Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1999 27 9 1>"v' Fréttir Heilbrigðiseftirlit meö fyrirtækjum í borginni: Samkeppni æskileg - segja sjálfstæðismenn í borgarstjórn Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa lagt til að hlut- verki Heilbrigðiseftirlits Reykjavík- ur verði breytt og það hætti að ann- ast eftirlit með fyrirtækjum. Þess í stað verði verði eftirlitið fengið í hendur faggiltum eftirlitsstofum sem annist það í frjálsri samkeppni. Það verði því fyrirtækjanna sjálfra að velja skoðunarstofur á sama hátt og menn geta valið á milli skoðun- arstofa þegar þeir láta skoða bíla sína. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvars- sonar borgarfulltrúa hefur verið ágreiningur milli borgarstjórnar- flokkanna um gjaldskrá Heilbrigðis- eftirlitsins. Ný gjaldskrá var sam- þykkt var í borgarsrjóra í síðustu Júlíus Vífiil Ingvarsson borgarfull- trúi. viku en samkvæmt henni hækka heilbrigðiseftirlitsgjöld um 17%. í gjaldskránni eru 15 gjaldflokkar eft- ir þvi hver starfsemi fyrirtækjanna er. „Við teljum að það gangi ekki upp þvi að fyrirtæki i sömu grein eru mjög misstór og ekki sanngjarnt að innheimta sama heilbrigðiseftir- litsgjald af t.d. bílaverkstæði með einum starfsmanni eða 20 og spurn- ing um hvort slíkt stenst jafnræðis- reglur stjórnvalda," sagði Júlíus Vífill. Hann sagði það mat sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn að yrði þetta eftirht falið löggiltum skoðunarstof- um myndi samkeppnin sjálfkrafa tryggja sanngirni í þessum efnum. -SÁ Leiðrétting: í gær birtist bessi mynd í DV þar sem sagði að lögreglan í Reykjavík hefði yfirheyrt menn og afvopnað þar sem þeir hefðu verið að skjóta fugla í varplandi við Andríðsey við Kjalarnes. Hið rétta er að mennirnir á mynd- inni voru ekki að veiðum við eyjuna og eru því saklausir. OV-mynd S Sænskir nemendur í kynnisferö á íslandi: íslenskir nemar kynnast miklu betur en sænskir „Við erum á Islandi til að kynnast landi og nemendum í framhaldsskólum og skólunum sjálfum. Við vorum viku á Laugarvatni í menntaskólan- um og síðan komum við hingað að Skógum. Hér verðum við í tvær vikur," sögðu þrjú sænsk ungmenni sem eru á ferð um ísland tíl að kynnast landi og þjóð. Heimsækja jafnaldra sína og kynnast því sem þeir eru að gera. Þau eru sjö í ferðinni - fimm nemendur og tveir kenn- arar. Fengu þau styrk frá Norð- urlandaráði og voru á Islandi í rumar þrjár vikur. Frá Skógum fóru þau hring- inn austur með viðkomu á Egilsstöð- um, síðan norður á Akureyri og end- uðu í Reykjavík. Þau notuðu Netið til að fræðast um ísland og til að komast í samband við framhaldsskóla. Bárust fyrst svör frá Menntaskólanum á Laugarvatni og Framhaldsskólanum í Skógum og fóru þau því þangað. Eftir að hafa kynnst skólastarfi og nemend- um nokkuð vel fannst þeim nokkur munur á skólastarfinu hér og því sem þau eru vön í Svíþjóð. Nemendur á Is- landi kynnast miklu betur en í Sví- þjóð. Það er kostur, en þó ekki að öllu leyti að mati þeirra. Stina þrír af Nyberg, Poutus Hedén og Steven Ekholm, sjö Svíum sem ferðuðust Island DV-mynd Njörður „Einn helsti munur á skólastarfmu í skólunum sem við höfum heimsótt miðað við í Svíþjóð er að úfkoman er ekki byggð á þessum lokaprófum sem við sjáum að nemendurnir hér eru að taka. Við erum í raun að prófa nem- endur allt skólaárið. Öll vinna, mæt- ing og ástundun gefur stig til ein- kunnar úr önninni og alltaf erum við með próf öðru hvoru til að vita hvar nemendur standa. Þetta setur kenn- ara og nemendur í allt aðra stöðu, því nemendur vita að við erum alltaf að fylgjast með þeim og að allt starf sem þeir vinna yfir önnina skilar sér í góð- um árangri," sagði Pontus Heden framhaldsskólakennari. „Það er mun afslappaðra and- rúmsloftið í skólastofum hér en við sjáum líka að nemendur vinna mikið þegar kemur að prófunum. Það er mjög jákvætt að sambandiö milli nemenda og kennara geti verið frekar af- slappað. Við höfum enn ekki séð spennuna sem verður hér hjá nemendum begar Uður að próf- um," sagði Steven Ekholm kenn- ari. Þefta er í fyrsta sinn sem þessir sjö Svíar koma til íslands og því margt nýtt sem fyrir augu bar. „Við vissum að landslagið væri stórbrotið en ekki að það væri eins fallegt og fjölbreytt og það er," sagði Stina. „Góða veðrið - aUir sögðu okk- ur að hér mundi rigna látlaust en við höfum fengið tvo óveðursdaga frá því við komum," sagði Poutus. „Við erum búin að ferðast hér um nágrenni Skóga, fórum í sund á Seljavöllum. Fórum til Víkur og í Reynisfjöru og einn daginn flugum við til Vest- mannaeyja. Þetta hefur allt verið mjög ánægjulegt og móttökur frábær- ar," sagði Steven. -NH Þjónustumiðstöðvar bókasafna verður haldinn á Laugavegi 163, Reykjavík, þriðjudaginn 18. maí 1999 kl. 15. DagskrárVenjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin Ný sending MEXICO husgögn Stærð:45x120x70cm. r.l Stærð:45x120x70cm. Sófaborðin vinsæíu loksins komin aftur verðkr. 26.900." - Pantanir óskast sóttar Ennfremur: nýjar gerðir af sófaborðum Einnig: borðstofuborð fataskápar • stólar • kommóður bókahillur • skenkar /m »ISTALL BMffiHDS Faxafeni sfmi: 568 4020 húsgagnadeild Hús og garðar 16 síðna aukablað um hús og garða fylgir DV á morgun. Fjallað verður um almennan undirbúning húsa og garða fyrir sumarið svo sem ræktunarstarf, skipulagningu garða, litaval húsa, garðhúsgögn o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.