Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Blaðsíða 20
 > í ! i ! I l ! > > i i Lífíd eftir vinnu •Síöustu forvöö Nú eru síðustu forvöð að sjá Bibba megra sig, en sýningu hans lýkur í dag, Ef þið rekist á hann skulið þið endilega fá að kíkja undir peysuna og telja rifbeinin. Bibbi notar Herbali- fe við gerð verksins. i dag lýkur sýningu þeirra Olga Dagmarar Er- lendsdóttur og Erlu Huldar Sigurðardóttur á þrivíddarverkum unnum í keramik oggifs. Sýn- ingin hefur staðið yfir i Alþjóðlegu listamið- stöðinni i Straumi vlð Reykjanesbraut. Opið er frá 14 til 18. •Fundir Dr. Elke Hentschel, Universitát Osnabruck, heldur fyrirlestur sem nefnist:“lVörter auf Abwegen oder: Seit wann können Prápositionen Prádikate bilden?" Elke Hentschel er prófessor við háskólann í Osna- brúck en hefur áður verið starfandi m.a. við háskólann í Frankfurt/Oder og sem DAAD- sendikennari ÍBelgrad. Fyrirlesturinn er hluti af norrænni ráðstefnu í germönskum fræðum. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á þýsku, hefst kl. 9.00 í stóra sal Endurmenntunar- stofnunar. Áhugasamt eldra fólk I Kópavogi hefur ákveð- ið að skipuleggja nokkrar fjölskylduvænar upp- ákomur I tengslum við starfsemi Gjábakka í sumar. Fyrsta samkoma sumarsins hefst klukkan 10 þegar Hana-nú-félagar fpra í fjöl- skyldugöngu. Svo verður haldið í rútu um há- skólasvæöið og ekið út á Seltjarnarnes með leiðsögumanni. Áætlað er að rútuferðin taki um 2 klukkustundir og að henni lokinn verða grillaðar pylsur fyrir utan Gjábakka. Farið verð- ur í lciki á Gjábakkaplaninu og er áætlað að samkomunni Ijúki upp úr klukkan 14. Þátttak- endur eru beðnir um að koma með hugmynd- ir að leikjum þar sem fólk á öllum aldri getur tekið þátt. Vinsælt væri að rifja upp hópleikina sem margt eldra fólk lék í slnu umdæmi. Rútu- og veitingagjaldi verður stillt í hóf. Skráning I síma 554 3400 og í Gjábakka. í ár verða hafnardagurinn og sjómannadagur- inn sameinaðir í fyrsta sinn í Hátíð hafsins sem hófst I gær og stendur fram á sunnudag. Á Ingólfstorgi var I gær hátíðin hringd inn með gamalli skipsklukku. í dag munu skipin á höfn- inni baula í kór klukkan 10 en I kjölfarið hefst dagskrá á Miðbakkanum. Þar fer fram ís- landsmót f handflökun, dorgveiðikeppni barna, björgunartækjasýning slysavarnadeilda Ingólfs og Alberts og einnig verð- ur markaðstorg sjávar- fangs, þ.e. handverks- og sjáv.arfangsmarkaður opnaður í Kolaportinu. Eftir hádegi hefst svo skemmtidagskrá. Svangur og blankur? Hér er góð leið til að fylla vömbina sem matvinnungur: Skógardagur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar verður I Hamrahlíð (austan Vesturlandsvegar gegnt Blikastöðum) klukkan 13. Gróðursetning og grillað á eftir. Allir velkomnir. •Sport Stór dagur verður I knattspyrnunni þegar ís- lendingar taka á móti Armenum í riölakeppni Evrópumóts landsliða á Laugardalsvelli klukk- an 16. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fýrir framhaldið I riðlinum en frammistaða ís- lendinga til þessa hefur vakið verðskuldaða athygli. Liðið er í þriðja sæti og með sigri í dag getur það komist upp í annað sætið. íslenska liðið teflir fram sínum allra bestu mönnum en uppistaðan eru leikmenn sem leika með fé- myndlist í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Ljós yflr land og eru þar sýnd Ijósfæri úr kirkjum á Árnes- sýslu. Eyrarbakki er topp pleis og eftir luktirnar er við hæfi að fá sér feita rjómapönnsu á Kaffi Lefolii. Slgurlín Grímsdóttlr sýnir vatnslitamyndir í Nes- búð á Nesjavöllum. Þetta er 6. einkasýning listakonunnar og eru viðfangsefni hennar eink- um haustlitir og fjallasýn. Kínverska listakonan Mal Cheng Zheng sýnir í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10. Sýningin er opin dag- lega til 10. júní, kl. 15- 18. Sýning þriggja nýútskrif- aðra listamanna úr MHl stendjr yfir í Listakoti, Laugarvegi. Þórdís Aöal- steinsdóttir sýnir bleksprautuprent á striga, en Herborg Eðvalds- dóttir og Þóra Sigurgeirsdóttlr sýna keramík. Ættarmunstrið er þeim Steinunni Helgu Slgurð- ardóttir og Ingu Jónsdóttir hugleikið. Þær sýna í Listasafnl Árnesínga á Selfossi. Steinunn vinnur með gömul ísaumsmynstur sem erfst hafa allt frá langömmu hennar, en Inga vinnur í lopa og tólg, verk sem varðveita minningar um afa hennar og ömmu. Sýningin stendur tii 27. júní. Lágmenningarveisla Hljóma- lindar vill stuðla að betra lífi og eftir þrenna vellukkaða tónleika er ekki annað að sjá en Reykja- vík sé öll að lifna við. Næstu rósinni í hnappagatið bætir kan- ínan Kiddi við sig þriðjudaginn 8. þegar tríóið Shellac reynir eft- ir fremsta megni að gera gesti heyrnarlausa á Gauknum. Bisund hitar upp. Shellac er þríhjól í eigu kjaft- fors gleraugnagláms sem heitir Steve Albini og er heimsfrægur sem pródúser í hljóðverum. Hann býr i Chicago og hefur tek- ið upp óstjórnlega margar bil- skúrshljómsveitir í heimaverinu sínu; „þúsund bönd sem þú hef- ur aldrei heyrt nefnd“, eins og hann segir sjálfur. Hann hefur þó oft fengið stærri tékka fyrir vinnuna sína og meðal þekkt- ustu verkefna eru plöturnar „Surfer Rosa“ með Pixies, „Rid of Me“ með PJ Harvey, „In Ut- ero“ með Nirvana og „Walking Into Clarksdale" með Page & Plant. Meðfram þessu hefur Albini leitt þrjár hljómsveitir. Big Black var groddarokk rekið áfram af trommuheila, með Rapeman var kominn trommari í bandið og rokkið orðið flókn- ari. Nafnið var fengið frá jap- anskri teiknimyndahetju en kvenréttindakonum fannst það ekkert sniðugt og mættu með mótmælaspjöld og reyndu að banna tónleika flokksins. Shellac er nýjasti farvegur Steves til að fá útrás fyrir rokk- reiðinni sem býr innra með hon- um. Með honum eru bassaleikar- inn Robert Weston (áður í Volcano Sun) og trommarinn Todd Trainer en sjálfur æpir Steve og hamrar á gítar sem hljómar ekki ósvipað og vélsög að fara i gegnum stálbita. Shellac hefur gefið út tvö albúm, „At Action Park“ (1994) og „Terraform" (1998), og þykir hrikalega kraftmikill á tónleik- um. Þá er átt við hrikalega í orðsins fyllstu merkingu. lagsliðum víðsvegar um Evrópu. 21-árs lið þjóðanna leika klukkan 12 í hádeginu. •Feröir Feröafélag Akureyrar fer að skoða fugla. Far- ið verður af stað frá skrifstofunni, Strandgötu 23, klukkan 10. Klukkan 10.30 verður lagt af stað í Brenni- steinsflöll. Þetta er gönguferð með jarðfræð- ingi og það er Ferðafélag íslands sem stend- ur fyrir þessu. Mæting er að austurvegg BSÍ og að Mörklnni 6 skömmu fyrir brottför. Félag eldri borgara heldur úti félagsskapnum Göngu-Hrólfum. Þeir ætla sérí létta göngu um borgina klukkan 10. Það má skrá sig í allar ferðir félagsins í síma 588 2111. Farið verður í gönguferð um slóðir Jóns Ara- sonar Hólabiskups í Viöey, en þar eru nokkur örnefni sem tengjast honum. Byrjað verður á kirkjugarðinum en þaðan haldið niðurfyrir Helj- arkinn og síð- an fram hjá Ráðskonubás, suður fyrir Sjónarhól og yfir að Virkinu sem Jón ákvað að byggt skyldi. Þaðan veröur haldið að Áttær- ingsvör og Sauðhúsavör, um Hjallana yfir á veginn og loks gengið á Klausturhólinn. Þetta er stutt ganga og henni lýkur með því að skoða fornleifagröftinn og fleira heima við. Sunnudagu^ 6. júní • Krár Eyjólfur er mættur aftur inn á Kaffi Reykjavík til að gestirnir missi ekki veruleikaskynið. Tyll- um í, tyllum II Rúnar Guðmundsson og Geir Gunnlaugsson ráfa kátir um gáttir á Kringlukránni. írafár leikur Vormenn islands inni á Gauk I til- efni dagsins. Þriðji Rúnarinn I röð slær upp giggi á Fógetan- um. Þetta er hann Guðmundur Rúnar, konun- ugur tveggja hljóma laganna. HZ () á bát. é B ö 11 Komlð og dansið! Það heita samtökin sem standa fyrir ballinu á Ingólfstorgl klukkan 14. Danstónlistin verður flutt af geisladiskum og létt sveifla og línudansar verða í fyrirrúmi. All- ir eru hvattir til að dúkka upp því nóg er pláss- ið á þessu risadansgólfi með rjúkandi öndveg- issúlum. Samtökin Komið og dansið standa fyrir dans- leik á Ingólfstorgi klukkan 14. Danstónlist verður flutt af geisladiskum og létt sveifla og línudansar verða I fyrírrúmi. •Klassík Það eru tónleikar í Salnum klukkan 17. Ung- verski píanóleikarinn og kennarinn György Se- bök mætir og leikur af silld. Á efnisskránni eru sónata I c-moll KV 457 eftir W. A. Mozart, sónata I f-moll op 57 eftir L. v. Beethoven („Appassionata" ) og fantasía í C-dúr D. 760 eftir Fr. Schubert („Wanderer"). Kvennakór Reykjavíkur ætlar að bregða sér í víking til vesturálfu og af því tilefni riggar hann um tónleikum í Grafarvogskirkju kiukkan 20.30. Kórstjóri er Slgrún Þorgeirsdóttir og pí- anóleikari er Þórhildur Björnsdóttir. „Þó þú langförull legðir" er yfirskrift vortón- leika Kvennakórs Reykjavíkur. Þeir byrja kl. 20.30 í Grafarvogskirkju. Einsöngvari er eng- in önnur en hún Dlddú, Þórhlldur Björns spilar á píanó og Sigrún Þorgeirsdóttir stjórnar. •Sveitin Seinni dagur sýningarinnar Ull í fat í Félags- helmillnu Þlngborg í Hraungerðishreppi. Ým- islegt verður til skemmtunar, t.d verður leikinn kafli úr Pilti og stúlku, spilað verður á trompet og harmóníku og kveðnar rimur. Ætli Labbi mæti? Félagsheimilið Árskógur er á Árskógsströnd, auðvitað. Þar rikir Stuðbandalagið frá Borgar- firði um þessar mundir. Þetta er ekta alvöru sjómannadansleikur. •Leikhús Á stóra sviði Þjóðleikhússins er Litla hrylllngs- búðin sýnd klukkan 20:00. Höfundur verksins er Howard Ashman en leikstjóri er Kenn Oldfi- eld sem er svo sannarlega orðinn „íslandsvin- ur". Hann hefur leikstýrt nokkrum stykkjum hér á landi, meðal annars Grease sem hlaut fádæma góðar viötökur. Aðalhlutverk í Hryll- ingsbúöinni leika Stefán Karl Stefánsson, Þór- unn Lárusdóttir, Bubbi Morthens, Eggert Þor- leifsson og Selma Björnsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Um tónlist sér hinn margrómaði Jón Ólafsson. Rétt er að benda á að klukku- stund fyrir sýningu eru miðar seidir á hálfvirði. Þjóðlelkhúsið. Sjálfstætt fólk, seinni hluti: Ásta Sóllllja - Lífsblóm- ið, verður sýndur kl. 20. Þeir sem sáu Bjart fyrr um daginn geta skellt sér á aðra þrjá tlma af Laxness eftir kvöldmat. Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir er Ásta Sól- lilja og Arnar Jónsson er Bjartur seinni hlutans. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson og hann samdi hann leikgerðina Eygló Harðardóttir sýnir i Slunkaríki, ísafirði. Oþið er fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18 og lýkur sýningunni 20. júní. Dagskrá Norræna hússins út árið ber yfirskrift- ina Til móts við árið 2000 og hefst með opnun Ijósmyndasýninga. Norski Ijósmyndarinn Kay Berg ríður á vaðið með myndum af listafólki og menningarfrömuðum sem koma frá menningar- borgum Evrópu árið 2000. Sýningunni lýkur 22. ágúst. POLYLOGUE 153 er samsýning 15 listamanna frá París í Nýló. Polylogue er félag áhuga- manna, listunnenda, safnara og menntamanna stofnað árið 1996, og má gera að því skóna að þetta sé sýning númer 153. Sýningin er opin daglega (nema mánudaga) frá klukkan 14-18 og henni lýkur sunnudaginn 27. júlí. Sýning um Eggert Ólafsson, sem nefnist Undir bláum sólarsali stendur yfir í Þjóðarbókhlöð- unni. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá 9-17 og frá 1014 á laugardögum. Davið Örn Halldórsson er með sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Geysi-Hinu Húsinu. Hann stefnir að grafíknámi en sýningin hans heitir ^Fallnir félagar, og er hann þar að vísa til greni- trjáa. Sýningin stendur til 20. júní og er opin alla virka daga frá klukkan 8 til 18. Tvær sýningar eru í Safnasafninu á Svalbarðs- strönd. Sýning á höggmyndum Hálfdáns Björnssonar, sem hefur tálgað sig í gegnum líf- ið, og sýning á verkum Ragnheiðar Ragnars- dóttur sem sýnir þrivíð verk, hluta af innsetn- ingar sem hún sýndi I Nýlistasafninu 1994. Sýning hennar stendur til 2. júlí, en verk Hálf- danar verða til sýnis í allt sumar, enda standa þau úti. í húsgagnabúðinni Epal, Skeifunni 6, er sýning- in Yfirlit. Þar ber að líta sýnishorn af flottustu hönnun aldarinnar, að mati útlitsfyrirtækisins Aftur, sem sá um uppsetninguna. Daninn John R. Johnsen sýnir Ijósmyndir í Hafn- arborg. Hann myndar bara sólóballetdansarann Mette Bödtcher, á þessari sýningu allavega, og er hún í evuklæðum á ölium myndunum, allsber, semsé. Örn Ingi Gíslason sýnir í Galleríi Sölva Helga- sonar að Lónkoti í Skagafirði. Smávinlr ferða- mannsins nefnir Örn sýninguna og stiilir upp pastel- og olíumyndum af landslagi og náttúru. Menningarmálanefnd Reykjavíkur stendur fyrir tveim sýningum á Kjarvalsstöðum. Sýninguna Leikföng af loftinu þar sem sýnd eru verk Kar- el Appel og sumarsýningu á verkum í eigu Listasafns Reykjavíkur. Karel þessi er hollensk- ur og að sögn mikill meistari. Hann sýnir mál- verk og höggmyndir og er grófur og litglaður. Arngunnur Ýr Gylfadóttlr sýnir málverkin sín í Galleríl Sævars Karls í Bankastræti. Olga Dagmar Erlendsdóttir og Erla Huld Slg- urðardóttir sýna þrívíddarverk úr keramik og gifs í alþjóðlegu listamiðstöðinni í Straumi við Reykjanesbraut. Opið daglega frá klukkan 14- 18 til 5. júní. i veitingaskúr veitingastaðarins Við flöruborðið á Stokkseyri sýnir Gerhard König tréskúlptúra úr rekavið og málverk. Gerhard fílar fiskinn í sjálfum sér og fiskurinn er hans aðalþema. Elfar Guðni heldur um þessar mundlr sína 35. einkasýningu í Gimli á Stokkseyri. Hann sýnir olíu- og akrýlmálverk og málar raunsæjar mynd- ir af sjónum og annarri náttúru. Opið er um helgar milli 14 og 22, en virka daga frá kl 17 til 22. Sýningunni líkur á sjómannadaginn. fris og Kolla sýna i Bílum & list við Vegamóta- stig i Reykjavík. Þær luku námi frá málaradeild MHl 1997 og hafa haldið nokkrar samsýningar. í Höfða á Ólafsvík sýnir Sigrún Hansdóttir 30 verk sem máluö eru með vatnslitum og flest unnin í Bandaríkjunum sl. vetur en listakonan dvaldist þar. í Gallerí Ingólfsstræti 8 gufast hijóðskúlptur Finnboga Péturssonar til sunnudagsins 13. júní. Verk Ásmundar Sveinssonar eru sýnd í Ás- mundarsafni. Algjör snilld - allir þangað! Alltaf opið milli 10 og 16. Listmálarinn Margrét Jónsdóttir sýnir I Hafnar- borg. Á síðustu sýningu sinni flallaði Margrét um stöðu sína og annarra myndlistakvenna og stóð ekki á gati, nú segir hún að ritmálið hafi margar skúffur og eins sé með myndmálið. Ræt on sister! í Gerðubergl er sýning á munum úr Nýsköpun- arkeppni grunnskólanemenda. Þarna er alls konar stórskemmtilegir hlutir og krakkarnir eru alveg að springa úr sköpunargleði og frumleg- heitum. Munina verður hægt að skoða í allt sumar þvl sýningin stendur tii 27. ágúst. Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuður sýnir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Hún er menntuð frá skólum í Mílanó og Kaupmannahöfn. Hún gerði nýlega samning við Ikea í Svlþjóð og hélt sína fýrstu einkasýningu í Köben I fyrra. Kona á uppleið. Opið er daglega á milli 14 og 18. í safnahúsi Borgarflarðar eru sýnd verk fyrsta árgangs útskriftarnema úr PA&R, Printmaking, Art & Research: Listgrafik á uppleið. Opið alla daga frá kl. 13 til 18. Bibbi alias Curver sýnir þessa dagana verkið Megrunin. Opinberlega lýkur megruninni um helgina en Bibbi lofar að passa sig á freisting- um ísskápsins. Hópurinn Homo Grafikus sýnir I plötubúðinni 12 Tónum á horni Barónsstigs og Grettisgötu. Sex meðlimir klúbbsins sýna þar karllæga graf- Ik. 28 f Ó k U S 4. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.