Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Sendibílstjóri í vanda: Fæðingin kostaði hundrað þúsund „Þetta er búinn að vera skrípa- leikur frá upphafi. Ég vissi ekkert um þetta þótt ég hefði spurt,“ sagði Kristján Jónsson sendibíl- stjóri sem fékk reikning upp á rúmar eitt hundrað þúsund krón- ur eftir að dóttir hans fæddist á fæðingardeild Landspítalans. Kristjáni var gert að greiða allan fæðingarkostnað vegna þess að barnsmóðir hans er taílensk og hefur ekki enn fengið dvalarleyfi hér á landi. Á reikningi frá Ríkis- spítölum stendur skýrt og skorin- - af því aö konan var taílensk ort: Dvalarkostnaður 26.-27. apríl 29.100 krónur. Fæðingarhjálp 72.850 krónur. Samtals 101.950 krónur. „Konan mín átti dóttur okkar klukkan hálfþrjú að nóttu og fór heim sama dag. Ef hún hefði legið á fæðingardeildinni í fjóra daga eins og venja er þá hefði reikning- urinn flogið yfir 200 þúsund krón- ur,“ sagði Kristján sem kynntist Choosri Thongkha hér á landi og hefur búið með henni í hálft ann- að ár. Sjálfur hefur hann aldrei til Taílands komið. „Ég er ekki met- inn neitt í þessu dæmi og þótt við séum búin að skíra dóttur okkar Sonju verður hún ekki Kristjáns- dóttir fyrr en við Choosri höfum skráð okkur formlega í sambúð. Ég velti því fyrir mér hvernig þetta hefði verið ef ég væri Taí- lendingur og Choosri íslensk. Eitt er víst að barnið er mitt alveg jafn- mikið og hennar,“ sagði Kristján Jónsson sem vonast eftir því að fá reikninginn frá Ríkisspítölunum endurgreiddan fyrr en seinna. Að auki hefur Kristján þurft að greiða sérstaklega fyrir alla skoð- anir sem Choosri fór í á meðgöng- unni og þá vöknuðu grunsemdir hjá honum að ef til vill þyrfti hann líka að greiða fyrir fæðinguna: „Ég reyndi að spyrja en enginn gat svarað mér. En að þetta yrði svona dýrt og að dóttir mín mætti ekki kenna sig við föður sinn; það datt mér aldrei í hug,“ sagði Kristján Jónsson sem þrátt fyrir allt er í sjöunda himni með litlu Sonju sina þótt hún hafi kostað sitt. -eir Leitaö aö Skotum: Fundust þrekaðir viö Öræfajökul DV, Öræfum: 30-40 manns úr 6 björgunar- sveitum hófu leit að 3 Skotum á Vatnajökli og Skaftafellsfjöllum I gærmorgun. Ekki þurfti að leita lengi því um klukkustund eftir að leit hófst fundust þeir við rætur Sandfells í Öræfajökli, blautir og þrekaðir en heilir á húfi. Skotamir lögðu af stað 12. maí í ferð sem átti að taka 5 daga, frá Sandfelli á Hvannadalshnjúk norður á Vatnajökul og hugðust þeir koma í Skaftafell 17. maí. Þeir komust að Skarðatindi í S kaftafellsfj öllum en tókst ekki að finna færa leið niður í þjóðgarð svo að þeir gengu sömu leið til baka. Þeir segjast vera vanir fjallaferðum en að ísl. veðrátta hafi komið þeim í opna skjöldu. Þeir hafi ætlað sér um of. Að von- um voru björgunarmenn fegnir að þeir fundust svo fljótt. Ausandi rigning var í Öræfum og skyggni mjög lítið og ljóst að leit hefði ver- ið mjög erfið í bröttu fjalllendi Skaftafellsfjalla. -ERIS Skotarnir komnir í leitirnar. Steingrímur Njálsson fluttur á Vatnsstíg Kynferðisafbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson er fluttur í bæinn og býr nú í félagslegri íbúð aö Vatnstíg 11. Bjallan er sem stendur ómerkt en staðfest er að Steingrímur búi í íbúðinni. „Mér finnst alveg skelfilegt að þessi maöur skuli vera fluttur í hverfið og ég sé mér ekki annað fært en að halda bömum mínum inni,“ sagði tveggja bama móðir í nágrenninu. Að sögn konunnar em íbúar í hverfmu skelfmgu lostnir og reið- ir. Þá finnst mörgum sér í lagi óhugnanlegt aö Steingrímur skuli búa i næsta nágrenni við leikskól- ann Lindarborg. Lögreglan í Reykjavík hefur staðfest að kvartað hafi verið við lögreglu vegna komu Steingríms. Þó sé ekki hægt að aðhafast neitt þar sem Steingrímur hefur afþlán- að sinn dóm og ekki gerst sekur um saknæmt atferli síðan svo vit- að sé. Þá sé heldur ekkert eftirlit haft með Steingrími þar sem ekki sé mannskapur fyrir hendi til þess að fylgjast með honum. SH hættir starfsemi sinni á Akureyri: Akureyringar sviknir DV, Akureyri: „Það hvarflaði aldrei að mér að Sölumiðstöðin myndi ekki halda úti starfsemi hér á Akureyri nema í þrjú ár, ég held að enginn maður hafl lagt þann skilning í málið á sínum tíma,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, fyrrver- andi bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri. Gísli Bragi sat í meirihluta bæjarstjómar ásamt fimm fulltrúum Framsóknarflokksins þegar samið var við SH í hinu sögufræga „ÚA-máli“ á sínum tíma en þar hafði SH betur í kapphlaupi við íslenskar sjávarafurð- ir um afurðasölumál Útgerðarfélags Akureyringa og „beitan" var m.a. að ilytja hluta af starfsemi SH til Akur- eyrar og koina að frekari atvinnuupp- bygginu í bænum. Nú leggur SH starfsemi sína á Ak- ureyri niður og á Akureyri er allt annað en ánægja með þá ákvörðun. Jakob Björnsson, sem var bæjarstjóri þegar samningurinn við SH var gerð- Gísli Bragi Hjartarson: „Er afar von- svikinn". DV-mynd gk ur, kallar ákvörðun SH svik og Gísli Bragi Hjartarson segir að það sé búið að skipta um menn í brúnni hjá SH og þar sé lykil- og lausnarorðið nú hag- ræðing. Gísli Bragi segir það einungis hafa ráðið afstöðu sinni í málinu á sínum tíma að gæta hagsmuna ÚA en afstaða hans í málinu réð úrslitum. Fram- sóknarmenn vildu semja við íslenskar sjávarafurðir sem vildu flytja höfuð- stöövar sínar til Akureyrar fengju þeir sölumál ÚA og það er ekki ofsagt að við hafi legiö að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn vegna málsins. Framsóknarmenn segja nú að hið eina rétta hefði verið að semja við ÍS á sínum tíma. SH lofaði 30 störfum í útibúi sinu á Akureyri. Grunur er um að þeir hafi ekki fyllt þá tölu starfsmanna nema í upphafi og nú leggja þeir starfsemina alveg af í höfuðstað Norðurlands. Þar í bæ ríkir lítil ánægja með þá ákvörð- un og það eru fleiri en Jakob Björns- son, fyrrverandi bæjarstjóri, sem tal- ar um svik í þvi sambandi. -gk 150 aukamil|jónir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt í gær fund með skólastjórum Reykjavikur- borgar. Þar sagði hún borg- ina tilbúna að leggja fram 150 til 170 miljónir króna aukalega fyrir næsta skólaár megi þaö leysa kennara- deiluna. Vísir.is sagði frá. Maðurinn á lífi Kona sem kom hingað ásamt fimm bömum sínum frá Kosovo fyrr i mánuðinum fékk þær frétt- ir í gær að eiginmaður hennar væri á lifi í Kosovo. Starfsmenn Rauða krossins segja að allt verði gert til þess að sameina fjölskyld- ima. RÚV sagði frá. Veitur í fjarskipti Stjórn Veitustofnana Reykja- víkurborgar stofnaði í gær nýtt einkahlutafélag um rekstur fyrir- tækis á sviði gagnaflutninga og fjarskipta. Helgi Hjörvar, formað- ur verkefnisstjómar, býst við að Orkuveita Reykjavíkur geti boð- ið upp á netþjónustu í tilrauna- skyni þegar á þessu ári. RÚV sagði frá.* Margir þáðu fiskimjöl Milli 600 og 700 manns þáðu frítt fiskimjöl í garða sína sem Krossa- nesverksmiðjan á Akureyri gaf bæj- arbúum í vikunni. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins segir við Dag að eftirspurn hafi verið heldur meiri en gert var ráð fyrir. Fullt að gera Dagur segir að þenslan á bygg- ingarmarkaði valdi því að tilboð í verk séu oft nokkuð yfir kostnað- aráætlunum, eða allt að 35% og jafnvel meira. Vegna góðrar verk- efnastöðu fyrirtækja hafi tilboð í útboösverk verið færri en oft áöur. Forsetinn í Eyjafirði Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son, heldur áfram opin- berri heim- sókn um Norð- urland í dag. í gær veitti hann 13 ung- lingum á Ólafs- firði hvatningarverðlaun forseta íslands til ungra íslendinga. Góð karfaveiði Karfi veiðist vel á Reykjanes- hrygg að sögn Bylgjunnar. Um 20 íslenskir frystitogarar era þar að veiðum og þurfa aö hætta að toga til að frystingin um borö hafi und- an. Algeng afköst á skip era 40-50 tonn á sólarhring. Sektað fyrir naglana Lögregla tekur nú hart á þeim bilstjóram sem enn aka um á nagladekkjum. Kópavogslögregl- an stöðvaöi 10 bíla í gærkvöld, alla á nagladekkjum. Bylgjan sagði frá. Vitlaust neyðarnúmer í símaskrá sem gefin er út fyrir Kópavog er neyðarnúmer lög- reglu rangt skráð. í stað númers lögreglu er skráð símanúmer sýsluskrifstofunnar í bænum. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum að sögn Bylgjunnar. Vill stækkun Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður ráðherra- nefndar Evr- ópuráðsins, áréttaði í gær stuðning við að Evrópuráðið verði stækkað. Hann kvaðst styðja það að Bosnía- Herzegóvína, Armenía, Aserbaídsjan og Mónakó verði að- ilar að ráöinu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.