Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 13
% I Jafnvel áður en Björk varð frægasti íslendingur sögunnar í kjölfar sólóferils síns var hún farin yfir frægð Halldórs Laxness með veru sinni i Sykurmolunum. Og jafnvel þegar Björk var í Tappa tíkarrass gat glöggum speking- um dottið í hug að þessi hressa stelpa með sérstaka útlitið gæti einhvern tímann orðið eitthvað meira en . góð söngkona. En engan gat órað fyrir því hversu frægð hennar yrði mikil. Gangtu á portúgalskri smáeyju og spurðu grænmetissölumanninn hvort hann þekki einhvem eða eitthvað frá íslandi. „Bjerk“, mun hann svara og yppa öxlum þegar þú ferð að nefna Jón Leifs eða Kjarval. Björk er hætt að vera frá íslandi. Hún er ísland. En Björk er ekki heimsfræg fyrir að vera góð söng- kona eða fyrir að spila skemmtilega tónlist; það er al- gjört aukatriði. Björk er heimsfræg vegna þess að hún myndast vel og fjölmiðlafólki víðs vegar finnst sniðugt að nota hana í miðlunum sínum. í skugga Friðrik Þór Friðriksson leigði sér limmu þegar hann fór og fékk ekki óskarinn. Auk þess hefur hann brotið listrænan verðlaunagrip í evrópskum afkima og myndirnar hans eru sýndar á sérvitram kvikmyndahátíðum (fyrir utan Cold Fever sem var sýnd á Sky) og kannski á íslenskum dögum í Turku í Finnlandi. En við getum spurt okkur sjálf hversu margir mæta til að sjá filippseyska mynd á filippseyskum dögum í Regnboganum. Skaðræðishvalurinn Keikó er næstfrægasti íslendingurinn, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hann gnæfir álíka hátt yfir önnur dýr og Björk gnæfir yfir aðra íslendinga. Þó þjóðernisvitund okkar sé misboðið verðum við að viðurkenna að hvalurinn knái er mörg hundrað sinnum þekktari erlendis en íslenski hesturinn, sauðkindin og hundurinn - til samans. Keikó er frægur fyrir það sama og Björk; hann þykir sniðugt fréttaefni. Meint frægð óperusöngvarans Kristjáns Jó- hannssonar í útlöndum hefur löngum verið höfð í flimtingum enda er ekki um neina raunverulega frægð að ræða. Þegar Mogginn segir frá stand- andi lófataki eftir einhveija frumsýninguna í út- löndum má næstum bóka að heimildarmaðurinn er söngvarinn sjálfur eða skyldmenni. Auðvitað getur Kristján þó sungið og hefur nóg að gera, hefur m.a.s. sungið inn á bónusútgáfu af Aidu (gefið út af Naxos í Hong Kong). Hans frægð er þó bundin við smámunasömustu grúskara og forfolln- ustu áhugamenn um óperusöng. GusGus eru næstum búnir að meikaða, það er ekki spuming, þó skugginn af Björk hvíli iðulega á þeim, t.d. með samanburði og til- vitnunum í hana þegar bandið fær gagnrýni í útlöndum. Það er sama vandamál og allir íslenskir popptón- listarmenn þurfa að glíma við. Er- lendir blaðamenn virðast annars farnir að átta sig á einhæfninni í skrifum sínum og í þeim dómum sem GusGus hefur verið að fá fyrir nýju plötuna sína er sjaldnar en áður minnst á ísdrottn- inguna. Þetta bendir til þess að strákarnir í GusGus séu komn- ir með eina tá út úr skugganum ægilega. í tilefni hundrað ára ártíðar Jóns Leifs hafa ýmsir stór- bokkar í klassíska geiranum reynt að koma þeim sann- indum upp á okkur að „mik- ill áhugi sé fyrir tónlist Jóns Leifs erlendis", liklega i þeim tilgangi að geta betlað aðeins meira fyrir sjálfa sig úr opinber- um sjóðum. Jú, jú, grófu goðafræði- hlimkamir hans Jóns eru það frægasta í íslenskri „klassík" og smám saman mun áhuginn eitthvað aukast samhliða útgáfum sænska Bis-merksins. En hversu mikið sem Atli Heimir og strákamir berja sér á brjóst og fá forsetann á frumflutning einhvers meistaraverksins verður Jón Leifs aldrei annað en smástyrni í heimi nú- tímatónlistar - heimi sem hefur sama vægi í tónlistarheim- inum og 50 km. ganga hefur á ólympíuleikunum. „Við eigum stærsta hver í heimi“, gátum við sagt með stolti áður en skuggi Bjark- ar grúfði sig yfir þjóðarsál- ina. Nú uppgötvum við að gamla þjóðargersemin er bara ljót hola í jörðinni og vatnið í henni varla heitt lengur. Við getum huggað okkur við að við náðum að gera „geyser" að alþjóðlegu orði yfir náttúrufyrirbærið og stolt getum við litið til hommaklúbbsins Geysir í Það veit engin á Islandi hvað StiUupp- steypa er, svo frægð þeirra kemur öll að utan - úr öfúgri átt miðað við aðra. Þetta er tilraunatríó sem hefur verið starfandi árum saman með bækistöðvar á megin- landi Evrópu. Þeirra er oftar getið á Net- inu en margra stórsnillinga sem hafa vælt út ríkisstyrki svo árum skiptir - á þeirri forsemdu að þeir séu svo mikil- vægir fyrir menninguna og kynningu á landinu er- lendis. Sti,'uppsteypa Eyjólfur Sverrisson er fótboltakappi hjá Herta Berlin. Hann er í byrjunarlið- inu og stendur sig að öllu leyti vel sam- kvæmt íslenskum blöðum. Það má full- yrða að hann sé stærsta og skærasta stjarnan af öll- um íþróttamönnum okkar íslendinga, alla vega hvað heima- síðuígildin varðar. Jón Arnar nær til dæmis ekki helm- ingnum af heima- síðunum sem Eyjólf- ur nær en samt þyrfti 561 Eyjólfa til að ná einni Björk. Fyrir nokkrum árum var því slegið upp á forsíðum allra dagblaða og haft sem fyrsta frétt í sjónvarpi ef útlendingar svo mikið sem prumpuðu í áttina til íslands. Við hreinlega löptum í okkur fréttir um útlenskar fréttir sem fjölluðu að einhverju leyti um ísland og íslendinga. Þessi minnimáttarkennd blundar að nokkru leyti í okkur ennþá, en í dag eigum við hana Björkokkar. Hún er hið langþráða meik þjóðarinnar. Við bundum að vísu miklar vonir við Laxness fyrr á þessari öld, en höfum nokkurn veginn áttað okkur á því að hann er nánast óþekktur sé hann miðaður við sjálfa Björk Guðmunds- dóttur. Og þar liggur kannski vandi okkar. Björk hefur að miklu leyti rústað sjálfsmynd íslendinga. Nú eru kröfurnar orðnar svo miklar að þegar hún Alda kemst í sjöunda sætið í Bretlandi þá fær það nánast enga umfjöllun hér heima. Okkur þykir það bara rétt ánægjulegt en ekkert til að hoppa hæð sína yfir. Svo við búum eiginlega við það ástand að ekkert getur glatt okkur hvað meikfréttir varðar. Þá skiptir engu máli þó íslendingur fengi Norðurlandaverðlaunin, Gullpálmann, Gullbjörninn, Nóbelinn, Óskarinn, Emmy, Grammy, Pullitzer eða hvað þetta heitir allt saman. Björk hefurhvort eð er fengið eitthvað af þessu. Hún skyggir sem sagt á allt í kringum sig. Lifandi eða látna. Hún er t.d. eini núlifandi íslendingurinn (fyrir utan forsetann og kannski Vigdísi) sem ætti möguleika á jarðarför í beinni, greiddri af ríkinu. Nema að líklega yrði urðun Keikós sýnd í sjónvarpi, en varla í beinni. Við héldum að Jón Páll Sigmarsson væri orðinn heimsfrægur þegar hann var búinn að sanna að hann væri sterkasti maður heims þrettán sinnum - eða eitthvað - í röð. Okkur langaði að frægð hans drægi okkur upp úr landlægu minnimáttarkenndinni og við spurðum öragglega marga bar- þjónana í útlöndmn hvort þeir þekktu ekki „vorlds strongest men“ í von um fjörlega umræðu um Hófí og „vorlds pjúrest voter“. En barþjónarnir kærðu sig kollótta eins og heimsbyggðin öll. Leifur Eiríksson (340 síður á móti 1.305.470 hjá Col- umbusi) hefur löngum ver- ið okkar helsta von í meik- inu. Lucky Leif, eins og heimurinn þekkir hann, á sína tryggu aðdáendur. Hver man t.d. ekki eftir plötunni „Lucky Leif and the Longships“, þema-plötu sem hinn heimsfrægi Robert Calvert (úr Hawkwind, manstu?) gaf út 1975. Þama voru lög eins og „Storm Chant of the Skraelings" og „Ragna Rock“, og kannski hefur hr. forseti samband við hr. Robert þegar hann kemur teiknimyndinni sinni á koppinn. Það vantar jú alltaf gott sándtrakk. Vigdís var mikið í út- löndum á meðan hún var forseti íslands. Hún talaði frönsku og var kynnt sem fyrsti kvenforsetinn í öllum heiminum. Fékk myndir af sér í blöð- um og við heima héldum að þessi sjálf- sagða kurteisi sem Vig- dísi var sýnd væri merki um að hún væri dáð og dýrkuð í útlöndum. En auðvit- að var þetta bara svipað og þegar Moggi myndir af nýjum sendiherra Svíþjóð: man eftir síðasta sendiherra Svía' Þegar Ólafur Jóhann Ólafsson áritaði bækur í Kringlunni fyrir nokkram árum stóðu íslendingar spenntir og stoltir í langri biðröð. Þá var hann forstjóri Sony og upprennandi rithöfundur með samning við Random House. En nú er viðmiðunin Björk til og Ólafur er því ekkert annað en penni í áttunda flokki og skrifstofublók hjá fyrirtæki sem enginn man hvað heitir. Einaramir Már Guðmundsson („mest útgefinn erlendis af núlifandi íslenskum rithöfundum" skv. auglýsingum) og Kárason þykja á ís- landi hafa meikað það í útlöndum. Þeir hafa fengið bækur sinar þýddar og útgefnar hjá ýms- um smáforlögum víða um heim og fengið þessi flnu verðlaun. Þeir flækjast um heiminn og lesa upp í bókabúðmn, á ráðstefnum og íslands- kynningmn og era auð- vitað landi og þjóð til sóma. En era þeir fræg- ir? Nei, það þyrfti 218 Einara til að fylla upp í hvalinn Keikó. ergamir 29 - og húsdýrið þeirra Keikó Alnetið er óðum að verða sú reglu- sem við mælum líf okkar og umhverfi með. nwwei' upplagt til að nota sem stækkunargler á það hvar við stöndum í samfélagi þjóðanna og hvaða íslendingar skara fram úr. § Ein leið til að finna út hversu hátt Björk gnæfir yfir öðru íslensku í útlendinga er að sjá á hversu mörgum netsíðum nafn hennar birt- r leitarvefnum AltaVista er beitt. AltaVista er fullkomnasti leitarvef- (1 þekkist í dag. Nafn Bjarkar birtist 143.580 sinnum, oftar en aflt annað ikt er, nema orðið „saga“ (553.472) og „Iceland" (403.130). Jafnvel nafn höf- ihar fellur í skugga Bjarkar, þó það muni litlu. Reykjavík flnnst á 140.290 Keiko er sá eini sem kemst með kjaftinn þar sem Björk hefur hælana. Sam- ppsta er Björk helmingi frægari en Keiko. Aðrir íslendingar mælast í svipuðu 'kistaflokkurinn við hlið Sjálfstæðisflokksins - komast varla á blað. jkar skoðuð í samanburði við erlendar stórstjörnur sést að hún stendur vel. Elvis og Bítlamir era að visu á fimm sinnum fleiri netstöðum (með rúmlega irisi), en Celine Dion, Tori Amos, Alanis Moressette og jafnvel Abba lúta í ni okkar. ía virðist ein söngkvenna toppa Björk. Madonna er á rúmlega 700.000 netsíðum, - það ekki alveg marktækt því „Madonna" er vinsælt orð og getur staðið fyr- en ungfrú Ciccone (t.d. ófáa pitsustaði og sjálfa guðsmóðurina). 'alögmál gildir fyrir margt annað íslenskt. Erfiðlega gekk að kanna vinsæld- okkar, því atriði eins og bærinn Alda í Nebraska, leikarinn Alan Alda og ölvur í Þýskalandi settu strik í reikninginn. Sams konar strik komu við at- igun á honum Erró okkar, Bellatrix okkar (t.d. sænskt netfyrirtæki) og jafn- vel gyðjan okkar hún Hólmfríður Karlsdóttir lenti í vafa, því af þeim sex netstöðum sem fundust átti alnafna hennar í Háskólanum íjórar. Vissulega má uppfæra þetta vafalögmál upp á stórstirnið Björk. Það eru auðvitað aðrar Bjarkir sem slæðst hafa inn á Netið og kannski er timbursala í Noregi með þessu nafni. Langstærsti hlutinn fefliu- þó örugglega í skaut stúlkunnar okkar. írverur: Steinunn Sigurðardóttir (98), Matthías Johannessen (84), Gyrðir Eliasson (78), Hrafn Gunnlaugsson (76), Baltasar Kormákur (75), Sophia Hansen (66), Ólafur Jóhann Ólafsson (58), Davíð Oddsson (57), Karl Sigurbjörnsson (56), Kristinn Sigmundsson (53), Bubbi Morthens (46), Ólafur Skúlason (43), Thule Records (35), Sigurbjörn Einarsson (34), Þorgeir Þor- geir-son (32), Jón Páll Sigmarsson (31), Gunnar Dal (28), Júlíus Kemp (26), Einar Örn Benediktsson (25), Kristmann Guðmundsson (19), Linda Pétursdðttir (16), Kristján Davíðsson (13). pRC f Ó k U S 14. maí 1999 14. maí 1999 f ÓkUS + V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.