Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 29
ÞRIDJUDAGUR 4. MAÍ 1999 37 Sjúkrahúsgangar eru vistarverur málverka á sýningunni sem nú er á Heilbrig&isstofnuninni á Sau&- árkróki. Lífæðar 1999 Sýningin Lífæðar 1999, sem ís- lenska menningarsamsteypan Art.is gengst fyrir á sjúkrahúsum víðs vegar um landið, er þessa dagana á Heilbrigðisstofnun Sauð- árkróks og verður þar til 19. maí. Þaðan fer hún á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Sýningin fer síðan á hvert sjúkrahúsið af öðru og lýkur göngu sinni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. desember næst- komandi. 1 fyrstu var áætlað að sýna á átta sjúkrastofnunum en áhuginn reyndist svo mikill að beiðnir fóru að berast víða að um að fá sýninguna og nú eru sýning- arstaðirnir orðnir ellefu. Sýningar Um er að ræða myndlistar- og ljóðasýningu. Tólf myndlistar- menn sýna samtals þrjátíu og fjög- ur myndverk og tólf ljóðskáld birta átján ljóð. Listamennirnir eru á ólíku reki en allir leggja þeir út af lífinu og tilverunni. í raun endurspegla þátttakendur helstu strauma og stefnur í mynd- list og ljóðagerð frá síðari heims- styrjöldinni til dagsins í dag. Sýn- ingunni fylgir vegleg litprentuð sýningarskrá sem dreift verður ókeypis í boði styrktaraðila sýn- ingarinnar, Glaxo Welcome. Þar er að finna ljóöin ásamt stuttri umfjöllun um hvern listamann. Áfallahjálp í leikskóla Guðrún Alda Harðardóttir lektor heldur fyrirlestur á vegum Rannsókn- arstofnunar Kennaraháskóla íslands i dag kl. 16.15 í stofu M-201 í aðalbygg- ingu Kennaraháskólans við Stakka- hlið. í fyrirlestrinum, sem Guðrún nefnir Áfallahjálp í leikskóla, gerir hún grein fyrir niðurstöðum á rann- sóknum á reynslu leikskólakennara af því að starfa með börnum sem hafa orðið fyrir áfóllum eða reynslu sem leitt getur til áfalla. Aglow Fundur verður í kvöld í Kristni- boðssakium, Háaleitisbraut 58-60 kl. 20. Elva Ósk Wium heldur fyrirlestur. Samkomur Siðferðileg efahyggja fomaldar Á fundi sem Grikklandsvinafélagið Hellas heldur í Kornhlöðunni við Bankastræti í kvöld kl. 20.30 mun Svavar Hrafn Svavarsson flytja erindi sem hann nemir Um siðferðilega efa- hyggju fornaldar og fjalla þar einkum um rök svonefhdra pyrronista'gegn þvi að nokkuð sé gott eða illt í sjálfu sér og um þá sálarró sem efahyggju- maðurinn telur sig munu öðlast. Fjallkonurnar Kvenfélagið Fjallkonurnar heldur síðasta fund vetrarins þriðjudaginn 4. maí kl. 20.30 í Safnaðarhehnili Fella- og Hólakirkju. Kvenfélagið Hvita- bandið kemur í heimsókn. Norræna félagið í Reykjavfk Aðalfundur félagsins verður kl. 17 í dag í Norræna húsinu. í byrjun fund- ar leikur og syngur Hörður Torfason og spjallar um „Norrænu víddina". . Barn dagsins í dálkinum Barn dagsins eru birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýs- ingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Mynd- ir eru endursendar ef óskað er. Tónleikaferð KK: Vorboðinn hrjúfi Tónlistarmaðurinn KK (Kristján Kristjánsson) er nú á tónleikáferð í kringum landið. Ferðin, sem hefur hlotið nafnið Vorboðinn hrjúfi, hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og gengið vel en KK ætlar að halda 42 tónleik- ar á 44 dögum. Áhersla er lögð á að tónleikar verði ekki eingöngu á þéttbýlustu stöðum, heldur einnig sem mest á stöðum sem eru ekki alltaf „í leiðinni" þegar tónleika- ferðir eru farnar. Margir viðkomustaðanna hafa ekki fengið heimsóknir af þessu tagi svo árum skiptir og sum- ir hafa ekki vegasamband nema hluta úr ári (Grímsey reyndar aldrei). Á þremur stöðum leiðarinnar mun KK- Band (KK ásamt Þorleifi Guðjónssyni og Komma) koma fram og á þremur stöðum verður Magnús Eiríksson KK til fulltingis. KK býr í húsbíl sem er bæði farkostur og Skemmtanir heimili hans meðan á ferðinni stendur. Næstu tónleikar eru í kvöld á Hótel Læk á Siglufirði. Annað kvöld verður KK á Ólafsfirði og á fimmtudagskvöld er komið að höfuð- stað Norðurlands, Akureyri, og mun KK þá skemmta á Pollinum. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21. Fógetinn Bubbi Morthens, sem hélt sína fyrstu tónleika í tón- leikaröð á Fógetanum, heldur áfram upprifjuninni ann- að kvöld. í kvöld er það Jón Ingólfsson, sem skemmtir gestum á Fógetanum. KK er staddur á Norðurlandi á tóníistarferö sinni og skemmtir á Siglufir&i í kvöld. Veðrið kl.6 í morgun: skýjað 6 skýjað alskýjaö Veðríð í dag Allhvasst við suðurströndina Um 800 km suðvestur af Reykja- nesi er allvíðáttumikil 985 mb lægð sem þokast norður á bóginn. Milli íslands og Noregs er 1025 mb hæð á austurleið. í dag verður suðaustankaldi eða stinningskaldi, en allhvasst við suð- ur- og suðvesturströndina í dag. Skýjað með köflum norðanlands, en súld eða rigning í öðrum landshlut- um. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðan- lands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi eða stinningskaldi og dáhtil súld eða rigning, einkum framan af deginum. Hiti 7 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavlk: 22.00 Sólarupprás á morgun: 04.48 Síðdegisflóö í Reykjavík: 20.47 Árdegisflóð á morgun: 09.05 Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfii Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando Paris Róm Vín Washington Winnipeg 5 3 3 rigning og súld 7 þokumóöa 8 skýjað 3 súld 7 súld 7 lágþokublettir 5 skýjaö 3 léttskýjað 8 léttskýjað 6 rign. á síð.kls. 7 skýjað 6 léttskýjað 14 skýjað 9 skýjaö 15 léttskýjað 8 léttskýjaö 14 skýjaö 10 léttskýjaö 6 skýjaö 12 léttskýjaó 7 léttskýjaó -1 skýjað 11 skýjað 11 skýjað 17 léttskýjaó 17 alskýjaó 7 alskýjaö 13 heiöskírt 15 skýjað 14 alskýjað 12 alskýjað 12 heiðskírt 17 Öxulþungi takmarkaður Færð er yfirleitt ágæt á aðalvegum. Vegna aur- bleytu er öxulþungi takmarkaður víða á vegum og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Yfirleitt er takmörkunin miðuð við sjö eða tíu tonn. Færð á vegum Vegavinnuflokkar eru að störfum á nokkrum veg- um, meðal annars á Snæfellsnesi og Vestfjarða- kjálkanum. Unnið er að opnun leiða á Norðaustur- og Austurlandi. Astand vega ^¦Skafrenningur E3 Steinkast 0 Hálka H vegavinna-aogát @ Öxulþungatakmarkanir O-j Qfgg,., III Þungfært © Fært fjallabilum Ástþór eign- ast systur A myndinni eru systkinin Ástþór og Berglind. Það er Ást- Barn dagsins þór sem heldur hreykinn á syst- ur sinni sem var við fæðingu 3350 grömm og 51 sentímetri. Foreldrar systkinanna eru Sús- anna Valsdóttir og Jón Ægisson. onn Nemandi leitar hælis í The Faculty. Varasamir kennarar Regnboginn sýnir táningahryll- inginn The Faculty, sem Robert Rodriguez leikstýrir. Handritið skrifaði Kevin Williamson. The Faculty gerist innan veggja i menntaskóla. Skólinn er í niður- níðslu, kennarar útbrunnir, gaml- ar tölvur notaðar og engir pening- ar til að fara í ferðalög éða gera neitt fyrir nemendur. Sem sagt ekki skóli sem mæður vilja senda börn sín í. Nemendurnir mynda klíkur en þarna eru einnig nem- endur sem eru einfarar og sérvitrir nördar, '//////// Kvíkmyndir auk þess sem skólinn hefur sinn skammt af nemendum sem fikta við eiturlyf. Þetta er samt skólinn þar sem óboðnir gestir utan úr geimnum taka sér bólfestu í líkömum kenn- ara og nemanda. í aðalhlutverkum eru Elijah Wood, Josh Harnett, Jordana Brewster, Clea Duvall, Shawn Hatosy og Laura Harris. Nýjar myndir í kvlkmynda- húsum: Bíóhöllin: Permanent Midnight Saga-Bíó: 8MM Bíóborgin: Message in a Bottle Háskólabíó: Fávitarnir Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: Simon Birch Laugarásbíó: The Corruptor Regnboginn: The Faculty Stjörnubíó: Waking Ned Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 U 15 16 17 18 19 Lárétt: 1 kveinstafir, 4 kjána, 8 gleymska, 9 tærði, 10 vofur, 12 utan, 13 svefninn, 16 gripina, 18 utan, 19 glæta. Lóðrétt: 1 drap, 2 hugarburður, 3 aðstoð, 4 ilma, 5 fljóti, 6 nudd, 7 lengdarmál, 9 umgerð, 11 fiður, 12 aular, 14 bók, 15spil. Lausn á síðustu krossgáru: Lárétt: 1 Þór, 4 hvöt, 7 önug, 8 ota, 10 gagnleg, 12 nálega, 15 hlust, 16 fæ, 18 líð, 19 tals, 21 ættingi. Lóðrétt: 1 þögn, 2 óna, 3 rugluð, 4 hg, 5 volgt, 6 tagl, 9 te, 11 nesti, 13 álit, 14 afl, 17 æsi, 20 an. Gengið Almennt gengi Ll 04. 05.1999 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,900 74,280 72,800 Pund 118,940 119,540 117,920 Kan. dollar 50,910 51,230 48,090 Dönsk kr. 10,5030 10,5610 10,5400 Norsk kr 9,4650 9,5170 9,3480 Sænsk kr. 8,7160 8,7640 8,7470 Fi. mark 13,1245 13,2033 13,1678 Fra. franki 11,8963 11,9678 11,9355 Belg. franki 1,9344 1,9461 1,9408 Sviss. franki 48,4700 48,7300 49,0400 Holl. gyllini 35,4105 35,6233 35,5274 Þýskt mark 39,8984 40,1382 40,0302 It líra 0,040300 0,04054 0,040440 Aust sch. 5,6710 5,7051 5,6897 Port. escudo 0,3892 0,3916 0,3905 Spá. peserj 0,4690 0,4718 0,4706 Jap. yen 0,611600 0,61530 0,607200 Irskt pund 99,083 99,678 99,410 SDR 99,580000 100,18000 98,840000 ECU 78,0300 78,5000 78,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.