Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1999, Qupperneq 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFIIR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1999 Iðnskólinn: Ingvar iðrast Ingvar Ásmundsson, skólameist- ari Iðnskólans, bað samstarfsmenn sína afsökunar á kennarafundi í skólanum síðastliðinn þriðjudag. Með því reyndi skólameistari að slá á þær hatrömmu deilur sem geisað hafa innan skólans að undanfórnu. Var Egill Guðmunds- son, deildarstjóri hönnunardeildar, sérstaklega beðinn afsökunar en Ingv- ar hafði slengt til hans hendi og kall- að hann niðurrifsmann þegar verst lét á kennarafundum. Guðni Kol- beinsson, formaður Kennarafélags * Iðnskólans, sem sagði upp í kjölfar deilnanna við skólameistara, ætlar að standa við uppsögn sina þrátt fyrir áskoranir samkennara um annað. Segist hann hvorki hafa tíma né taugar til að standa í því þrasi sem fylgir því að kenna við Iðnskólann. -Effi Ingvar Ás- mundsson. > ■* Dragdrottning og dreifbýlistúttur í Fókus, sem fylgir DV á morgun, er birt ítarleg útlistun á því hveijir koma hvaðan, til borgarinnar, og hvernig landsbyggðin plummar sig í bænum. Bogomil Font ræðir um nýj- ustu hljómsveit sína Dip og kemur inn á að ástarlíf hans sé í rúst. Rætt er við Atla Rafn leikara, stjömuna úr Rent, en hann er ótvíræður senuþjóf- ur í því verki. Fólkið í auglýsingun- um segir frá því af hverju það seldi sál sína. Með Fókusi fylgir svo auka- blað um yngstu og efnilegustu kvik- myndagerðarmennina, Hallgrímur Helgason reynir að rifja upp eitthvað , af þeim 1003 bíómyndum sem hann * hefur séð og áttar sig á því að hann er búinn að gleyma 959. Ólafur Ftagnar Grímsson, forseti íslands, er í opinberri heimsókn í Eyjafirði. Heimsóknin hófst í gær en í dag heim- sækir forsetinn m.a. Dalvíkurbyggð og á morgun Hrísey og Grímsey. Á myndinni sést forsetinn ásamt Ingibjörgu Sigurlaugsdóttur, prestsfrú í Laufási í Grýtubakkahreppi, en þangað lá leið forsetans m.a. í gær. Þau eru að skoða muni í „gamla bænurn" í Laufási. Tóbaks- og vínbarinn ehf.: Stefnir Borg- inni og Baugi „Ég get staðfest að málið verður þingfest fyrir Hér- aðsdómi Reykja- víkur í dag,“ sagði Guðmundur Pálmason lögmað- ur um skaðabót- mál sem Tóbaks- og vinbarinn ehf. ætlar að höfða á hendur Reykjavík- urborg, Baugi og fyrrum eigendum hússins þar sem Nýja bíó stóð eitt sinn en er nú gapandi grunnur við Lækjargötu. Forsaga málsins er sú að að- standendur Tóbaks- og vínbarsins höfðu lagt í verulegar fjárfestingar við innréttingar á veitingastað sem reka átti þar sem eitt sinn var Blús-barinn og þar áður afgreiðslu- staður Flugleiða við Lækjargötu. Jón Ásgeir Jó- hannesson. Viku áður en átti að opna veitinga- staðinn brann húsið og í kjölfarið var það riflð. Fyrir bragðið varð ekkert af fyrirhuguðum veitinga- rekstri Tóbaks- og vínbarsins í húsinu og fjárfesting sem lagt hafði verið í að engu orðin. Skaða- bótakröfur nema rúmum sjö millj- ónum en það var sá kostnaður sem forsvarsmenn Tóbaks- og vínbars- ins, þeir Tómas Ragnarsson og ------1 Reynir Guð- mundsson, höfðu 1 lagt í nýja veit- tó... ingastaðinn sem fy allt í einu hvarf. Þeir félagar stefna v Jóni Ásgeiri Jó- JÉÍa hannessyni, for- WmM stjóra Baugs, Ingi- Leó Löve. björgu Sólrúnu Gisladóttur borg- arstjóra og félög- unum Leó Löve og Jóni Guð- mundssyni sem voru skráðir eig- endur byggingarinnar við Lækjar- götu áður en hún brann. Tóbaks- og vínbarinn hafði eng- an skriflegan húsaleigusamning við þá aðila sem þeir hafa stefnt en byggja málsókn sína á þvi að munnlegur samningur jafngildi skriflegum í íslensku réttarkerfi. -EIR Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. Veðrið á morgun: Slydduél á Vest- Á morgun verður norðan- og norðvestanátt, stinningskaldi vestan til en hægari á Austur- landi. Slydduél og hiti 1 til 4 stig á Vestfjörðum en skúrir og hiti 3 til 9 stig annars staðar. Veðrið í dag er á bls. 37. Stjórnar- myndun gengur vel Samkvæmt upplýsingum úr for- sætisráðuneytinu ganga stjórnar- myndunarviðræður vel og enginn al- varlegur ágreiningur er milli flokk- anna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar halda því hins vegar fram að samstað- an milli flokkanna sé ekki eins góð og menn vilja vera láta. Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samfylking- arinnar, segir það óvenjulegt að flokk- ar sem hafi starfað saman fjögur ár í rikisstjórn og varla hafi borið neitt á milli i stefnu fyrir kosningar skuli taka sér jafnlangan tima og raun ber vitni til að mynda ríkisstjórn. „Auð- vitað þurfa menn að vanda vel til verka en maður hefði ætlað að það tæki flokkana ekki meira en tvo til þrjá daga að mynda nýja stjórn. Ég tel þetta vísbendingu um að samstaðan milli flokkanna sé ekki eins mikil eins og af er látið og mér kæmi ekki á óvart að töluverður ágreiningur sé milli flokkanna um aðgerðir í efna- hagsmálum í ljósi frétta um aukna þenslu," sagði Margrét. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir það af og frá að milli flokkanna ríki ekki fullt traust. „Þetta blasir nú ekki svona við mér, enda ekki meira en rétt rúmlega vika frá kosningum. Viðræðumar taka að sjálfsögðu sinn tíma en hér gildir hið fomkveðna: vel þarf að vanda það sem lengi skal standa." -kjart Sýslumaður þögull Vettvangsannsókn sýslumannsins á Patreksfirði, Þóróifs Halldórssonar, á kæmmáli Fuglaverndarfélagsins vegna sinubruna í hólma í landi Mið- húsa á Barðaströnd lauk í gær. Kærendur telja að tilgangur sinu- brunans hafi verið sá að ílæma burtu amarhjón frá varpstað í hólmanum. Sýslumaður vildi i samtali við DV engu svara um hvers hann hefði orð- ið áskynja í hólmanum. Hann sagði að gagnasöfnun í málinu væri ekki lokið og rannsókninni þaðan af síður. Spurningu um hvort vettvangskönn- un hans í fyrradag í hólmanum benti til þess að sjálft amarhreiðurstæðið og nánasta umhverfi þess hefði verið brennt eða ekki óskaði hann ekki að svara. Ásamt sýslumanni fóru í vett- vangskönnunina út í hólmann lög- reglumaður, bóndinn á Miðhúsum og Ævar Petersen, fuglafræðingur frá Náttúrufræðistofnun. Ævar sagðist í samtali við DV ekki geta greint frá því sem hann sá í hólmanum. Hann hefði farið þessa for að beiðni sýslu- manns, hann væri eiðsvarinn honum um leynd í málinu og ætti eftir að gefa sýslumanni skriflega skýrslu. -SÁ SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.