Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Page 37
UV FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1999 37 Rachel Burton leikur einleik meö Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíói í kvöld. Tónleikar Erfiður fiðlu- konsert Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru flögur verk: Þrjár setningar eftir Karólínu Eiríksdóttur, Fiölu- konsert nr. 1 og Polanaise í D-dúr eftir Henryk Wieniawski og Sin- fónía í D-moll eftir Cesar Franck. Hljómsveitarstjóri er Vasilu _________________Sinaski sem þykir einn sérstæðasti hljómsveitar- stjóri Rússa um þessar mundir og var meðal annars aðalhljómsveit- arstjóri Fílharmóníuhljómsveitar- innar í Moskvu 1991-1996. Einleikari í fiðlukonsertinum er Rachel Burton sem þrátt fyrir ungan aldur er viðurkennd sem einn fremsti fiðluleikari sinnar kynslóðar. Hefur hún komið fram með sinfóníuhljómsveitum í Chicago, St. Louis, Montreal, Vín- arborg og Búdapest og unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Zubin Mehta og Eric Leinsdorf. Fiðlukonsertinn sem hún leikur einleik í er sjaldan fluttur á tón- leikum og er ástæðan sú að hann er mjög erfíður í flutningi, „algjör fingurbrjótur“, eins og sagt er, og ekki nema á færi snillinga að flytja svo vel fari. Þriðja leiðin í stjómmálum Prófessor Anthony Giddens rektor heldur fyrirlestur í dag í stofu 101 í Odda kl. 16. Prófessor Giddens er með þekktari félagsvísindamönnum nú- tímans. Verk hans hafa haft mikil áhrif bæði innan félagsvísindanna og í stjórnmálum líðandi stundar en Giddens er talinn einn helsti hug- myndafræðingur stjómarstefnu Tonys Blairs í Bretlandi. Siðfræði og erfðaupplýsingar Vísindafélagsfræðingurinn Hilary Rose flytur fyrirlestur kl. 17.00 í hátíð- arsal Háskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist Siðfræði og erfðaupplýsingar og er öllum opinn. Sjálfbær þróun Sakari Kankaapaa, gistifræðimaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, flytur fyrirlestur um sjálfbæra þróun og norðlæga jaðarskóga í aðalsal Há- skólans á Akureyri í dag kl. 17.15. Verkefni nemenda í sjúkraþjálfun Kynning á BS-verkefni nemenda námsbrautar í sjúkraþjálfun fer fram á morgun frá kl 10.30 til 15.40. Kynn- ________________inging fer fram í Lækna- Samkomur garði, 3. hæð, og era allir sem áhuga hafa velkomnir. Hvert er- indi er 20 mínútur, 15 mínútur í ffarn- sögu og 5 mínútur í spumingar og umræður. Eðlisfræðifyrirlestur Dr. Arvi Freiberg, eðlisfræðideild háskólans í Tartu, Eistlandi, flytur er- indi á málstofu efnafræðiskorar á morgun kl. 13.15 í stofu 158, VR-II, Hjarðarhaga 4-6. Erindið nefnist Excitons in Photosynthesis. Dr. Freiberg hefur starfað lengi við eðlis- ffæðideild eistnesku vísindaakademí- unnar og nú við háskólann í Tartu. Allir eru velkomnir að hlýða á erindið. Rex: Djass og danstónlistarspuni í kvöld hefst ný syrpa af Improve groove kvöldum á veitingastaðnum Rex. Improve groove er helgað djass og danstónlistarspuna. Djasstónlist- armenn spinna yfir for- vitnilega og krefjandi tónlistarblöndu plötu- snúða. Nú er að hefjast þriðja syrpan af Improve groove á Rex og það verða saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og plötusnúður- inn Margeir sem ríða á vaðið. Mar- geir og Óskar hafa áður spunnið saman við mikla hrifningu við- staddra og vegna ítrekaðra óska hafa þeir ákveðið að endurtcika leik- inn. í tilefni vorkom- unnar geta áheyrendur búist við suðrænum og seiðandi áhrifum í tón- listinni ffá Margeiri og áköfum og heitum spuna ffá Óskari. Leikurinn hefst um kl 22.30 og stendur til 1.00. Aðgangur er ókeypis. Umsjónar- Margeir plötusnúður. maður Improve groove er Þorsteinn Stephensen. Blues Express á Grand Rokk í kvöld skemmtir Blues Express á Grand Rokk, en sveitin vakti mikla hrifningu þar fyrir viku. Blues Ex- press hefúr verið í pásu nokkuð lengi en hraðlestin er farin aftur af stað með nokkuð breyttmn mann- skap. í sveitinni eru eru nú Matthi- as Stefánsson á gítar, Ingvi R. Ingvason á trommur, Gunnar Ei- riksson, söngur, munnharpa, Tómas Malmberg, hljómborð, og Árni Björnsson á bassa. Óskar Guöjónsson saxófönleikari. Skemmtanir Veðríð í dag Skúrir eða haglél Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 982 mb lægð sem mun þokast austur á bóginn. I dag verður suðaustankaldi og talsverðar skúrir eða haglél sunnan og vestan til en hæg suðlæg átt og léttskýjað á Norðausturlandi. Hæg breytileg átt sunnanlands og skúrir eða súld með köflum í nótt en hæg austlæg átt og þurrt norðanlands. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á Norðaust- urlandi síðdegis, en svalast á Vest- fjörðum. Á höfuðborgarsvæðinu er suð- austangola eða kaldi. Hæg breytileg átt í kvöld en norðvestlæg seint í nótt. Skúrir. Hiti 4 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.56 Sólarupprás á morgun: 03.52 Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.39 Árdegisflóð á morgun: 12.20 Veðrið kl. Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg 6 í morgun: hálfskýjað alskýjað skýjað skýjaö úrkoma í grennd skúr á síð.kls. 4 skúr á síð.kls. 5 léttkskýjaó 13 léttskýjað 12 heiðskírt 11 14 alskýjað 10 léttskýjað 9 heióskírt 12 rigning 15 léttskýjað 14 léttskýjað 14 léttskýjað 11 skýjaó 10 skúr á síó.kls. 11 þokumóóa 12 léttskýjaö 13 þoka 2 mistur 13 þoka 10 skýjaö 17 9 heiðskírt -4 alskýjaö 16 léttskýjaö 19 rigning 13 skýjaö 15 heiöskírt 14 heiðskírt 16 13 Einar Atli Litli drengurinn, sem er í fangi bróður síns, hefur fengið nafhið Einar Atli. Hann fæddist á fæðingardeild Landspítalans Barn dagsins 10. mars síöastliðinn kl. 13.30. Foreldrar hans era Ólafia Mar- ía Gunnarsdóttir og Óskar Júli- us Bjarnason. Bróðir Einars Atla heitir Hjalti Freyr og er hann fjögurra og hálfs árs gam- all. Víða aurbleyta Vegir á hálendi íslands era lokaðir fyrst um sinn vegna aurbleytu. Aurbleyta hefur einnig gert það að verkum að öxulþungi er takmarkaður víða og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Yf- irleitt er takmörkunin miðuð við sjö eða tíu tonn. Færð á vegum Vegavinnuflokkai- era að störfum á nokkram stöð- um á landinu, meðal annars á Snæfellsnesi og á suðvesturhominu. Að öðra leyti er ágæt færð á öll- um aðalvegum landsins. Astand vega ^ Skafrenningur m Steinkast E] Hálka Q) Ófært ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Jane Horrocks leikur Lóu og hefur fengið mikið lof fyrir. Taktu lagið, Lóa Taktu lagið, Lóa (Little Voices) sem Regnboginn sýnir er byggð á frægu leikriti eftir Jim Cart- wright. Jane Horrocks leikur Lóu, einmana stúlku sem á heima í lít- illi sjávarborg í norðvesturhluta Englands. Allt frá því að faðir hennar lést hefur hún ekki talað en eyðir deginum í að hlusta á plötur úr miklu safni sem faðir hennar skildi eftir sig. Móðir hennar Mari (Brenda Blethyn) er löngu hætt að syrgja eiginmann sinn og skemmtir sér mikið. Dag einn kemur nýr maður inn í líf Mari, vafasamur karakter, Ray Say (Michael Caine) sem er um- ’///////// Kvikmvndir boðsmaður skemmti- V krafta. Um sama leyti kynnist Lóa feimnum ungum manni, Bill (Ewan McGregor) og hún fær áhuga á lífinu aftur. Þetta verður til þess að hún syngur meira og dag einn heyrir Ray hana syngja og verður hrifinn. Hann sér mikla peninga í hæfi- leikum hennar og hefur undirbún- ing að því að gera hana aö stjörau. Bíóhöllin: 8MM Saga-Bíó: Varsity Blues Bíóborgin: True Crime Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: Belly Laugarásbíó: Free Money Regnboginn: Taktu lagið, Lóa Stjörnubíó: Deep End of the Ocean «r, w Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 stækur, 5 þykkni, 7 hin- um, 8 kyrrð, 10 gæla, 11 stöngin, 12 þáttinn, 14 varðandi, 16 þrái, 18 sef- ar, 19 armur, 20 blöð, 21 flas. Lóðrétt: 1 reykur, 2 aur, 3 undir- föral, 4 svíðingur, 5 lítinn, 6 hvel, 9 ofn, 13 rekald, 15 svörður, 17 utan, 19 píla. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 hrátt, 6 ám, 8 völ, 9 árla, 10 okar, 11 ofn, 13 togaðir, 16 trosi, 18 má, 19 oft, 20 taum, 22 salur. Lóðrétt: 2 rök, 3 álag, 4 tárast, 5 troði, 6 ál, 7 man, 8 vott, 12 fimur, 14 orfs, 15 rámi, 17 ota, 19 ok, 21 au. Gengið Almennt gengi LÍ 20. 05.1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,590 73,970 73,460 Pund 118,530 119,140 118,960 Kan. dollar 50,090 50,400 49,800 Dönsk kr. 10,5250 10,5830 10,5380 Norsk kr 9,4700 9,5220 9,4420 Sænsk kr. 8,7080 8,7560 8,8000 Ft. mark 13,1605 13,2396 13,1780 Fra. franki 11,9289 12,0006 11,9448 > Belg. franki 1,9397 1,9514 1,9423 Sviss. franki 48,8700 49,1400 48,7200 Holl. gyllini 35,5077 35,7211 35,5548 Þýskt mark 40,0079 40,2483 40,0610 jt. líra 0,040410 0,04065 0,040470 Aust. sch. 5,6866 5,7207 5,6941 Port escudo 0,3903 0,3926 0,3908 Spá. peseti 0,4703 0,4731 0,4710 Jap. yen 0,590400 0,59400 0,615700 írskt pund 99,355 99,952 99,487 SDR 98,850000 99,45000 99,580000 * ECU 78,2500 78,7200 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.