Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 15 Deilum ekki við dómarann Það er mikil keppnisharka í samkvæmisdönsunum og ekki óalgengt að dansaram- ir leggi allt í sölurnar í keppni. Það fylgir því mikil ábyrgð að dæma í slíkum keppnum og dóm- arar verða að vera afar einbeitt- ir,“ segir Ingibjörg Róbertsdóttir danskennari en hún hefur undan- farið dæmt í danskeppnum hér á landi. Dómgæslan á vel við Ingibjörgu og hún hefur jafnvel hug á því að fara utan og ná sér i alþjóðleg rétt- indi. „Dansdómari verður að búa yfír mikilli reynslu og helst að hafa stundað dansinn sjálfur. Það eru svo ótal margir þættir sem dómarinn verður að meta, svo sem fótaverkið, þ.e. hvemig pörin stíga í hælinn, jafnvægi og líkamsburð- ur almennt og útlit.“ Erfiðar ákvarðanir era nokkuð sem dansdómarar verða að venjast og segir Ingibjörg oft erfitt að velja besta dansparið því oft komi kannski tvö til þrjú vel til greina. „Ef tæknin er jafngóð hjá nokkrum pörum getur krafturinn og dansgleðin skorið úr. Þetta get- ur verið erfitt og þama skiptir reynslan miklu máli,“ segir Ingi- björg og bætir við að flestir taki dómunum vel þótt alltaf séu ein- hverjir sem verði fúlir. „Það em aldrei allir ánægðir og það er eins með keppni í dansi og öðm að fólk vill auðvitað sigra. Ég hef ekki orðið fyrir aðkasti vegna slíks og held reyndar að það sé frekar fá- títt. Mér finnst voðalega gaman að dæma enda mikil og góð þróun í dansinum sem tekur aldrei enda,“ segir Ingibjörg Róbertsdóttir. -aþ Dómarar í hinum ýmsu keppnisgreinum mega eiga von á því að vera annaðhvort virtir og dáðir eða sitja undir skömmum. Tilverunni lék forvitni á að vita hvers vegna fólk velur sér dómarastarfið og hitti afþví tilefni dómara í dansi, fótbolta og hestaíþróttum. Ingibjörg Róbertsdóttir dæmir dans: Keppendur leggja allt í sölurnar Ingibjörg Róbertsdóttir með friðan flokk níu ára nemenda í Seljaskóla fyrir aftan sig. DV-mynd Teitur Einar Öm Grant Góðir keppnis- menn verða að kunna að tapa að skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðra. Fólk er misánægt og sjaldan svo áð allir gangi ánægðir frá mótum," segir Einar Öm Grant sem hefur verið gæðinga- og hestaíþróttadóm- ari í aldarfjórðung. Mótin sem Einar Öm hefur dæmt era orðin svo mörg að hann hefur enga tölu á þeim. Hann hefur mest dæmt hérlendis en einnig utanlands og fyrir tveimur árum var hann yf- irdómari á heimsmeistarmóti. „Það var bæði krefjandi og skemmtilegt að dæma í heimsmeistaramótinu. Ég hef reynt að vera duglegur við þetta og dæmt mikið. Það skiptir náttúrlega öllu að hafa gaman af þessu og það hef ég. Það er heldur ekki amalegt að vera íslendingur í hestamennsku því við eram með þeim allra fremstu í heiminum. Framfarimar era líka stöðugar og frá því ég byrjaði hafa hestaíþrótt- imar þróast mjög. Reiðmennskan hefur batnað mjög og þetta er alltaf að verða fágaðri iþrótt," segir Einar Öm. Einar Öm segist leggja það að jöfnu hvort hann dæmi gæðinga- keppnir eða hestaíþróttir. Hvort tveggja sé skemmtilegt. Hann segir dómgæsluna oftast ganga áfallalaust og menn sátta við niðurstöðuna. Einar Örn hefur alltaf verið mikill hestamaður og í aldarfjórðung hef- ur hann dæmt á hestamótum víðs vegar. DV-mynd gk „Það geta auðvitað komið upp tilvik þar sem menn eru ósáttir við dóma og jafnvel menn í öðru og þriðja sæti sem setja upp skeifu. Ef mikið liggur við getur ýmsum orðið heitt í hamsi og láta það stundum bitna á dómurun- imi. Sem betur fer hef ég sloppið bless- unarlega við allt slíkt og mér finnst alltaf gott þegar fólk gefur sig fram þegar það er ósátt. Það er afar mikil- vægt að dómarar geti útskýrt dómana eftir á og oftast skilja menn sáttir að lokum. Menn verða ekki góðir keppn- ismenn fyrr en þeir læra að tapa,“ seg- ir Einar Örn Grant, hestadómari með meiru. -aþ Eyjólfur Ólafsson knattspyrnudómari: Menn þurfa að hafa breitt bak Dómarar í knattspymu era hugsjónamenn upp til hópa því launin era ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Það endist eng- inn í þessu nema hann hafi óbilandi áhuga á fótbolta og ætli ég falli ekki vel undir þá skilgreiningu. Hef ver- ið með fótboltabakteríuna frá því ég man eftir mér,“ segir knattspymu- dómarinn Eyjólfur Ólafsson sem blés fyrst til leiks fyrir hartnær tuttugu árum. Síðan þá hefúr hann verið iðinn við dómgæsluna bæði hér heima og einnig erlendis. Það era líklega ekki allir sem gera sér grein fyrir því að knatt- spymudómaramir þurfa að vera í mjög góðu líkamlegu formi enda hefur mönnum talist til að þeir hlaupi ekki undir tíu kílómetrum í leik. „Það má aldrei slá af og þess vegna sækjum við árlega námskeið þar sem menn bera saman bækur sínar og ganga í gegnum þrekpróf. Við endumýjum leyfin okkar ár- lega. Úthaldið er mikilvægt og ég er til dæmis sestur í helgan stein hvað varðar milliríkjaleiki. Þar verða menn að leggja flautuna á hilluna þegar þeir verða 45 ára, sem mér finnst nú ansi ungt,“ segir Eyjólfúr. Fagmennska í dómgæslmmi hef- ur aukist mjög þau tuttugu ár sem Eyjólfúr hefiir verið dómari. „Kröf- umar aukast með hverju árinu en það breytir því ekki að dómarinn er alltaf mannlegur. Mistök munu Eyjólfur hefur ekki sjaldan þurft að veifa spjöldunum á löngum ferti sfnum sem knattspyrnudóm- ari. DV-mynd Pjetur alltaf eiga sér stað, því miður. Aðspurður hvort ekki sé erfitt þegar æst- ir áhan- gend- u r hel ann Eyjólfur. „Það er partur af starfinu og vissu- lega lenda dómarar stundum í því að fá óþvegið frá æstum áhorf endum. Sem betur fer róast menn nú yfir- leitt og d a g i n n eftir eru cillir sátt- ir. Ég h e f eignast miklu fleiri vini en óvini í gegnum dóm- arastarfið. Æsingur myndast oft í hita leiksins og ekkert skrýtið við það. Málið er að hafa breitt bak og við sem stöndum í þessu höfúm það nú flestir,“ segir Eyjólfúr Ólafsson knattspymudómari. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.