Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 7
Stefán Karl Stefánsson leikur ekki bara tannlækninn í Litlu hryllingsbúðinni sem verður frumsýnd í kvöld í Borgarleikhúsinu. Hann leikur níu önnur hlutverk sem þýðir að hann er á fullu alla sýninguna við að skipta um gervi og hefur oft til þess skrambi nauman tíma. stóð í þessu sama síðast þegar Hryllingsbúðin var sett upp og dæmir hér frammistöðu Stefáns í búningaskiptunum. 6. Mættur aftur á sviöið sem ungfrú Hlíf 20 sek- úndum eftir aö hafa veriö Bói bæjó. Eti hlutverki sjónvarps- pródúsersins Bóa bæjó rétt áöur en hann hleypur af sviöinu. Klukkan er byrj- uð aö tifa. 5. Grípur kvenmannstöski og vindling. 2. Rífur sig úr jakkafötun- laðqerð Hraðastar hendur þarf Stefán að hafa þegar hann rífur sig úr jakka- fótum, breytir sér í konu með öllu tilheyrandi, hleypur 30 metra bak- sviðs og má alls ekki vera lengur að því en tæpa hálfa mínútu. Þar sem þetta ferli krefst meiri tækni og hraða en nokkurt hinna atrið- anna þótti marktækast að láta for- verann Ladda dæma það. Skemmst er frá því að segja að Stefán var í 20 sekúndur að umbreytast og á skal- anum núll til tíu gaf Laddi honum tíu stig í einkunn fyrir frammistöð- una. „Hann gerir þetta ansi vel, strák- urinn. Ég er sannfærður um að hann á eftir að standa sig vel, að ekki sé talað um þegar hann fer að sjóast," segir Laddi sem ætti að vita hvað hann syngur. Hann stóð í sömu sporum fyrir nokkrum árum og kemur þvi kurteislega að að hann hafi náð að afgreiða búninga- skiptin á fimmtán sekúndum á sín- um tíma. „Já, já. Mér tókst að bíða í smá- stund eftir að mega fara inn á svið- ið,“ segir hann stoltur. Eins og fram hefur komið leikur Stefán tíu hlutverk í stykkinu, þar af átta sem sjást. Þau eru róni, kúnni, tannlæknir, viðskiptavinur, Bói, ungfrú Hlif, Andri Brabra og Ástmar Magnússon. Þau sem sjást ekki eru útvarpsrödd og rödd Guðs. Einhvern veginn dettur manni í hug aó þaó sé frekar flókiö aö leika svona mörg hlutverk í einni sýningu? „Maður þarf náttúrlega að vera ftjótur, ekki bara að skipta um föt heldur líka að lifa sig inn í nýjan og nýjan karakter," segir Stefán en þetta er í annað sinn sem hann leikur mörg hlutverk í einu stykki. Síðast var það þegar hann lék fimm kennara í leikritinu Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt, sem Davíð Þór Jónsson samdi með ungum Hafnfirðingum fyrir tíu árum. „Annars er oft eins og maður kom- ist í karakter um leið og maður er kominn í réttu fötin,“ bætir hann við og Laddi kinkar kolli því tO staðfestingar. „Ég er hins vegar ekki viss um að ég þoli spennuna á frumsýning- unni,“ segir Laddi. „Líklega á ég eftir að fara á taugum úti í sal af hræðslu við að eitthvað fari úr- skeiðis." Stress það sem Laddi lýs- ir er ekki eingöngu til komið af leikarasamheldni sem slíkri, því Stefán er að auki sonur besta vinar Ladda. Þeir eru báðir úr Hafnar- firði, þar sem fyndnu mennirnir fæðast, og hafa þekkst alla ævi Stefáns. „Vonandi eigum við eftir að leika saman einhvern tima. Ann- ars er ég í startholunum ef Stebbi þarf að fá frí. Það væri minnsta mál að hlaupa í skarðið fyrir hann. Ég man eftir þessu verki eins og það hafi verið sýnt í gær,“ segir Laddi en tekur fram að af þeim af- leysingasamningi viti enginn nema þeir tveir. -ILK 40% minni vatnsnotkun á Evröviajonkvttlcliiiu 18.30 Fréttir. Stór hluti landsmanna drífur sig af klósettinu eöa vaskar upp eftir aö hafa boröaö snemma og kastar sér síðan til aö fylgj- ast meö Milo og öllu hlnu vesenlnu úti í hinum stóra heimi. 19.00 Góöir gestir, Evrópska söngvakeppnin er hafin. Hættiö að vaska upp, skeiniö ykkur og drattist til aö horfa á lagiö frá Litháen. 19.45 Auglýsingar. íslenska lagiö er næst og melrihluti þjóðarinnar heldur bara í sér. Hver pissar þegar stolt íslensku þjóöarinnar er rétt í þessu aö stíga á sviö. 20.15 Auglýsingar. Nokkrir bjórþambarar hlaupa til aö losa aöeins um blööruna. Stigagjöfin er aö hefjast og allt getur gerst. Framtíö menntamálaráöherra er óráöin. Rmm þúsund manna tónleika- höll gæti rústaö fjárlögin. 21.50 Spennan í hámarki. Selma hefur unnið Evrópsku söngvakeppn- ina. Já, þaö er gaman aö vera íslendingur í augnablikinu. 15.00 16.00 17.00 18.00 19.00 20.00 21.00 22.00 23.00 00.00 22.30 Áhugi íslendinga á Evrópsku söngvakeppninni sést best á vatnsnotkun landsins á þessu mikilvægasta kvöldi ársins. Fókus hafði samband við Vatnsveituna og fékk línurit yfir hreint íbúðarhverfi í borginni. Sláandi munur var á dagskvöldinu 22. maí og Evróvisjonkvöldinu 29. það héldu margir í sér fyrir hana Selmu okkar. NEIIIIIII. Viö töpuðum. Til fjandans meö allar þjóöir Evrópu. Svía- grýlan enn og aftur. Förum og mígum úr okkur öllu þessu kampa- víni sem viö drukkum í sigurvímunni fyrr um kvöldiö. Jú, og kannski þurfa einhverjir aö æla í spennufallinu. Hvað Q gerðirðu yið peningana - sem frúin í Hamborg gaf þér? - bannaö að segja já, nel, svart og hvítt: Jón Haukur Baldvinsson, umboðs- maöur Botnleðju. Keypti mér fótbolta- völl og blátt hús Fókus: „Hvað keyptirðu þér fyrir peningana sem frúin í Ham- borg gaf þér?“ Jón Haukur: „Hús.“ F: „Hvernig er það á litinn?" JH: „Blátt." F: „Er það flott?“ JH: „Geðveikt." F: „Er það stórt?" JH: „Risastórt hús.“ F: „Hvað er það stórt?“ JH: „Hundrað þrjátíu og fimm fermetrar." F: „Og hvað kostaði það?“ JH: „Níu komma fimm.“ F: „Fékkstu það á lánurn?" JH: „Ekki á lánum." F: „Ekki á lánum?" JH: „Staðgreitt." F: „Staðgreitt?" JH: „Maður er svo rikur." F: „Nú, hvar fékkstu alla þessa peninga?" JH: „Ég er að vinna.“ F: „Gaf frúin í Hamborg þér þá ekki?“ JH: „Hún gaf mér þá ekki, sko.“ F: „Nú?“ JH: “Hún var í fríi.“ F: „Nú, hvert fór hún?“ JH: „Hún fór til Spánar." F: „Hvernig var hún á litinn?" JH: „Frúin í Hamborg?" F: „Já.“ JH: „Hún var rauð. Hún var á Spáni.“ F: „Ég hélt kannski að hún hefði verið hvít. Var hún ekki hvít?“ JH: „Hún var rauð!“ F: „En áður en hún fór til Spán- ar. Hvernig var hún þá á litinn?“ JH: „Þá var hún bleik.“ F: „Jæja. Og hvað keyptirðu þér fleira?“ JH: „Ég keypti mér fótbolta- völL“ F: „Fótboltavöll?“ JH: „Fótboltavöll." F: „Hvað ætlar þú að gera við hann?“ JH: „Spila fótbolta á honum." F: „Kanntu fótbolta?" JH: „Ég er góður í fótbolta.“ F: „Ertu góður í fótbolta?" JH: „Mjög góður í fótbolta." F: „Hvemig er fótbolti á litinn?" JH: „Svart..aaaaahh." 4. júní 1999 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.