Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 Eftirmál vegna fasteignaviðskipta: - til að forðast eftirmál vegna „leyndra" galla Alla galla skal skrá Maður sem seldi raðhús sitt fyrir nokkrum mánuðum stóð síðan frammi fyrir því sex mánuðum síð- ar, þegar kaupandi átti að standa skil á síðasta hluta útborgunarinn- ar í húsinu, aö kaupandinn tók að halda uppi málþófi um ýmsa galla í húsinu sem honum hefði ekki verið kunnugt um áður. Seljandi hússins stendur á því fastar en fótunum að hafa sýnt kaupandanum allt húsið hátt og lágt áður en kaupin voru gerð og greint honum skilmerkilega og samviskusamlega frá því sem finna mætti að því, enda hefði hús- ið verið verðlagt í samræmi við ástand þess. Kaupandinn þrætti hins vegar fyrir að hafa nokkru sinni heyrt neitt slíkt af munni selj- anda. Endir málsins varð sá að selj- andi sló af 60 þúsund krónur. Kaup- andinn, sem hafði krafist hundraða þúsunda afsláttar, sætti sig við 60 þúsundin. Fasteignasalar sem Hagsýni DV ræddi við í gær sögðu það nokkuð algengt að mál af þessu tagi kæmu upp og stundum væru ástæðumar þær að kaupandi væri einfaldlega aðþrengdur peningalega og ætti ekki fyrir því að efna kaupsamning- inn að fullu og gripi því til örþrifa- ráða. „Það er því mjög góð venja að setja allt slíkt inn í kaupsamning. Munnlegir samningar eiga auðvitað að halda en annað hefur því miður komið á daginn þegar á reynir," segir Elías Haraldsson, fram- kvæmdastjóri fasteignasölunnar Hóls, í samtali við DV. Elías sagði það allM affarasælast að greina kaupanda samviskusamlega frá öllu sem viðkæmi húsinu og svara sam- viskusamlega öllum spurningum hans og skrá allt slíkt inn í kaup- samninginn. Þannig sé skynsamlegt að skrá þar t.d. að kaupanda sé kunnugt um óþétta svalahurð og kaupanda sé kunnugt um raka í kjallara o.s.frv. Með því tryggi selj- andi sig betur fyrir eftirmálum af þessu tagi. „Ef ekkert er skráð, svo ekki sé talað um ef ekki er minnst á neitt, er hætta á að erfið eftirmál komi upp,“ sagði Elías. -SÁ Elías Haraldsson, framkvæmdastjóri Fasteignasölunnar Hóls. í kaupsamning Endurnýjar gamla bílinn með gömlum bíl: „Mánaðarbílar“ af hagkvæmnisástæðum - mikið til af góðum eldri bílum - segir Ólafur Geirsson blaðamaður um eldri bílum á markaðnum á verðbilinu frá 300-500 þúsund sem geta dugað vel i allmörg ár enn. Meðan meginhluta bíleig- enda dreymir um að eignast nýj- an bíl og endurnýja slðan reglu- lega skapast rými fyrir þennan hóp sem ég tilheyri og endurnýj- ar meðvitað bíla sína með þess- um hætti, en ég veit svo sem ekki hvað hann er stór,“ segir Ólafur. Hann á núna 12 ára gamlan Fiat Croma en sá bíll varð upp- haflega til i samstarfi Saab, Fiat og Lancia. Saabinn sem út úr þessu samstarfl kom var Saab 900 en hjá Lancia var það Lancia Thema, en allt er þetta að grunni til sami bíllinn. Aðspurður hvaða bíltegund hafi dugað honum einna best nefnir Ólafur Nissan Sunny. „Sá bíll stoppaði aldrei og á endanum var ég orðinn leiður á honum og losaði mig við hann þess vegna en ekki af því að hann hefði gefist upp,“ sagði Ólafúr Geirsson. -SÁ Notaður bíll keyptur og allt kaupverðið lánað í átta ár: 90 þúsund í mín- us eftir átta ár Framboð á lánspeningum til kaupa á nýjum og notuðum bílum hefur verið mikið að undanfórnu og bílar boðnir til kaups þannig að allt kaupverðið er lánað jafnvel til 100 mánaða, sem eru tæplega átta og hálft ár. Við skulum nú hugsa okkur mann sem kaupir sér vel með far- inn þriggja ára gamlan bíl sem upp- haflega kostaði 1,5 milljónir króna. Kaup á notuðum bfl - allt lánað til 8 ára Upphaflegt verð bíls Verb bílsins ab átta árum liðnum Vextir og afborganlr samtals á tímabilinu Mismunur Kaupverð bílsins er 1.122.000 kr. og fær kaupandi allt kaupverðið lánað til 96 mánaða, eða átta ára. í lok láns- tímans er bíilinn orðinn 11 ára og hann fengi kannski fyrir hann um 370 þúsund krónur, hafi hann farið vel með hann og haldið honum eðli- lega við. í þessi átta ár hefur hann borgað lánið upp og greitt af því vexti samtals um 460 þúsund krónur. Ef hann nú selur bílinn þá stendur hann í rauninni uppi með um 90 þúsund króna halla eftir átta ár þegar hann ætlar að endurnýja gamla bíl- inn. Þar að auki hefur hann rek- ið bílinn og keypt á hann bensín, smurt h a n n og látið halda honum 1.122.000 kr. 370.000 kr. 460.000 kr. -90.000 kr. við að öðru leyti. Hafi ekkert stór- vægilegt komið fyrir bílinn og engar viðgerðir þurft að gera á honum, þá hefur rekstur hans að meðtöldum sköttum, tryggingum og viðhaldi kostað til viðbótar á þessu átta ára tímabili um 3.280.000 kr. Það er hins vegar önnur saga. í þessu dæmi er reiknað með láns- kjörum sem nú tíðkast á bílamark- aðnum. Verðfall bílsins er reiknað út frá þeim forsendum sem Félag ísl. bifreiðaeigenda gengur út frá þegar félagið reiknar ársfjórðungslega út reksturskostnað heimilisbíla. í þessu tilbúna dæmi má einnig segja að bíl- kaupandinn hafi verið skynsamur að kaupa þriggja ára gamlan bíl, því að verðfall er mest á nýjum bílum á fyrstu þremur árunum en síðan hæg- ir á því. Á móti kemur að eftir þrjú ár má reikna með því að þurfa að endumýja dekkjaganginn undir bíln- um og bíllinn byrjar aö kalla eftir viðhaldi. Þannig má búast viö því að útblásturskerfið þurfi að fara að end- urnýja og það þurfi að fara að líta á hemlakerfið og það þarf nýi eigand- inn að sjálfsögðu að kosta. -SÁ Ólafur Geirsson blaðamaður við núverandi „mánaðarbíl11 sinn. heldur nokkurra ára gamla og vel með farna og keyrir þá út. Hann segir að yfirleitt hafi þetta tekist vel hjá sér. Hann hafi eignast góða bíla fyrir tiltölulega lágt verð og þeir hafi langflestir dugað honum án teljandi vandamála. „Ég geri mér grein fyrir þvi að það geta ekki allir verið i þessu vegna þess að þetta byggist á því að bílafloti landsmanna endurný- ist tiltölulega ört. Ör endurnýjun er hagstæð fyrir okkur sem leys- um bilamál okkar með þessum hætti. Ef bilaflotinn endumýjast hægt þá þrengist svigrúmið," seg- ir Ólafur. Ólafur segist yfirleitt ekki eyða meiru í bílakaup en sem nemur aðarbíla. Hann velur bíla af sæmilega góðum og vönduðum tegundum sem einhverra hluta vegna eru ekki eftirsóttir og fást því tiltölulega ódýrt. Hann fái ætíð fagmann með sér til að skoða bílinn sem hann hefur augastað á og kaupi hann siðan ef hann er í lagi og hefur hlotið góða meðferð og stenst ársskoðun. Hann á síðan bílinn þar til hon- um finnst ekki taka því lengur að gera hann út. Þá losar hann sig við hann, gjarnan með því að selja hann til niðurrifs. „Reynsla mín af þessu er sú að þetta hefur margfaldlega borgað sig miðað við það að kaupa nýlega eða nýja bíla. Það er heilmikið til af góð- „Upphaflega fór ég út í þetta af þörf því að tekjur mínar minnk- uðu mjög mikið en ég hélt því síð- an áfram af hreinum hagkvæmn- isástæðum," segir Ólafur Geirs- son blaðamaður. Ólafur hefur þá reglu að hann kaupir aldrei nýja b í 1 a eins mánaðar launum sín- um í mesta lagi og nefnir þá af þeim sökum mán-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.