Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Afmæli Hreinn Þ. Garðarsson Hreinn Þorsteinn Garðarsson húsnæðisfulltrúi, Flókagötu 7, Hafn- arfirði, er sjötugur í dag. Starfsferill Hreinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við MA. Hreinn var framkvæmdastjóri Nýja Bíós á Akureyri 1951-60 og jafnframt starfsmaður Búnaðar- banka og Útvegsbanka íslands á Ak- ureyri. Hreinn flutti til Reykjavíkur 1960. Þar starfaði hann hjá Landsbanka íslands til 1964, starfaði hjá varnar- liðinu á Keflavikurflugveíli 1964-77 og stundaði síðan eigin rekstur og starfrækti þá m.a. Sælgætisgerðina Víking hf. til 1982. Hreinn var skrifstofustjóri hjá SÁÁ 1982-89 og hefúr verið verk- efnastjóri, innkaupastjóri og hús- næðisfulltrúi hjá Bæjarsjóði Hafn- arfjarðar frá 1991. Hreinn hefur verið félagið í Odd- fellow-reglunni frá 1952. Fjölskylda Eiginkona Hreins er Helga S. Friðfinnsdóttir, f. 8.3. 1936, skóla- stjóri Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Hún er dóttir Friðfinns Valdimars Stefánssonar, f. 3.9. 1895, d. 8.3.1967, múrarameistara í Hafnarfirði, og s.k.h., Elínar Málfríðar Ámadóttur, f. 2.5. 1901, d. 7.12. 1959, húsmóður. Börn Hreins og Helgu eru Friðfinnur Valdimar, f. 7.12.1967, háskólanemi í Bandaríkjunum; Elín Anna, f. 12.12. 1971, flug- freyja, búsett í Hafnar- firði. Börn Hreins frá fyrra hjónabandi eru Garðar, f. 4.9. 1950, forstöðumaður Eimskips í Norfolk í Bandarikjunum; Anna Karolína, 5.12. 1952, sérkennari, bú- sett í Kópavogi; Rannveig María, f. 29.10.1959, félagsmálafulltrúi, búsett í Kópavogi. Systkini Hreins eru Hilmar, f. 5.12. 1922, lögfræðingur og fyrrv. framkvæmdastjóri Gamla Bíós í Reykjavík; Rannveig María, f. 1.9. 1923, skrifstofukona og húsmóðir í Reykjavík; Anna, f. 23.11. 1939, bankakona og húsmóðir í Reykja- vík. Foúeldrar Hreins voru Garðar Þorsteinsson, f. 29.10. 1898, d. 29.5. 1947, hrl. og alþm. í Reykjavík, og k.h., Anna Pálsdóttir, f. 25.8.1896, d. 11.10. 1978, húsmóðir. Ætt Garðar var sonur Þorsteins, fisk- matsmanns og skipstjóra í Svínárnesi, Gíslasonar, b. á Belgsá, bróður Guð- rúnar, móður Karls, alþm. og skólastjóra á Seyðisfirði, og Guðmund- ar, heimspekings og landsbókavarðar, Finn- bogasonar, föður Finn- boga landsbókavarðar og Arnar, föður Guðmundar Páls, fyrrv. heimsmeist- ara í bridge. Gísli var hálfbróðir Jónu, móður Lárusar Rist sundkenn- ara, fóður Sigurjóns Rist vatnamæl- ingamanns, foður Rannveigar Rist, forstjóra ísals. Gísli var sonur Jóns eldra, b. á Kambsmýrum, Jónsson- ar. Móðir Gísla var Ásgerður Jóns- dóttir. Móðir Þorsteins var Krist- björg Magnúsdóttir frá Njálsstöðum í Bárðardal. Móðir Magnúsar var Guðný Aradóttir, systir Indriða á Melum, langafa Benedikts Sveins- sonar alþingisforseta, fóður Bjama forsætisráðherra, föður Björns menntamálaráðherra. Móðir Garðars var María Guð- jónsdóttir, b. á Þórustöðum í Kaupangssveit, Einarsson. Móðir Maríu var Anna Jensdóttir, Krist- jáns Buch, b. á Ingjaldsstöðum, bróður Bjöms á Ytraskarði, langafa Steingríms Steinþórssonar forsætis- ráðherra. Björn var einnig faðir Guðnýjar, langömmu Gríms Helga- sonar, fyrrverandi forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafnsins, fóður Vigdísar rithöfundar. Jens Kristján var sonur Nikulásar Buch, b. á Bakka og verslunarstjóra á Húsavík, ættföður Buchsættar. Anna var dóttir Páls, b. á Espi- hóli og á Möðrufelli, bróður Tómas- ar, pr. á Völlum, fóður Hallgríms, kaupmanns í Reykjavík, föður Jónasar, forstöðumanns Manntals- ins. Páll var sonur Hallgríms, b. á Grund, bróður Kristínar, ömmu Kristjáns Thorlacius, fyrrv. for- manns BSRB, og Birgis Thorlacius, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Hallgrímur var sraur Tómasar, b. á Steinsstöð- um, Ásmundssonar, og Rannveigar Hallgrímsdóttur, systur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Önnu var Guðný Kristjáns- dóttir, b. á Espihóli, Kristjánssonar, b. á Teigi, Espihóli og Kroppi, hreppstjóra Jónssonar, b. á Merki- gili, Hálfdánarsonar. Móðir Guðnýj- ar var Sesselja Jónsdóttir, b. í Víði- gerði, Sigurðssonar, b. á Kambsfelli, Ólafssonar. Hreinn og Helga taka á móti ætt- ingjum og vinum í Oddfellow-hús- inu, Staðarbergi 3-4, Hafnarfirði, í dag, milli kl. 17.00 og 19.30. Hreinn Þorsteinn Garðarsson. Hjálmar Sigurðsson Hjálmar Sigurðsson, vélstjóri og bílaviðgerðamaður, síðast til heim- ilis að Skálagerði 17, Reykjavík, dvelur nú á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Hjálmar fæddist að Görðum við Ægisíðu og ólst þar upp við bústörf, heyskap og saltfiskverkun en strax um fermingaraldur hóf hann jafn- framt sjósókn. Hann var síðan vélstjóri til sjós en hætti sjómennsku á stríðsárun- um og var þá fyrst við ýmis störf í landi. Hjálmar stofnaði, ásamt öðr- um Bifreiðaverkstæðið DRIF hf. 1960 og starfaði þar uns hann stofn- aði eigið bifreiðaverkstæði að Görð- um við Ægisíðu sem hann starf- rækti til 1990. Fjölskylda Kona Hjálmars var Ása Guð- brandsdóttir, f. 28.10. 1903, d. 29.10. 1973, húsmóðir. Hún var dóttir Guð- brands Jónssonar, bónda að Spágils- stöðum í Dölum, og Sigríðar Mar- grétar Sigurbjömsdóttur húsfreyju. Börn Hjálmars og Ásu era Garð- ar, f. 15.8. 1937, d. 8.7. 1963, bifvéla- virki, kona hans var Edda í. Jóns- dóttir skrifstofustúlka og eru synir þeirra Þór, f. 9.2. 1958, og Jón Björg- vin, f. 9.12. 1959; Sigurður, f. 5.11. 1943, veiðieftirlitsmaður, kvæntur Rannveigu Sigurðardóttur og eru böm þeirra Ásgerður, f. 19.2. 1964, Sigurður Andri, f. 10.7. 1970, Hafþór Örn, f. 28.11. 1973, og Jóna Svava, f. 14.12. 1975; Margrét, f. 29.11. 1944, hjúkranarfræðingur, var gift Má Jónssyni en þau skildu og er dóttir hennar Ása Valgerður Sigurðardótt- ir, f. 21.7. 1971; Guðmunda, f. 18.3. 1947, frístundamálari en sonur hennar var Hjálmar Rögnvaldsson, f. 18.2. 1969, lést af slysfórum 6.5. 1990, er hún gift Birgi Jónssyni bók- bindara og er dóttir þeirra Ásta, f. 17.1. 1978. Alsystkini Hjálmars: Pétur, f. 1902, d. 18.5. 1904: Jón, f. 15.2. 1906, nú látinn, skipstjóri frá Görðum; Pétur, f. 7.4.1907, nú látinn, sjómað- ur; Ólöf Kristín, f. 20.7. 1908, kjóla- meistari; Ásta Valgerður, f. 21.7. 1910, d. 3.5. 1971, hjúkrunarkona; Ólafur, f. 5.3. 1912, d. 3.6. 1943, sjó- maður; Guðriður Þórdís, f. 13.3. 1913, d. 2.3.1980, húsmóðir; Guðrún, f. 6.2. 1916, húsmóðir; Vil- helm, f. 15.1. 1918; Sigrið- ur, f. 2.8. 1922, starfs- stúlka. Hálfbróðir Hjálmars, samfeðra, var Erlendur, f. 1.9. 1894, d. 21.9. 1975, skipstjóri. Auk þess vora hálfsystur Hjálmars tvær, hétu báðar Ásta og létust báðar í frum- bemsku. Foreldrar Hjálmars voru Sigurður Jónsson, útvegsbóndi í Görðum, f. 11.3. 1865, d. 15.9. 1956, og s.k.h., Guðrún Pét- ursdóttir, f. 18.3. 1878, d. 25.5. 1962, húsmóðir. Ætt Systir Sigurðar var Vilborg, móð- ir Sigurjóns Péturssonar á Álafossi. Sigurður var sonur Jóns, ættfóður Skildinganesættarinnar, Einarsson- ar, b. I Reykjakoti í Mosfellssveit og í Þerney, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Þórðardóttir, b. í Hliðsnesi á Álftanesi, Gíslasonar. Móðir Sigurðar var Ásta Sigurð- ardóttir, b. á Glóru í Flóa og á Landakoti á Álftanesi, Grímssonar, og Vilborgar Jónsdóttur í Stóru-Mástungu í Gnúp- verjahreppi. Guðrún var dóttir Pét- urs, b. á Hrólfsskála á Seltjarnamesi, Guð- mundssonar, og Guðrún- ar Sigurðardóttur, b. á Hrólfsskála, Ingjaldsson- ar. Bróðir Guðrúnar var Pétur, afi Péturs Sigur- geirssonar biskups. Móðir Guðrúnar var Sig- ríður, systir Guðfinnu, ömmu Bjama Jónssonar vígslubisk- ups. Önnur systir Sigriðar var Guð- rún, móðir Péturs, b. í Engey, foður Guðrúnar, móður Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, fóður Björns menntamálaráðherra. Sigríður var dóttir Péturs, b. í Engey, Guðmundssonar, og Ólafar Snorradóttur, hins ríka í Engey, Sigurðssonar, b. í Engey, Guð- mundssonar. Móðir Snorra var Guðlaug Þorbjörnsdóttir, b. í Engey, Halldórssonar. Móðir Guðlaugar var Guðrún Erlendsdóttir, ættfoður Engeyjarættarinnar, Þórðarsonar. Hjálmar Sigurðsson. Tilkynningar Húnvetningafélagið Aðalfundi hjá Húnvetningafélag- inu sem vera átti í kvöld er frestað til 17. mai kl. 20. Félag eldri borgara í Reykjavík Þorrasel: Opið í dag frá kl. 13-17. Handavinna, perlusaumur og fl. kl. 13.30. Kaffi og meðlæti kl. 15 til 16. Allir velkomnir. Ásgarður: Handa- vinna, perlusaumur og fl. í umsjón Kristínar Hjaltadóttur kl. 9. Kaffi- stund, dagblöðin, spjall og matur kl. 10-13. Skák kl. 13, allir velkomnir. Syngjum og dönsum kl. 15 í dag. Brynhildur Olgeirsdóttir og Sigur- björg Hólmgrímsdóttir sjá um fjör- ið. Sumarhúsið 1999 Út er komið fyrra tbl. tímaritsins Sumarhúsið 1999 og er það sjöunda árið sem það kemur út, seinna tbl. kemur út í lok júní í sumar. Sumar- húsið er sérstaklega vandað tímarit sem fjallar eingöngu um málefni sem snúa að sumarhúsum og þeirra eigendum, s.s. öryggismál, brana- varnir, skógrækt, landslagshönnun, garðyrkjuvinnu, sólpalla, heita potta, viðhald sumarhúsa og margt fleira. Segja má að efni blaðsins sé allt sem kemur sumarhúsaeigend- um til góða. Guðrún J. Hannesdóttir Guðrún Jóna Hannes- dóttir kennari, Dísarstöð- um í Árborg, er fimmtug í dag. Starfsferill Jóna fæddist á Dísar- stöðum og ólst þar upp við öll almenn sveita- störf. Hún lauk stúdents- prófi frá ML 1969, stund- aði nám við KÍ og lauk þaðan kennaraprófi 1971. Jóna var fyrst kennari á Stokkseyri í þijú ár en hefur síðan kennt á Selfossi, fyrst við Sandvíkurskóla í rúm tuttugu ár en kennir nú viö Sólvallaskóla. Á síðasta ári kenndi hún í Silkeborg í Danmörku. Fjölskylda Sonur Jónu er Sindri Freyr Eiðsson, f. 10.7. 1985, nemi. Systkini Jónu eru Hilm- ar, f. 21.8. 1942, verka- maður í Reykjavík; Erna, f. 6.12. 1945, starfsstúlka við Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði. Foreldrar Jónu vora Hannes Guðbjömsson, f. 20.12. 1910, d. 8.9. 1973, bóndi að Dísarstöðum, og k.h., Ásta Bjarnadóttir, f. 27.2. 1918, d. 20.7. 1996, húsfreyja. Jóna og Sindri Freyr taka á móti gestum í tilefni afmælisins í Odd- fellowhúsinu, Vallholti 19, bak við Fossnesti, laugardaginn 8.5. frá kl. 20.00-24.00. Guðrún Jóna Hannesdóttir. Til hamingju með afmælið 4. maí 85 ára Sigurbjörg Jósíasdóttir, Þórufelli 14, Reykjavík. 80 ára Gróa Frímannsdóttir Austurgötu 19, Hafnarfirði. Hún er að heiman í dag. Guðríður Jóhannesdóttir, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. Stefanía Kristinsdóttir, Hrafnsstöðum, Dalvík. 75 ára Daníel Helgason Gnoðarvogi 82, Reykjavík. Kristín Ingimundardóttir, Tjaldanesi 5, Garðabæ. 70 ára Dýrleif Ásgeirsdóttir, Hrísalundi 16 G, Akureyri. Margrét Einarsdóttir, Heiðarvegi 12, Reyðarfirði. 60 ára Baldur Sigfússon læknir, Marbakka- braut 34, Kópavogi. Guðrún Valdemarsdóttir, Víðivangi 3, Hafnarfirði. Helga Loftsdóttir, Asparfelli 8, Reykjavík. Ingibjörg Stefánsdóttir, Hliðarenda, Hofsósi. Jón Óskarsson, Silfurbraut 4, Höfn. Margrét Ambergsdóttir, Bláskógum, Breiðdalsvík. 50 ára Rósa Guðrún Eggertsdóttir kennari, Norðurbyggð 20, Akureyri. Bima Bjömsdóttir, Barónsstíg 19, Reykjavík. Ágústína Jónsdóttir, Ofanleiti 23, Reykjavik. Bjami Kristjánsson, Veghúsum 31, Reykjavík. Einar Guðjónsson, Fífuseli 18, Reykjavík. Jakob Ámason, Helgamagrastræti 4, Akureyri. Svanberg Guðmundsson, Stóratéigi 17, Mosfellsbæ. Tryggvi Jakobsson, Siðuseli 5, Reykjavík. 40 ára Anna Ragna Ámadóttir, Bogasíðu 4, Akureyri. Baldvin Indriðason, Nestúni 9, Stykkishólmi. Birna Hildur Bergsdóttir, Funafold 95, Reykjavík. Guðbjörg F. Guðmundsdóttir, Úthaga 18, Selfossi. Guðrún Katrín Ólafsdóttir, Háhæð 6, Garðabæ. Guðnin Ösp Þórgnýsdóttir, Lækjarsmára 60, Kópavogi. Ha Thu Thi Ngo, Sóltúni 30, Reykjavík. Karl Geir Arason, Hverafold 23, Reykjavík. María Thors, Langholtsvegi 55, Reykjavík. Monique van Oosten, Selholti, Mosfellsbæ. Ragnheiður Guðrún Hreinsdóttir, Steinsstöðum I, Öxnadalshreppi. Valgerður Stefánsdóttir, Núpasíðu 1, Akureyri._______

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.