Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 13
I- ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 13 Sameign þj innar á auðlindum veröi bundin í stjórnarskrá Hér á landí er lýðræð- isleg opinber umræða um srjórnmál um margt vanþroska og tilviljana- kennd. Þetta lýsir sér meðal annars í því að stórkostlegum hags- munamálum þjóðarinn- ar er á stundum stungið undir stól vegna þess, að því er virðist, að stjórn- völd treysta sér ekki í ærlega umræðu um kosti og galla tiltekins kerfis eða tilhögunar. Ekki-Evrópuumræða liðins kjörtímabils kem- ur strax upp í hugann en annað og brýnna mál er nú á skjótri leið með að hljóta sömu örlög í með- forum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kjallarinn arinnar er að því leyti tO klæðskera- saumuð að hags- munum sitjandi rík- isstjórnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir skipar fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi „Af þokukenndum ummælum leið- toga stjórnarflokkanna verður ekki annaö skilið en að sáttin sem þeir tala um sé sátt um ríkjandi kerfí, þ.e.a.s. að nú þurfí bara að fá hinn íslenska meöal-Jón til þess að sætta sig við óréttlætið svo að honum líði aðeins betur í sálinni næstu fjögur árín." Menn á þeim bæjum eru ekki skyni skroppnir og vita fullvel að það hentar hagsmunum srjómarflokk- anna beggja að draga mátt úr skoð- anaskiptum og lýðræðislegri um- ræðu um þau málefni sem hæst ber kosningavorið 1999. Aðeins á þann hátt má með góðu móti standa vörð um sérhagsmuni á kostnað þjóðarinnar. Ekki-um- ræða srjórnarflokkanna um eignar- haldið á auðlindum íslensku þjóð- Stefnulausir stjórnarflokkar Við blasir að stefhu- lausum stjórnar- flokkum, Sjálfstæð- isflokki og Fram- sóknarflokki, hent- ar ágætlega að drepa umræðunni um kosti og galla kvótakerfisins á dreif með óljósum yfirlýsingum um sáttavilja. Stjórnar- flokkarnir eru enda illa í stakk búnir til þess að verja órétt- látt fiskveiðikerfi sem heimilar auð- söfhun örfárra einstaklinga og fjölskyldna í skjóli ríkisvalds sem ekki virðist þekkja muninn á réttu og röngu. Af þokukenndum ummælum leið- toga stjórnar- flokkanna verður ekki annað skilið en sáttin sem þeir tala um sé sátt um ríkjandi kerfi, þ.e.a.s. að nú þurfi bara að fá hinn íslenska með- al-Jón til þess að sætta sig við órétt- lætið svo að honum líði aðeins bet- ur í sálinni næstu fjögur árin. Tryggjum almannahagsmuni Samfylkingin vill að sameign þjóðarinnar á helstu auðlindum landsins, þar með talið á nyrjastofn- um innan lógsógunnar, verði bund- in í stjórnarskrá. Tekið verði sann- „Samfylkingin vill einnig breyta nýsettum Iögum sem tryggja eignarhald landeigenda á auðlindum allt inn að miðju jarðar", segir m.a. í grein Þór- unnar. - Unnið við jarðborun í Skagafirði. gjarnt gjald fyrir afnot af auðlind- um í þjóðareign til lands og sjávar, sem m.a. verði notað til þess að standa straum af þeim kostnaði sem þjóðin ber af nýtingu þeirra og stuðla að réttlátari skiptingu á af- rakstri auðlinda. Samfylkingin vill einnig breyta nýsettum lögum sem tryggja eignarhald landeigenda á auðlindum allt inn að miðju jarðar. Hún setur almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og vill ekki að auð- lindir þjóðarinnar séu færðar fáum útvöldum á silfurfati. Val kjósenda er skýrt í komandi kosningum. Þeir geta valið fram- sóknarihaldið og þar með tryggt að engar breytingar verði gerðar á eignarhaldi auðlinda þjóðarinnar á næsta kjörtimabili, ellegar sett x við S og gefið Samfylkingunni tækifæri til þess að breyta rétt og tryggja að almannahagsmunir riki ofar sérhagsmunum á íslandi og auðlindir til lands og sjávar verði sameign okkar allra. Þórunn Sveinbjarnardóttir Hervætt hugarfar Það er gott að vera íslendingur. Við erum friðsæl þjóð og margar aldir síðan við hættum að reyna að leysa deilumál með vopnaskaki og manndrápum. Þegar við endur- heimtum sjálfstæðið hétum við þvi að vera ævarandi hlutlaust land. Við stóðum við þaö þar til 1949 er við létum þröngva okkur í hernaðarbandalagið NATO. Það var mikið óheillaspor. Loforð um að hér yrði ekki her á friðartímum var svikið aðeins tveimur árum síðar þegar bandarískur her hreiðraði hér um sig. Blikur á lofti Nú erum við að stíga annað í vinnudeilum, pólitískum átökum og fiskveiðideilum við Breta og Norðmenn, þá hafa þær hvorki kostað mannslíf né teljandi tjón. Við höfum virt réttinn til lífsins og megum vera stolt af þvi. En nú eru blikur á lofti. Hinar NATO-þjóðirnar eiga flestar blóði drifin spor á þessari öld. Nú fetum við í þeirra spor og glótum okkar sérkennum sem friðsæl þjóð. Við látum hafa okkur að fíflum sem halda að hægt sé að lækna ofbeldi með enn meira ofbeldi. Ofbeldisdýrkun Önnur óheillaþróun er hervæðing hugarfars uppvaxandi kynslóðar. ___________, Með undratækni „En nú eru bfíkur á lofti. Hinar NATO-þjóðirnar eiga fíestar blóði drhln spor á þessari öld. Nú fetum við f þeirra spor og glótum okkar sérkennum sem friðsæl þjóð. Við látum hafa okkur að fífíum sem halda að hægt sé að lækna of- beldi með enn meira ofbeldi." óheillaspor: Að heyja stríð í fjar- lægu landi, stríð sem stríðir gegn alþjóðalögum og magnar ófriðar- bál. Þótt við íslendingar höfum átt í harðvítugum deilum, bæði inn- anlands og við nágranna, svo sem nútímans eru framleidd leik- fóng, kvikmyndir og tölvuleikir þar sem aðalskemmt- unin er að drepa sem flesta á sem hryllilegastan hátt. Unga fólkinu er lævíslega kennt að yfirvinna eðlis- læga óbeit á blóðsúthellingum og skemmta sér við stórbrotin manndráp. Besta söluvaran núna er tólvu- sýndarveruleiki (tölvuleikir) þar sem maður sjálfur verður bardaga- og stríðshetja og meiðir og drepur á báða bóga. Sá ófógnuður flæðir yfir heiminn. Árangurinn er m.a. ofbeldisalda meðal ungmenna sem náði mikilli hæð í Den- ver 20. apríl sl. þegar tvö ungmenni stigu út úr sýndarveruleikan- um og myrtu hálfan tug saklausra skólafélaga sinna og sjálf sig að auki. Öllu stórbrotnari er sá árangur hervæð- ingar hugarfarsins að hernaður NATO á Balkanskaga skuli njóta lýðhylli á Vest- urlöndum, ef marka má skoðanakannanir, sem og árásirnar á írak fyrir 8 árum. Margir eru svo langt leiddir að þeir . skemmta sér yfir sjónvarpsfréttum þaðan Kjallarínn Þoryaldur Órn Árnason líffræðingur, f 6. sæti U-listans, lista Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs líkt og hverri annarri stríðsmynd. Ofbeldisfaraldur Við vorum heppin að erlend ríki blönduðu sér lítið í deilurnar hér á sturlungaöld. Á Balkanskaga magnast faraldur haturs og ótta og erlend hernaðaríhlutun er olía á það bál. Ofbeldi og ótti smitar en það gerir friðsemd og öryggi líka. Nató-herinn sáir hatri og ótta með sprengjunum en friðarsveitirnar sá hugarfari friðar og umhyggju. Ekki virðist friðarboðskapur kristninn- ar mega sin mikils þegar á reynir, sbr. of- beldisverk Serba, sem teljast vera kristnir. Það er álíka fáránlegt að NATO geti stillt til friðar á Balkanskaga eins og að Warsjár- bandalagið sáluga hefði getað friðað Norður-írland. Best væri að leggja NATO niður, þó fyrr hefði verið, og styrkja Sam- einuðu þjóðirnar, Röse, Rauða krossinn og slíka aðila til að styðja friðsöm öfl á Balkanskaga og ein- angra ofbeldissinna. Með eftirlits- og hjálparstarfi linum við þjáningar og út- breiðum friðarvilja. íslendingar sem vinna hjálparstarf eru sannar hetjur én dátarnir í hervélunum umboðsmenn dauð- ans. Vegna veru okkar í NATO erum við íslendingar beinir þátt- takendur í þessu hryllilega stríði og bæði Davíð og Halldór eru her- skárri í tali en sumir foringjar herveldanna. Nú sést hvílíkt ógæfa það var að láta véla okkur í NATO fyrir 50 árum. Nú er mál að koma sér út þaðan. Vinstri hreyf- ingin - grænt framboð beitir sér fyrir því. Þorvaldur Örn Árnason Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari karlaí handknattleifc. | Með og á móti Eygja íslendingar von um að komast á HM í handbolta í Egyptalandi í stað Júgóslava? Tilbúnir ef kallið kemur „Maður veit ekki almennilega stöðuna í þessu máli. Annan daginn heyrum við að við verð- um að undirbúa okkur til keppni en hinn daginn ekki. Maður heyrir utan að sér að Júgóslavar verði með á HM í Egypta- landi en ekki hefur verið gefin út nein yfirlýsing þar að lútandi. Ef ákvörðun þess efnis kemur til okkar um að við tökum sæti Júgóslava á HM þá stökkvum við um borð og förum til Egypta- lands. Við erum fyrsta váraþjóð inn og nýtum okkur það ef til þess kemur, enda fellur æfinga- timabil okkar vel við tímasetn- ingu mótsins i Egyptalandi. Maður hefði' örugglega breytt einhverju en í flestum tilfellum hefði ég ekki hagað undirbún- ingnum öðruvísi, Sem þjálfari hef ég ekki staðið frammi fyrir þessum möguleika áður en sem leikmaður gerðist það fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Þá ákváðu Rússar og nokkrar aðrar þjóðir að taka ekki þátt í handboltakeppninni og við komust inn. Við erum óneitanlega spenntir fyrir þess- um möguleika sem gæti komið upp með nokkurra daga fyrir- vara." Ekki eins og málum háttar „Ég held ekki eins og málum háttar. Alþjóða ólympíunefhdin og Erwin Lanch, forseti IHF, eru búnir að gefa út þær yfirlýsing- ar að svo verði ekki. Júgóslavar hafa ekki ráð- ist á neina þjóð heldur er það Nato sem er að ráðast á þá. Á meðan það ástand varir er ekki íþróttaleg pólítísk for- senda að úti- loka Júgóslava frá þátttöku á HM. Ef við góngum út frá því að Júgó- slavar ætli sér að fara þá fara þeir. Ég veit ekki hvaða stefnu menn taka hins vegar ef Júgóslavar myndu ráöast inn í Albaníu eða Makedóníu. Ég get ekkert fullyrt í þeim efhum en þeir nafa hins vegar ekki ráðist inn I neitt land til þessa. Eins og málum er háttað í dag held ég að Júgóslavar mæti til leiks i Egyptalandi. Ef mál kynnu að breytast og Júgóslövum yrði meinuð þátttaka tæku íslending- ar sæti þeirra sem fyrsta vara- þjóð í Evrópu." _JKS Kjartan Steinbach, formaour dórnara- nefndar alþjóoa- handknattJelks- sambandslns. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efhi á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.