Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 11
Út er komin safnplata með v- norrænu rokki, eða eins og fær- eyska auglýsingin hljómaði: Ný- skapandi flaga viö horöum noröur- atlantiskum rocki, ið veröur sungin á íslendskum, samiskum, gronlendskum og faroyskum. Mér skilst að Jens Guð eigi heiðurinn af því að safna saman lögunum 16 sem fylla þennan ágæta safndisk. Hann er mikill áhugamaður um v-norræna rokk- samvinnu og ekkert nema gott um það að segja. Þessi diskur er þónokkuð spennandi sé hlustand- inn víðsýnn og spenntur fyrir að kíkja í skúrana hjá nágrönnum sínum. Yfirbragðið er þungt, en misþungt og mispennandi. Dag- skipunin var að böndin skyldu syngja á eigin tungumáli og hægt er að klappa fyrir þeirri ákvörðun. Frá íslandi koma þrjú lög. Frá- bært er að fá Bisund og Mínus á disk, þó það sé bara lag á band. Bisund tralla eins og hressir slátr- arar í akkorði og þruma hægt en gefa svo í. Gott lag. Mínus höfðu starfað í tvo mánuði þegar lagið „Skítsama" var tekið upp, en voru samt orðnir þéttir og kátir. Krummi hefði getað sleppt þessu lummulega effektaboxi sem hann syngur í gegnum en annars gólar hann eins og verið sé að rífa úr honum gallsteinana án deyfingar. Sannfærandi strákur. Þorraþræll Alsælu er gamall og úr sér geng- inn. Grænlendingar eiga langa rokk- sögu, en það var 1972 sem hljóm- sveitin Sume hóf þá sögu. Ná- grannar vorir eiga heimsmet í plötukaupum (miðað við fólksfæð- ina er athyglisvert að flestar plöt- ur seljast í a.m.k. tvö þúsund ein- tökum). Hér er tjaldað fjórum lög- um. Siissisoq eru mjög hressir þungarokkarar og gera þetta vel. Af allt öðrum meiði er rappbandið Nuuk Posse. Þeir sýndu frábæra spretti á plötunni sinni „Kaataq" (frá 1995) og af þeirri plötu er inn- plötudómur Built to Spill — Keep It Like a Secret & & Iðnaðar- rokk sam- tímans? Aðalmaðurinn á bak við hljóm- sveitina Built to Spill heitir Doug Martsch og rak bandið sem sóló- verkefni til að byrja með. Hann bjó í Boise, Idaho - flutti til Seattle en flutti svo aftur til Boise þegar Seattle varð heit gruggborg. Doug vill nefni- lega vera dálítið spes og er eflaust mikill listamaður. Nú er hann með fasta háseta á dallinum, á trommur og bassa, og sú skipan spilar á þess- ari plötu, þeirri fjórðu sem sveitin gefur út. Ég hef ekki heyrt hinar plöturnar en fannst ég þurfa að tékka á þessu bandi því maður sá leggið hér. Þetta er versta lagið á þeirri plötu, en Jens hefur viljað passa upp á þungu heildarmynd- ina og það er smá bárujámsgftar í laginu. Alveg út úr ísbirni er eld- gamall hippakassagítarslagari með Piitsukkut og hljómsveitin Inn- eruulat er álíka föst í gömlum tíma með þessu týpiska gítarsóló- bjórhjakki sem drykkfelldir frænd- ur okkar virðast fila sé miðað við meirihluta þeirrar tónlistar sem kemur frá klakanum stóra. Grænlendingar geta verið frísk- ir en eru oftar hallærislegir. Ná- grannar vorir í suðri, Færeying- arnir, eru nánast undantekningar- laust hallærislegir. Þeir hafa svona svipaðan tónlistarsmekk og Vestmannaeyingar enda hvort tveggja eyjaskeggjar á pínulitlum skeijum. Færeyjar eiga fjögur lög hér og Jens hefur tekist það ómögulega: að kynna til sögunnar nokkrar ágætar sveitir. Gront Fót Slím er að visu hálflummó með hringdansafönkið sitt, en Hatespeech, sem samkvæmt plötubæklingi eru heimsfrægir, malla saman alls konar stílum og eru greinilega lengra komnir á þróunarbrautinni en aðrar fær- eyskar sveitir. Diatribes rokka w w w*» Gott flug næst á köflum og mörg lög venjast vel. nafnið úti um allt og stundum var hægt að skiljast á umfjölluninni að eitthvað stórfenglegt væri í gangi. Ekki er hægt að samþykkja það því BtS - á þessari plötu alla vega - er að spila amerískt háskólarokk (iðnaðar- rokk samtímans?) og minnir á margt, t.d. Flaming Lips, Weezer, Pa- vement og Sebadoh. Það er ekki hægt að benda á einhver sérkenni eða eitthvað sem gerir sveitina spes. Tríóið rokkar reyndar nokkuð dig- urt, oft eru ágætis pælingar í gangi án þess þær séu frumlegar, gott flug næst á köflum og mörg lög venjast vel. Samt er heildarupplifunin ekkert spes og manni er nokk sama um þetta band. Og þar liggur hundurinn grafinn. BUIII i® snn Er lukkan að snúast Hed Hot Chili Peppers í hag? ' j íé riíSindli: skemmtilegt norrænt samstarf! Rock from The Cold Seas krk k Atari Teenajge Riot standa undir nafni Nýjasta plata þýsku hávaða- seggjanna og íslandsvinanna í At- ari Teenage Riot kom út í vikunni. Hún heitir „60 Seconds Wipe Out“ og gestir eru m.a. Kathleen Hanna úr Bikini Kill og Dino Cazares úr Fear Factory. Bandið lék við mótmælaaðgerðir á götum Berlínar á Verkalýðsdaginn. Verið var að mótmæla stríðsrekstri Nato í Júgóslavíu og fjöldi manns sýndi stuðning sinn. Atari Teenage Riot keyrði um á trukk og spilaði. Lög- reglan þurfti auðvitað að sýna styrk sinn og dældi táragasi á frið- sælan múginn. Þegar liðsmenn ATR reyndu að hjálpa friðarsinn- unum endaði það með því að þeir voru handteknir og trukkurinn gerður upptækur. Alec Empire og vinir hans þurftu þó ekki að dúsa nema nokkra tima í steininum. Drew Barrymore í rappið Aðrir íslandsvinir, rappararnir í De La Soul, boða þijár breiðskíf- ur á næstu 12 mánuðum. Sú fyrsta, „Art Official Intelligence", á að koma í október. Hljómsveitin verður með tvo sérstaka gesti við hljóðnemann; sálarkokkinn Isaac Hayes úr South Park og leikkon- una Drew Barrymore. Hún hefur ekki fengist við söng áður svo vit- að sé, en hefur tengst poppbrans- anum lítillega áður sem besta vin- kona atvinnuekkjunnar Courtney Love. Það eru flestir sammála um að á síðustu plötu sinni, „One Hot Minute", hafi Red Hot Chili Pepp- ers hálfpartinn skitið í buxurnar. Sú plata kom út fyrir fjórum árum og þótti ekkert sérstök við hliðina á meistaraverki Pipr- anna, „Blood Sugar Sex Magic ,„ sem gerði bandið að súperstjörn- um 1991. Nú geta þeir sem á ann- að borð muna eftir gullöld RHCP farið að hlakka til því ný plata, „Californication", er væntanleg 8. júní. Vonir hafa glæðst um að gamli neistinn verði endurvak- inn því gítarleikarinn John Frusciante, sem fór í fússi fyrir nær sjö árum, er genginn aftur til liðs við bandið. Hann þótti álit- legasti kosturinn eftir að Dave Navarro (áður í Jane’s Addict- ion) sagði starfi sínu lausu. Upp- sögn Daves var bara ein af mörg- um krísum sem RHCP hefur lent í á síðustu árum. Bandið hefur þurft að afboða fjölda tónleika, m.a. vegna dópvandræða Ant- hony Kiedis söngvara, og hann og Chad Smith trommari lentu i vondum mótorhjólaslysum með stuttu millibili. Nú virðist lukkan ætla að snúast með RHCP og Ant- hony er m.a.s. búinn að klippa sig stutt í því tilefni. Fyrsta smáskíf- an af nýju plötunni er lagið „Scar Tissues". eins og það séu glorhungraðir grindhvalir á eftir þeim og 200 gruggrokka í anda Soundgarden. Ágætt stöff þó rifíið úr „Jungle Boogie" komi dálítið skrattalega úr sauðarleggnum hjá 200. Frá Sömum koma fjögur lög og er minnstur þungi í þeim, enda kannski erfitt fyrir þá menningar- lega séð að vera reiðir og rokka þungt. Bestur er joik-teknó-þjóð- lagagaurinn Wimme með gott lag af ágætri plötu sinni. Hin þrjú eru einum of þjóðlagaleg fyrir minn smekk en auðvitað væri ég sólgn- ari í þetta ef ég hefði meiri áhuga á menningu Sama. í lokin kemur lag með hljóm- sveitinni Chokeaboh frá Kanada. Jens finnst ástæða til að hafa bandið með því aðalgæinn er V-ís- lendingur. Þokkalegt indie-rokk annars, en ekkert til að æsa sig yfir. Þessi diskur er gott framtak og fin kynning á því sem grasserar í skúnmum í kringum okkur, vel studdur af upplýsingum í fræðandi bæklingi (þó hönnunin hefði mátt vera aðeins minna norrænahús- leg). Líkast til eiga þó flestir aðrir en íslendingar eftir að gleypa við diskinum, þvi „norrænt-samstarf' hefur hingað til verið hálfgert vott- orð upp á þunglamaleg leiðindi í hugum okkar. Er ekki kominn tími til að endurskoða það viðhorf? Ha, krakkar? Halló? Halllóóó? -glh 7. maí 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.