Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 14
14 íd J y'shi jj ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 við Fangaverðir umgangast og kynnast dæmdum mönnum sem þurfa að vera ímislangan tíma innan fangelsisveggjanna. Álag getur fylgt starfinu og oft má segja að fangaverðirnir verði trúnaðarvinir fang- anna. Þetta er vinskapursem nær ekki út fyrir fangelsisveggina þegar afplánun Xýkur. Sinna tveimur hlutverk Nám í Fangavarðaskólanum tekur níu mánuði. Námið felst í þriggja mánaða grunn- námi sem er bóklegt, síðan tekur við þriggja mánaða starfsþjálfun og loks þriggja mánaða framhaldsnám sem er bóklegt. Skilyrði fyrir ráðningu fanga- varða er að þeir séu á aldrinum 20-40 ára og heilbrigðir andlega og líkamlega. Heimild er til að senda menn í læknisskoðun þótt viðtal sé oftast látið næja. Nemendur í Fangavarðaskólanum þurfa að hafa lokið grunnskólaprðfi og tveggja ára framhaldsskólanámi. Helstu áherslur í náminu eru fangelsisfræði en þá fá fangaverðir innsýn í starfsemi og hlutverk fang- elsa og Fangelsismálastofnunar. „Ætlast er til að nemendur öðlist þekkingu á lögum og reglum er varða störf og starfsskyldu fanga- varða," segir Jón Friðrik Sigurðs- son, sálfræðingur hjá Fangelsis- málastofnun og yfirmaður við skól- ann. „Svo fá menn töluverða þjálf- un; annars vegar hvað varðar ör- yggismál og hins vegar hvað varðar líkamlega þjálfun, svo menn séu tilbúnir að takast við mismunandi aðstæður sem koma upp í fangelsum." Nemendurnir þurfa að kunna réttar aðferðir í sam- skiptatækni og þekkja inn á örygg- istæki. Þeir sækja líka tíma í lög- fræði. „Þeir læra um mannréttindi og siðfræði svo þeir átti sig á því hvaða réttindi fangar hafa, bæði samkvæmt mannréttindaákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar og er- Fangaverðir sinna tveimur hlutverkum sem við fyrstu sýn virðast andstæð, annars vegar umönnun og hins vegar gæslu.' lendum mannréttindasáttmálum. Þeir læra líka ýmislegt í sálfræði, svo sem um reiðistjórnun og af- brotahegðun. Einnig læra þeir skýrslugerð og fara á námskeið í tölvunotkun. Þeir læra um fíkni- efni, heilsufræði, skyndihjálp og smitleiðir í fangelsum. Þá er ís- lenskukunnátta þeirra þjáifuð með skýrslugerð í huga." Jón segir að í aðalatriðum felist starf fangavarða í mannlegum sam- skiptum. „Fangaverðir sinna tveim- ur hlutverkum sem við fyrstu sýn virðast andstæð, annars vegar um- önnun og hins vegar gæslu. Starf fangavarða er oft erfitt og krefjandi vegna þess að þeir verða að sinna báðum þessum hlutverkum af alúð." -SJ Gefandi og þroskandi Jóakim Andrésson hefur verið fangavörður í níu ár og hefur allan tímann unnið á Litla-Hrauni. Áður var hann hefilstjóri hjá Vegagerðinni en hann vildi breyta til. „Ég var ekki mikið með hugann við þetta starf en í fyrstu var um afleysingu að ræða. Mér likaði vel og hélt ái'ram þegar losnaði staða. Mér finnst þetta skemmtilegt starf og það er gaman að vinna með góðu fólki." Hann á bæði við fangaverðina og fangana. Hann er spurður hvað sé mest gefandi við starfið. „Ef maður getur leitt einhvern inn á rétta braut þá gefur það töluvert. Þótt ég ræði ekki mikið við fangana þá tel ég mig hafa hjálpað sumum. Þó að það sé ekki nema einn fangi þá gefur það töluvert." Hann hefur lært ýmislegt af að umgangast fanga í öll þessi ár. „Það er þroskandi að mörgu leyti. Þetta er öðruvísi en maður hefur kynnst áður." Hann viðurkennir að það geti verið þrúgandi að vera innan um ranga sem geta verið þunglyndir. „Það hefur óneitanlega áhrif á mig. Ég reyni þess vegna að gleyma vinnunni þegar heim kemur. Það hefur tekist ágæt- lega." Hvað varðar samskipti við fangana segir Jóakim að fyrst og fremst hafi hann í huga að þeir eru menn eins og aðrir. „Það þarf þó alltaf að hafa vara á sér." Fanga- verðirnir á Litla-Hrauni ganga ekki vopnaðir eins og tíðkast víða í útlöndum. Þeir þurfa að vera í góðri líkamlegri þjálfun og það á við um Jóakim. Hann er efiaust í betri þjálfun en marg- ir starfsfélagar hans þar sem hann stundaði júdó á árumáður. Hann segir að ímynd fangavarða sem við sjáum, sér- staklega í bandarískum kvikmyndum, eigi ekki við rök að styðjast. „Mér hefur ftmdist fólk sjá fangaverði þeim augum." Jóakim segir að talið sé að fangavarðastarfið sé eitt af mestu streituvaldandi störfunum í þjððfélaginu. Hann ætlar þó að vera áfram á Litla-Hrauni. „Mér finnst þetta gott starf og þetta er besta starf sem ég hef unnið." -SJ Ræða um fjölskylduvandamál Sjö konur starfa sem fanga- verðir á Litla-Hrauni. Björg Ægisdóttir er ein þeirra og hefur hún unnið þar í tvö ár. Áður var hún m.a. matráðskona á elli- heimili, vann í samlokugerð og fisk- vinnslu. Fólk sem átti skyldmenni sem vann í fangelsinu hvatti hana til að sækja um. „Ég hef þroskast mikið af því að vinna hérna þvi það er þroskandi að eiga við einstaklinga sem hafa gengið í gegnum ýmislegt. Ég sé vel að glæpir borga sig ekki og hvað fíkniefni eru slæm." Hún segir að fíkniefni hafi leitt meirihluta fang- anna á Litla-Hraun. Björg segir að fangarnir komi mjög vel fram við konurnar sem gegna starfi fangavarða. „Þeir eru yfirleitt mjög kurteisir og jafnvel kurteisari við okkur en karlana. Ég tel mikinn kost að konur séu I þessu starfi." Hún spjallar við fangana og reyn- ir að leysa vandamál þeirra, hvort sem þau eru persónuleg eða tengd stofnunum. „Ég myndi telja að ég kynntist föngunum mjög vel. Þeir leita frekar til okkar kvennanna með viss málefni, svo sem fjöl- skylduvandamál." Hún er spurð hvort konurnar verði stundum trúnaðarvinir fanganna. „Já, auð- vitað kemur það upp á. En við verð- um aldrei vinir þeirra þannig lag- að." Þeir vita að^ vinskapurinn nær ekki út fyrir fangelsisveggina. Starfið getur tekið á andlega og nefnir Björg sérstaklega öldu sjálfs- víga sem reið yfir Litla-Hraun í fyrra. „Þá var þetta voðalega erfitt fyrir alla, bæði fanga og fangaverði. Fangaverðir heimsækja hver annan og spjalla saman." Hún segir að það hjálpi mikið. -SJ „Ef maður getur leitt einhvern inn á rétta braut þá gefur það töluvert." DV-mynd K.Ein. „Fangarnir leita frekar til okkar kvennanna með viss málefni, svo sem fjöl- skylduvandamál." DV-mynd K.Eir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.