Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv 16 ára stúlka sem var við dauðans dyr vegna fikniefnaneyslu: Hefði aldrei lifað ársbið eftir meðferð - löng bið eftir plássi á Stuðlum meðan 15 ára stelpur selja sig fyrir dóp „Það er hræðilegt að heyra um fækkun plássa og þennan óskaplega biðtíma sem er eftir plássi á Stuðlum. Þar er unnið mjög gott og lífsnauðsyn- legt starf. Ég var í mikilli dópneyslu á sínum tíma og get fullyrt að ég hefði aldrei lifað ársbið eftir meðferð. Ég var mjög langt leidd í neyslu á hörðum efn- um, þjáðist af miklu þunglyndi og sjálfsmorðshugsunum. Ég varð því að fá tafarlausa hjálp. Hefði ég ekki feng- ið hana væri ég ekki á lífi í dag. Þvi hugsa ég með hryllingi til þeirra mörgu krakka sem ég veit að eru á kafi í dópneyslu í dag og eru virkilega hjálpar þurfi,“ segir 16 ára unglings- stúlka sem DV ræddi við í gær. Hún vill ekki láta nafns síns getið en við köllum hana Svönu. Biðtími eftir plássi á Stuðlum, með- ferðarstöð fyrir unglinga, hefur lengst mjög undanfarin misseri, er allt að eitt ár. Þvi koma fréttir um helmingsfækk- un plássa úr 5 í 3 í sumar eins og reið- arslag fyrir foreldra unglinga í flkni- efnavanda. Svana hefur verið edrú í 16 mánuði. Hún hefur farið allan rúntinn í dóp- neyslu og sukki, reyndar með skamm- vinnum hléum í kjölfar meðferða. Hún drakk sig fyrst fulla 11 ára gömul, í fíkti. 13 ára eignaðist hún gjörbreyttan vinahóp, fór að hanga í spilasölum og víðar í bænum. „Við drukkum um hveija helgi, rændum bjórkútum úr portum við skemmtistaðina eða fengum áfengi eft- ir öðrum leiðum. Ég drakk mikið og átti í miklum hegðunarvandamálum, var á móti öllu og öllum. Ég kynntist síðan strák, þremur árum eldri, sem reykti hass á hverjum degi. Ég gerði það þá líka og notaði einnig örvandi efni eins og amfetamín. TOveran gekk út á partí þar sem allir voru meira eða minna rænulausir og strok að heim- an,“ segir Svana. Harðari neysla Svana var fyrst send í neyðarmót- töku að Stuðlum 14 ára gömul. Hún var i einangrun í tvær vikur, likaði alls ekki sú ráðstöfun og var reið út í foreldra sina og starfsmenn. Hún lof- aði öllu fógru en reykti hass eða „fékk sér haus“ um leið og hún slapp út. Allt fór í sama farið og neyslan varð harð- Tveir þriggja ára óku í gegnum hurð Þriggja ára tvíburar í Grafar- vogi gerðu sér lítið fyrir um há- degisbilið í gær og tóku fjöl- skyldujeppann og keyrðu i gegn- um bílskúrshurð. Móðir drengj- ana var að fara út með þá en á sama tíma fóru þeir og náðu í bíllyklana. Settust þeir undir stýri og störtuðu bílnum. Bíllinn sem var í gír skaust áfram og mölbraut bílskúrshurð. Hún var ekki löng ökuferö drengjanna en viðburðarík var hún. Inni í bíl- skúmum er herbergi unglingsins á heimilinu en örlítið bil er á milli bílhurðarinnar og veggjar herbergisins. Herbergið hefði far- ið í rúst að sögn móður drengj- anna ef veggurinn hefði verið upp við bílskúrshurðina. „Þeir eru mjög uppátækjasamir og koma sér í ólíklegustu vandræði, litlu skæruliðamir,“ segir móðir drengjanna. -EIS Þessi 16 ára stúlka var nær dauða en iífi í botnlausri dópneyslu. Hún segir tíma til kominn að stjórnmálamennirnir, sem lofuðu öllu fögru fyrir kosningar, milljarði til lausnar fíkniefnavandanum og fleiru, hætti að hjala en láti verkin tala. Ef þeir bretti ekki upp ermarnar muni margir jafnaldrar hennar ekki sjá aðra útgönguleið úr dópneyslunni en dauðann. DV-mynd Hilmar Þór ari og harðari. E-pillur og LSD bættust við neysluna. Veröldin var á hvolfi. Enn lá leiðin á Stuðla og enn og aftur. En allt kom fyrir ekki. Reyndar var út- litið þokkalegt eftir 4 mánaða meðferð þar og einnar viku eftirmeðferð en allt kom fyrir ekki. „Reyndar var allt öðmvísi starf á Stuðlum þá en er í dag. Aginn var gríð- arlegur og unnið með aikóhólisma, dópneyslu og hegðunarvandamál í ein- um graut. Ég var með sjálfsmorðspæl- ingar, handónýta sjálfsmynd og fannst ég ein í heiminum, að enginn vildi hjálpa mér. En samt var fjöldi fólks á kaupi við að hjálpa mér. Sérfræðingar, meðferðarfuiltrúar og löggan sem leit- aði mig uppi þegar ég strauk að heim- an eða frá Stuðlum. Eftir þunga og langa dópneyslutöm var ég nær dauða en lífi en komst þá i 9 mánaða meðferð úti í sveit. Ég gat lengt meðferðina um þrjá mánuði og fékk mikla hjálp frá AA-samtökunum þegar henni lauk. Nú er ég í fúllri vinnu, sæki AA-fimdi dag- lega, held stundum fyrirlestra fyrir unglinga og foreldra þeirra og fyrir þá sem eru að Stuðlum. Þar er ungt fólk að taka þá mikilvægu ákvörðun að verða edrú, ákvörðun sem ég gaf skít í á sínum tíma.“ Hraðari en pitsan - Þekkir þú marga unglinga sem eru í harðri neyslu í dag? „Ég umgengst enga þeirra en veit um marga sem eru mjög langt leiddir. Fimmtán ára stelpur eru að sprauta sig og selja sig síðan til að eiga fyrir efni. Þannig var nærri farið fyrir mér. Það er minnsta mál í heimi að fara í dópneyslu. Það er bara að taka upp símann og dópið er komið, mun hrað- ar en pitsan. Það er því tími til kominn að stjómmálamennimir, sem lofuðu öllu fógra fyrir kosningar, milljarði til að leysa fíkniefhavandann, og fleira, taki sig saman í andlitinu, hætti að hjala en láti verkin taia. Ef þeir taka ekki á málunum munu margir jafn- aldrar mínir ekki sjá aðra útgönguleið úr botnlausri dópneyslu en dauðann." Svana segist engan veginn hólpin, hún taki einn dag fyrir í einu. Hún lof- ar það starf sem unnið er hjá Virkinu, SÁÁ og fleiri aðilum. Ekki veiti af. „Það virðist ekki skipta miklu máli hvort unglingar eiga vel stæða foreldra eða fátæka eða hversu góðir uppalend- ur þeir era taldir vera. Svona hlutir gerast oft í fikti, eiga sér stundum flóknar orsakir og geta fljótt náð því stigi að ekki verður aftur snúið. Ég er sátt við foreldra mina í dag, hef lært að þykja vænt um sjálfa mig og er öll að braggast. Ég vildi ekki skipta á lífi mínu nú og því lífi þegar ég fór skítug og illa haldin milli húsa í leit að dópi.“ -hlh Seðlabankinn bregst við verðbólguþrýstingi: Áhrif vaxtahækkunar óljós Bankastjóm Seðlabanka íslands ætl- ar að hækka vexti í viðskiptum sinum við lánastofhanir. Þetta er gert, að sögn bankans, til að bregðast við aukn- um verðbólguþrýstingi sem einkum hefur birst í hækkun neysluverðsvísi- tölu undanfama mánuði. Sú hækkun er til komin vegna hækkunar á olíu- verði auk þess að innlend eftirspum virðist hafa leitt til hækkunar á verði vöra og þjónustu. Markmið vaxta- hækkunarinnar er því að slá á eftir- spum innanlands, styrkja gengi krón- unnar og stuðla þar með að lágri verð- bólgu. Hækkun vaxta nú er hálft pró- sent og nú verða vextir bankans 8,4 prósent. Þetta mun án efa hafa í för með sér vaxtahækkun viðskiptabanka og slævandi áhrif á fjármagnsmarkað hér á landi. Til viðbótar við þessa vaxtahækkun mun lausafjárkvöðin sem bankinn setti á í mars leggjast af fullum krafti á lánastofnanir í júlí að loknum aðlögunartíma. Lausa0árkvöð er ætlað að takmarka getu lánastofn- ana til útlána með því að skylda þær til að eiga meira laust fé. Þar að auki munu hærri vextir letja fyrirtæki og einstaklinga til að taka lán og fjárfesta. Tómas Ottó Hansson, forstöðumað- ur hjá íslandsbanka F&M, sagði í sam- tali við DV að þetta kæmi ekki á óvart. „Við eram búnir að eiga von á þessu og þetta er eðlileg ráðstöfun hjá bank- anum. Við teljum að vaxtahækkunin hafi jákvæð áhrif á íslensku krónuna en heOdaráhrifin era óljós vegna stöðu á markaðnum," segir Tómas. -BMG Sjávarútvegsnefnd breska þingsins hefur verið hér á landi síðustu daga til að skoða íslenskan sjávarútveg. DV-mynd Teitur Rússar staðfesta Rússneska rikis- stjórnin hefur staðfest Smugu- samning íslend- inga og norska Stórþingið gerir það i dag. Stein- grimur J. Sigfús- son kvaðst á Alþingi i gær ekki myndu greiða honum atkvæði sitt. Stórsigur á Litháen íslenska sveitin á Evrópumeist- aramótinu í bridge á Möltu vann stórsigur á Litháen í 6. umferð í gær í opna flokknum, -25-3, en gerði síð- an jafntefli í sjöundu umferð við ísr- ael, 15-15. Eftir 7. umferðir er ísland í 16. sæti með 108 stig. Norðmenn era efstir með 150 stig og Svíar í öðra sæti með 145 stig. hsim Áhyggjur Sameiginlegur fundur stjóma KÍ og HÍK hefur áhyggjur af ástandi skólamála í Reykjavík og telur að svo marga kennara muni vanta næsta haust að útilokað sé að manna allar stöður nema takist aö fá þá sem sagt hafa upp, tO starfa að nýju. Flugumferð Ásgeir Pálsson, framkvæmda- stjóri flugumferðarsviðs Flugmála- stjómar, hefur verið kjörinn for- maður 'skipulagsnefndar flugum- ferðar á N-Atlantshafi. Níu þjóðir eiga aðOd að nefhdinni. Mestir frumkvöðlar Snorri Sturluson, Jón Sigurðsson og Einar BenedOítsson eru helstu framkvöðlar síðustu 1000 ára hér á landi ef marka má kosningu sem er hafin á Vísi.is og er samstarfsverk- efhi DV, Bylgjunnar, SS og Visis.is undir heitinu íslands 1000 ár. Áfram formaður Margrét Frí- mannsdóttir segir við Dag að hún sækist áfram eftir forystu í Alþýðu- bandalaginu næstu ^ögur árin. Vilja ræða flugvöllinn Samtök um betri byggð hafa beð- ið borgarráð að frestað verði af- greiðslu á breyttu deOi- og aðal- skipiOagi Reykj av íkurflugvall ar svo betra ráðrúm gefist tO lýðræðislegra og opinna umræðna um málefiii flugvaOarsvæðisins, stöðu miðborg- ar Reykjavíkm- og framtíð höfuð- borgarinnar. Vísir.is sagði frá. Yfir 8000 farnir Rúmlega 8000 manns hafa sagt sig úr gagnagrunni á heObrigðissviði samkvæmt nýjustu tölum frá Land- læknisembættinu. Frestur tO að segja sig úr grunnninum, sem áður hafði verið auglýstur 17. júní, hefur verið framlengdur um óákveðinn tíma. Vísir.is sagði frá. Gegn Fljótsdalsvirkjun Náttúravemdarsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF) ætlar að skera upp herör gegn virkjunará- formum á Austurlandi. Fulltrúar sam- takanna í Noregi gengu á fund Norsk Hydro á dögunum og lýstu yfir áhyggjum af málinu. Vísir.is sagði frá. Landsvirkjun ræður Finnur Ingólfs- son iðnaðarráð- herra segir við Dag að Landsvirkjun ráði því alfarið hvort umhverfis- mat fari fram á Eyjabakkasvæðinu og að fyrirtækið sé að láta fara fram mát á eigin vegum. Stjórnarþing- mennimir Ólafur Öm Haraldsson og Kah'in Fjeldsted era fylgjandi um- hverfísmati. Þar með er meirihluti fýrir þvi í umhverfisnefnd þingsins. - Kaupa Nýkaupsbúðir Kaupás, rekstrarfélag verslana KÁ, Nóatúns og 11-11, keypti í gær af Baugi hf. verslanir Nýkaups í Hóla- garði og í Grafarvogi. Seldu Jóni 12 fyrirtæki Stöðvar 3 hópsins svo- kaUaða hafa selt hlutabréf sín i Stöð 2 til Jóns Ólafssonar. Meðal þefira era Árvakur hf., Burðarás hf, Sjóvá-Al- mennar hf„ Skeljungur hf., VÍS o.fl. Viðskiptablaðið sagði frá. SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.