Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI1999 Eiginhagsmunir ^i verkalýðs- baráttunni „Því miður er það svo að sumir forystu- i menn verkalýðs- i hreyfingarinnar ! virðast vera upp- i I teknari af því að i tryggja eigin, , stöðu en að sinna hagsmun- um félags- manna sinna." Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiönaöarsambands- ins, í Degi. Ágætt í kvikmynd eftirHrafn „í það heila eru laglínurnar bara óþægileg tónbil upp og niður og hljómsveitarpartur- inn myndi sóma sér ágætiega í kvikmynd eftir Hrafn Gunn- laugsson." Jónas Sen, um verk eftir Jón Leifs, ¦ tónlistarumf jöllun ÍDV. Samfylkingin „Samfylkingumii fer ekki að ganga vel fyrr en fer að ganga illa í land- inu." Davíð Oddsson forsætisráöherra, í Morgunblaðinu. Efillafer... „Ef illa fer bá verður að hugsa fyrir jarðarför með pomp og prakt. Það yrði öllum til sóma og Vestmannaeyjar kæmust í heimspressuna enn á! ný, jafnvel klukkum yrði hringt og Árni Johnsen mundi spila á gítarinn sinn." Jón Kr. Gunnarsson, sem hefur efasemdir um heilsufar Keikos, í DV. Hannes og kosningamar „Hannes (Hólmsteinn) talaði , mikið en virtist leiðast, fannst varla taka því að kjósa, en átaldi mig fyrir út- sendingu að kunna ekki að fagna tilhlýði- lega því að fá að vera á dögum um leið og Davíð Oddsson og fá að vera þegn hans." Guðmundur Andri Thorsson, íDV. Lætur ekki undan „Ég læt ekki fJæma mig úr starfi með galdrabrennum." Ingvar Ásmundsson, skóla- stjóri Iðnskólans í Reykja- vík." Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði: Fæddur og uppalinn á rafmagnsverkstæði DV, Suðurncsjum: „Mér líst vel á nýja starfið enda ekki ókunnugur því þar sem ég hef starfað með fyrrverandi forstöðu- konum fræðasetursins frá stofnun þess," segir nýráðinn forstöðumað- ur Fræðasetursins í Sandgerði, Reynir Sveinsson. Fræðasetrið var sett á stofn árið 1992 og þar er unnið að því að safna saman sögu útgerðarhverfanna í Miðneshreppi. Á efri hæð hússins að Garðvegi 1 er fræðasetr- ______ ið og aðsetur fyrir fræði- menn sem dveljast við störf á setrinu en á neðri hæð- þegar faðir minn, Sveinn Aðalsteinn Gíslason rafvirkjameistari, hætti rekstri rafmagnsverkstæðis 1970 stofnaði ég ásamt fleirum Rafverk hf. og hef starfað við rekstur þess til dagsins í dag en nú er ætlunin að selja fyrirtækið. Ein aðalástæða þess að ég hef hætt vinnu við raf- virkjun er sú að ég er með svokall- aða psoriais-gigt í höndunum og ég losna víst ekkert við hana." Reynir segist eiga sér mörg áhugamál. „Mestur tími minn Maður dagsins _iiii......— "f* 01 ¦¦ i 0.............. .&?" # 4*+*+ | inni rekur rannsóknarstöðin verk- efnið Botndýr á íslandsmiðum ásamt sjávarsetrinu sem tekið var í notkun í desember síðastliðnum. „Hér er ýmislegt á döfinni og nýlega var rannsóknarstöðin tilnefnd sem einstök vísindaaðstaða á vegum Evrópubandalagsins og í tengslum við þessa tilnefningu munu fjöl- margir erlendir vísindamenn starfa við rannsóknir hér í stöðinni og gista í Fræðasetrinu og í húsnæði annars staðar í bænum. Auk mín starfa hér í húsinu tíu bráðhressar og myndarlegar konur." Reynir hefur í áratugi verið raf- virkjameistari á Suðurnesjum og var meðal annars rafverktaki að endurbyggingu húsnæðis þess sem fræðasetrið er í, en hvað kemur til að hann gerist forstöðumaður nátt- úrufræðistofnunar. „Það var kannski kominn timi til að skipta um starfsvettvang. Ég hef unnið við rafvirkjun frá fjórtán ára aldri, enda fæddur og uppalinn á rafmagnsverkstæði, og DV-mynd Arnheiður hefur þó farið í alls konar fé- lagsmálastörf. Ég var ofvirk- ur í björgunarsveitinni Sig- urvon í 23 ár ásamt starfi við SVD-flugelda." Þá hefur Reyn- ir verið formaður sóknar- nefndar Hvalsneskirkju i tæp 10 ár en nefndin hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum á kirkju og kirkjugarði að und- anförnu ásamt byggingu safnaðarheimilis í Sandgerði. Formað- ur sjálfstæðisfé- lagsins í Sand- gerði hefur Reynir ver- ið í 12 ár og setið í bæj- arstjórn Sandgerð- is í níu ár. „Ég hef starfað með Lionsklúbbi Sandgerðis til margra ára og verið starfandi í leikfélaginu ásamt ýmsu fleira. Síðan hef ég haft ljósmyndadellu frá fermingu og á gott safn mynda frá ýmsum atburð- um. Við fjölskyldan eigum sumarbú- stað og þar hef ég gaman af að dunda við ýmislegt." Reynir er innfæddur Sandgerð- ingur en sótti konuefnið í nágranna- byggðina Garð en kona hans heitir Guðmundína Þor- björg Kristjáns- dóttir frá Ás- byrgi í Garði. Þau eiga þrjú börn. Gísla 23 ára vélfræð- ing, Sigríði 19 ára hjúkrun- arfræðinema og Guðbjörgu 14 ára. -AG Alþjóðleg hönnun og íslenskar ljósmyndir Á Kjarvalsstöðum standa yfir tvær sýningar. Þetta eru sýning á alþjóðlegri hönnun eftir þá Jasper Morrison, Marc Newson og Michael Young og ljósmyndsýning Spessa. Þeir Jasper Marc og Michael eru nú á meðal hinna fremstu á alþjóðavett- vangi á sviði hönnunar. Verk þeirra eru kynnt I öll- um helstu hönnun-________________ arritum samtím- Cáninaar ans og listinn yfir ^yiHHs*" þau fyrirtæki sem þeir starfa fyrir er nær sam- hljóða skrá yfir virtustu hönnunarfyrirtæki heims. London er hlekkurinn sem tengir verk þeirra, ýmist hafa þeir lært eða búið í borginni sem löngum hefur verið háborg hins iðnvædda heims, markaðstorg við- skipta með fjármagn og hug- myndir. Ekki ber þó að líta á verkin á þessari sýningu sem breska hönnun. Þess í stað má segja að hér komi saman margvísleg áhrif, vinnuferli og hæfileikar. Ljósmyndir Spessa (Sigur- þórs Hallbjörnssonar) eru myndaröð sem hann nefnir Bensín en hún er myndræn afurð ferðalags ljósmyndar- ans og sýnir íslenskar bens- ________ínstöðvar frá ýms- um tímum. Mynd- irnar lýsa afstæð- um og mótsagna- kenndum fegurðarsjónar- miðum sem endurspeglast í þessum alþjóðlegu fyrirbær- um og menningarlegri ein- angrun þeirra í íslensku landslagi jafnt í sveit sem borg. Sýningarnar standa til 24. maí. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2392: í-ey&rfk- Yfirdráttarheimild /\SVO LEl'OUK. 'A HINNÍ . AS £0-, '4KVAP Af> , \&EM /t HENNi' SMA Q. 'S^Keyr/'/v^Af^, ¦ .<n,J*' 1 Z3Í3— -tyþon- Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Guörún Asmundsdóttir og Er- lingur Gíslason hafa leikið hlut- verkin tvö í Rommí í marga mán- uði. Rommí Eitt vinsælasta leikrit vetrar- ins er Rommí eftir D.L. Coburn en leikritið hefur gengið í allan vetur í Iðnó í Reykjavík og á Ak- ureyri og fengið góðar viðtökur hjá áhorfendum og eru sýningar orðnar fjölmargar. Aðeins tveir leikarar eru í verkinu, Guðrún Ásmundsdóttir og Erlingur Gislason, og hafa þau, ekki síður en verkið í heild, fengið góða dóma fyrir túlkun sína. Leikhús Guðrún og Erlingur, sem leika hin hugljúfu Fonsíu og Weller, hafa þekkst lengi. Þau voru bekkjarfélagar í leiklistarskóla Þjóðleikhússins en höfðu ekki leikið saman 1 leikriti síðan þau léku saman í Brúðuheimilinu hjá Þjóðleikhúsinu fyrir tuttugu og fimm árum þar til þau endur- nýjuðu kynni sín i Rommí. Rommí var sýnt í Iðnó fyrir tutt- ugu árum og þá voru það Sigríð- ur Hagalín og Gísli Halldórsson sem fóru með hlutverk Fonsíu og Wellers. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Snorri Freyr Hilmars- son er leikmynda- og búninga- hönnuður og Lárus Björnsson sér um ljósahönnun. Tónlistin í Rommí er frumsamin en það er hljómsveitin Skárr'en ekkert sem semur og leikur. Næsta sýning á Rommí er á fimmtudagskvöld. Brídge Hér er spil úr úrslitaleik sveita George Jacobs og Steve Robinson í Vanderbilt-keppninni i Bandaríkj- unum í marsmánuði. Sveit Jacobs vann öruggan sigur í leiknum, 184-106, og græddi 12 impa á þessu spili. Michael Becker og Michael Kamil fundu ágæta fórn yfir fjórum hjörtum (sem standa). Sagnhafi fann hins vegar ekki rétta íferð í tígulinn (tígli spilað á gosann) og fór 500 niður í spilinu. Hugsanlegur gróöi var því aðeins 120 í stað 420 (620 fást fyrir 4 hjörtu). Sagnir gengu þannig á hinu borðinu, suður gjafari og allir á hættu: ? 652 "G8542 ? D ? ÁK85 * KG4 * KG86543 * G103 N V A s » AUIOB/ W Á106 ? 972 * 74 Suður Vestu Woolsey Versa 1» 2-f pass pass * 93 • KD97 ? Á10 * D962 r No ce Ste 4* 5* 3 -ður Austur wart Lauria 4# dobl dobl pass pass p/h 5» Fred Stewart tók ranga ákvörðun þegar hann sagöi 5 lauf því hægt er að hnekkja 4 spöðum. Þó verður að vanda sig í vörn- inni því hún verð- ur að taka tíg- ulstunguna (eða sagnhafi hitti ekki í tígulinn sem verður að teljast gegn likum). Sagn- hafi komst ekki hjá því að gefa 3 slagi í 5 hjörtum dobluðum og sveit Jacobs græddi því 12 impa á spilinu. Isak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.