Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Lítil viðskipti á Ví, 450 m.kr ... 193 m.kr. á skuldabréfamarkaði ... 159 m.kr. á peningamarkaði Mest viðskipti í Baugi og FBA en litlar gengisbreytingar ... Vinnslustöðin hækkar enn, 4,1% í gær .. Tryggingamiðstöðin um 3% ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,144% ... Atvinnuleysi minnkar enn - lítið atvinnuleysi og launahækkanir fara illa saman Atvinnuleysi á íslandi er nú með minnsta móti. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna árum saman og þrátt fyrir að launavísitölur hafi hækkað mikið þá er enn mikil eftir- spum eftir vinnuafli í ýmsum stétt- um og vísbendingar á lofti að launa- skrið haldi áfram. Kjarasamningar era lausir í haust og gaf Kjaradóm- ur tóninn á dögunum er hann kynnti launabreytingar æðstu emb- ættismanna þjóðarinnar. 1 ljósi þessarar þróunar er eðlilegt að spyrja hvort íslenskt hagkerfi þoli Atvinnuleysi í apríl - skipt eftir kynjum og svæðum Svæði Konur Kariar ftlls Höfuðborgarsvæði 3J% 1,8% 2,4% Landsbyggðin 2,9% u% 1,9% Vesturland u% 0,9% 11% Vestfirðir 1,4% 0,4% 11% Norðuriand vestra 5,4% 2,7% 3,8% Norðuríand eystra 3,4% 1,9% 2,5% Austuriand 2,0% V% u% Suðuriand 2,8% 0,7% 1,6% Suðumes 3,8% 0,5% u% ftllt landið 31% u% 21% Heimild: Vinnuméiastofnun Effil þessa þróun. Miklar launahækkanir auka tekjur fólks og kaupmátt þess og ef þessar hækkanir fara umfram ákveðin mörk getur verðbólga kom- ist af stað. Davíð Oddsson sagði við gerð síðustu kjarasamninga að þær launahækkanir sem samið var um þá væru alveg á mörkunum og því er full ástæða til að óttast frekari launahækkanir. Atvinnuleysi spilar í þessum efn- um stóra rullu. Mjög lítið atvinnu- leysi stuðlar að hærri launum því atvinnurekendur eru i samkeppni um starfsfólk og ef aliflestir hafa vinnu verða atvinnurekendur að bjóða hærri laun. Því getur samspil litils atvinnuleysis og mikilla launa- hækkanna verið varhugavert. Það er því ljóst að það verður erfitt verk að tryggja áframhaldandi stöðug- leika í kjölfar komandi kjarasamn- inga og líklegt er að aðilar vinnu- markaðar verði allir að gefa eitt- hvað eftir, þar með talið hið opin- bera. Áfram minnkandi atvinnu- leysi Gera má ráð fyrir að atvinnuleysi lækki enn í maí því undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi alltaf minnk- að frá apríl til maí eða um 8,7% að meðaltali. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að það verði 1,8-2,0% í þessum mánuði. Atvinnuástand hef- ur batnað á öllu landinu. Það hefur minnkað hlutfallslega mest á Vest- urlandi og á Austurlandi en at- vinnulausum hefur samt fækkað langmest á höfiðborgarsvæðinu. Það vekur athygli að atvinnuleysi víðar er nánast ekki neitt. Á Vest- fjörðum er það 0,8%. Það vekur at- hygli í ljósi þess mikla fólksfjölda sem flust hefur þaðan á undanforn- um árum. Það sama á í raun við á allri landsbyggðinni að meðaltali. Hins vegar er ljóst að staðbundin vandamál eru á nokkrum stöðum. Til dæmis er atvinnuleysi kvenna á Norðurlandi vestra 5,4% og er það nokkurt áhyggjuefni og gæti hugs- anlega ýtt undir frekari fólksfækk- un. -BMG Skagamenn auka viöskipti í Reykjavík: Unga fólkið versl- ar í Reykjavík DV, Akranesi: Atvinnumálanefnd Akraness og Átaks Akraness létu gera könnun á viðskiptavenjum Akurnesinga í október 1997. Tilgangurinn var sá að kanna stöðu verslunar á Akra- nesi áður en Hvalfjarðargöng yrðu opnuð. Þessi könnun var endurtek- in nú í febrúar sl. til að fá saman- burð. Fyrst var spurt í hvaða mat- vöruverslun stærsti hluti innkaupa til heimilisins færi fram. Rúmlega 90% svöruðu því til að þau væru gerð á Akranesi en 96% I könnun- inni 1997. Verslun Einars Ólafsson- ar er sem fyrr með mesta markaðs- hlutdeild eða 65%. Um ástæður inn- kaupa á Akranesi svöruðu rúm 50% að það væri vegna lágs verðs. Þá var spurt um hvar meginhluti fatn- aðar væri keyptur. Nú svöruðu 56% því að keypt væri á Akranesi en voru 63% í síðustu könnun. Um 33% Hvalfjarflargöng hafa aukið verslun- arferðir til Reykjavíkur sögðu fotin keypt í Reykjavík en voru 24% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem kaupa í útlöndum er óbreytt eða 7%. Það virðist einkum vera unga fólkið á aldrinum 16-24 ára sem fer til innkaupa í Reykjavík og ástæðan er meira vöruúrval. Hlutfall þeirra sem keyptu inn bygg- ingavöra hefur lækkað úr 82% í 67%. -DVÓ Aðsetur þekkingar - breytingar hjá íslandsbanka í gær gerði íslandsbanki breytingar. í stað fyrirtækjasviðs kemur íslandsbanki - Fyrirtæki og markaðir, í daglegu tali F&M. Inni- falið i F&M verður m.a. viðskipta- stofa og fyrirtækjaþjónusta bank- ans. Nýjar áherslur verða í starf- inu, nýtt merki og ný aðstaða. „Það má segja að það sem við erum að gera er að skipta um gír. Við erum á sama bílnum en erum búnir að mála hann, skerpa útsýnið og stíga á bensíngjöfina. Við erum komin með heiti á starfsemina sem er lýs- ir henni vel. í annan stað erum við að bæta aðstöðuna til að mæti þeirri fjölgun sem hér er og breyt- ingum í tækniumhverfi nútímans. Við eram að byggja upp aðsetur þekkingar og eram með gott starfs- fólk og tölvukerfi. F&M verður sjálfstæð afkomueining innan Is- landsbanka og við teljum að með þessu þá náum við betur að tryggja árangur fyrir viðskiptavini okkar“, segir Tryggvi Pálsson, forstöðumað- ur F&M. Aðspurður hvort hér sé Tryggvi Pálsson. um nýjan fjárfestingarbanka þá seg- ir Tryggvi að þeir þurfi þess ekki því þeir hafi íslandsbanka enn að baki sér. Áhersla er nú lögð á að íslandsbanki veiti alla þá þjónustu sem fyrirtæki þurfa. -BMG viðslcipta- molar Óbreyttir vextir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað i fyrradag að halda stýri- vöxtum sínum óbreyttum, eða í 4,75%. Margir óttuðust að bank- inn myndi hækka vexti í kjölfar þess að verðbólga mældist 0,7% í einum mánuði. Þessi ótti hafði í for með sér lækkun á hlutabréfa- verði og lækkun ávöxtunarkröfu skuldabréfa. Seðlabankinn segir hins vegar að vel kunni að vera að vextir hækki síðar á árinu. í kjölfarið féll Dow Jones um 110 stig. Þjóðverjar og Frakkar lægstir Þýskt fyrirtæki, Sulzer Hydro, átti lægsta tilboð í vél- og rafbún- að en franska fyrirtækið Alstom Hydro hauð lægst í lokur og faill- pípur 1 útboði vegna Vatnfells- virkjunar. Tilboð þessi vora bæði langt úndir kostnaðaráætlun eða 55,4% og 75,4%. 21,2% verðbólga í Rússlandi Það sem af er þessu árs hefur verðlag hækkað um 21,2% í Rúss- landi. Sam- kvæmt fjárlaga- frumvarpi síð- asta árs var gert ráð fyrir að verðbólga færi ekki upp fyrir 30% á árs- granni. Þó er óvíst að það takist því Borís Jeltsín forseti rekur reglulega yfirmenn efnahags- mála. Á fyrsta þriðjungi ársins hefúr verðlag hækkað um 21,2% í Rúss- landi en gengið var út frá því í fjárlagafrumvarpi rikisstjórnar- innar að verðbólga færi ekki upp fyrir 30% á árinu öllu Leiðrétting í frétt DV um verðbólgu og að- gerðir gegn henni féll út texti frá Almari Guðmundssyni, hagfræð- ingi hjá FBA. Þar lagði hann áherslu á að stjómtæki Seðla- bankans væra bestu skammtíma- úrræðin til að slá á þenslu því þau virkuðu strax. Hins vegar þyrfti ríkið að stuðla að aðgerð- um sem skiluðu sér til lengri tíma litið. Það er mikilvægt að taka vel igtuadaða ákvörðun* Nýjustu ISDN-símstöðvarnar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS SMITH & NORLAND Nóatúni 4 P 105 Reykjavík ” Sími 520 3000 www.sminor.is *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp Félagsþjónustan í Reykjavik • Skeljungur • ÍSAL * íslenskir aðalverktakar • Rugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur* Magnús Kjaran • Hótel Keflavík • Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • St Jósepsspítali • Taugagreining • Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist bama • Rauði kross íslands • Plastprent* Ölgerð Egils Skallagríms • íslenskmiðlun hf. o.fl. o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.