Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 19
19 NBA í nótt Handknattleikur: Lasse i Hauka 1. deildar lið Hauka í hand- knattleik hefur fengið góðan lið- styrk fyrir næsta keppnistímabil en félagið hefur gert samning við Norðmanninn Lasse Steinseth, 24 ára gamlan homamann sem leik- ið hefur með Drammen i Noregi. Steinseth hefur undanfarin 6 ár leikið með Drammen og hin síðari ár hefur hann jafnan verið einn markahæsti leikmaður liðs- ins. Hann skoraði 124 mörk í 20 leikjum Drammen i norsku deild- inni á síðustu leiktið og gerði sér lítið fyrir og setti nýtt norskt með þegar hann skoraði 21 mark í deildarleik með Drammen. Steinseth er ætlað að fylla i skarð Þorkels Magnússonar sem er á leið utan í nám næsta haust. Norðmaðurinn er annar leikmað- urinn sem Haukar fá í sinar rað- ir en á dögunum gekk Gylfi Gylfason í raðir þeirra frá Gróttu/KR en hann leikur í hægra hominu. Þar með verða tveir Norðmenn í herbúðum Hauka á næstu leik- tíð en Kjetil Ellertsen á eitt ár eft- ir af tveggja ára samningi sínum við Hafnarfjarðarliöið. -GH Lasse Steinseth. Einar áfram með lið Grindavíkur Einar Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við úrvalsdeild- arlið Grindavikur í körfuknattleik og gildir samningurinn til næstu tveggja ára. Einar þjálfaði tvö lið á síðustu leiktíð. Hann byrjaði hjá Haukum en eftir að hann var rekinn frá félaginu réðu Grindvíkingar hann til starfa um miðbik timabils- ins og leysti hann Guðmund Braga- son af hólmi. „Ég geri ekki ráð fyrir miklum breytingum á okkar liði. Að vísu má búast við því að við missum Herbert en hann er að leita fyrir sér erlendis. Stefnan er að þétta hópinn og koma með sterkara lið til leiks í haust. Við vomm í hælunum á Keflavík og Njarðvík og með smáheppni hefðum við getað slegið Keflavík út í undan- úrslitunum,“ sagði Einar í samtali við DV í gær. -GH Bikarinn for til Romaborgar ítalska llðið Lazio varð í gærkvöld Evrópumeistari bikarhafa í knattspyrnu eftir 2-1 s!gur gegn Mallorca frá Spáni en iiðin léku til úrslita á Villa Park í Birmingham. Fögnuður leikmanna Lazio var mikill í leikslok og á myndinni eru Marcelo Salas og Attilio Lombardo í sjöunda himni með bikarinn á milli sín. Símamynd Reuter Siguröur Jónsson fundar með Dundee United í dag: „Þaö er allt opiö“ „Það verður fúndur með öllum leikmönnum félagsins í dag og eftir hann veit ég hvar maður stendur. Það er ekkert launungarmál að ég stefni að því að komast frá fé- laginu. Ég æfi af fúllum krafti þessa dagana til að halda mér i formi varaðandi landshðið sem á leik gegn Armen- um heima þann 5. júní,“ sagði Sigurður Jónsson, lands- liðsmaður hjá skoska Uðinu Dundee United, í samtali við DV. Sigurður sagði í samtalinu að hann kæmi til íslands á mánudag. Hann var inntur eftir því hvort möguleiki væri á því að hann léki hér á landi i sumar. „Það er aUt opið í þeim efnum,“ sagði Sigurður. -JKS Miljkovic með ÍBV í kvöld Zoran Miljkovic, vamarmað- urinn öflugi frá Júgóslavíu, er kominn með leikheimild frá júgóslavneska knattspyrnusam- bandinu og því er ekkert til fyr- irstöðu að hann geti leikið gegn Leiftursmönnum í úrvalsdeUd- inni í knattspymu í Eyjum í kvöld. Miljkovic er sigursælasti er- lendi knattspyrnumaðurinn sem leikið hefur hér á landi en í þau 5 ár sem hann hefur spilað á Is- landi hefur hann í öll skiptin orðiö íslandsmeistari, fyrstu þrjú árin neð Skagamönnum og síðustu tvö árin með Eyjamönn- um. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.