Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Fréttir Glóðvolgur listi yfir árangur í samræmdum prófum: Álftamýrarskólinn bestur í Reykjavík - Reykholtsskóli í Biskupstungum þó betri „Það er von okkar að með birt- ingu þessa lista takist að bæta skólastarflð. Skólastjórnendur sjá þá hvar þeir standa samanboriö við aðra og geta tekið mið af því,“ sagði Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra þegar samantekt á árangri nemenda í samræmdum prófum grunnskólanna í landinu lá fyrir í gær. Besti grunnskóli Reykjavíkur, samkvæmt meðaltali listans, er Álftamýrarskólinn en Háteigsskóli fylgir fast á hæla honum. í þriðja sæti er svo Austurbæjarskóli. Neðstu þrjú sætin verma Rima- skóli, Klébergsskóli og Fellaskóli sem er með meðaleinkunnina 4,47 á meðan Álftamýrarskólinn flagg- ar meðaleinkunninni 6,28. Árang- ur i skólum í nágrenni Reykjavik- ur er að meðaltali eilítið slakari en Topp 22 -samræmdu prófin í Reykjavík Álftamýrarskóli 6,28 Háteigsskóli 6,11 Austurbæjarskóli 6,06 Hvassaleitisskóli 6,04 Hlíöaskóli 5,92 Hagaskóli 5,67 Laugalækjarskóli 5,67 Réttarholtsskóli 5,53 Hamraskóli 5,40 Foldaskóli 5,23 Vogaskóli 5,23 Langholtsskóli 5,21 Breiðholtsskóli 5,19 Seljaskóli 5,14 Húsaskóli 5,14 Ölduselsskóli 5,11 Árbæjarskóli 5,08 Tjarnarskóli 5,04 Hólabrekkuskóli 4,79 Rimaskóli 4,60 Klébergsskóli 4,49 Fellaskóli 4,47 Álftamýrarskólinn á toppnum í höfuðborginni en þó góður miðað við það sem gerist víða á lands- byggðinni þar sem nær því allir nemendur falla í einstökum skól- um eins og fram hefur komið í DV. Þannig er meðaleinkunnin í grunnskólanum á Patreksfirði að- eins 3,8 og meðaleinkunn í dönsku 2,5. „Það er ljóst að skólastjómend- ur á Patreksfirði og reyndar víðar verða að standa sig betur ef þeir ætla að útskrifa nemendur til framhaldsnáms," sagði mennta- málaráðherra um sérstakan vanda margra skóla á landsbyggðinni. Skólar í Norðurlandi vestra koma mun betur út en skólar í Norðurlandi eystra og skólar á Austurlandi og Suðurlandi virðast vera í sæmilegum farvegi. Þannig getur Reykholtsskóli í Biskups- tungum státað af meðaleinkunn sem slær meira að segja Álftamýr- arskólann út, eða 6,36. Samræmdu prófln samanstanda af fjórum fögum; stærðfræði, ís- lensku, ensku og dönsku. -EIR Lífeyrissjóður VestQarða og Básafell: t fordæmi - ítrekar Skarphéðinn Gíslason skipstjóri „Þetta er hættulegt fordæmi," endurtekur Skarphéðinn Gíslason, skipstjóri á ísafirði, um kaup Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga á hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Básafelli. Skarphéðinn segist tala sem ein- staklingur í máli þessu en ekki sem formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum enda hafi félagið ekki fjallað um málið á sínum vett- vangi. í DV þann 9. júní voru sömu ummæli höfð eftir Skarp- héðni og hann kynntur sem for- maður Bylgjunnar. Skarphéðinn segist hafa talið á þeim tíma að verið væri að spyrja um sínar per- sónulegu skoðanir á fjárfestingum lífeyrissjóða í heimafyrirtækjum. Þaö er því fyrir misskilning að for- mennska hans er tilgreind í þeim texta. Allt sem haft var eftir Skarphéðni í DV stendur. í Morgunblaðinu í gær er látið að þvi liggja að rangt hafi verið haft eftir Skarphéðni í DV varð- andi Lífeyrissjóð Vestfjarða og kaup sjóðsins í Básafelli. Skarp- héðinn hefur nú staðfest að svo er ekki. -rt Ekki taka mark á mér ar“. Það er sem sé ekkert að marka það sem Mar- grét sagði og hún hefur séð ástæðu til að taka það fram opinberlega aö ekki megi gera of mikið úr því sem hún segir og biður fólk um að hafa það í huga þegar hún talar næst. Það er sem sé ekki nóg með það að Samfylking- in sé ekki flokkur og Samfylkingin eigi sér ekki formann og það er ekki nóg með það að talsmað- ur fylkingarinnar vilji helst formann utan frá, heldur er ekkert marka það sem talsmaðurinn segir fyrir hönd fylkingarinnar og tekur það fram að gefnu tilefni að ekki megi gera of mikið úr því sem hún segir. Hún varar meö öðrum orðum við sjálfri sér og segir að allt sem hún segi, sé með þeim fyrirvara að ekki megi gera of mikið úr því. Synd var að Margrét Frímannsdóttir skyldi ekki skýra frá þessu strax og fyrir kosningar, því þá hefði Samfylkingin eflaust fengið fleiri at- kvæði, ef kjósendur hefðu vitað það fyrirfram að allt það sem Margrét sagöi, væri marklaust og enginn mætti taka hana alvarlega eða gera of mikið úr því sem hún segöi. Hér eftir munu kjósendur og viðmælendur Margrétar auðvitað hafa þetta í huga og til örygg- is væri ráð fyrir talsmann Samfylkingarinnar að fá sér talsmann, til að túlka það sem talsmaður- inn segir, svo það verði ekki misskilið eða tekið of alvarlega eða gert of mikið úr því sem hún kann að segja, þegar hún meinar ekkert með því sem hún segir. Dagfari í gærdag fjallaði Dagfari um þá ágætu hugmynd Samfylking- arinnar og talsmanns hennar, að fá „ein- hvem utan frá“ til að stýra nýjum flokki, þegar hann verður stofnaður og ef hann verður stofnaður. Margrét Frímanns- dóttir hefur verið tals- maður Samfylkingar- innar ffá þvi fyrir kosningar og eftir að henni hafði tekist að leggja Alþýðubandalag- iö niður. Enginn ástæða er til annars en aö taka hana alvarlega þegar hún setur fram jafn snjallar tillögur eins og þær að ná í for- mann, sem ekki er í flokknum. Þannig náði Framsókn í Kristin Gunnarsson án þess að hann hefði verið í flokknum og setti hann í framboð fyrir vestan, og þar náði hann kjöri, enda þótt hann hefði alls ekki veriö í flokknum fram að því - og svo var Kristinn kjörinn formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, enda þótt að hann hafi allt aðrar skoðanir en flokkurinn í utanrík- ismálum og öðrum málum sem honum hugnast að hafa einkaskoðanir á. Þetta gerir ekkert til og er bara betra og hvers vegna ætti þá Samfylking- in ekki að gera eins og kjósa sér formann sem er ekki endilega sammála flokknum. Nú hefur Margrét hins vegar dregið í land og segir að „of mikiö hafi verið gert úr oröum henn- R-listinn klofnar Yfirgnæfandi likur eru taldar á því að dagar Reykjavíkurlistans verði taldir þegar kosið verður til borgarstjórnar eftir tæp þrjú ár. ■ Talið er að Vinstri ■r'r' ^ hreyfingin - gi’ænt ■L S framboð muni I ,,-Sl bjóða ffarn sér til V > • ■ borgarstjórnar en Jk þar hefur helst ' JB verið horft til Svanhildar h Kaaber, fyrrum leiðtoga Kenn- arasambands- ins, en hún er talin ein helsta von- arstjarna hreyflngarinnar. Þá hef- ur Halldór Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins, sagt það í sjónvarpi að síðustu kosningar voru þær síðustu sem flokkur hans byði fram með R-listanum. Það lítur því allt út fyrir að gamla fjórflokkakerfið verði til á nýjan leik í borginni... Nýr varðhundur íslenska álfélagið hefur loks fengið sér upplýsingafulltrúa til að verjast fréttum fjölmiðlanna með kjafti _ og klóm. Nýi varð- hundurinn, Hrann- ar Pétursson, áður fréttamaður hjá Ríkissjónvarp- inu, er sagður eiga að svara nán- ast hverju og einu einasta orði sem fram kemur í fjölmiðlum um ísal. Er nú beðið með mikilli eftirvæntingu hvort fleiri fyrirtæki fari sömu leið, t.d. gætu öll ráðuneyti, allir ráðherr- ar, bankar og stórfyrirtæki fengið sér upplýsingafufltrúa og fyllt les- endasíður dagblaðanna dag eftir dag með lífsnauðsynlegum at- hugsasemdum... MR í kuldanum Þau tíðindi að fleiri komist að í hinum fomfræga skóla MR en vilja hafa vakið mikla athygli. Sú var tíð að í MR var hafnað fleiri umsóknum en í öðr- um skólum. Nú vilja flestir í Verzl- unarskóla íslands og næstur að vin- sældum er Menntaskólinn við Sund. Svo er að sjá sem ekki höfði tfl ung- dómsins þær fomu hefðir sem félagslíf MR byggist á. Málið er talið vera Ragnheiði Torfadóttur , rektor skólans, áhyggjuefni. MR-ingar vita fátt vitlausara en tískufríkin í Versló en nú er ljóst að það við- horf er ekki uppi hjá þeim nem- endum sem lokið hafa samræmd- um prófum. Ekkert Fiöluball, takk, og glamúrinn blivur... Jafnrétti Önnur lögmál í klæðaburði virðast gilda skýjum ofar en hér á jörðu niðri. Kvenréttindameyjar ræða hástemmdar um að karl- rembusvín séu í Flugleiðum og hversu fáránlegt er og úr takti við nú- tímann að þvinga konur til að vera í pilsum. Hafa sumar líkt þessu við gömlu einka- skólana sem leyfa konum ekki að ganga um eins og þeim finnst best. Vera kann að þessi klæðastefna Flug- leiða taki breytingum þegar Einar Sigurðsson hefur fullkomnaö út- litsbreytingu félagsins síðar á ár- inu. En einn góður maður benti þó á að hjá Flugleiðum ríki þegar fullkomið jafnrétti þar sem fyrir- tækið uni þvi alls ekki að karl- menn gangi í pilsum... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.