Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1999, Blaðsíða 14
Dýrskal Hannibal verda Sumt er öruggt 1 þessum heimi og annað ekki. Hinn stórtæki kvik- myndaframleiðandi Dino De Laurentis telur eins og fleiri að framhald The Silence of the Lambs sé örugg fjárfesting og hefur því að sögn Variety boðið rithöfundinum Thomas Harris níu milljónir dollara fyrir réttinn af fram- haldi sögunnar, sem kemur fljót- lega á markaðinn. Ef af verður er þetta met. Á toppnum áður voru Disney sem borgaði Mich- ael Crichton 8 mifljónir dollara fyrir réttinn á að kvikmynda Airframe og Wamer sem borgaði John Grisham sömu upphæð fyrir að fá að kvik- mynda The Runaway Jury, en þótt nokkuð sé um liðið frá því fyrirtæk- in borguðu fyrir réttinn er ekkert farið að gera í kvikmyndum skáld- sagnanna. Ef allt á að ganga upp hjá Dino verða Anthony Hopkins og Jodie Foster að samþykkja að endur- taka hlutverk sín frá Silence of the Lambs og Jonathan Demme að leik- stýra, en öll þrjú hafa þegar fengið send handrit að skáldsögunni, sem kemur út i Bandaríkjunum 9. júní. Vesenið heldur „ áfram með Onnu og kónginn Mikið hefur gengið á við gerð Anna and the King, sem verið er að kvikmynda í Malasíu með Jodie Foster og Yun-Fat Chow í aðalhlut- verkum. Fyrstu vandræðin komu þegar átti að fara að gera myndina í Tailandi. Stjómvöld þar tóku upp á því á siðustu stundu að neita um leyfi eftir að hafa lesið handritið sem fjallar um kynni bresku kennslukonunnar Önnu af konung- inum í Siam, en stjórnvöld þóttust sjá áróður gegn Taílandi í handrit- inu. 1 Malasíu hafa seinkanir orðið af ýmsu ástæðum og nú siðast hafa sextiu statistar kært að- búnaðinn og launa- kjör þeirra til lög- reglunnar. Aðalá- stæðan er að þess- ir sextíu áttu að vinna einn dag. Þegar komið var á staðinn var þeim sagt að bíða. Biðin varð að þremur dögum án skýringa. Áætlað- ur kostnaður við Önnu var 60 millj- ónir dollara. Sú upphæð á eftir að hækka mikið að sögn þeirra sem til þekkja. Leikstjóri er Andy Tennant. Fraser hætt kominn Aðalhlutverkið í The Mummy leikur Brendan Fraser, sem óðum er að verða einn vinsælasti leikarinn í Hollywood. The Mummy sló í gegn og náði að verða vinsælasta kvik- myndin yfir eina helgi í Bandarikj- unum það sem af er árinu. í nýlegu viðtali segist Brendan Fraser hafa verið hætt kominn strax á öðrum degi kvikmyndatökunnar. Hann átti að vera í atriði þar sem hann hékk i snöru. Fyrst áttu þjálfaðir áhættu- leikarar að vera í atriðinu, en leik- stjórinn, Stephen Sommers, vildi fá nærmyndir af Fraser berjast um í snörunni. Eitthvað fór úrskeiðis eins og Fraser segir: „Allt í einu vissi ég ekki fyrr en ég vakn- aði upp við að einhver var að segja: „Brendan, vaknaðu“.“ Snar- an hafði þrengst að mér og vegna súr- efnisleysis hafði ég misst meðvitund og síðar var mér sagt að ég hefði verið hætt kominn." Ben (Ben Affleck) lendir í alls konar vandræöum á leið- inni í eigiö brúðkaup. r' á mm Háskólabíó hefur hafið sýningar á rómantísku gamanmyndinni Forces of Nature sem kemur úr Draumasmiðju Spielbergs og fé- laga. í henni leikur Ben Affleck ungan mann, Ben, sem þarf að komast frá New York til Savannah, þar sem stendur til að hann giftist unnustu sinni, Bridget. Ben er sjálfsöruggur ungur maður sem hefur fulla stjórn á lífi sínu þar til ung stúlka, Sarah (Sandra Bull- ock), nánast dettur inn í líf hans. Sarah, sem er fagurt fljóð og skemmtilegt, verður ferðafélagi Bens eftir að hann bjargar lífi hennar. Á ferð hans til Savannah gerist allt sem ekki á að gerast og það er eins og örlögin hafi tekið völdin og meini Ben að komast til sinnar heittelskuðu og þar vegur ekki minnst að Sarah, sem líst vel á pilt, hefur lítinn áhuga á að hann nái leiðarenda. Auk þeirra Söndru Bullock og Ben Affleck leika í myndinni Maura Tierney, sem leikur brúð- ina sem bíður í Savannah, Steve Zahn, Blythe Danner (móðir Gwyneth Paltrow), Ronny Cox og David Strickland, leikarinn úr sjónvarpsþáttunum Suddenly Sus- an sem nýlega framdi sjálfsmorð. Leikstjórinn Bronwen Hughes er A leiðinni frá New York til Savannah þar sem brúðurin bíður lendir Ben í vanda þegar hin kynþokkafulla Sarah nánast dett- ur inn í líf hans einn kvenleikstjóranna í Hollywood sem eru að skapa sér nafn. Forces of Nature önnur kvik- myndin sem hún leikstýrir, áður hafði hún gert Harriet The Spy, sem byggð var á þekktri barnabók. Hughes byrjaði í auglýsinga- og tónlistarbransanum en hefur á undanfórnum árum getið sér gott orð fyrir heimildarmyndir. Meðal mynda sem hún hefur gert í þess- um flokki má nefna Machu Picchu: The Search for Lost Worlds og El- vis: Airbome, klukkutíma mynd um skautadansarann Elvis Stojko. -HK bíódómur Stjörnubíó Deep End of the Oceon ★ ★ 2JYjJ jJVarliJY Vinsælasti þáttastjórnandinn í Bandaríkjunum, Ophrah Win- frey, tók upp á því fyrir rúmu ári að mæla öðru hverju með bókum í þáttum sínum og var ekki sökum að spyrja - lofsyrði frá henni gerði það að verkum að viðkomandi bók rauk upp í sölu. Ein þessara bóka er The Deep End of the Ocean eft- ir Jacquelyn Mitchard sem kom- ið hefur út í íslenskri þýðingu. Um er að ræða dramatíska skáldsögu um barnshvarf. The Deep End of the Ocean er nú orðin að kvik- mynd og það sannast sem oft áður að það sem er gott á pappír þarf ekki alltaf að vera gott í kvikmynd og satt best að segja gerir myndin ekki meira en vera sæmilega gott sjónvarpsefni. Mikil alúð hefur verið lögð í að koma móðurumhyggjunni tU skila í kvikmyndinni og Michelle Pfeiffer sýnir oft og tiðum stór- góðan leik í hlutverki móður sem verður fyrir þeirri reynslu að ungt barn hennar hverfur dag einn þeg- ar hún er að gleðjast með fyrrum skólafélögiun sem hittast á fimmt- án ára útskriftarafmælinu. Allir taka þátt í leitinni að barninu en árangurslaust. Dagar líða sem verða að mánuðum og ekkert kem- ur fram sem gefur til kynna hvað orðið hefur um barnið. Pfeiffer sýnir í leik sínum mikil tiifinn- ingaátök móður sem ásakar sjálfa sig fyrir hvernig fór og neitar að gefast upp en ákveður um síðir að þessum kafla sé lokið í lífl hennar og neitar að heyra nafn barnsins nefnt. Þessi umskipti hafa mikil áhrif á tvö börn hennar og eigin- mann og má segja að fjölskyldan sé í upplausn þegar dag einn, nokkrum árum síðar, ungur drengur ber að dyrum og býðst til að slá blettinn. Kvikmyndir um barnshvörf eiga það til að verða um of dramatísk- ar. Það er auðvelt að spila á til- finningar fólks þegar börn eiga í hlut. Þótt greinilega sé lagt upp með það í The Deep End of The Ocean að velta sér ekki upp úr til- finningaseminni hefur leikstjór- inn Ulu Grosbard (Georgia, Straight Time) sem ekki er þekkt fyrir tiifinningasemi, ekki komist með báða fætur yfir þröskuld væmninnar. Myndin verður þó ekki um of melódramatísk meðan á leitinni stendur og hræðslan og einangrunin heltekur fjölskyld- Mikil alúð hefur verið lögð í að koma móðurumhyggjunni til skila í kvikmyndinni og Michelle Pfeiffer sýnir oft og tíðum stórgóðan leik. una, heldur eftir að vonin og bjart- sýnin tekur völdin, þá brestur múrinn og leikstjórinn nær ekki að stýra myndinni á farsælan hátt i gegnum tilfinningaflæðið. Leikstjóri: Ulu Grosbard. Handrit: Stephen Schiff eftir skáldsögu Jacquelyn Mitchard. Kvikmynda- taka: Stephen Goldblatt. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalleikarar: Michelle Pfeiffer, Treat Williams, Whoopi Goldberg og Jonathan Jackson. Hilmar Karlsson 14 14. maí 1999 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.