Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 22
Lífid eftir vmnu rm* m Er ekki kominn tími á gapastokkinn aftur? Þessi einfaldi búnaður var notaður til aö refsa smáglaepamönnum fram eftir öllum öldum. Krimminn var settur í stokkinn til háðungar á fjölförnum stöðum og stóð þar með rassinn út I loftið öðrum til skemmtunar. Á íslandi var gapastokkurinn notaður I 63 ár en þótti harð- neskjulegur og var þvi tekinn úr umferð með tilskipun árið 1809. Gapastokkurinn er grá- upplagt refsingartæki fyrir unga ökumenn sem eru teknir á of hrööum akstri eða fullir undir stýri. Þeir myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir gæfu í á þílnum hans pabba. Níðingar sem setur ketti í þurrkara ættu heima i stokknum, stjórnmálamenn sem Ijúga upp í opið geðið á almenningi líka og hægt er að hugsa sér að landsliöin i fót- og handbolta færu í stokkinn ef þau brygðust vonum Islend- inga. Sérstakur fjölstokkur yrði notaður við þessi tækifæri en landsliðið þyrfti bara að standa þarna í nokkra klukkutíma því tap i bolta er vissulega ekki stórglæpur. Hinn ís- lenski gapastokkur yrði settur upp í Austur- stræti og kostaður af einhverjum stórfyrirtækj- um sem myndu auglýsa á honum. Bein út- sending væri svo á sérstakri rás og njósnaka- merur löggunnar gætu nýst viö það. Hvað seg- 'irðu, Sólvelg Pétursdóttir, er þetta ekki fín hugmynd? ú r f ó k u s Og Sólveig, finnst þér ekki lika dyraverðir á sumum skemmtistöðum alveg óþolandi? Til dæmis á Sólonl íslandusl. Eftir meðferðina á gestum staðarins síðasta iaugardagskvöld eiga þeir menn fyllilega heima í gapastokki. Það gerðist nefnilega þetta ágæta kvöld að margt var um manninn í miðbænum, líklega vegna júróvisjónkeppninnar sem hleypti stuöi í landann. Meira að segia Sólon íslandus var vel sóttur en hann hefur í nokkra mánuði ver- ið hálftómur um helgar og leiöindastemning hef- ur verið þar inni. Dyra- verðirnir hafa þess vegna haft lítiö að gera, aiveg þangað til um síðustu helgi. Fyrir utan staðinn myndaðist röö og það var meira en heilaskurö- læknarnir í dyrunum réðu við. Þeir brjáluöust hrein- lega og byrjuðu að berja frá sér fólkið sem vildi komast inn. Þetta endaði meö þvi að sex eða sjö ungar konur lágu á blautri gangstéttinni í sparifötunum sínum. Svona framkoma er auð- vitaö svívirölleg og fram úr hófi dónaleg. Niö- ur með þessa menn. Vonandi að Sólon finni sér nýja snillinga í dyrnar fýrir helgina. Ein- hverja sem hafa eitthvað á milli eyrnanna því það er ekki nóg að vera með vööva. Þetta gengur ekki svona. ®Kr ár Enn situr Bubbl við á Fó- getanum og leikur lögin sín mörgu. Einhvern tíma var talað um þaö að Bubbi væri poppstjarna sem þráði að verða skáld, en Megas væri skáld sem þráði að verða poppstjarna. Blátt áfram rennur sam- an viö innréttinguna á Kaffl Reykjavík, enda er staðurinn stór og bandið lítið. Land & synir halda dagskrá sinni að gestum Gauksins sem upp til hópa eru bara ánægðir með framtakið. CKlassík Næstu flytjenduri tðnleikarööinni Bláa kirkjan eru Einar Bragi Bragason, saxófónn ogflauta, og Kristján Edelstein, gítar, sem leika léttan djass i kirkjunni á Seyðisfirði klukkan 20.30. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeypis fyrir 6 ára og yngri. Tónleikaröðin stendur öll miðviku- dagskvöld í sumar og allir tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. OL e i k h ú s Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að sýna Kráku- i ill höllina ögn lengur. Höfund- ur er Einar Örn Gunnarsson, leikstjóri Hilmlr Snær Guönason, sviðsmynd og búingar eru i höndum Jórunnar Ragnarsdóttur, lýsingu annast Eglll Ingi- bergsson og hljóðmynd hefur meistari Sigurö- ur BJóla með höndum. Leikendur eru útskrift- arnemendur Leikllstaskóla íslands. Sýningin hefst klukkan 20 í Lindarbæ. Maöur í mlslitum sokkum eftir Arnmund Backman er í Ýdölum klukkan 20.30. Þessi farsi gengur og gengur og núna út um allt land. Enn eitt gangstykkið með »gömlu leikur- unum" - að þessu sinni Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasyni og Guörúnu Þ. Stephensen. Þúsund eyja sósa eftir Hallgrím Helgason er frumsýnd i lönó. Þar segir af viðskiptafröm- uðinum Slguröi Karll sem stundar flókin rekstur og kanna að kjafta sig út úr öllum vanda. Með aöalhlutverk fer Stefán Karl Stefánsson, en Magnús Geir Þórðarson leik- stýrir. Kynnist Sigurði Karli, manninum sem enginn vill kynnast... Fyrir börnin í dag kemur brúðubíllinn í Dunhagann og sýn- ir Beöiö eftir mömmu. Klukkan 14 er svo sýnt á Freyjugötunni. Þetta er hvorki meira né minna en 19. sumarið sem leikhúsiö starfar undir stjórn Helgu Steffensen, en með henni I sumar eru þau Aöalbjörg Árnadóttlr brúðu- leikari og Skarphéöinn Sverrisson aðstoðar- maður. •Fundir Hinn þjóðkunni málari Gunnar Örn heldur nám- skeið í graflk að Straumi. Hann tekur fyrir ein- þrykk og dúkskurð. Námskeiðiö stendur til 16. júní og er alls 21 klukkustund. Gjaldið er 15.000 krónur og kennt er á kvöldin. Nánari upplýsingar má fá hjá menningarfulltrúa Hafn- arfjarðar i sima 565 0661 Fimmtudági 10. júní •Klúbbar Jagúar er kominn inn á Thomsen að nýju en nú án Jóns Indriðafara. Lúðahópurinn takt- lausi mætir samviskusamur fyrir framan band- Við erum engar fanatíkur Flakkferðir byrjuðu sem sam- starfsverkefni Jafningjafræðsl- unnar og Samvinnuferða 1996 en eru nú sjálfstætt batterí með góða styrktaraðila og aðsetur í Hinu húsinu. Hafsteinn Snæland er bossinn og hann segir þetta algjört draumadjobb því hann fer með í allar ferðirnar. Boðið er upp á vímulausar ferðir fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. „Auðvitað kemur fyrir að við gómum fólk sem er að drekka," segir Hafsteinn, „en þá er sent heim og látið borga fullt verð fyrir ferðina. Við erum eng- ar fanatíkur en það er prinsipp- mál að fólk fari eftir þeim regl- um sem við setjum." Ert þú alki? „Nei, ég drekk í hófi. Það er alveg hægt að fara í Flakk-ferð þó maður drekki, fólk verður bara að sleppa því í ferðinni. Við erum að sýna fram á að fólk get- ur skemmt sér þó það sleppi þvi að drekka." En er ekki gott aö djúsa í út- löndum? „Ja, ég veit ekkert um það. En þegar fólk kynnist því að komast í alvöruvímu, eins og adrenalín- vímu eða almenna gleðivímu, þá j hefur fólk valið. Það er kannski! þreytt að segja að gleðin sé besta víman en langflestir koma aft- ur í Flakk-ferðir.“ Hvernig getur fólk kynnt sér hvaö er í boöi? „Það getur hringt hingað niður eftir og svo er geðveik ' ið og sveiflast úr fasa við tónlistina. Dídi Andr- és fyllir upp i þögnina á milli setta. •Krár Tryggvi Húbner gós sóló! Þetta fyrrum sæd- kikk Rúna Júl og Al Di Meola íslands mun standa á sviði Fógetans einn og óstuddur, eða hvað? flott heimasíða á leiðinni. Starf- semin eykst eðlilega á sumrin og það er fullt af frábærum ferðum fram undan.“ Hér erum við að tala m.a. um ferðir til Rimini, Parísar, London (á Wembley að sjá Aerosmith og Lenny Kravitz) og Keníu, og svo ferðir innanlands; hið sívinsæla fallhlífarstökk yfir Sandskeiði, kajakferð um Hvalfjörð, „River rafting" o.m.fi. Sumarstarfið hefst þó á miðnætur- “leisertag" á laugardagskvöld- ið, kl. 23, þar sem sigurvegari kvöldsins fær fría utanlands- ferð. Þrumustuð og allir blá- edrú! Hallgrímur Helgason hef- ur skrifað nýtt verk fyrir Hádeglsleikhúsiö, Þús- und eyja sósa. Þar segir af viðskiptafrömuðinum Sigurði Karli sem stund- ar flókin rekstur. og kanna að kjafta sig út úr öllum vanda. Með aðal- hlutverk fer Stefán Karl Stefánsson. en Magnús Gelr Þóröarson leikstýrir. Sýnt er í lönó sem fyrr. ingin um einveru ungviðis sem sett er upp fyjr- ir börnin. •Feröir Eldri borgarar fara i æðislega ferð upp á Kjal- arnes með Jóni Böövarssyni. Litið verðurlá ýmsa sögustaði og nesti siðan snætt úti; i náttúrunni. Skráning i síma 588 2111. ( FB ö 11 Elsa sér um tónlistina við línudansana i Auö- brekku 25, Lionssalnum. ©L g i k h ú s Þjóöleikhúsið. Sjálfstætt fólk, seinni hluti: Ásta Sóllilja - Lífsblómlö, veröur sýndur kl. 20. Þeir sem sáu Bjart fyrr um daginn geta skellt sér á aðra þrjá tíma af Laxness eftir kvöldmat. Steinunn Ölína Þorsteinsdóttir er Ásta Sóllilja og Arnar Jónsson er Bjartur seinni hlutans. Leikstjóri er Kjartan Ragn- arsson og hann samdi hann leikgerðina ásamt eiginkonu sinni. •Kabarett Gömul Kona í samvinnu viö Eldri Mann stend- ur fyrir uppistandskabarett i Loftkastalanum í sumar. Þetta er tveggja tíma gleöidagskrá með valinkunnum skemmtikröftum. Það eru þeir Jön Gnarr og Svelnn Waage sem halda utan um grínið en aðrir koma einnig við sögu. Þar ber aö nefna Friðrik 2000 og þýska fjöl- listamanninn Micka Frury. Roy Rightie leikur undir hjá Mikka. Miöasalan í Loftkastalanum er opin frá 10 til 17 en glaumurinn hefst klukk- an 21. Fyrir börnin Brúöubíllinn sýnir að Fífusel! klukkan 10 og á Árbæjarsafnl klukkan 14. Enn er það hugleið- S-K-I-FAN Góða skemmtun Stendur þú fyrir einhverju? Sendu uppiýsingar i e-mail fokus^fokus is / fax 550 5020 hverjir voru hvar Rex, föstudagskvöld. Ríkharöur Daöason var mættur í sinu fínasta, eins og reyndar allir eru á Rex, Glúmur Baldvins- son var auðvitað flottur og sonur Jóns þótt hann sé “Baldvlns“, Helgi Björns- son forsíðustúlka Fókuss var á tjatti, Árni Snævarr fréttamaður, Árni Oddur verðbréfagutti (það er alltaf einn slíkur á Rex), vínarbrauðstillinn Addi í Födje, Maggl Rikk og ein- hver Gumml Th. fasteignasali var þarna, líklega að hösla fasteignir og Rex er náttúrlega flottasta fasteign bæjarins. En aðalstuöið var á þeim Bjarna Gunnlaugssyni og Gunn- ari Einarssyni fótboltaköppum. Þeir voru aö elta gæsina hans Gunnars, hana Höllu Aöalsteins hjá Úrvali-Út- sýn. Á föstudeginum sást til Egils Ólafs, Ingvars E. Sig. og BJörns Inga á Vega- mótum. En seinna um kvöldið voru leikkonurnar Hrefna Hallgríms, Edda Björg og Linda Ásgelrs mættar ásamt leikaraparinu Ólafi Darra og Nönnu Kristinu. Þór Tulinius leikstjóri var lika eitthvaö á þvælingi þarna, Rósa Guöbjarts fréttakona, Ari Matthíasson leikari, Þröstur Leó Gunnarsson leikari, Ingvi Steinar og Þór- hallur „tltrlngur“ Gunnarsson. Þetta var sem sagt hálfgert leikarakvöld en poppararnir Haf- dís Huld, Jonnl og Frans úr Ensími og Palll úr Súrefni komu jafnvægi á hlutföllin. Á laugardagskvöldið hélt leikarafárið áfram. Jó- hann Slguröarson mætti (hafði veriö að syngja „Lax, lax, lax" í brúðkaupi hjá þekktum laxakóngl í Iðnó fyrr um kvöldið), Stefán Karl Stefánsson sömuleiðis, Þröstur Leó var aftur kominn á barinn, Ester Talía úr Bang gang var á vappinu, Jón Gnarr lét fara lít- ið fyrir sér en Ólafur Eglll Egllsson (Ólafsson) leik- listarnemi lét hins vegar fara fyrir sér. En fönkararnir Wayne Horvitz og Zony Mash sátu að snæðingi ásamt Palla í 12 tónum og voru eitthvað fram eftir kvöldi að melta gúmmilaðið. Á föstudeginum varð það greinilegt aö islenska landsliðið í boltanum var mætt i bæinn því á Astró litu þeir Rikkl Daöa, Auöunn Helgason og Hermann Hreiöars inn. Einnig sásttil Gunnleifs markaverju KR-inga og handboltahetjurnar Patrekur. Óli Gylfa, Guöjón Árna, Hálfdán og Gunni Beintelns létu sig ekki vanta á Stróiö. 67-kóngarnir Einar Kristjáns og Gísll Gísla voru feikilegir, Þór Jón fjall- hlífahoppari var ferskur eins og Viddi og Villi Glaumbarsmenn og Tommi JR brennslumað- ur. Magga Rikk, Þór Jós- efs, Adda Skítamóral, Helga „Rent“ Bjöss, Júlí- us Jónsson sjeffi Nóa- túns, Kio Bri* Arna Play- boy, og Linda Pé voru í þvilíkri upphitun fyrir Evróvisjón ásamt fleirum og fleirum og fleirum. Á laugardagskvöldið þyrptust heilu rúturnar í bæinn eftir Evróvisjón og eitthvað af þeim lufs- aðist inn á Astró. Krúsidúllubossinn Hrafn var frískur og auðvitaö aö jafna sig á henni Ágústu í prívatinu, FM-hyskið Þór Bæring, Helöar Austmann, Stebbi Slg og Kalll Lúövíks voru kátir með hana Selmu sína og það lýsir þeirra innræti beturen ár- angri hinnar tvöföldu Selmu. .17“ liðið Siggi Bolla, Olli, Sigga og fleiri hömuðust á dansgólfinu ásamt ’ Örnu Play- boyskvísu, Diönnu Dúu og Lindu í GK en Eva flug- freyja lét fara vel um sig í privatinu (var samt ekkert að abbast upp á Hrafn). Villl Vill og Friðjön Alied Domec voru á einhverjum öðrum veiðum en atkvæðaveiðum, Svavar Örn var sætari en vanalega, Magnús Ver og Ásta sömuleiöis, Slggl Zoom og Einar Báröar töltu um staðinn eins og fengsælir stóöhestar en Jón Kárl og Dórl Ijósmyndari horfðu í kringum sig. Ásgelr Kolbelns Bylgjumaður var í Evró- visjón-stuði, einkaþjálfararnir Kjartan Guö- brands, Gaui og Jón Massi voru þéttir og Ingvi Reynlr, flottasti bifvélavirki bæjarins, fór fram fyrir rööina. Á föstudaginn mættu allir helstu spekingar landsins á Loftkastalann til að sjá Wayne Hor- vltz og Zony Mash leika listir sínar. Þarna voru m.a. Pollock-bræður og Hanna Steina, Jakob meira a. www.visir.is Górilla og dóttir hans, Valdimar Lelfsson kvjk- myndagerðarmaöur, vinkonurnar Ólöf Arnalds og Guðrún Dalía, Eyjölfur Ármannsson sem er mesti blúsáhugamaður landsins, Djassþriui d- in Jóel Pálsson, Matthías Hemstock og Hilm- ar Jensson. að ógleymdum Vernharðl Llnnet, djassspekingi íslands nr. 1, sem fór út áðurfen bandið lauk sér af. Önnur en jafngóð stemning var uppi á tónleiira- teningnum kvöldiö eftir i bilageymslu RÚV þég- ar Jon Spencer og félagar hans glöddu kárl- peninginn með hormónaveislu og kvenpenihg- inn enn meira. Á meðal þeirra sem gónduþg efuðust um karlmennsku sina voru Vlöar Há- kon bassaleikari, Stefán Bersi og Týri, Reynir „Slurpur" Lyngdal, Jónsi í Sigurrós, Árni sýrði, Blbbi Herbalife, Sigtrygg- ur Baldursson og Jóhann Jóhansson Dip-menn, Börkur Birnubobbi og Jón Atli, séni. Einnig mátti sjá Svia sem hafði málað sænska fánann á ístruna á sér í sigurvímu. Sá var laminn í klessu snemma kvölds. 30 f Ó k U S 4. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.