Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 19
Grundarfiröi. Sjómenn, komið og dansiö frá
ykkur rænuna með Landi & kröbbum!
IngólfsCafé er nýr staður í sveitinni milli
Hveragerðis og Selfoss og þar mun selfysska
hljómsveitin OFL (sem lesa skal o-eff-ell) slá
upp balli í kvöld. Bandið skipa Baldvin Árna-
son, Guömundur Karl Sigurdórsson,Helgi Val-
ur Ásgeirsson, Leifur Viðarsson og Þórhallur
Reynir Stefánsson.
Það er ekkert grin að halda úti átta manna
bandi á þessum láglaunatímum skemmtara-
dúóa, en 8-villt bugast hvergi. Hún skemmtir
harðgerum ísfirðingum í Sjallanum hans Dúa.
Um helgina verður haldin keppnin „Ull í fat“ í
Félagsheimilinu Þingborg I Hraungerðis-
hreppi. Lið frá Ullarselinu á Hvanneyri og Ullar-
vinnslunni Þingborg munu keppa um hvort
verður fljótara að spinna og prjóna sjal. Einnig
verður handverkssýning þar Heimilisiðnaðar-
félag islands, Ullarselið á Hvanneyri, Ullar-
vinnslan Þingborg og fleiri munu sýna og selja
handverk. Búvélasýning frá Búvélum hf. á Sel-
fossi verður á staðnum, ýmsar kanínutegund-
ir verða til sýnis, svo og fleiri dýr, og hestar
verða teymdir undir krökkum. Báða dagana
verða ýmis skemmtiatriði og kaffisala verður á
staðnum.
Mjöll Hðlm og Skúlafur eru aftur á Vitanum í
Sandgeröi. Stemning gærdagsins mögnuð
upp aftur. Passiði drykkjuna, Sandgerðingar,
sjómannadagurinn er á morgun með
koddaslag og tilheyrandi!
Hljómsveitin Söldögg hefur tryllt norður í sveit-
ir og næsti viðkomustaður er Sjálfstæðishús-
ið á Akureyri, oft nefnt Sjallinn.
Hafrót spilar á Lundanum, Vestmannaeyjum.
•Leikhús
Abel Snorko býr einn, eftir Eric Emmanuel
Schmitt hinn franska, verður flutt á Litla sviöi
Þjóölelkhússins kl. 20. Sími 5511200.
I lönó er verið að sýna Hnetuna en það er ein-
hvers konar geimsápa sem þykir mjög fyndin.
Klukkan 20:30 hefst sápan og enn eru nokk-
ur sæti laus. Aðalhlutverk leika Friörik Friö-
riksson, Linda Ásgeirsdóttir, Gunnar Helga-
son og fleiri.
Á stóra sviði Þjóöleikhússins er Litla hryllings-
búöin sýnd klukkan 20:00. Höfundur verksins
Liíid eítir vinnu
er Howard Ashman en leikstjóri er Kenn Oldfi-
eld sem er svo sannarlega orðinn „íslandsvin-
ur". Hann hefur leikstýrt nokkrum stykkjum
hér á landi, meðal annars Grease sem hlaut
fádæma góðar viðtökur. Aðalhlutverk I Hryll-
ingsbúðinni leika Stefán Karl Stefánsson, Þór-
unn Lárusdéttir, Bubbi Morthens, Eggert Þor-
leifsson og Selma Björnsdóttir svo einhverjir
séu nefndir. Um tónlist sér hinn margrómaði
Jón Ólafsson. Rétt er að benda á að klukku-
stund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði.
Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund
Backman, í Hnffsdal klukkan 20.30. Þessi
farsi gengur og gengur og núna út um allt
land. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikur-
unum" - að þessu sinni Þóru Friðriksdóttur,
Bessa Bjarnasynl og Guörúnu Þ. Stephensen.
Þjóðlelkhúsið sýnir Rent eftir Jonatan Larson
í Loftkastalanum kl. 20.30. Þetta er söngleik-
ur sem öfugt flestra slíka sem hafa ratað á
fjalirnar undanfarin misseri er nýr. Ekki þó al-
veg því þráöurinn er að hluta spunninn upp úr
óperunni La Boheme - ekki þó tónlistin. Sagan
segir frá ungum listnemum í New Vork og líf
þeirra innan um dóp, alnæmi, ást, spillingu,
greddu og römantík. Baltasar Kormákur leik-
stýrir en meðal leikenda eru flestar af yngri
stjörnum leikhússins: Rúnar Freyr Gíslason,
Björn Jörundur Frlöbjörnsson, Brynhlldur Guö-
jónsdóttlr, Atll Rafn Slgurðarson og Margrét
Eir Hjartardóttir auk nokkurra eldri brýna á
borð við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og
Helga Björns.
-Tveir—tvéfaldir-
á Stóra sviöi
Þjóðlelkhúss-
ins kl. 20. Upp-
selt. Upplýsing-
ar um lausa
miða á næstu
sýningar í síma
551 1200.
•Kabarett
Fyrst Prímur, svo sjómannadansleikur í tilefni
morgundagsins á Broadway. Það er hann
Geirmundur svinghundur sem skemmtir útslit-
inni sjómannastéttinni. Sjómanns-, sjómanns-
, sjómannslíf, engin ævintýr!
•Opnanir
Nú opnar Byggöasafn Vestmannaeyja. Þar
verða sýndir í sumar gripir úr Landakirkju sem
varðveittir eru í Þjóðminjasafninu og Byggða-
safninu. Frá Þjóðminjasafni eru þar altaris-
klæði frá 17. öld, útskorin dýrlingalíkneski frá
miðöldum og oblátubakstursjárn.
í Listasafni ASÍ að Freyjugötu 41 opnar í dag
sýningin Cellulose. Þar sýna listakonurnar
Jane Balsgaard, Gabriella Göransson, Gjer-
trud Hals og Hilde Hauan Johnsen verk unnin
úr pappír. Sendiherra Noregs, hr. Knut Tarald-
set, mun opna sýninguna og Gjertrud og Hilde
verða viðstaddar. Sýningin verður opin til 27.
júní.
Davíð Örn Halldórsson opnar sína fyrstu
einkasýningu í Gallerí Geysl - Hinu húslnu
v/lngólfstorg klukkan 16. Davíð var að Ijúka
námi við myndlistardeild Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og mun hefja nám í grafíkdeild Lista-
háskóla islands í haust. Sýningin hefur yfir-
skriftina „Fallnir félagar" og er Davíð í verkum
slnum að varpa fram þeirri hugmynd að greni-
tré séu fórnarlömb jólahátíðarinnar. Sýningin
stendur til 20. jún! og er opin alla virka daga
frá klukkan 8 til 18. Allir eru velkomnir á opn-
klúbbar
Thomsen
veröur
Hver man ekki eftir Dmx Krew
sem sneri plötum á Thomsen rétt
fyrir síðustu jól? Maður að nafni
Ed stendur bak við nafnið Dmx
Krew og nú er hann mættur aft-
ur og hvert annað en á Thomsen,
verður þar bæði í kvöld og annað
kvöld. Nú ætlar hann hins vegar
að spila „læf‘ en vinur hans Dj.
Mafphew stendur við plötuspil-
arann. Þessir drengir eru báðir
viðloðandi Rephlex-útgáfuna og
standa að hálfsmánaðarklúbbi í
London sem heitir
RePHReSH og snillingar
eins og Aphex Twin og
Squarepusher hafa
komið fram á.
DMX Krew hefur gert
plötu þar sem pípandi
rafpopp í anda síðasta
áratugar er í meirihluta,
en hann segir uppákomu
sína um helgina verða
meira í elektró / tekknó
fasanum. „Ég syng ekk-
ert en rappa,“ segir Ed
Dmx-ari. „Þetta verður
ekta klúbbatónlist, hörð og góð.
Fólk á að mæta til að dansa en
ekki til að sjá popptónleika.“
Hann lætur vel af síðustu ís-
landsför sinni og segist ekki hafa
hugsað sig tvisvar um þegar hon-
um bauðst að koma aftur. „Ég
drakk að vísu allt of mikið í síð-
ustu ferð en nú ætla ég að passa
mig. Ég tók mig á eftir síðustu ís-
landsferð og hef lifað hóglífi síð-
an.“
En er ekki hætta á að hinar
björtu sumarnætur á íslandi fari
iÚa með bindindisplön poppar-
ans? Ekki segir hann: „Nei, ég bý
við hliðina á járnbrautarstöð svo
ég er vanur birtu allan sólar-
hringinn og hávaða. Ég hlýt að
lifa þetta af.“
unina.
Eygló Haröardóttlr opnar sýningu I Slunkaríkl,
ísafiröi. Sýningin er sýn inn í heim lita þar sem
listamaðurinn dregurfram tóna úr umhverfinu.
Eygló hefur haldið nokkrar einkasýningar, síð-
ast! Nýlistasafninu i október 1998, einnig hef-
ur hún tekib þátt í mörgum samsýningum.
Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá
kl. 16-18 og lýkur sunnudaginn 20. júní.
Sumardagskrá Norræna hússins, sem ber yfir-
skriftina Til móts viö áriö 2000, hefst með
opnun Ijósmyndasýninga. í sýningarsölum
verður opnuð sýning á Ijósmyndum eftir
norska Ijósmyndarann Kay Berg. Viðfangsefn-
ið er Ijósmyndir af listafólki og menningarfröm-
uðum sem koma frá menningarborgum Evrópu
áriö 2000. Sýningunni lýkur 22. ágúst. Kay
Berg verður viðstaddur opnun sýningarinnar
ásamt fleiri gestum frá Noregi.
POLYLQGUE153 er samsvning 15 listamanna
frá París sem opnar! Nýlistasafninu viö Vatns-
stíg 3b klukkan 16.00. Eftirfarandi listamenn
eru þátttakendur í sýningunni: Anne de
Villéle, Catherine Helmer, Christine Canetti,
Dana Wyse, Darko Karadjitch, Dino Bruzzo-
ne, Francoise Pétrovltch, Frédéric Atlan, Igor
Antic, Isabelle Lévénez, Jérome Ollvet, Mai-
ke Freess, Marie Héléne Vincent, Mlhail
Milunovic og Valerie Mréjen. Polylogue er fé-
lag áhugamanna, listunnenda, safnara og
menntamanna stofnað árið 1996. Markmiö
félagsins er að styðja listamenn og sýna, og
koma á framfæri listsköpun þeirra I hvaða
búningi sem hún birtist. Hún getur verið breyti-
leg, í formi gjörninga eða eins konar víxlverk-
un á milli listamanna og áhorfenda eða ann-
arra listamanna. Sýningin er opin daglega
nema mánudaga frá klukkan 14-18 og henni
lýkur sunnudaginn 27. júlí.
Tvær sýningar verða opnaðar í Safnasafninu á
Svalbarðsströnd. Fyrst skal nefna útisýningu
á höggmyndum eftir Hálfdan Björnsson,
bónda frá Hlégarði í Aðaldal, en hann hefur
tálgað ýmsa fíngerða gripi allt frá unglingsár-
um. Hin sýningin er á verkum Ragnhelöar
Ragnarsdóttur og verður hún inni á safninu.
Þetta eru þrivíð verk, hluti innsetningar sem
hún sýndi í Nýlistasafninu 1994. Hún nýtir sér
nærtækan efnivið og byggir upp andrúmsloft
sem vísar út fyrir form og efni. Ragnheiður á
að baki nokkrar einkasýningar. Sýning hennar
stendur til 2. júlí, en verk Hálfdanar verða til
sýnis! allt sumar.
Sýning um Eggert Ólafsson, sem nefnist Und-
ir bláum sólarsali, verður opnuð ! Þjóöarbék-
hlööunni ! dag. Hún er samvinnuverkefni
Landsbókasafns Háskólans og Þjóðminja-
safnsins. Eggert ferðaðist mikið með Bjarna
Pálssyni, síðar landlækni, um landið og gerðu
þeir skil atvinnuháttum, náttúru og þjóölífi. Á
sýningunni má sjá teikningar úr Ferðabók Egg-
erts og Bjarna í fullri stærð, fáeina muni sem
tengjast Eggerti, handrit að verkum hans, út-
gáfur Ferðabókarinnar á ýmsum tungumálum
o.fl. Sýningin verður opin mánudaga til föstu-
daga frá 9-17 og frá 10-14 á laugardögum.
Ættarmunstrið er yfirskrift listsýningar sem
opnuð verður í Listasafni Árnesinga á Sel-
fossi. Það eru þær Stelnunn Helga Siguröar-
dóttlr og Inga Jónsdóttir sem sýna. Steinunn
sýnir innsetningar sem allar fjalla um sögu
okkar og minningar. Hún vinnur með gömul
Isaumsmynstur sem erfst hafa allt frá
langömmu hennar. Inga vfnnur I lopa og tólg
verk sem varðveita minningar um afa hennar
og ömmu. Sýningin opnar klukkan tvö og
stendur til 27. júní.
Góða skemmtun
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar i
e-mail tokusSiokus :s ■ fax 550 5020
leggja meðlimum slnum að forðast rómantlk
fyrsta árið eftir að meðferð ef hafin, er Joe orö-
inn ástfanginn af Söru. Joe býr ! hættulegu
hverfi í Glasgow þar sem ofbeldi og eiturlyf eru
hversdagsleg fyribæri. Gamlar skuldir og vina-
bönd stofna nýjum lífstíl Joe í hættu og verður
hann að taka á honum stóra sínum til að kom-
ast heill á húfi í gegnum þetta breytingaskeið í
lífi sínu. Ken Loach leikstýrir en aðalhlutverk
eru í höndum Peter Mullan og Louise Goodall.
Kringlubíó
My Favorite Martian
★Á Þegar horft er á My
Favorite Martian, sem
gerð er eftir vinsælli sjón-
varpsseríu sem var upp á
sitt besta um miðbik sjö-
unda áratugarins er ekki
laust við að sú hugsun
sæki að manni hvort
kvikmyndabransinn í
Hollywood sé að fara fram úr sjálfum sér varð-
andi trú á tæknibrellum. My Favorite Martian er
alla vega gott dæmi um hversu tilgangslausar
tæknibrellur geta orðið, hversu góðar^sem þær
eru, þegar efniviðurinn er lapþunnur. -HK
True Crime ★★★ Eins vel og leikstjórinn Clint
Eastwood stendur sig þá er því miður ekki
hægt að segja það sama um leikarann Clint
Eastwood. Ekki það að hann fari illa með hlut-
verkið heldur er hann of gamall fyrir það. Að
öðru leyti hefur vel tekist með skipan hlutverka
og aukaleikarar eru hver öðrum betri I vel út-
færðri sakamálafléttu. -HK
Belly Belly ér leikstýrt af Hype Williams sem
þykir nú einn besti leikstjóri tónlistarmynd-
banda. Hans sérsvið hefur veriö rapp og hefur
hann þvi valið nokkra þekkta rappara til að
leika i myndinni sem lýst er sem sakamála-
mynd með svörtum húmor
Jack Frost ★★ Fjölskyldumynd um tónlistar-
mann og pabba sem deyr af slysförum en snýr
aftur.í líkama snjókarls. Ekki beint uppörvandi
og þótt reynt sé að breiða yfir það alvaralega og
gert út á fyndnina þá er snjókarlinn ekki nógu
skemmtileg figúra til að geta talist fyndinn.
Michael Keaton, sem leikurföðurinn ogerrödd
snjókarlsins, hefur oft verið betri. -HK
Laugarásbíó
Edtv -Hck EdTVergóð
skemmtun sem hefur
gægjuþörf okkar að II-
nokkrum skotspæni. En
þrátt fyrir þátt hinna beinu
útsendinga í sögunni
(sem óhjákvæmilega hef-
ur mikil áhrif á atburði)
finnst manni sem höfund-
ar myndarinnar vilji fýrst
og fremst segja frá dæmi-
gerðum manni sem á dæmigerða fjölskyldu og
glímir við tiltölulega dæmigerð ásta- og önnur
vandamál, út frá þeirri hugmynd að enginn - eða
allir - eru dæmigerðir. -ÁS
At First Sight kk Leikstjórinn er með gott
efni í höndunum og tekst að vissu marki að
gera þaö áhugavert en fellur í það klisjulega
umhverfi sem gerir myndina aö Hollywood-
glamúr þar sem meira er gert úr þv! að fá tára-
kirtlana til aö virka en aö hafa trúverðugleikann
að leiöarljósi. Val Kilmer fær það erfiða og van-
þakkláta hlutverk að túlka blindan mann sem
fær sýn og á hann að því er virðist stundum í
erflðleikum en er í heildina trúverðugur. -HK
Free Money kk Free Money fer nokkuð þung-
lamalega af stað og er ekki alveg öruggt hvaða
stefnu myndin ætlar að taka, verður vitleysis-
gangurinn of mikill eða fer hún I far ofbeldis-
fullra sakamálamynda þar sem húmorinn sem
lagt er af stað með týnist? Það losnar þó úr öll-
um flækjum þegar líða fer á myndina og hinn
svarti húmor nýtur sín vel í mörgum skemmti-
legum atriðum. Marlon Brando, sem virðist
þenjast út í orðsins fýllstu merkingu með hverri
kvikmyndinni sem hann leikur í skapar eftir-
minnilega og oftar en ekki fær þessi mikli
skrokkur meira áorkað með einni andlitslyftingu
en þunglamalegum hreyfingum. -HK
Regnboginn
200 Cigarettes Diskó-
nostalgía með Ben Af-
fieck, Christina Riccl og
sjálfri grunge-öskubusk-
unni Courtney Love.
Djamm og kynlíf fyrir tíma
aids.
Little Voice ★★ Stjarna
myndarinnar, Jane Hor-
rocks, nær einstaklega
vel að stæla söngstíl stórstjarna á borð við
Judy Garland, Marilyn Monroe, Billie Holliday
og Shlrley Bassey. Langbesta atriði myndarinn-
ar er þegar Horrocks stígur á svið og syngur
syrpu af lögum þessara kvenna og fleiri með
þvíhkum fítonskrafti og af slíkri nákvæmni að
nautnahrollur hríslast niöur um mann. Þvi mið-
ur er flest annað i myndinni frekar gamalkunn-
ugt. -ÁS
Lífiö er dásamlegt kkk Lífið er fallegt er
magnum opus Robertos Benignl, hins hæfileik-
arika gamanleikara sem með þessari mynd
skipar sér í hóp athyglisverðari kvikmyndagerð-
armanna samtímans. Myndin er ekki bara saga
um mann sem gerir allt til að vernda það sem
honum er kært heldur einnig áþreifanleg sönn-
un þess að kómedían er jafnmáttugur frásagn-
armáti og dramað til að varpa Ijósi á djúp
mannssálarinnar. -ÁS
The Faculty ki. Vísindatryllir fýrir unglinga er
ekki heppileg samsuða ef ekki er hægt að gera
betur en hér. Skólarómantikin er fyrir hendi og
er henni att gegn ófögnuði utan úr geimnum
sem stundar líkamsþjófnað á borð við þann
sem við þann sem sést í klassikinni Invision of
a Body Snatchers. Aðeins er reynt að lifga
slaka sögu með húrpor en þar er ekki haft er-
indi sem erfíð frekar en á öðrum sviðum kvik-
myndagerðar. -HK
Western ★*★ Frönsk óhefbundin vegamynd
sem fjallar um ferðalag katalónska skósölu-
mannsins Paoo um Bretagne í Frakklandi og
samskipti hans við Nino, litrlkan rússneskan
puttaferðalang.
Stjörnubíó
Cruel Intentlons kk
Virkar ágætlega framan af
enda yfirleitt skemmtilegt
að horfa á ungt og fallegt
fólk velta sér uppúr
ósóma og myndin fær
plús fyrir skemmtilega
ósvifni, hreinskilið tungu-
tak og skort á siðsemi
(meiri nekt hefði þó átt vel
við en það verður ekki allt
fengið í þessum heimi. Hinsvegar hikstar mynd-
in á lokakaflanum vegna ónógrar undirbygging-
ar og ósannfærandi leiks. Ofan i kaupið leitar
stöðugt á mann sú spurning hvort atburöir
verksins bjóði uppá nægilega mikinn lífsháska
fýrir veraldarvanan ungdóminn nú til dags.
Dæmi þar hver fýrir sig. -ÁS
Who Am I? ★★ Jackie Chan hefur getað það
sem engum öðrum hefur tekist - aö gera slags-
mál fýndin - og I Who Am I?, sem hann leikstýr-
ir sjálfur, leggur hann mikla áherslu á að slags-
málin, sem eru lýrirferöarmikil! myndinni, séu
alltaf með ákveðinni fléttu sem gerir það að
verkum að það slaknar á spennunni og áhorf-
andinn brosir út í eitt. Að öðru leyti er myndin
ekki merkileg og aukaleikarar afleitir. -HK
tSpVrjJ
S-K-í-F-A-N
Góða skemmtun
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsingar í
e-mail fokus@fokus.is 'fax 550 5020
4. júní 1999 f Ó k U S
27