Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Gjaldþrot byggðastefnunnar Utandagskrárumræða um byggðavandann á Alþingi siðastliðinn mánudag var, eins og flestir áttu von á, ófrjó - tímaeyðsla þingmanna sem telja það sitt helsta hlutverk að taka til máls á Alþingi þegar færi gefst. Enginn benti á raunveruleg úrræði til að styrkja byggðir sem standa höllum fæti. Enginn hafði kjark til að benda á hið augljósa, en allir voru sammála um að vandi steðjar að. Tilgangsleysið var algjört. Á sama tíma og þingmenn eyða tímanum í innan- tómt hjal um vanda landsbyggðarinnar horfa íbúar einstakra sveitarfélaga til framtíðarinnar örvænt- ingarfullir enda hjól atvinnulífsins stöðvuð eða í þann veginn að stöðvast. Ekki bætir síminnkandi gæði þeirrar menntunar sem boðið er upp á víða um land í grunnskólum, eins og berlega kom fram hér í DV í gær. Utandagskrárumræða á Alþingi breytir engu í köld- um veruleika sem blasir við hundruðum fjölskyldna um allt land sem eru föst í byggðagildru. Fyrir rúmlega 100 starfsmenn Rauðsíðu á Þingeyri skiptir engu hvort nýtingarstuðlar sjó- og landvinnslu eru réttir eða rangir, eins og Einar Oddur Kristjáns- son, þingmaður þeirra, hélt fram. Töfralausnir hafa aldrei hjálpað neinum. Áhyggjur þeirra sem óttast um vinnuna nú minnka ekkert þó almennt atvinnuástand sé gott hér á landi og hafi sjaldan verið betra, eins og sjávarútvegsráðherra benti á í umræðunum. Hreinskilin umræða um vanda dreifðra byggða er það sem allur almenningur er að leita að og bíða eftir. Þingmenn, jafnt sem fjölmiðlar verða að fara tala hreint út. íslendingar hafa ekki fjárhagslega getu til þess að halda öllu landinu í byggð á sama tíma og reynt er að tryggja að almenn lífskjör hér á landi séu a.m.k. ekki verri en gengur og gerist í nágrannalönd- unum. Utandagskrárumræða á Alþingi mun ekki breyta þeim köldu staðreyndum að ekki verður komið í veg fyrir byggðaröskun. Það skiptir engu hvaða ráðum verður beitt. Þingmenn sem ætla sér með handafli og opinberum aðgerðum að koma í veg fyrir eðlilega byggðaþróun eru ekki að gera annað en að riða þétt net byggðagildru sem heilu fjölskyldurnar eru fastar í. Byggðastefna undanfarinna áratuga er orðið eitt helsta þjóðfélagsmein síðari áratuga. Markmiðið hefur verið að halda fólkinu í sínu héraði í stað þess að að- stoða það við að fmna sér búsetu þar sem möguleikar þess i leit að lífshamingju og þokkalegri afkomu eru mestir. Á sama tíma hefur skipulega verið grafið und- an sjálfsbjargarviðleitni með því að gera þau verðmæti sem sköpuð eru í dreifbýli upptæk að stórum hluta og flytja þau á Austurvöll og í Arnarhvál. Höfuðborgar- svæðið sogar þannig lífskraftinn úr byggðarlögum sem annars gætu átt góða lífsmöguleika. Þingmenn, sem telja sig knúna til að tala til mál í utandagskrárum- ræðu á Alþingi, ættu því að beina athyglinni að þeirri fjármagnsryksugu, sem þeir hafa búið til, eingöngu svo þeir megi skammta landsbyggðinni aftur úr hnefa. Óli Björn Kárason Tveggja til þriggja prósenta árlegar almennar launabreytingar eru kjarabætur sem samrýmast markmiði um langtíma stöðugleika. Hafa ber slíkt í huga í næstu samningum. - Fundað í Karphúsinu. Stöðugleikinn Kjallarinn viðskiptafræðingur menntuðu þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Með þeim fékkst almenn viður- kenning á þeirri stað- reynd að raungildi þjóðarframleiðslu og - tekna ráðast ekki af kjarasamningum held- ur af þeim verðmætum sem til skipta eru á milli þegna þjóðfélags- ins. Samkeppnisstaða einkageirans Hér er í raun komið að kjarna málsins. Við þau skilyrði sem nú „Aukin framleiöni er ein helsta forsenda hagvaxtar þjóðar með fulla nýtingu framleiðsluþátta en vart er við því að búast að ár- legur vöxtur hennar geti verið meiri en tveir til þrír af hundraði. “ Á fyrstu mánuð- um yfirstandandi árs, þegar vart varð við að verðlag færi hækkandi umfram það sem talið var samrýmast stöðugu verðlagi, heyrðust þær raddir að hér væri um tíma- bundnar breytingar verðlags að ræða sem kæmu til með að ganga til baka þegar liði fram á vor og sumar og ástæðulaust væri að hafa nokkrar áhyggjur af. Sömu sögu má segja frá fyrra mán- uði er greinilegt var að það svigrúm til verðhækkana sem fyrir hendi var var að verða uppurið ef markmið stöðuleika ættu að nást. Höfum séð hann svartari Nú gerist það að neysluverðsvístala hækkar um 0,8% á milli mánaða sem samsvarar verbólguhraða sem nemur um tíu af hundraði. Landinn hefur svo sem séð hann svartari en slíkur hraði verðbólgu einkenndi sjöunda áratug þessar- ar aldar sem var þó í augum flestra stöðugleikatímabil uns samdráttarárin á ofanverðum ára- tugnum brustu á. Ástæðulaust er að fjölyrða um verðlagsþróun næstu tvo áratugi. Það var ekki fyrr en í byrjun þessa áratugar sem tókst með hin- um rómuðu þjóðarsáttarsamning- um að ná verðlagsþróun hérlendis á það stig sem einkennir þær sið- eru fyrir hendi í þjóðarbúskapn- um verður hagur eins ekki bættur í bráð nema hagur annars sé skertur með einum eða öðrum hætti. Til lengdar horfir dæmið að nokkru öðruvísi við þegar tekið er tillit til skiptingar þeirrar aukn- ingar tekna sem vænta má er fram líða stundir. Þessi staðreynd ætti að vera ljós. Vart verður hert svo að almennum rekstri, hvorki einka né opinberum, að til halla horfi. Aukist launakostnaður ríkis og sveitarfélaga umfram tekjur þeirra hlýtur sú aukning að kalla á niðurskurð framkvæmda eða aö með einhverju móti verði seilst í vasa skattborgaranna eftir aukn- um tekjum sem taka gjarnan á sig mynd þjónustugjalda. Samkeppn- isstaða einkageirans er að þessu leyti á margan hátt verri því á þeim sviðum sem virk samkeppni ríkir verða neytendur ekki krafðir um hærra vöruverð. Fyrirtæki eru þá hvött til hagræðingar sem getur bitnað illþyrmilega á starfs- mönnum þeirra, gefist ekki færi frekari sóknar á markaði. Dæmi þess eru mýmörg, þó einkum að utan, að fyrirtæki þurfi að grípa til fjöldauppsagna sem liðar í fjár- hagslegri endurskipulagningu. Aukin framleiðni Það eru gömul sannindi og ný, að sökum þess hversu þungt launakostnaður vegur í rekstri fyrirtækja megi búast við því að almennar verðlagsbreytingar stjórnist í megindráttum af mis- muni hagvaxtar reiknuðum á grunni mannafla og almennra launabreytinga á milli ára. Auk- in framleiðni er ein helsta for- senda hagvaxtar þjóðar með fulla nýtingu framleiðsluþátta en vart er við því að búast að árlegur vöxtur hennar geti verið meiri en tveir til þrír af hundraði. Tveggja til þriggja prósenta ár- legar almennar launabreytingar eru því þær kjarabætur sem sam- rýmast markmiði um langtíma stöðugleika. Hafa ber slíkt í huga í næstu samningum. Er þá ekki tek- ið tillit til annarra þátta er raskað gætu slíku jafnvægi s.s. aukinnar eftirspurnar vegna almennt greið- ari aðgangs að lánsfé. Vissulega er það þversagnarkennt að stöðug- leiki geti skapað aðstæður sem taldar hafa verið jákvæðar og einn af kostum hans en verða honum síðar að falli. Kristjón Kolbeins Skoðanir annarra Forsenda fýrir sáttum „Þegar útgerðin hefur annars vegar verið losuð við þau höft, sem fylgja takmörkun ffamsals, og hins vegar horfið frá fyrri hugmyndum um brúttókostn- aðargreiöslur útgerðarfyrirtækja er ljóst, að svo vel hefur verið búið i haginn fyrir útgerðarfyrirtækin að vel rekin útgerðarfyrirtæki eiga að geta greitt í sameiginlegan sjóð sanngjaman hluta af auðlind- arentunni, þeim umframhagnaði, sem verður til í sjávarútvegi. Slík greiðsla er er ein af forsendunum fyrir því, að almenningur geti litið svo á, að víðtæk sátt hafí tekizt um fiskveiðistjómarkerflð ... Hag- ræði útgerðarinnar af frjálsu framsali og réttlátum kostnaðargreiðslum er augljóst." Úr forystugrein Mbl. 15. júní. Vísitala og verðbreytingar „Vísitölu neysluverðs er ætlað að mæla verðbreyt- ingar en ekki útgjöld heimilanna. Mælingarnar byggjast á því að fylgst er með verði á sömu vöm og þjónustu og því ber að einangra veröbreytingar vegna aukinna gæða frá almennum verðbreytingum. Frá því að núverandi grunnur vísitölu neysluverðs var tekinn upp i apríl 1977 hefur Hagstofan beitt gæðaleiðréttingum við útreikning vísitölunnar ... Á alþjóðavettvangi er vaxandi tillit tekið til gæðabreyt- inga, enda hafa vísitöluútreikningar verið gagnrýnd- ir fyrir að ofmeta verðbólgu vegna þess að þeir hafi ekki tekiö tillit til gæðabreytinga." Hannes Sigurðsson í Degi 15. júní. Allt er endurtekning „AUt sem ég skrifa er í vissum skilningi fólsun (fals væri að mörgu leyti betra orð). Ég les og túlka, og túlkanir-mínar set ég á blað. Minn stærsti draum- ur er að einhver segi um þessar túlkanir mínar að þær séu frumlegar, - það væri mín æðsta ósk að ein- hver segði þetta frumlegar falsanir, þær væra þá nýjar í vissum skilningi, eins og hús byggt á göml- um grunni. Já, allt sem ég skrifa er endurtekning, eitthvað sem hefur verið hugsað og skrifað áður, túlkun á túlkunum." Þrötur Helgason í Mbl. 15. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.