Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 12
12 Spurningin FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 1999 Hvernig verður sumarið? Ingunn Eydal verslunarmaður: Það verður stórgott. Börkur Hrafn Birgisson blaða- maður: Ég er alveg viss um að það verður gott. Sigtryggur Ellertsson ellilífeyris- þegi: Það er vonandi að það verði gott. Aníta Tara Helgadóttir 12 ára: Ég held það verði gott. Borþór Guðmundsson verkamað- ur: Það verður ekki gott frekar en venjulega. Magnús Logi Kristinsson verka- maður: Ég heid að það verði ekki gott. Lesendur Fyrirtæki og verktakaþjónusta: Svik á svik ofan of algeng Sjálfs er höndin hollust. - Sjálfboðaliðar í Fossvogi mála róló. Guðjón Guðmundsson skrifar: Ég er áreiðanlega ekki einn um það að hafa orðið fyrir barðinu á óheiðarleika í viðskiptum á þessum síðustu og verstu tímum. - Það er ekki bara að maður þurfi að sæta því að kaupa eitt og annað í sig og á við óhóflega háu verði (fatnað, heimilisáhöld, viðgerðir og viðhald hvers konar) miðað við það sem gerist í nágrannalöndum okkar, maður verður einnig að sætta sig við að vera svikinn um eitt og ann- að, jafnvel það sem samið hefur ver- ið um fyrirfram að fá afhent eða unnið og oft greitt fyrirfram að hluta eða að fullu. Þannig hef ég t.d. lent í því und- anfarið að fá ekki vöru afhenta í framleiðslufyrirtæki á þeirri for- sendu að hún „væri bara uppurin" og „næsta sending" yrði „eitthvað sein fyrir“. Einnig að hafa þurft að bíða eftir verktökum sem búnir voru að lofa að taka að sér viðgerð á húsi mínu. Eftir að þeir síðan komu hlupu þeir úr verkinu hvað eftir annað til að sinna öðru eða öðrum verkefnum í öðrum borgar- hlutum. Við þessu hefur maður eng- in ráð og ef að þessu er fundið er viðkvæðið jafnan á þann veg að maður hrökklast til baka og reynir að halda friðinn, einungis til þess að fá verkið unnið yfirleitt. Ég tel að ástæðan fyrir þessu sé ofþensla á vinnumarkaðinum ásamt góðærinu margnefnda í þjóðfélag- inu. Segja má að um þessar mundir sé ekki vinnandi vegur að leggja út í framkvæmdir, t.d. á eignum sín- um, með aðkeyptu vinnuafli. Þar er oftar en ekki um hrein svik að ræða. Sömu sögu má segja af versl- un og þjónustu í byggingarbransan- um og á mörgum öðrum sviðum. Ég hvet fólk til að draga við sig sem mest það getur í þessum efnum og bíða frekar betri tíma. Það á eft- ir að hægja á tannhjólum þjóðfé- lagsins, trúi ég. Og þá verður von- andi auðveldara að eiga við fyrir- tæki og þjónustuaðila. - Þessir aðil- ar mega líka alveg fá til tevatnsins líkt og aðrir sem þeir hafa verið að pretta gegnum tíðina. Allt of, allt of lengi. Þorpið Þingeyri til sölu Björgvin Guðmundsson, sjómað- ur í Stykkishólmi, leggur þetta til byggðavandans: Þegar svo er komið eins og mað- ur heyrir í fréttunum með Rauð- síðu, þá er ekkert annað eftir fyrir fólkið að gera en auglýsa þorpið til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu. Það gæti orðið til þess að ef það yrði gert á þann hátt að þetta blasti víða við og reynt yrði að vekja áhuga manna, þá yrðu ráðamenn hér á landi kannski að svara því hvers vegna svona er komið. Maður hefur horft lengi upp á það að pró- fessorinn Ragnar Árnason gengur um heimsbyggðina með það uppá- skrifað frá stjórnvöldum að þessu dásamlega kerfi sé hampað sem allra mest. En svo er nú komið að það má rekja ófarimar á Þingeyri og fleiri stöðum beint og óbeint til þessa kerfis. Fjöldamargt kemur til, til dæmis frystitogaravæðingin og auðvitað kvótatilflutningurinn. En fram undan er sem sagt aug- lýsing, til dæmis svona: „ÞORP TIL SÖLU. Þorpið Þingeyri á íslandi er til sölu. Tilboð merkt „Vonleysi" sendist auglýsingadeild DV fyrir mánaðamót." Eignir fólksins, sem eru lítils eða einskis virði, nema einhver vinna komi á staðinn, verða boðnar lysthafendum til kaups á einu bretti, gætu kannski selst einhverjum sérvitringi með fúlgur fjár. Hin lamandi hönd Landssímans Enn aukast hörmungar Landssímans. - Stjórn eða stjórnarformaður Landssímans getur ekki með nokkru móti áfrýjað úrskurði Samkeppnisráðs úr því sem komið er, segir m.a. í bréfinu. Guðjón Guðmundsson skrifar: Það ætlar ekki að linna hörmung- unum vegna einkavæðingu Lands- símans. Einkavæðingin sjálf er þó ekki bölvaldur Landssímans, heldur hvernig að henni var staðið. Og það á flesta kanta. Mikið hefur verið skrifað um aðferð einkavæðingar- innar og hart deilt, ekki síst á síð- ustu vikum, eftir að raunverulegur samkeppnisaðili er kominn fram á sjónarsviðið. - Ólögmætt forskot á fjarskiptamarkaði, magnafsláttur GSM-þjónustu Landsímans og síö- ast en ekki síst 11,5 milljarða (ekki milljóna) ríkisaðstoð eru orðin að háværu deilumáli og fjölmiðlar hafa vart við að skýra landsmönnum frá framvindu mála. Úr því að Samkeppnisráð hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn njóti ólögmæts for- skots í samkeppninni á markaðnum og fyrirtækinu hafi verið veitt ríkis- aðstoð sem nemi á annan tug millj- arða króna og engin lög hafi heimil- aö slíka ákvörðun, verður að gera hreint fyrir dyrum Landssímans í eitt skipti fyrir öU og op- inbera niðurstöðuna almenningi. Stjórn eða stjórnar- formaður Landssím- ans getur ekki með nokkru móti áfrýjað úrskurði Samkeppnis- ráðs úr því sem komið er. Frekar ætti hér að fara fram lögreglu- rannsókn á málinu öUu frá upphafi. Að eignir Pósts og síma hafi verið vanmetnar um 10 miUjarða króna sýnir slíka vanhæfni í störfum (jafnvel þótt fyrirtækið hafi verið metið samkvæmt venjubundnum regl- um), að ekki verður hjá því komist að kanna hvað liggur að baki. Það er auðheyrt og séð að hér er ekkert venjulegt mál á ferð og það verður að fá með- höndlun allra færustu manna á laga- og bókhaldssviði. Einkennilegt er að ekki skuli vera rætt við þann ráðherra sem var í forsvari fyrir málinu. Hann á ýmislegt óútskýrt. Jón Baldvin í uppáhaldi R.A. skrifar: Það voru ánægjrdeg tíðindi sem okkur bárust, þó seint og um síðir, að Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra okkar í Bandaríkjun- um og víðar vestan hafs, hefði ver- ið kosinn maður mánaðarins (maí- mánaðar) af hinu virta blaði The Washington Times, fyrir virka þátttöku á ráðstefnum og málþing- um og fyrir að vekja athygli á menningu þjóðar okkar þar vestra. Jón á þetta skilið og meira til, enda einn langfremsti stjórn- málamaður okkar íslendinga á öldinni. Vel liðinn, skemmtilegur og þrautþjálfaður í málfimi. Hann vildu Samfylkingarmenn ekki fyr- ir nokkurn mun. Þeir tóku poka- prestana fram yfir Jón. Margir vonast eftir Jóni aftur í pólitíkina, jafnt andstæðingar sem samherj- ar. Þannig maður er Jón einmitt. Fíkniefnasalar fundnir Sverrir hringdi: í sjónvarpsfréttaviðtali sl. mánudagskvöld kom fram hjá manni sem tengist Stuðlum, heimili fyrir unglinga sem eiga við fíkniefnavanda að etja, að fikniefnasalar ráfuðu um götur borgarinnar og byðu unglingum þessi efni til kaups. Allir þeir sem við þennan vanda fást vissu hverjir þessir aðilar væru en fjár- skortur hamlaði aðgerðum gegn þeim. Maður trúir varla að lög- reglan líti gegnum fingur sér og handtaki ekki þessa menn sé hún viss í sinni sök um starfsemi þeirra sem fíkniefnasala, af íjár- skorti einum saman. Lögreglunni hlýtur blátt áfram að vera bannað að handtaka þessa kóna. Það verður maður a.m.k. að álíta þar til annað kemur i ljós. Gola, kaldi og gustur - í metrum Margrét Hansen hringdi: Ég vil koma því á framfæri við okkar ágætu veðurfræðinga og fréttamenn að við sem vorum vön að heyra nefnd vindstig erum ekki jafnmóttækileg fyrir hinum nýju mælieiningum vindhraðans og vitum því ekki hvað gola, kaldi, gustur og stormur mælist í metrum/sekúndum. Vinsamlega tengið því þetta saman á þann hátt að við skiljum betur hvaðan á okkur stendur veðrið þegar nýja mælieiningin er nefnd í veður- fréttum í framtiðinni. Áhugaveröur pistill Guðmundur skrifar: Ég las nýlega áhugaverðan og vel skrifaðan pistil um innflutn- ingshöft á grænmeti. Ég rakst á hann á vefsíðu sem ég hef aldrei augum litiö fyrr. Hún er kölluð „frelsi.is“, eftir staðsetningu sinni á veraldarvefnum. í þessum pistli er fundið að innflutningstollum á grænmeti, sem gera það að verk- um að nú er verð á þessari nauð- synjavöru í hámarki. Ég hefði haldið að frekar ætti að ýta undir neyslu á svo næringarríkri fæðu en leggja á hana tolla sem draga úr neyslu. Ég vil hrósa þeim sem standa að þessari vefsíðu, frelsi.is. Þeir eru svo sannarlega „menn með viti“ eins og sagt var í heimasveit minni í gamla daga. NATO gegn umhverfissinnum Einar Ólafsson skrifar: Nú ætla NATO-hermenn og ís- lenskar löggur og Landhelgisgæsl- an að fara að æfa aðgerðir gegn umhverfisverndarsinnum. Það er von að NATO óttist umhverfis- verndarsinna eftir ævintýrið mikla á Balkanskaga. En af hverju er verið að halda svona æfingar hér á landi? Ætli iönaðarráðuneyt- ið eða Landsvirkjun hafi beðið um þessar æfingar? Víst er að mörg- um ofbýður framganga iðnaðar- ráðherra nú - en að kalla NATO til, er það nú ekki einum of?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.