar Þorsteinsson smiður: Mér flnnst það vera Ráðhúsið þvl það er fallegt að sjá það í Tjörninni. Jóhanna Gunnlaugsdóttir sjúkra- liði: Akureyrarkirkja því mér finnst hún svo tignarleg. Lesendur Samfylkingar- sirkusinn Ingvar Arnarson nemi: Hallgríms- kirkja því turninn er svo flottur. Arni Sigurjónsson skrifar: Eitt hið skrýtnasta af mörgu skrýtnu þessa dagana er framþoð Samfylk- ingarinnar fyrir al- þingiskosingarnar þann 8. maí nk. Gamlir flokkar með jafngömlum frambjóðendum sameinast í eina fylkingu og allt i einu er sú fylking „ferskt og nýtt afl" í íslenskum stjórnmálum! Það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og samfylk- ingarsirkusinn státar af mörgum slíkum úr pólitíkinni. Nú segjast þeir vera búnir að læra að sitja og reyna að telja ís- lensku þjóðinni trú um að þeir geti jafnvel leikið ýmsar kúnstir að auki. í rauninni telja þeir sig eiga verðlaun skilið og líklega til afreka á komandi kjörtimabili. - Já, það er von á góðri sýningu á næsta kjör- tímabili hjá sirkusnum, að þeirra sögn. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur staðið sig geysilega vel á liðnu kjörtímabili. Sérstaklega hefur vakið athygli mína hversu ráðherrar Framsókn- arflokksins hafa staðið sig vel. Þeir aðilar sem fremst standa nú í sirkusnum hafa farið offari í gagn- rýni sinni á fyrrnefnda ráðherra og verið á móti nánast öllum málum sem frá þeim hafa komið. Það hlýt- ur því að vera erfitt nú fyrir þessa sömu aðila í sirkusnum að horfa upp á að öll þessi mál sem þeir börðust gegn hafa borið slíkan ár- angur sem raun ber vitni. Og ráð- Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa svo sannarlega látið verkin tala, segir bréfritari m.a., og telur ísland þurfa áfram sterka og stöðuga stjórn sem láti verkin tala en ekki veika og óstarfhæfa stjórn sem geri ekkert annað en að tala. herrar Framsóknarflokksins hafa svo sannarlega látið verkin tala. ís- land þarf áframhaldandi sterka og stöðuga stjórn sem lætur verkin tala en ekki veika og óstarfhæfa stjórn sem gerir ekkert annað en að tala. Og talandi um að tala þá hefur sirkusinn aðeins talsmann en ekki formann. Hvernig ætlar sirkusinn að leysa það mál vildi svo ólíklega til að hann fengi sæti í næstu ríkis- stjórn? Hver yrði forystusauður í sirkusnum þá? Þar er vissulega hver höndin upp á móti annarri. íslenska þjóðin ætti ekki að kjósa framboð sem er ekki með allt á hreinu. Og hvað „hreinleikann" snertir þá er merki sirkussins hreint kostulegt: tveir lausir endar sem sýna ósam- stöðuna - og það appelsínugult á hvítu. ísland þarf ekki á gömlum sirkustrúðum, í nýju tímabundnu gervi, að halda. Þó að þeir sitji nú verða þeir fljótir að standa upp eftir kosningar. Landsmenn ættu að sjá sóma sinn i því að verðlauna Fram- sóknarflokkinn fyrir frábær störf á liðnu kjörtímabili og veita flokknum brautargengi í komandi kosningum. Með því að veita Famsóknarflokkn- um atkvæði sitt tryggja kjósendur áframhaldandi framsókn, og nú til nýrrar aldar. Minkurinn í hænsnabúinu Óskar skrifar: Ég get varla orða bundist eftir þá yflrlýsingu forsætisráðherra að það væri álíka mikill skandall að stjórn- arandstaðan fengi lyklavöldin að stjórnarráðinu og að hleypa mink inn í hænsnabú. Maður sem hefur staðið að því ásamt sínum flokks- mönnum að nánast gefa að mestu leyti flokksgæðingum sínum einhver arðsömustu fyrirtæki þjóðarinnar. Ég býst við að það muni vefjast fyrir þeim að skila aftur lyklunum sem þeir tóku við í upphafi kjörtíma- bilsins, sem nú er sem betur fer senn á enda runnið. Ég myndi a.m.k. ekki í þeirra sporum minnast á lyklavöld. Það hefur aldrei þótt neinum til framdráttar að höggva í fótinn á sjálfum sér. En það finnst mér for- sætisráðherra sannarlega hafa gert með áöurnefndri yflrlýsingu. Svo var það í sjónvarpsþætti þann 6. apríl sl. að allir forystumenn flokkanna leiddu saman hesta sína. Þar kom fram að aðal áhyggjuefni varaformanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Framsóknarflokksins er að þeir skildu ekki stefnuyfirlýs- ingu Samfylkingarinnar, sem er þó auðskilin öllu venjulegu fólki. Það er kannski sá þátturinn í stefnuyfirlýs- ingunni sem höfðar til sanngirni og réttlætis sem þeir ekki skilja. Það er hálf napurt ef fólk fer að dæma þessa veslings menn undir meðalgreind og yfirleitt undir máli í flestum greinum vegna skilnings- leysis á augljósum staðreyndum. Það mun ekki vefjast fyrir mér að velja hvað ég á að kjósa þann 8. maí nk. þegar ég hugsa um það óréttlæti og mismunun á öllum sviðum, sem einkennt hefur kjörtímabilið. Ég býst við að margir verði mér sammála. Sjomenn serstok stett skattaafsláttar Jóhann Sigurðsson skrifar: Manni finnst sem almennum launþega og skilvísum skattgreið- anda nokkuð langt gengið þegar búið er að festa eina starfsstétt í sessi sem sérstakan augastein stjórnvalda og verja skattaívilnanir henni til handa. Þannig eru íslensk- ir sjómenn orðnir að hinum heilögu kúm sem ekki má snerta við í skatta- legu tilliti og nú er búið að lofa þeim að ekki muni hreyft við þessum hlunn- indum þeirra, sjó- mannaafslættinum, allt næsta kjörtíma- [Ul®[l[RQ[g)A bjónusta allan sólarhringii — eða hringíö í síma T^ssó 5000 milli lcl. 14 og 16 bil. - Nema að þeir „standi jafnir eftir", eins og forsætisráðherra orð- aði það á stjórnmálafundi á Akur- eyri nýlega. Þetta stangast þó á við ummæli fjármálaráðherrans núverandi sem hefur sagt að ekki sé sæmandi að ein starfsstétt umfram aðra búi við ívilnun í sköttum sem sjómannaaf- Sjómenn og flugmenn einu „auga- steinar" stjórnvalda í skattfríðind- um? slátturinn er. Nú er svo rætt um að íslenskir flugmenn séu einnig í „uppáhaldsflokki" skattalega séð, með dagpeninga sína og skattaaf- slátt af þeim - og það jafnt í innan- lands- sem utanlandsflugi. Er nema von að almenningi svíði óréttlætið? Lóðaskortur þrýstir á Tómas skrifar: Það er á allra vitorði að lóðaskort- ur hefur hækkað fasteignaverð óheyrilega hér á höfuðborgarsvæð- inu, sérstaklega í höfuðborginni sjálfri. Þetta er heimatilbúinn vandi sem þrýstir sífellt á hækkun íbúða- verðsins. Óskiljanlegt er með öllu að borgaryfirvöld skuli ekki grípa til þess ráðs sem eitt getur komið í veg fyrir upplausnarástand á þessu sviði - skipuleggja Vatnsmýrina samstund- is með tilliti til íbúðarbyggðar. Reykjavíkurflugvöllur er hvort eð er dæmdur til að víkja fljótlega vegna skorts á öryggisbúnaði og þrengsla í námunda við miðborgarkjarnann. Reykjavík má ekki missa fólkið í ná- grannabyggðir að ástæðulausu. Óbundnir f lokkar Ólafur Bjarnason hringdi: Ég lýsi furðu minni á því að kjós- endur skuli kyngja yfirlýsingum for- ystumanna stjórnmalaflokkanna um að „þeirra" flokkur gangi „óbundinn" til kosninga og eiga þá við það að sá flokkur geti unnið með hvaða flokki sem er, jafnvel öllum ef því er að skipta! Þetta er út í hött. Eðlilegt er að sú ríkisstjórn sem siðast situr óski eftir áframhaldandi fylgi og þannig væri einfaldlega kosið um málefni hennar gegn því sem flokkar lofa að gera. En það er ekki bara þessi van- kantur a íslensku kosningakerfi. Það er heldur aldrei að vita um næstu ríkisstjórn. Sigurvegari í kosningum, þ.e. flokkur með mesta fylgið einn og sér, þarf ekki endilega að verða við stjórnvölinn. Þetta, ásamt öðru í öllu kraðakinu hér, gerir kjósendum erfitt um vik að ákveða sig og eykur á markleysi kosningaúrslitanna. Margrét ekki for- sætisráðherraefni Ólöf skrifar: Ég furða mig á yfirlýsingu Mar- grétar Frímannsdóttur, talsmanns Samfylkingarinnar, sem m.a. kom fram í svari hennar á beinni línu hjá DV sl. fóstudag. Þar sagði hún m.a. að það væri rangt að hún hefði lýst yfir að hún væri forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar heldur að hún hefði sagt að hún myndi leiða ferli stjórnannyndunarviðræðna ef til kæmi. En hver er þá hið eiginlega forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar? Eða treystir hún á að Fram- sókn eða annar flokkur taki að sér að leiða ríkisstjórn með Samfylking- unni? Þetta er eitt það furðulegasta framboð sem ég hef vitað á þó nokk- uð langri ævi. Fíkníefnaneysla á Litla-Hrauni P.L.M. hringdi: Mér finnst að einhverj fjölmiðill eða ábyrgur ráðamaður í dómskerf- inu verði að kveða þann orðróm nið- ur, sem nú er víða kominn á kreik, að á Litla-Hrauni séú allt að 90% fanga fikniefnaneytendur þótt þeir séu þarna í afplánun ýmissa dóma. Ég á raunar bágt með að trúa þessu en maður sem vel þekkir til á sviði af- brota og meðferð dæmdra manna sagði frá þessu í fermingarveislu þar sem ég var stödd ekki alls fyrir löngu. Stóra spurningin er auðvitað: Vita hinir raunverulegu og ábyrgu ráða- menn af þessu án þess að leggja til at- lögu við vandamálið? Réttur Manhatt- an-kokkteill Ragnar skrifar: Ég fór á eitt af betri hótelum borg- arinnar fyrir skemmstu til að borða og vildi fá uppáhaldskokkteilinn minn fyrir matinn en þann kokkteil hef ég ekki drukkið árum saman. En viti menn, hann var bragðlaus og alls- endis ófullkominn. Er ég grennslaðist fyrir um málið kom í ljós að í kokk- teilinn var notað rautt Martini í stað rauðs Cinzano, sem er önnur undir- staða blöndunnar (alls ekki sætur Martini). En rétt blanda er þessi: 2/3 Bouron eða Canadian Club viskí, 1/3 rautt Cinzano og 2 dropar Angostura bitter. Síðan rautt kirsuber. Skál!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.