Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1999, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 33 DV Victoria Kryddpía: Vill helst verða ólétt strax aftur Kryddpían Victoria Adams vill ólm verða barnshafandi á ný, aðeins þremur mánuðum eftir að hún eign- aðist soninn Brooklyn. Hún vill verða ólétt núna strax. „Það stórkostlegasta sem hefur komið fyrir mig var að verða móðir. Vandamálið við að eignast barn er að ég vil eignast eitt í viðbót,“ segir Victoria í viðtali við breska slúður- blaðið The Sun. Ekki kemur fram í viðtalinu hvort barnsfaðirinn og unnusti Victoriu, knattspymukappinn Dav- id Beckham, sé sama sinnis. „Brooklyn er svo yndislegur. Það yrði dásamlegt ef hann fengi ein- hvern til þess að leika sér við,“ seg- ir Victoria Adams. Ekki eru nema nokkrar vikur þangað til Victoria og David verða gefin saman. Hún segist ekki geta orðið hamingjusamari. Victoriu finnst yndislegt að vera orðin móðir. Símamynd Reuter „Ég hlakka til brúðkaupsins og til þess að Brooklyn litli eignist systur eða bróður. Það er stundum erfitt að vera móðir en ég myndi alls ekki vilja að líf mitt væri öðruvísi en það er í dag,“ segir Kryddpían vinsæla. David lýsir því líka hversu ham- ingjusamur hann er. „Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Ég er orðinn faðir. Ég gifti mig 3. júlí næstkomandi og liðið mitt varð Englandsmeistari, Evrópumeistari og bikarmeistari. Þeir sem fylgst hafa með Victoriu og David í ýmsum samkomum að undanfórnu segja að það fari ekki á milli mála að þau séu að springa af hamingju. Þau kyssist og faðmist án afláts og hafi ekki augun hvort af öðru. Fyrstu mánuði eftir að Brooklyn kom í heiminn hafði Victoria hann með sér hvert sem hún fór. Hún gat ekki hugsað sér að skilja hann eftir í umsjá annarra. Pierce Brosnan fór á dögunum í óvænta heimsókn til al- saklausra ferðamanna sem höfðu leigt sér lítið sumarhús í Comwall. Pierce var á leið til glæsihótels síns í þyrlu, ásamt frúnni og börnunum, þegar þoka neyddi flugmanninn til að lenda. Brosnan hafði verið við tökur á nýjustu Bond-myndinni. Brosnan og fylgdarlið hans leituðu ásjár hjá Ashley Keene og fjölskyldu hennar um stund- arsakir. Austur í Kasakstan dunda menn sér við að hann falleg föt, eins og þessi mynd ber svo sannarlega með sér. Fatnaðurinn er eftir Kuralay Nurkadilovu. Fatahönnunin er að verða svo blómleg iðn þarna austur frá að Kasakkar efndu til fyrstu tískuvikunnar í síðasta mánuði. Tom Hanks er langálitlegastur Stundum er sannleikurinn lyginni likastur. Það á svo sann- arlega við um fréttirnar vestan úr Hollywood þar sem leikarinn Tom Hanks var kjörinn álitleg- asta og gróðavænlegasta stjarn- an í glansborginni. Hanks velti þar með Tom Cruise úr sessi í könnun sem gerð var meðal kvikmyndaframleiðenda. Hanks fékk 100 stig af 100 en fast á hæla hans kom bamakarl- inn Mel Gibson með 99,4 stig. Brosnan heim- sækir túrista Liz bauð Larry í skemmtisiglingu Kvikmyndadísin Elizabeth Taylor, sem er orðin 67 ára, bauð fyrrverandi eiginmanni sínum, Larry Fortensky, með sér í róman- tíska siglingu um Miðjarðarhafið. Hún reyndi fyrst að fá tannlækn- inn Cary Schwartz með sér í ferð- ina. Sambandið var hins vegar eitt- hvað stirt þannig að ekkert varð úr því að tannsi kæmi með. Liz ákvað þá að fara á næsta bæ og bauð Larry sem er sagður vera bæði fyllibytta og ofbeldismaður. Skemmtisiglingin er ekki ókeyp- is því kvikmyndaleikkonan þarf að greiða tæpar 20 milljónir íslenskra króna fyrir túrinn. Innifalin em laun hjúkrunarkonu sem á að sjá um velferð Larrys. Hann er ekki alveg heill heilsu eftir að hafa hrapað í stiga fyrir nokkrum mán- uðum. Sviðsljós George Michael smekkmaður: Féll fyrir húsi á frægu málverki Breski popparinn George Mich- ael getur að minnsta kosti alltaf huggað sig við það að hann er smekkmaður þegar hús og híbýli eru annars vegar. Popparinn féll kylliflatur fyrir húsi einu i Goring í Oxfordskíri á Englandi. Ekki minni maður en sá frægi málari William Turn- er féll líka fyrir húsinu fyr- ir tvö hundruð árum og málaði húsið á léreft. Málverkið þykir nú eitt af meistaraverkum Tumers og er til húsa í hinu fræga Tate listasafni í Lundúnum. Myndin heitir Myllan og kirkjan í Goring. Sérfræðingur í verkum Turners segir að málarinn hljóti að hafa haft sólina beint í bakið þegar hann málaði mynd- ina. Nánasta umhverfi húss- ins í Goring hefur nú eitt- hvað breyst í tímans rás en að sögn eins íbúa bæj- arins er það alltaf jafnsjarmerándi. Og Ge- orge vissi strax að húsið væri hið eina rétta og taldi ekki eftir sér að greiða fyrir það tæpar tvö hundruð milljónir króna. Smá- munir miðað við að málverkið færi á milljón. ^öðkaupsveislur — útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og tl. og fl. og fl. feafiðld - v®0§0(u)ff®0(o)c „og ýmsir fylgihlutir rt’77 Ekki treysta á veðrið þegar ~ skipuleggja á eftimninnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. T|öld af öllum stcerðum frá 20 - 700 m2. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. táaDsBgai slkátta ..með skátum á heimavelli simi 562 1390 • fax 552 6377 • bis@scout.is S.S. GUNNARSSON HF. VELSMIÐJA Rennismíði - Vélsmíði Dráttarkúlur - Varahlutir í fiskvinnsluvélar Tánnhjól - Ásar - Fóðringar Nipplar -Valsar - Slífar Eigum á lager ryðfrítt vökvafittings. Framieiðum eftir pöntunum. Fljót og góð afgreiðsla. S.S.G Trönuhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 555 3343. Fax 565 3571. GSM 898 7449 Bílakaup Bílasala Innflutningur Ráðgjöf Sími 553 5555 GSM 899 5555 Fax 581 2474 Til sölu: Mjög fallegur og vel búinn bfll, s.s. leður, sjálfsk., loftkæling, cruisecontrol o.fl. Sem nýr. Þetta er bfll fyrir vandláta. 4- Bílastíll er bílasala fyrír fólk sem gerir kröfur um glæsilegt útiit og gæði, _______á góðu verði.lnnfl. notaðra, nýlegra bila á hagstæðu verði._ ^ Löggildur söluaðili - Útvegum bílalán. v staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur o»t milff him/fa _ og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.