Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 Gíraffar í uppáhaldi Uppstoppaður kettlingur teygir fram loppurnar á skrifstofu Margrétar Dagg- ar Halldórsdóttur, rekstrarstjóra og dýrahirðis í Húsdýragarðinum. Hún er búfræðingur og gæti ekki hugsað sér lífiö án dýra. „Ég verð að vera innan um dýr.“ Hún er borgarbam en var í sveit á sumrin á æskuárunum. „Ég á allt of mikið af dýrum.“ Hún á skoskan smala- hund sem hún hefur með sér í vinn- una, kött, hesta og fiska. Vorverkin eru í fullum gangi í garðinum en þau felast m.a. í að bera áburð á grasið og taka á móti ungviðinu. í ár hefur verið óvenju- mikið um ígrip i fæðingum kind- anna. „Sum árin þcirf að hjálpa öll- um kindum. Ég veit ekki hvers vegna.“ Margrét Dögg leggur áherslu á að starfsmenn Húsdýragarðsins eyði tíma með dýrunum. „Þetta snýst ekki bara um að þrífa heldur að kynnast dýmnum en þá er maður fljótari að sjá ef eitthvað er að. Þaö fer oft töluverður tími í að sitja og spjalla við þau.“ Böm em í meirihluta gesta í Hús- dýragarðinum en algengt er að skólaböm komi í heimsókn. „Starf- ið snýst mikið um fræðslu. í garðin- um er starfandi fræðsludeild og dýrahirðarnir vinna náið með henni.“ Margrét Dögg segir að aðsókn annarra gesta en bama sé mjög góð og sé alltaf að aukast yfir vetrartím- ann. „Ég hef á tilfinningunni að hingað komi margir fastakúnnar með böm sem komi jafnvel tvær helgar í mánuði." Útlenskir ferða- menn láta líka sjá sig. „í útlöndum þekkist aö fullorðnir fari í dýra- garða en mörgum íslendingum finnst þeir þurfa að hafa börn með sér. Það er eins og það sé skilyrði fyrir því að koma. En það er það alls ekki. Garðurinn er fyrir alla.“ Selimir eru vinsælastir. Síð- an koma refimir og svinin. Mar- grét Dögg er hætt að gera upp á milli dýranna. „Fyrst eftir að ég byrjaði var eitt dýr í uppáhaldi þann daginn og annað þann næsta. Ég á reyndar eitt uppáhaldsdýr sem er ekki hér í garðinum en það er gíraffi. Ég hef einu sinni séð gíraffa og ég var alveg dolfallin." Börn sem koma í Húsdýragarð- inn fá að vita nöfh dýranna. Meðal ungviðisins sem hefur komið í heiminn í vor er kvígukálfurinn Sóldögg og kiðlingurinn Hrollur. Margir kannast eflaust við nautið Guttorm sem í vetur var mælt og reyndist stærsta og þyngsta naut á landinu. Margrét Dögg nefnir fræðslugildið þegar hún er spurð hver sé nauðsyn þess að dýragarður sé í borg. „Það er orðið miklu sjald- gæfara að böm séu send i sveit. Mér fmnst nauðsynlegt til að víkka sjón- deildarhringinn að fólk kynnist dýr- um og læri að umgangast þau. Dýr- in era hluti af náttúranni og mér finnst það eitt af grundvallarlögmál- unum að lifa i sátt við hana.“ -SJ Hani, krummi, hundur, svín Vorið er komið í heim manna og dýra. í Húsdýragarðinum hitt- ast þessir niðjar náttúrunnar, horfa hver á annan og tala jafn- vel saman. Þessir niðjar tilheyra sömu tilveru. Tilveran leit inn í Húsdýragarðinn og tók tali menn og einstaka dýr. „Mér finnst nauðsyn- legt til að víkka sjón- deildarhringinn að fólk kynnist dýrunum og læri að umgang- ast þau.“ Hér er Mar- grét Dögg og kiðling- urinn Hrollur. DV-myndir ÞÖK Yngri börnin taka við af þeim eldri Hestarnir vekja mestan áhuga Fjósiö var síðasti viðkomustað- ur fjölskyldunnar frá Grund- arfirði sem varð á vegi Tilver- unnar í Húsdýragarðinum. Þau Helga Pétursdóttir og Marvin ívars- son voru komin alla leið til Reykja- víkur meðal annars í þeim tilgangi að bjóða frumburðinum ísak Snorra, 16 mánaða, í Húsdýragarð- inn. „Þó að við komum reglulega til Reykjavíkur þá er þetta fyrsta skipti sem við komum hingað í Hús- dýragarðinn. Við erum líka að fagna eins árs brúðkaupsafmælinu og fannst tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt með ísak Snorra," sagði Marvin. „Drengurinn skemmtir sér ekk- ert síður en við, enda garðurinn í alla staði mjög skemmtilegur. Hest- amir vekja mestan áhuga ísaks en hann á svo sem ekki langt að sækja það því hann er þegar farinn að fylgja pabba sínum í hesthús fyrir vestan. Við höfum aðallega komiö til Reykjavíkur til þess að fara í leikhús og bíó en ég held þaö sé al- veg ljóst að Húsdýragarðurinn er kominn á listann yfir það sem við geram í borgarferðum í framtíð- inni, sagði Helga Pétursdóttir. -aþ Þetta er fyrsta ferð tvíbur- anna í Húsdýragarðinn en undanfarin ár höfum við komið reglulega með eldri bömin hingað þannig að við höldum því væntanlega áfram,“ sagði Guðrún Hákonardóttir sem var ásamt eigin- manninum, E i n a r i Helgasyni og tví- burunum Bjarghildi Það getur verið gott að láta mömmu og pabba halda á sér. Tvíburarnir Bjarg- hildur Vaka og Hróðmar Vífill ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Hákonar- dóttur og Einari Helgasyni úr Grindavík. ísak Snorri ásamt foreldrum sínum, Marvin ívarssyni og Helgu Pétursdóttur. Helga og Marvin með soninn Isak Snorra: Vöku og Hróðmari Vífli, að spóka sig í Húsdýragarðinum þegar Til- veran var þar á ferð. Þau sögðu votviðrið engu skipta enda væru þau ýmsu vön úr Grindavík þar sem þau eru búsett. „Það er alltaf gaman að koma hing- að og við ætlum að skoða allan garðinn venju samkvæmt. Það er þó kostur að sýningarsvæðið er bæði inni og úti en mér finnst bæði nauð- synlegt og skemmtilegt fyrir böm að kynnast íslensku hús- dýranum með þess- um hætti,“ sagð f' St Einar Helgason. __ I -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.