Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Viðskipti__________________________________________________________________________________ p Petta helst: ...Viðskipti á Verðbréfaþingi 419 m.kr. ... Úrvalsvísitala Aðallista hækkar lítillega ...Ávöxtunarkrafa húsbréfa þokast niður í 307 m.kr. viðskiptum ... Hlutabréfa Baugs lækka um 0,7% í 9*98 ... Vaki fiskeldiskerfi hf. á Vaxtarlista á morgun ... Dow Jones vísitalan yfir 11.000 ... Trúverðugleiki og ráðdeild í ríkisfjármálum - er lykillinn að árangri í hagstjórn, segir Davíð Oddsson Islandia TAL kaupir í síðustu viku var gengið frá kaupum Tals á Islandia Internet, en það var íslenska útvarpsfélagið sem átti fyrirtækið en jafnframt á það þriðjung í Tali. í fréttatilkynningu Tals kemur fram að kaupin séu í samræmi við þá framtíðarsýn fyrir- tækisins að símtækni og tölvutækni séu að renna saman í eina heild. Markaðshlutdeild Islandia Internet er um 20% á einstaklingsmarkaði og ljóst er að kaupin munu efla þjónustu Tals og styrkja í sam- keppni við Landssímann. Markmið Tals er að ná forystu í þróun þráðlausra samskipta með notkun GSM-símkerfisins. Á fyrsta starfsári fyrirtækisins hefur það náð um 20% markaðshlutdeild og komið fram með ýmsar nýjungar og stuðlað að því að verð á markaðn- Internet um hefur lækkað. Með kaupum Tals á Islandia Internet er staðfestur aukinn styrkur félagsins og áform þess að hasla sér völl á fleiri sviðum og bjóða viðskiptavinum fleiri nýja möguleika. Tækniþróun í gagna- flutningi GSM-síma er afar hröð og Tal telur að efla þurfi þróun lausna sem henta íslenska markaðnum. Ör þróun í gerð farsíma og ferðatölva býður upp á áður óþekkta mögu- leika. Nú þegar er hægt að bein- tengja ýmsar upplýsingaveitur frá vefsíðum til farsíma og innan tíðar mun verða hægt að flytja lifandi mynd í farsímakerfum. Ljóst er að innkoma Tals hefur stóraukið sam- keppni hér á landi og þessi kaup munu herða þá keppni enn frekar og koma markaðnum til góða. íslenska eymdarvísitalan Forsætisráðherra Valdatímabil Vísitaia Röð Davíð Oddsson 1996-1999 19.6% 1 Davíð Oddsson 1991-1995 8.5% 2 Bjami Benediktsson Ólafur Jóhannesson 1964-1970 5.8% 3 1972-1974 54% 4 Þorsteinn Pálsson 1988 -9.7% 5 Steingrímur Kemtannsson 1989-1990 -10.5% 6 Steingrímur Hennannsson 1983-1987 -17.5% 7 Geir Hallgrímsson 1975-1978 -18.9% 8 Ólafur Jóhannesson Benedikt Gröndal (3 mán.) 1979 -32.4% 9 Gunnar Thoroddsen 1980-1982 -334% 10 IToSýi Árangur í hagstjóm er ekki auð- mældur. DV gerði tilraun á dögun- um og bjó til eymdarvísitölu fyrir íslenskan efnahag. Eymdarvísitalan mælir hagstjómarárangur og því má kannski segja að nafnið á henni sé misvísandi því þeir sem eru Atvinnuleysi minnkar enn Hagstofa íslands gerði vinnu- markaðskönnum fyrir skömmu. Samkvæmt henni vora 2,2% vinnuaflans á íslandi án vinnu. Þetta jafngildir því að 3.400 ein- staklingar voru án vinnu um miðjan apríl. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysið 3,1% og 4.700 manns án atvinnu. Sem fyrr er atvinnuleysi meðal kvenna nokkra meira en hjá körlum en 2,8% kvenna vora án atvinnu en aðeins 1,6% karla. Atvinnuþátttaka mældist í þessari könnun 82,5% sem er nokkru meira en árið áður og vinnandi fólki hefur fjölgað um 5.800 miðað við sama tima í fyrra. Meðalfjöldi vinnustunda á viku hefur aukist nokkuð eða úr 43,3 klst. í 43,5 klst. nú í apríl en árið 1997 var sambærileg tala 42,7 klst. Þetta atvinnuleysi er með því minnsta sem þekkist i heiminum og ljóst að ástandið á vinnumark- aðnum er mjög gott um þessar mundir. -BMG efstir hafa náð bestum árangri. Nið- urstaðan kom ekki á óvart og náði Davíð Oddsson forsætisráðherra tveimur efstu sætunum. DV leitaði viðbragða frá Davíð og spurði að hvaða leyti hagstjórnarár- angur síðustu ára væri ríkisstjóm- inni að þakka. Davíð sagði að efna- hagsárangur þjóðarinnar væri ekki eingöngu vegna ytri skilyrða, eins og margir vilja halda fram. Erlend matsfyrirtæki hafa verið dugleg að benda á ýmis atriði sem stuðlað hafa að þessari þróun, t.d. einka- væðing ríkisfyrirtækja, skattalækk- anir, niðurgreiðsla erlendra skulda ríkissjóðs, hætt handstýringu krón- unnar og gefið fjármagns- og vöra- flutninga frjálsa. Vissulega hafa ýmis ytri skilyrði verið hagstæð en margt hefur horft til verri vegar á móti. Álverð hefur verið mjög lágt, afli í Barentshafi hefur verið lítill, rækjuafli og loðnu- veiði hefur brugð- ist, svo nokkuð sé nefnt. Það sem vekur kannski mesta at- hygli er hversu góður hagstjórnar- árangur náðist á árunum 1992-94 þrátt fyrir að mjög hafi hallað á ís- lenskan efnahag. Sagan segir okkur að efnahagurinn er sveiflukenndur og því eðlilegt að spyrja um lykil að hagstjórnarár- angri þegar síga tekur á ógæfuhlið efnahagsins. „Hagstjórnin á þessum árum byggðist fyrst og fremst á því að skera niður útgjöld og láta af stýringu atvinnulífsins, en fara ekki á taugum. í niðursveiflu er mikill þrýstingur á að halda útgjöldunum uppi og að beita sértækum lausnum til að bjarga hinu og þessu fyrir- tæki. Slíkar efnahagslegar skottu- lækningar framlengja hins vegar vandann, þótt þær séu auðveld skammtímalausn fyrir vaklandi stjómmálamenn," segir Davíð. Framtíðin góð Horfur í íslenskum efnahag eru ágætar og líkur á áframhaldandi hagvexti. Davíð sagði að aðalatriðið væri að halda efnahagslegum skil- yrðum stöðugum og leyfa athafnalíf- inu að blómstra. „Stjórnmálamenn Davíð Oddsson forsætisráðherra. eiga að plægja jarðveginn, en láta öðram eftir að sá og uppskera. Grandvallaratriði er að ríkið sýni ráðdeild í fjármálum en láti ekki sí- fellt undan kröfugerð dagsins. Það þarf að halda áfram að lagfæra skattaumhverfið og lækka skatta þar sem þess er kostur. Eins þurfa aðilar vinnumarkaðar að geta áfram treyst hagstjóminni svo við byrjum ekki aftur að eyða fjölda vinnudaga ár hvert í verkfoll og sóun. Þá er mikilvægt að halda áfram að virkja allan almenning til þátttöku í atvinnulífmu, eins og gert var til dæmis með hlutafjárút- boðum ríkisbankanna. Slíkar að- gerðir auka spamað og efla þær greinar sem færðar era frá ríkinu til fólksins," segir Davíð. -BMG viðskipta- molar 4,5% hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýverið vora birtar hagvaxtar- tölur í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt þeim var hagvöxtur 4,5% á ársgrandvelli fyrstu þrjá mán- uði ársins. Vöxturinn er helst rakinn til mikillar neysluaukn- ingar. Einkaneyslan jókst um 6,7% á þessu tímabili og er það mesta aukning sem mælst hefur í tíu ár. Þrátt fyrir þessa neyslu- aukningu verður ekki vart við aukna verðbólgu og atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki eða um 4,2%. Þessar fréttir höfðu nokkur áhrif á skuldabréfamarkaði því þar óttast menn verðbólgu í kjöl- far svo mikillar neysluaukningar. Atvinnuleysi minnkar á Spáni Spánverjar gera ráð fyrir að störfum fjölgi um 2,8% á þessu ári og atvinnuleysi minnki eitt- hvað minna. Þetta er meir en þrefalt meiri aukning en að með- altali í löndum Evrópusam- bandsins. Horfur á Spáni eru nú bjartari en oft áður. Þjóðverjar lækka fyrirtækjaskatta Áætlanir era nú uppi um að lækka skatta á þýsk fyrirtæki niður í 25%. Skatturinn er nú 45% sem er með því hæsta sem þekkist og hefur reynst þýsku at- vinnulífi erfiður. Atvinnuleysismet í Japan Atvinnuleysi í Japan mældist í síðasta mánuði 4,8% en var 4,6% mánuðinn á undan. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í Japan frá upphafi mæl- inga. Á sama tíma lækkaði vísi- tala neysluverðs um 0,8%. Baugur kaupir Útilíf Baugur hf. hefur skrifað undir kaupsamning við eigendur versl- unnarinnar Útilífs i Glæsibæ. Þetta kemur fram á á viðskiptasíðu Vísis. Framtíðarstaðsetning fyrirtækisins er ekki ljós en talið er mögulegt að reksturinn verði fluttur í húsnæði Baugs í Smáralind. 01 nn 1 nn Veflausn framtíðarinnar mmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmm{er fáanleg nuna SflVl Meö S3.Vef gefst kostur á mótun og viðhaldi vefs á afar einfaldan hátt. S3.Vefur sparar mikinn tíma og peninga við viðhald vefs fyrirtækisins. Starfsmenn fyrirtækisins verða sjálfir þátttakendur l að viðhalda þeim upplýsingum sem birtast á Internetinu og ekki þarf að kalla til Premíum Partner Dreifingaraðili Lotus Notes á tslandi sérfræðing í hvert skipti sem upplýsingar eru uppfærðar. Auðvelt er að tengja aörar S3.Lausnir við vefinn. Þannig má t.d. birta á vefnum handbækur, starfsmannalista, vörulista og aörar upplýsingar sem geymdar eru í Lotus Notes. Skaftahlíð 24 • Sími 569 7790 http://www.nyherji.is NÝHERJI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.