Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Flokkslausa stefnuskráin í samantekt af stefnuskrám flokkanna í DV í gær mátti sjá fróðlegan samanburð á stefnu þeirra á ýmsum mikil- vægum sviðum. Engin þeirra var sérstaklega girnileg, því að flokkarnir eru of uppteknir við að þjóna því, sem þeir telja, að meintir markhópar þeirra vilji. Sæmilega stefnuskrá væri hægt að búa til með því að velja mola hér og þar úr stefnu ýmissa flokka. Til að há- marka lífsgæði þjóðarinnar væri þó einfaldast að búa til nýja, sem að flestu leyti siglir fram hjá loforðum flokk- anna. Hún gæti litið út á þessa leið: Við skuíum sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Við munum fá beina að- ild að framförum álfunnar og festa efnahagslegan stöðug- leika í sessi. Við munum fá sérákvæði um fisk, sem við þurfum ekki, því að við munum bjóða út veiðileyfi. Við þurfum ekki að deila um herstöðina á Keflavíkur- velli. Fremur fyrr en síðar áttar bandaríska þingið sig á, að þar megi spara peninga, án þess að áreita byggða- stefnumenn neins staðar í Bandaríkjunum. Þá verður herstöðin á íslandi formálalítið lögð niður. Við neyðumst þá til að reka Keflavíkurvöll fyrir eigin reikning. Þar með höfum við ekki efni á að reka sérstak- an flugvöU fyrir innanlandsflug, hvorki Reykjavíkurflug- vöU, SkerjafjarðarflugvöU né EngeyjarflugvöU. Innan- landsfLugið verður þá flutt tU KefLavíkur. Við skulum hefja frjálst útboð fiskveiðikvóta, helzt á alþjóðlegum markaði. Við skulum árlega bjóða út fimmta hluta kvótans tU fimm ára og setja það að skUyrði, að öU- um afla verði landað hér heima. Við munum raka inn peningum á þessu og viðhalda verndarstefnunni. Við skulum gefa landbúnaðinn frjálsan, þannig að hann megi framleiða eins og honum sýnist og flytja megi inn toUalágar eða toUafrjálsar landbúnaðarafurðir eins og hverjum sýnist. Ekkert mun lækka vöruverð í land- inu og bæta lífskjörin eins mikið og þetta. Við skulum markvisst hvetja tU flutnings starfa úr frumframleiðslu á borð við sjávarútveg, landbúnað og stóriðju yfir í þekkingariðnað. Á því sviði mun atvinnu- tækifærum fjölga mest á Vesturlöndum á næstu árum og þar munu langhæstu launin verða greidd. Við skulum hætta stóriðjuórum. Álverin og hliðstæð- ar verksmiðjur kosta gífurlega röskun á náttúru, fjár- magni og byggingavinnu, en veita sáralitla vinnu, þegar starfsemin hefst. Við skulum alfriða hálendið fyrir þess- um atvinnuvegi, sem á heima í þriðja heiminum. Við skulum taka upp græna þjóðhagsreikninga, þar sem við metum umhverfi okkar til fjár. Óspillt og ómeng- uð náttúra er engu ómerkari hluti af lífsgæðum okkar en kaupgeta, vegir, skólar og sjúkrahús. Marklitlir eru þjóð- hagsreikningar, sem ekki taka tillit til þessa. Við skulum taka upp þá byggðastefnu, að byggð hald- ist á íslandi sem heild, en ekki í hverjum firði og hverj- um dal. ísland stendur og fellur með, að ekki bresti land- flótti í mannskapinn. Litlu máli skiptir hins vegar, hvort fólk flytji sig innanlands úr einum stað í annan. Við skulum hafa sama, flata tekjuskattinn á vinnu og fjármagni, flatan eignaskatt og flatan vask, en leysa tekjujöfnunarþörfma utan skattkerfisins. Við skulum í staðinn taka upp föst laun fyrir óvinnufær börn, gamalt fólk og öryrkja og kalla það laun en ekki styrki. Sumir flokkar snerta sum þessara sjónarmiða, en allir eru þeir andstæðir þeim í heild. Ekki hefur enn birzt flokkur, sem getur hámarkað lífsgæði kjósenda. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur bendir á að vistvæn samgöngustefna byggð á mengunarlausri orku og bættum aðstæðum fyr- ir almenningsfarartæki þurfi að verða hluti af þróuninni. Grænt afl til vinstri gegnum þær stóru al- þjóðaráðstefnur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa efnt til um um- hverfismál og þróun á þessum áratug. Nægir þar að minna á fólks- fjöldaráðstefnuna í Kairó árið 1994, félags- málafundinn í Kaup- mannahöfh 1995 og kvennaráðstefnuna í Peking sama ár. Út- rýming sárrar fátæktar og ólæsis er meðal for- sendna þess að ná megi tökum á brennandi vandamálum mann- kyns, þar á meðal fólksfjölgun í þriðja heiminum. Dagskrá 21 „Vinstríhreyfingin - grænt fram- boð hefur þegar sett fram leiöar- vísi um sjálfbæra orkustefnu sem geri okkur kleift að vernda gersemar hálendisins en opna jafnframt fyrir möguleika á að framleiða hér vistvæna orku til eigin þarfa.“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður Þau tíðindi gætu verið í vændum í kjölfar kosninganna 8. maí að hér verði til grænt afl með fé- lagslegum áherslum sem um muni hér- lendis. Stóraukinn skilningur almenn- ings á þýðingu um- hverfisvemdar og nauðsyn þess að hamla gegn misrétti í samfélagi okkar er jarðvegurinn sem Vinstrihreyfmgin - grænt framboð sprettur upp úr. Það hefur verið einkar ánægjulegt að fylgj- ast með því hvemig þetta nýja afl hefur skotið rótum hægt og örugglega á að- eins hálfu ári. Stöðugt fleiri em að bætast 1 hópinn og koma úr öllum átt- um í samfélaginu. Samhljómur með Ríó-ferlinu Fátt hefur vakið meiri vonir hugs- andi manna á þess- um áratug en það ferli sem mótað var í aödraganda Ríó-ráðstefnunn- ar um umhverfi og þróun. Með samþykktum ráðstefnunnar 1992 var lagður grunnur að hugmynd- unum um sjálfbæra þróun, það er samfélag sem skili umhverfi og lífsskilyrðum helst i betra ástandi til afkomendanna. Skýr samhljóm- ur er með Ríó-ferlinu og hugsjón- unum um félagslegt réttlæti og út- rýmingu fátæktar. Stuöningur við þau gildi hefur gengið eins og rauður þráður - framkvæmdaáætlunin frá Ríó - vísar til aðgerða á umhverfissviði á komandi öld. Þar eiga íslending- ar að leggjast fast á sveif. Vistvæn atvinnuþróun Á undanfómum mánuðum hef- ur verið í gangi merkileg fræðslu- starfsemi á vegum Grænu smiðj- unnar. Þar hafa verið til umræðu bæði innlend og alþjóðleg um- hverfismál og tengsl þeirra við efnahags- og atvinnuþróun. Það er einmitt slík samþætting sem er líf- nauðsyn eigi okkur sem þjóð og mannkyninu öllu að farnast vel á þeirri öld sem i hönd fer. íslend- ingar hafa ágætar forsendur til að stilla saman gott mannlíf og já- kvæða umhverfisstefnu. Þar skipta endurnýjanlegar náttúru- auðlindir og landkostir miklu máli en ekki síður mannauðurinn. Þýðingarmikið er að bæta uppeld- isaðstæður og menntakerfi og tryggja öflugt rannsókna- og þró- unarstarf á sem flestum sviðum. Á málþingi Grænu smiðjunnar í Norræna húsinu 13. apríl síðast- liðinn var varpað ljósi á fjölmarga möguleika í vistvænni atvinnu- þróun hérlendis. Margt jákvætt er að gerast innan fyrirtækja í ýms- um atvinnugreinum. Stjórnvöld þurfa að styðja af alefli við bakið á slíkri viðleitni, hvort sem um er að ræða matvælaiðnað, ferðaþjón- ustu eða tölvur og hugbúnað. Verndun hálendisins - sjálfbær orkustefna Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hefur þegar sett fram leiðar- vísi um sjálfbæra orkustefnu sem geri okkur kleift að vernda ger- semar hálendisins en opna jafn- framt fyrir möguleika á að fram- leiða hér vistvæna orku til eigin þarfa. Til þess að ná þessu fram verður að stöðva þá skammsýnu stóriðjustefnu sem fylgt hefur ver- ið af stjómvöldum. Við eigum að nýta orkulindirnar til að bæta um- hverfi okkar og mannlíf um allt land. Vistvæn samgöngustefna sem byggi á mengunarlausri orku og bættum aðstæðum fyrir al- menningsfarartæki þarf að verða hluti af þessari þróun. Styrkur U- listans í kosningunum getur skipt sköpum um þau þáttaskil sem hér þurfa að verða. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir aimarra Svona erum við öll „Ef venjulegur Reykvikingur rekst á sveltandi barn við útidyrnar sínar gæti hann sagt því að hann geti því miður ekkert gert. í þriðja heiminum' svelti böm unnvörpum. Hann geti ekki hjálpað öllum og hafi því ákveðið að láta eitt yfir alla ganga, gera ekki neitt. Heilbrigð manneskja gæti varla „rökstutt" af- skiptaleysi sitt með þessum hætti. En afstaðan til átakanna á Balkanskaga gefur tilefni til þess að við stundum dálitla naflaskoðun. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það barnið við útidymar sem við aöstoðum á undan hinum. Kosovo er nær okkur en Rúanda. Þótt sjóndeildarhringur okkar víkki smám saman er nálægð við þann sem líður illa, hvort sem hún er af landfræðilegum, menningarlegum eða öðrum toga, mikilvæg. Svona erum við flest - og ég gruna þann um hræsni sem vísar þessu alveg á bug.“ Kristján Jónsson í Mbl. 1. maí. Einstakt lýðræðisform „Hvergi á jarðarkringlunni, nema á íslandi, fá kjósendur að velja sér frambjóðendur. Prófkjör era óþekkt meðal annarra þingræðisríkja. Þar er álitið að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnmálaflokka að tilnefna frambjóðendur. Svo var einnig hér á landi þar til flokkaspillar fundu prófkjörin upp, sem er eitthvert skrítnasta lýðræðisform, eða öllu heldur formleysa, sem tíðkast í þingræðinu ... Um hvað ver- ið er að kjósa skiptir minna máli og er engu líkara en að frambjóðendur séu fegnir að úrlausnarefni framtíðarinnar era ekki á dagskrá nema í hálfkveðn- um vísum og loðinni stefnumörkun." < Oddur Ólafsson i Degi 1. maí. Farþegaflug til Reykjavíkur „Þeir 400 þús. farþegar sem fara um REK á hverju ári vilja lenda í Reykjavík. Þangað era þeir að fara ... Myndu Akureyringar ferðast með flugi ef þeir þyrftu til Húsavíkur fyrst? Hvers vegna á að leggja á farþega að lengja ferðatíma þeirra um 45 mínútur þegar það er algjör óþarfi? Það er þjóðhagslega hag- kvæmt að hafa flugvöllinn í Reykjavík. Mai'gir þætt- ir eru óljósir og mikið þarf að reikna áður en lengra er haldið. Þetta snýst að mestu leyti um peninga sýn- ist mér, en ég vona að flugöryggi og tryggar flugsam- göngur við höfúðborgina verði ofan á.“ Matthías Arngrímsson í Mbl. 1. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.