Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 7
Helga Braga Jónsdóttir, 34 ára leikkona, var í sveitinni þegar fyrsta kossinn bar að. „Þetta gerðist á sveitaballi um verslunarmannhelgi í Amar- stapa. Ég var þrettán ára og mjög skotin í stráknum. Við vor- um að vanga við eitthvert fallegt lag og allt í einu byrjaði hann að kyssa mig. Mér fannst það ógeðslegt. Ég skildi ekkert í því hvað það átti að þýða að troða tungunni svona upp í mig en lét mig hafa það af því að ég var svo skotin í honum,“ segir Helga. Hún sagði engum frá reynslunni en mændi á piltinn í heilt ár á eftir og vonaði að kossar sem þessi vendust. „Þegar líða fór á ævina kom á daginn að þeir venjast vel og mér þykir ekki lengur skrýtið og ógeðslegt að kyssa.“ Oddný Sturludóttir, 22 ára tónlistarmaður, fylltist köfnun- artilfinningu við fyrsta kossinn. „Hann var ógeðslegur. Ég bara filaði hann alls ekki. Samt var allt eins og það átti að vera. Ég var orðin fjórtán ára og var með kærastanum minum í tunglskini. Rómantíkin lá svo sannarlega í loftinu. Samt krossbrá mér og fannst tungan í honum ryðjast inn í mig eins og skriðdreki," segir Oddný sem var svekktust yfir því að upplifunin var ekki eins og í bíómyndum og bókum. „Við vorum saman í þrjá daga og ég tók sambandið mjög al- varlega og var í tvo daga að slíta því. Þetta samband lagðist þungt á mig og mér fannst ég illa svikin af kossinum. En einu sinni er allt fyrst,“ segir Oddný. ■ að mörgu leyti ra stúdentspróf í latínu f mannaættum. Systir henii unum, mamman er Helga nnar er rithöfundurinn Örnólfu. ð'alhlutverkið í Svo á jörðu sem leikið í fjöldanum öilum af leik engið lítil hlutverk í nokkrum kvikmy Fókus spurði þessa 18 ára yngismey, 18 spurninga. til að 1. Hvernig hefurðu það? Ég hef það bara ágætt. Ég hef það yfirleitt ágætt. 2. Ert þú skírð í höfuðið á ein- hverjum? Nei, bara út í bláinn. 3. Er það verra? Nei, það er miklu betra. Þá er ekkert verið að rugla manni saman við ömmur eða frænkur. 4. Er sú manneskja til sem þú vildir sjá dauða? Nei, það held ég ekki. Ég er ekki svo harðbrjósta, held ég. 5. Hvernig á góður eiginmaður að vera? Hann á að vera góður við kon- una sína, að sjálfsögðu. 6. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætia að verða ævintýrakona. Sem merkir að ég ætla gera ein- hverja vitleysu sem mér finnst skemmtileg og njóta þess. 7. Hvor er betri leikkona Cameron Diaz eða Winona Ryder? Winona Ryder. Hún er meiri töffari. En ég hugsa að ég myndi fíla Cameron betur ef ég væri strákur. 3. Hvor er betri leikari, Brad Pitt eða Leonardo DiCaprio? Pass. Þeir eru alltof mikið súkkulaði báðir og það er búið að níðast svo mikið á þeim í fjölmiðl- um að maður hefur enga skoðun á þeim. 9- Hvað ertu með í vasanum? Ég er ekki með neina vasa. 10. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég sá Krákuhöllina hjá Nem- endaleikhúsinu. Það var frábært, mjög efnilegur hópur. 11. Hvar vildirðu helst búa? Á íslandi, held ég. 12. Ef þú mættir vera for- sætisráðherra í einn dag, hvað myndir þú gera? Vá! Ég er alltof ópólitísk til að svara þessu. 13. Hvert er uppáhaldsfíkni- efnið þitt? Það er einkamál. 14. Hefurðu verið handtekin? Nei, ekki enn þá. 15. Hefurðu farið full í bíó? Nei. Ég hef engan áhuga á því. 16. Hvað hræðistu mest af öllu? Eigin takmörk. 17. Hvað ætlarðu að eignast mörg börn? Tvö til þrjú, þegar ég er orðin fertug. 18. Hvað eiga þau að heita? Kasper, Jesper og Jónatan ef það verða strákar en ég vil helst bara eignast stráka. 14. maí 1999 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.