Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. JUNÍ 1999 15 Reykjavík settir afarkostir „Kyrkir það flugið ef flugvöllur fær ekki að kyrkja miðborg Reykjavíkur?" spyr Steinunn í grein sinni um málefni Reykjavíkurfiugvallar. Það er sannarlega fagn- aðarefni að eitt af fyrstu verkum hins nýja sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, skuli vera að hefja leit að landi und- ir nýjan flugvöll í ná- grenni Reykjavíkur. Að vísu er aðeins um að ræða vallarstæði fyrir æfinga- og kennsluflugið að sinni, en það er sá þáttur flugrekstrarins á Reykjavíkurflugvelli sem veldur íbúum og útivi- starfólki í nágrenni hans mestu ónæði. Háskalegt ástand Um tveir þriðju hlutar allra flughreyfinga á vell- inum eru af völdum kennslu- og sportflugs og brottflutningur þess myndi bæta öryggi og líðan tug- þúsunda Reykvíkinga og Kársnes- búa. En sé hafin alvöruleit að nýju flugvallarstæði ættu stjómvöld að nota tækifærið og taka fyrri ákvarðanir um endurbyggingu haldi, en sýnt hef- in verið fram á að hægt er að koma vellinum í ágætt horf fyrir miklu lægri upphæðir, með margfalt minna raski og á langtum skemmri tíma en núverandi áætlun gerir ráð fyrir, ef ekki stæði til að festa völlinn i sessi til frambúð- ar. Höfuðborg á krossgötum Reykjavíkurborg stendur á kross- götum í skipulags- málum. Nýhafnar eru viðræður milli fulltrúa allra sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu um framtíðarskipulag þess, enda hef- ur verið ákveðiö að hafa um það samstarf. Reykjavíkurflugvöllur stendur á eftirsóknarverðasta byggingarlandi innan borgar- markanna sem völ er á. Þar gæti höfuðborgin mætt kröfum nú- tímans og nán- ustu framtíðar best og þróað sterka og glæsta miðborg. Fái flugmálayf- irvöld hins vegar- að búa þannig um hnútana að ReykjavíkurfLug- völlur verði kyrr á sínum stað næstu fimmtíu ár eða svo, hefur þeim verið fengið æðsta vald í skipulagsþróun höf- uðborgarsvæðisins. Þá verður fátt í boði fyrir Reykjavik. Flugvöllur i Vatnsmýrinni girðir nefnilega fyr- ir að þétting borgarinnar með styttri aksturleiðum, minni meng- un, fjörlegra viðskipta- og mann- lífi verði valkostur við þá línu- byggð úthverfa með ströndum fram sem annars mun þróast af sjálfu sér. Það þarf ekki skipulags- fræðinga til þess að sjá þessa fram- tíð fyrir. Höfuðborg sætir afarkostum Það þarf heldur ekki að rök- ræða um mikilvægi innanlands- flugsins. Það skiptir fyrirtæki, stjómsýslu og einstaklinga víðast hvar miklu máli. Flugið á sinn þátt í að halda landinu öllu í byggð. Spurningin er hvort mikil- vægi flugsins réttlæti að hagsmun- ir flugrekstraraðila um þessar mundir séu teknir fram yflr þró- unarmöguleika höfuðborgarinnar. Kyrkir það flugið ef flugvöllur fær ekki að kyrkja miðborg Reykjavík- ur? - Það er satt að segja erfitt að trúa því að höfuðborgin standi frammi fyrir slíkum afarkostum. Hitt er sannfæring mín að land- stjómin gæti ekki fært menning- arborginni Reykjavík betri gjöf árið 2000 en þá að hefja leit að flug- vallarstæði utan miðborgarinnar fyrir allt innanlandsflug. Steinimn Jóhannesdóttir „Flugvöllur í Vatnsmýrínni girðir nefnilega fyrír að þétting borgar■ innar með styttrí akstursleiðum, minni mengun, fjörlegra við- skipta- og manntifí verði valkost- ur við þá línubyggð úthverfa með ströndum fram sem annars mun þróast af sjálfu sér. * Reykjavíkurflugvallar á núver- andi stað til endurskoðunar. Ástand vallarins er vissulega háskalega lélegt vegna skorts á við- Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Vopnin kvödd Það tók fullan mánuð að mynda nýja ríkisstjóm eftir kosningarnar 8. maí. Framsókn tapaði kosning- unum og þar með þriðjungi þing- fylgis síns en reis síðan upp með atfylgi Sjálfstæðisflokksins og fékk tvo nýja ráðherra í sárabætur. Davið konungur fylgir kænlega stjómreglu Englendinga um aldir, þ.e. „deildu og drottnaðu". Mikil niðurlæging Af 12 manna þingflokki Fram- sóknar em nú 6 ráðherrar og 4 nefndarformenn á Alþingi. Það hljóta að vera mistök að tveir þingmenn Framsóknar em hafðir utangátta, enda kvarta þeir sár- lega. Þeim er eðlilega misboðið. Framsóknarmenn eru nefnilega í stjómmálum til að hafa áhrif á fjármálasviöinu, enda hafa þeir haft allt sitt fé af Landsbankanum, nú eins og áður. Þeir hafa nú keypt Landsbankann fyrir 163 milljónir sem greiddar voru með eigin fé bankans sjálfs á sl. hausti, án athugasemda annarra stjóm- málaflokka. Niðurlæging þessara flokka er mikil. Það fór þó fram hreinsun eða „sanering" í ráðherraliðinu því að þrír ráðherrar voru látnir víkja úr stjóminni, þar af tveir í ónáð. Halldór Blöndal yfirgaf embætti samgönguráðherra með fánann við hún og gljáfægðan skjöld. Hann tók síðan við forsæti á Al- þingi, næstæðsta embætti lýðveld- isins. Hann hafði unniö það afrek að láta byggja mesta samgöngu- mannvirki landsins fyrr og síðar, Hvalijarð- argöngin. Þessi göng spara veg- farendum það mikið fé að það nægir til að byggja upp önn- ur göng annars staðar í landinu þar sem enginn möguleiki er á að láta þau borga sig eða standa undir sér. Það má því ekki lækka gjaldið um Hvalfjarðargöngin, þau verða að standa undir öðram gangafram- kvæmdum. Annars fer allt í sjálf- heldu og ekkert verður hægt að gera. Ráðherraábyrgð? Þorsteinn Pálsson var látinn yf- irgefa embætti sjávarútvegsráð- herra eftir 8 ára of langa setu þar. Hann upplifði aldrei það hugarfar ráðherra að bera umhyggju fyrir hag allra lands- manna. Hann var alla tið maður sér- hagsmunanna, svo sem verið hafði í Vinnuveitenda- smbandinu, og fram- kvæmdi af hlýðni kvótakerfi Fram- sóknar með þeim ár- angri að hann skilur nú nær allar fisk- veiðibyggðir eftir í umkomuleysi. Sama daginn og Al- þingi kom saman var tilkynnt um þrot vinnslustöðv- anna á kvótalausu stöðunum: Þingeyri, Suðureyri og Bolungar- vík. Framsókn hefir nú verðlaunað hann með sendiherraembætti í London, þar sem hann er nú á leynilegum flótta undan hefndinni sem annars biði hans. Þetta er sjálfvalin útlegð. Hugtakið ráð- herraábyrgð þekkist ekki í ís- lenskri pólitík. Guðmundur Bjamason hætti loksins sem umhverfisráðherra. Hann var þekktur fyrir að blaðra í sjónvarpi á hálfs mánaðar fresti til afsökunar á sjálfum sér. Mesta af- rek þessa ráðherra var að láta byggja vitlausasta mannvirki á ís- landi, svonefhda snjó- flóðavamargarða ofan Flateyrar fyrir millj- arð króna af opinberu fé sem ekki verja þó byggðina fyrir flóðum úr Skollahvilft. Hann er nú bankastjóri í nýjum ríkisbanka undir stjórn Fram- sóknar, svonefndum íbúðalánasjóði. Það ætti að ætla honum verðuga gröf í vamar- görðunum á Flateyri. Þar á hann heima. Sovét-ísland Stjórnmál á íslandi eru nú i mikilli lægð. Stjómarsáttmálinn gerir ráð fyrir algjörri samstöðu meirihlutans og þingræðið er á burt. Þetta er eins konar harð- stjórn sem líkist mest þekktu ástandi úr einvaldsríkjum. Minni- hluti þingsins eða stjórnarand- staðan er ekki aðeins rekinn burt úr þinghúsinu heldur er forseti þingsins ráðinn til að berja á henni með þingbjöllunni. Allir fjölmiðlar eru að venju með skottið á milli afturfótanna og sinna ekki gagnrýnisskyldum sín- um. Alþingi ræðir nú fækkun kjördæmanna í sex. Næsti áfangi er sýnilega eitt kjördæmi í land- inu. - Hinn langþráði draumur sumra áður fyrr - Sovét-ísland. Önundur Ásgeirsson „Stjórnmál á íslandi eru nú í mik- illi lægð. Stjórnarsáttmálinn gerir ráð fyrir algjörri samstöðu meiri- hlutans og þingræðið er á burt. Þetta er eins konar harðstjórn sem líkist mest þekktu ástandi úr einvaldsríkjum Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Bann á farsímum í akstri? Starfshópur dómsmálaráöherra sem fjallaöí um akstur og farslmanotkun vill banna farsímanotkun í akstri nema um handfrjálsan búnaö sé aö ræöa. Akstur krefst óskiptrar athygli Á örfáum misserum hef- ur þeim öku- mönnum fjölg- að gífurlega,- og fjölgar enn,- sem tala í far- síma við akst- urinn. I slysa- og . tjonaskýrslum framkvæmdastjórl viðurkenna Umforöarráðs. slysavéddar sjaldnast að þeir hafi verið í símanum er slys og óhöpp bera að höndum. Hins vegar fjölgar mjög ábendingum frá mótaðilunum um að sú hafl einmitt verið raunin. Almenn farsímanotkun við akstur eykur mjög slysahættu, bæði á beinan og óbeinan hátt. Hún dregur úr einheitingu sím- notandans við aksturinn, og skapar margvíslega óbeina hættu, t.d. er símnotandi hægir á sér, ekur langt undir meöalhraða og kallar þannig á annars óþarf- an framúrakstur. Auk þess valda akstursímtöl ýmsum öðrum, beinum og óbeinum truflunum og töfum í umferðinni. Það er skylda þeirra sem fást við umferðaröryggi að stemma stigu við þessari óheillaþróun því aksturinn krefst alltaf óskiptrar athygli okkar. Annars er voðinn vís. Bann er engin töfralausn Það er nú alltaf svo að menn era yfir- leitt veikari fyrir rökum sem banna hluti en leyfa þá. Hættan sem talin er stafa af Gu&mundur farsímanotkun Pétursson í Ökutækjum '^g^tfrolöarstjóri. er líklega stórlega ýkt enda hafa atvinnubílstjórar talað í talstöðv- ar við aksturinn um áratuga skeið og verið þá með míkrafón- inn í hægri hendi, án þess að það hafl verið talið valda hættu eða truflun í umferðinni. Nýja tölvukerfið hjá Hreyfils- bílstjórum sem samgönguráð- herra hefur nýlega tekið form- lega í notkun með pomp og prakt ætti þá að vera mun hættulegra en farsimarair því notendur þess eru að gera hvoru tveggja í senn, aka og glápa á tölvuskjá. Hér fer því best á því að vísa til ábyrgðar einstaklingsins: Hver og einn geri það upp við sig hvort hann treysti sér til að aka og tala i síma samtímis. En ef menn valda tjóni og eru í órétti vegna farsímanotkunar ættu þeir auðvitað að bera ábyrgð á því. Við ættu hins vegar að fara varlega í að draga úr möguleik- um tækninnar með bönnum. -KGK Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.