Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 20
ú t v a r p PUMfi HIRUPRSKÓR TORNRDO Kr. 3.990 - DEVY UUOMEN'S Kr. 5.990,- Utilíf - Glæsibæ Maraþon - Kringlunni Markið - Rrmúla Sparta - Laugavegi pumn^ Leikfélag Akureyrar sýnir kl. 20 Systur í synd- Inni eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Verkið byggia þær á þjóðlegum fróöleik frá Jðni Helgasyni ritstjóra, frásögn af atburðum sem gerðust í Reykjavik veturinn 1874 til 1875. Meðal leikara eru Katrín Þorkelsdóttir, Margrét Ákadóttir, Helga Vala Helgadóttir, Anio Freyja Járvelá, Guömundur Haraldsson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Aöalsteinn Bergdal. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttlr frambjóðandi. stæla heimsfrægt við að njóta allra bestu Abbasmellanna I meðförum upprenn- andi hæfileikafólks úr röðum landa okkar. iKabarett Á Broadway er vinsælt að tónlistarfólk. I kvöld fáum Fyrir börnin Borgarleikhúsið: Pétur Pan er á stóra sviðinu kl. 14 og skemmtir þar ung- um sem öldnum. Krókur kapteinn er þó miklu skemmtilegri, eins og vondra manna er siður. Indíánar, hafmeyjar, krókódíll, draumar og ævintýri. Sími 568 8000. Barnasöngleikurinn Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sig- uröardóttur í fslensku óperunni kl. 14. Kennsluleikur um ein- elti. Ávextir eru meðal nnarra Andrea Gylfa- dottlr, Hinrik Ólafsson og Margrét Kr. Pétursdóttir. Sími 551 1475. •Opnan i r Klukkan 16 verður opnuð yfirlitssýning á mál- verkum og höggmyndum Magnúsar Á. Árna- sonar í Gerðarsafni. Magnús varð fýrstur til að læra listir vestanhafs; lagði stund á nám í myndlist og tónsmlðum um 12 ára bii sem hófst 1918. Magnús lést árið 1980 en hann var óvenju fjölhæfur listamaður; fyrir utan myndlistina var hann rithöfundur og tónskáld. Þorrl Hringsson opnar sýningu í Listasafnl ASÍ I dag kl. 16:00. Þorri sýnir að vanda vönduð málverk af mat, en nú hefur hann bætt konum við. Á meðan frumsýningargestir góna glor- hungraðir á veggina býður Þorri upp á sherrýtil að seðja sárasta sultinn. Dögg Guömundsdóttir iðnhönnuður opnar sýningu í Stöölakoti við Bókhlöðustíg. Hún er menntuð I faginu frá skóla í Mílanó og bætti svo við sig glerlistarnámi í skóla í Kaupmanna- höfn. Hún gerði nýlega samning við Ikea í Sví- þjóð og hélt sína fýrstu einkasýningu í Köben í fyrra. Kona á uppleið. í dag kl. 16 opnar sýning Guðnýjar Hafsteins- dóttur í Sverrissal Hafnarborgar. Sýning Mar- grétar heitir Þá og nú. Klukkan fjögur I dag opnar í Gallerí Geysi við Aðalstræti sýning á indjánalist. Þar gefur að líta verk listamannsins Dante, en hann er ung- ur og upprennandi og hefur undanfarið fengist viö listhefðir innfæddra amerikubúa með góð- um árangri. Vaxhaldari, fótahaldari, tónlistarskór, hring- sigti, dekkjaormur, blikkbelti, dótatínir, ástar- útrásarpúði. Þetta eru nokkrir af þeim munum sem verða til sýnis I Gerðubergi, en þar fer fram sýning á munum úr Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Hún er nú haldin I átt- unda sinn og er að þessu sinni I samvinnu við Fantasi design sem er samnorrænt verkefni og farandsýning þar sem lögð er áhersla á myndlist Leirlistakonan Guöný Hafsteinsdóttir sýnir I Hafnarborg. Sýning Guðnýjar ber yfirskriftina Þá - nú og er eins konar skýrskotun I söguna. Páll S. Pálsson er með smáskúlptúra slna I Listmunahúsl Ófeigs, Skólavörðustlg 5. Sýning- in er opin á almennum verslunartíma og lýkur 29. maí. Listmálarinn Margrét Jónsdóttir sýnir I Hafnar- borg. Á síðustu sýningu sinni fjallaði Margrét um stöðu sína og annarra myndlistakvenna og stóð ekki á gati, nú segir hún að ritmáliö hafi margar skúffur og eins sé með myndmálið. Ræt on sister! Listmálarinn Margrét Jónsdóttlr sýnir I Hafnar- borg. Á slðustu sýningu sinni fjallaði Margrét um stööu sína og annarra myndlistakvenna og stóð ekki á gati, nú segir hún að ritmálið hafi margar skúffur og eins sé með myndmáliö. Ræt on sister! I Geröubergi er sýning á munum úr Nýsköpun- arkeppni grunnskólanemenda. Þarna er alls konar stórskemmtilegir hlutir og krakkarnir eru alveg að springa úr sköpunargleði og frumleg- heitum. Munina verður hægt að skoða I allt sumar því sýningin stendur til 27. ágúst. Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuður sýnir í Stöðla- koti við Bókhlöðustig. Hún er menntuð frá skólum I Mllanó og Kaupmannahöfn. Hún geröi nýlega samning við Ikea I Svíþjóð og hélt slna fýrstu einkasýningu I Köben I fýrra. Kona á uppleiö. Listmálarinn Margrét Jónsdóttir sýnir I Hafnar- KR opnar útvarpsstöð kl. 15 á morgun. Opnunin fer fram á Rauða ljóni þeirra KR-inga. Já, þeir eru gjörsamlega komnir með mikilmennskubrjálæði í Vestur- bænum. En þessi geðveiki er að öllu leyti sæt og skemmtileg. Nú geta KR-ingar hlustað á kolsvart- hvíta útvarpsmenn lýsa leikjun- um sínum. Þá losna þeir við þessa leiðinda íþróttafréttamenn og fá leikinn með sínu eigin sjón- arhorni. Fleiri ættu að taka þá sér tO fyrirmyndar og KR ætti að drífa sig í að opna sjónvarpsstöð. Þá væri hægt að horfa á ísland og heimsfréttirnar með augum KR- inga. En hvað sem því líður þá verður útvarpsstöð KR á FM 104,5 og þulir eru engir aðrir en Bubbi Morthens og Pétur Pét- ursson. Það er því nokkuð ljóst að Valtýr Björn og hinn hlut- lausi og fúli Bjarni Fel mega fara að vara sig. hönnun og hugvit barna og unglinga. Vinnings- hafar verða kynntir og mun forseti Islands veita verðlaun. Páll S. Pálsson opnar sýningu I Listmunahúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 kl. 14 -16. Að þessu sinni sýnir Páll aðallega smáskúlptúra unna I ýmis efni, svo sem, tré, bein, stein og málma, ásamt nokkrum málverkum. Þetta er tuttug- asta einkasýning hans. Páll hefur lamgtlmum búið erlendis og haldið ellefu sýningar utan- lands ásamt þáttöku I sýningarhaldi með sam- tökum myndlistarmanna heima og erlendis. Sýningin er opin á almennum verslunartíma, henni lýkur 29. mal. •F u n d i r VSkemmtifundur Félags kennara á eftir- launum klárar vetrarstarfið. Þetta er einnig að- alfundur félagsins og hefst klukkan 141 Kenn- arahúsinu viö Laufásveg. Nú getur Aðalsteinn snúið sér óskiptur að vatnsrennibrautinni I Kópavogi I allt sumar. ;Sport Handbolti karla. Fyrsti leikur íslands I und- ankeppni Evrópumótsins er gegn Kýpur og fer fram I Kaplakrika I Hafnarfirði kl. 16. Landsbankahlaupiö hefst klukkan ellefu. Hlaupið er ætlað öllum krökkum á aldrinum 10-13 ára. Þetta er I þrettánda sinn sem hlaupið er haldið en þúsundir barna hafa tek- ið þátt á hverju ári. í Reykjavík verður hlaupið haldið I Laugardal og hefst það kkll.OO. Hr. ísland, Andrés Björnsson sér um upphitun sem hefst ki: 10.40. Á landsbyggðinni verður hlaupiö á nær öllum stöðum þar sem Lands- bankinn hefur útibú. Margt fleira verður gert til skemmtunar að hlaupi loknu. Öllum verður boðið upp á veitingar og Fjölskyldu og Hús- dýragarðurinn verður öllum opinn I boði bank- ans I tilefni dagsins. Islenska karlalandsliðið I handknattleik verður á staðnum og stendur fyrir leikjum, ásamt fleiri óvæntum uppákom- um. Aliir krakkar sem eru félagar I Sportklúbb Landsbankans geta tekið þátt I léttri getraun og unnið til glæsilegra vinninga, þar á meðal sólarlandaferð fýrir fjölskylduna til Rimini á Ítalíu með Samvinnuferðum-Landsýn. Allir flottustu sportbílarnir eru á sýningunnl 1 Laugardalshöllinnl. Sjáið Ferraribíl Schumachers og fleiri fræga blla. •Feröir Göngu-Hrólfar leggja af stað I góöan labbitúr frá Ásgaröi, félagsmiðstöð eldri borgara klukk- an 10. Um að gera að skella sér með og njóta vorsins I góðum félagsskap. Feröafélag Akureyrar æðir með ykkur upp á Kaldbak klukkan 9. Þetta er bæði skíða- og gönguferð. Farið verður frá skrifstofunni, Strandgötu 23, Akureyri. Sunnudagur 16. mai •K rár Bjarnl Tryggva var Bubbi 2 I gamla daga og söng um storknaö blóð I rifn- um klæðum. Hann hefur söðlað um og syngur um tippi og plk- ur á Dónakvöldi á Gauk á Stöng I kveld. Eyjólfur Krlstjánsson kom fyrst fram með Hálft I hvoru en lagði snemma drög að sóló- ferli. Hann hafði þó viðkomu I Bltlavinafélaginu og vakti athygli fýrir góðan söng og skýran framburð. Eyjólfur hefur gefið út tvær sólóplöt- ur og átt lag I Eurovisionkeppninni, Nína, sem hann flutti ásamt Stefáni Hilmarssyni. Eyjólfur er einnig afbragðsgitarleikari og saman hafa þeir Stefán troðið upp með áferðarfallegt prógram meö lögum Paul Simon. Eyvi er á Kaffl Reykjavík I kvöld. Afi rokksins á Islandi, Rúni Júl, tekur lagið fýrir fjóra káta þresti og sjö slappar bjórvambir á Kringlukránnl. Ný nöfn á kráarkortinu! John og Áslaug skemmta á Fógetanum. Tékkum á þessu! á Café Romance er stunduð útgerð um píanóleikurum. Sumum þykir ekkert huggulegra en að sitja undir sliku hægviðri með köflum. Hinir fara eitthvað annað. Já og það er hinn geysivinsæli Joshua Ell sem geggj- ast á hljóðfærið. Grandrokk heldur opið mót I Kotru klukkan 17. Æðisgengin leið til verja deginum meðan þynnkan liður út skrokkinum. D j a s s Svartfugl ætlar að flytja okkur djassskotnar útgáfur Bítlalaga á Múlanum. Eflaust rosa flott og áhugavert. Burtfarartónleikar Ásgeirs Ásgeirssonar djassgitarleikara verða haldnir I sal Tónlistar- skóla FlH að Rauðagerði 27 kl. 19.30 Ásgeir hefur stundað nám á gítar við skólann siðan um haust 1992 undir handleiðslu Björns Thoroddsens, Eðvarðs Lárussonar, Hilmars Jenssonar, Sigurðar Flosasonar og Kjartans Valdemarssonar. Meðspilarar Ásgeirs á tón- leikunum verða Mattías Hemstock trommur, Gunnar Hrafnsson kontrabassi og Kjartan Valdemarsson píanó. Á efnisskránni auk frum- saminna iaga verða einning lög eftir Charlie Parker, John Coltrane, Kenny Wheeler og Her- bie Hancock. Allir eru velkomnir og er aðgang- ur ókeypis. QK 1 a s s í k Klukkan 16 I dag koma fram tveir 8. stigs nemendur í Söngskólanum í Reykjavík. Þetta eru þau Rósalind Gísladóttir mezzósópran og Gunnar Kristmannsson baritón. Undirleikarar eru Kolbrún Sæmundsdóttir og Katrín Sigurö- borg. Á síðustu sýningu sinni fjallaði Margrét um stöðu sína og annarra myndlistakvenna og stóð ekki á gati, nú segir hún að ritmálið hafi margar skúffur og eins sé með myndmálið. Ræt on sister! Á laugardaginn hefst yfirlitssýning á málverkum og höggmyndum Magnúsar Á. Árnasonar I Gerðarsafni. Sýningin stendur til 20. júní. Þorri Hringsson sýnir I Listasafni ASl. Þorri sýn- ir málverk af mat og konum. Hvað er betra? I Galleri Geysi við Aðalstræti sýnir listamaður- inn Dante indjánalist. Maðurinn er þó ekki indjáni sjálfur heldur hefur hann fengist við list- hefðir innfæddra ameríkubúa sem hobbl. I safnahúsi Borgarfjaröar eru sýnd verk fýrsta árgangs útskriftarnema úr PA&R, Printmaking, Art & Research: Listgraflk á uppleið. Opið alla daga frá kl. 13 til 18. Kristján Davíðsson, sýnirfrá og með sunnudeg- inum ný olíumálverk I sýningarsal Sævars Karls I Bankastrætinu. Vmsar skoðanir eru uppi um verkin hans Kristjáns, en þau eru allavega dýr. Sýningin stendur til 27 maí. Blbbi alias Curver sýnir þessa dagana verkið Megrunin. Hann tók til I herberginu sínu um dag- inn og kallaði þaö verk, en nú ætlar hann að megra sig I mánuð með hjálp Herbalife. Bibbi var 80 kíló I byrjun verks. Nú biða landsmenn eflaust spenntir eftir verkinu Bibbi fer á klóið. Hópurinn Homo Grafikus sýnir I plötubúðinni 12 Tónum á horni Barónsstigs og Grettisgötu. Sex meðlimir klúbbsins sýna þar karllæga grafik. Hin árlega útskriftarsýning MHÍ hófst um siö- ustu helgi en endar um þessa. Þarna sýna 56 nemendur úr öllum deildum hvað þeir hafa verið að bralla á önninni. Alltaf eitthvað skemmtilegt og sniðugt, t.d. verkið hans Jóns Smæmundar sem kemur öllum á óvart og I gott skap. I Nýló má alltaf bóka þokkalegt stuð. Um siðustu helgi tóku sex listamenn aö sýna þar og það munu þeir gera til 30. maí. Sol Lyfond visar til þess andrúmsloft er myndast á mörkum þess sem er og þess em er ekki, Kenneth G. Hay er með. svífandi ginur, Karin Schlechter pælir I tungutaki eggsins, Jyrki Siukonen vitnar I draugagang sæluhúsa, Peter Friedl veltir fyrir sér hlutverki Hótel Mömmu og inntaki snjókarls- ins I loftræstingum á vinnustöðum, en Eggert Pétursson okkar sýnir málverk af islenskum gróðri. Ef þetta er ekki nóg til að skrillinn úr Graf- arvogi mæti I hrönnum er bara eitthvað að... Danski hönnuðurinn Rlkkl Feltmann sýnir kjóla I nýrri fatabúð á Laugavegi 48b. Búðin heitir One 0 One Shopping og er með flott og ódýr föt, meira fiftís en seventís. Búðin ætlar að starfrækja gall- eri með fatasölu og lofa verslunareigendur spenn- andi sýningum. Opið á verslunartíma. I Listasafni Árnesinga, Selfossi, sýnir Pétur Halldórsson verk sem eru samsett úr ýmsu myndefni. Sýningin stendur til 30 maí. Messíana Tómasdóttir sýnir 18 klippimyndir unnar á þessu ári á Mokka. Nú stendur ‘yfir Ijósmyndasýning á verkum áhugaljósmyndara á árunum 1950 - 1970 I anddyri Þjóöarbókhlööunnar. Sýningin stendur til 28. mal. Þeir sem eru á leiðinni til útlanda geta skoðað kristilega myndlist I Flugstöö Lelfs heppna. Sýningin er í tiiefni af 1000 ára afmæli kristni á íslandi. Þarna eru m.a. munir frá Þjóðminja- safni íslands, mósalkmynd Nínu Tryggvadóttur úr Skálholtskirkju, Ijósmyndir teknar af Ragnari Th. Sigurössyni og Rafnl Hafnfjörð og eftir- prentun af mynd Collingwoods frá Þingvöllum. Finnbogi Pétursson pínir djöfuls hávaða, eins og hann segir sjálfur, út úr enn einu snilldarverkinu sem hann sýnir I Gallerí Ingólfsstrætl 8 til 17. mai. I Norræna húsinu hefur Halldór Carlsson sagnfræö- ingur og kvikmyndagerðarmaður safnað saman nokkrum frummyndum og Ijósritum eftir íslenska teiknimyndagerðarmenn. Sögurnar vekja minningar, t.d. figúran Böbbl eftir maestro Sigmund. Ein athyglisverðasta sýningin á landinu stendur nú yfir I Listasafni Akureyrar. Hún nefnist Jesús Krlstur - Eftirlýstur! og þar sjá ýmsar túlkanir á Jesúsi frá mörgum tímaskeiðum. Sýndar eru eftir- niyndir af mörgum góðum gripum en aöaláherslan er lögð á þijú tímabil: Rómanska stílinn, slðendur- reisn á Itallu og I Þýskalandi og samtíma. Hvernig var Jesús?, hafa margir spurt sig I gegnum tlðina og á Akureyri má fá svör við þeirri spurningu, a.m.k. nokkur svör. 20 f Ó k U S 14. mal 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.