Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 Fréttir Meðferðarheimilið Virkið eins árs: Nálgast krakkana á mannlegum nótum Það var glaðvær hópur sem stillti sér upp í skut Viðeyjarferjunnar og sýndi sigurinn yfir fíkninni með fingrunum. Mummi er aftast til hægri. í gær, mánudag, fagnaði meðferð- arheimilið Virkið eins árs afmæli sínu. Af því tilefni sigldu starfsfólk og skjólstæðingar Virkisins út í Viðey og gerðu sér dagamun. Þrátt fyrir þungbúið veður og skýja- bólstra var hópurinn staðráðinn í að grilla, dansa og skemmta sér fram eftir degi í eynni grænu. „Virkið er sjálfstætt og sérhæft meðferðarheimili fyrir unga fikla á aldrinum 16 til 20 ára, rekið í miklu fjársvelti af vösku fólki,“ segir Guð- mundur Týr eða Mummi í Virkinu. Aðspurður hver sé helsti munur- inn á starfsemi Virkisins og ann- arra meðferðarstofnana segir Mummi: „Ön höfúm við náttúrlega sama meginmarkmið, það er augljóst. Munurinn er kannski helst sá að við nálgumst krakkana á þeim for- sendum að vera fyrst og fremst mannleg, látum vera að veifa diplómum og öðru en leggjum höf- uðáherslu á að tengjast krökkunum. Mér finnst að fleiri ættu að taka það upp.“ Eins og komið hefur fram í frétt- um að undanfömu em biðlistar eft- ir plássi á meðferðarheimilum orðn- ir það langir að allt að ár getur tek- ið að fá inni. Guðmundur segir Virkið enga undantekningu, hjá þeim séu að jafiiaði 25 til 30 manns sem banki á dymar. Guðmundur telur fjölda þeirra sem biða eftir meðferð á landinu hfaupa á hund- ruðum. En hvaða áhrif hefur þessi bið á ungt fólk í baráttu við fíkni- efnaneyslu? „Sumir lifa af,“ segir Guðmund- ur. „Aðrir ekki.“ Sautján ára skjólstæðingur Virk- isins, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagðist hafa verið þar um fimm vikna skeið. Hann hefur reynslu af mörgum meðferðarheim- ilum en sagði Virkið vera það lang- besta. „Meðferðin er miklu persónulegri en annars staðar og það er unnið mikið í manni sem einstaklingi. Ég er ákveðinn í að hætta.“ Heldurðu að þú sért laus úr klóm dópsins? „Ég vona það.“ -fin ^ Norðurvíkingur ‘99: Ahersla á varnir gegn hryðjuverkum - lágflugsæfingar yfir miðhálendinu Hin árlega vamaræfing Norður- víkingur á vegum Atlantshafs- handalagsins stendur til 28. þessa mánaðar. Markmið æfingarinnar er að efla vamir íslands á grundvelli vamarsamningsins frá 1951 og sam- kvæmt bókun við hann frá 1996. Æfingin fer einkum fram á suð- vesturhorninu og lágflugsæfingar yfir miðhálendinu, Sprengisandi og á svæðinu í kringum og yfir Hofsjökli. Lágflugið, sem er skil- greint sem flug undir 500 fetum, fljúga 6 breskar Jaguar-orrustuþot- im og 4 F-15 þotur bandaríska flug- hersins og hefur það ekki áhrif á áætlunarflug dagana sem það fer fram. 3000 taka þátt 1 ár verður aðaláhersla æfingar- innar á vamir mikilvægra staða gegn alþjóðlegum hryðjuverkum ásamt liðs- og birgðaflutningum til íslands á hættutímum. Nokkur breyting hefur orðið á grannáherslu æfingarinnar. Hún orsakast af því að síðan kalda striðinu lauk er hættan á innrás óvinaríkis ekki raunhæf en hins vegar meiri ástæða til að æfa viðbrögð við árás hryðju- verkamanna með það fyrir augum að tryggja öryggi almennings og mikilvægra staða. Þýskar og bandarískar sérsveitir verða í hlutverki óvinanna, þ.e. hryðjuverkamannanna, og er verk- svið þeirra allt frá sprengjuhótun- um til stuids á hemaðarleyndarmál- um. Um 3000 manns taka þátt í æfing- unni, þar á meðal allir hinir tvö þúsund hermenn vamarstöðvarinn- ar, um átta hundrað í viðbót frá Bandaríkjunum og fimmtíu frá Þýskalandi. Einnig munu Landhelg- isgæslan og Víkingasveit ríkislög- reglustjóra taka þátt. -fin Vinir okkar í Hvíta húsinu Samkvæmt fréttum vestan frá Bandaríkjunum fer nú vegur Clint- ons Bandaríkjaforseta heldur minnkandi, enda styttist í að hann ljúki forsetastörfum og nýr forseti taki við. Enn fremur hefur það haft áhrif vestra að Clinton hefur fengist við ýmislegt annað á skrifstofu sinni heldur en það eitt að stjóma þjóð sinni. Raunar hefur hann haft minni stjóm á hvötum sínum en hann hefur haft á Bandaríkjamönn- um eða alþjóðamálum og hafa ör- yggisráðstafanir að mestu gengið út á það að koma í veg fyrir að kven- fólk komist inn í Hvíta húsið til að forsetinn missi ekki stjóm á sér og hvötum sínum. Clinton gerðist sömuleiðis sekur um að ljúga að vinum sínum og nánustu samstarfsmönnum um samskipti sín við Monicu og fyrir vikið hefur heldur fækkað í vina- hópnum og veslings forsetinn hefúr heldur ekki náð eyram konu sinnar, Hillary, sem hefur fengið nóg af framhjáhaldinu hjá karli sín- um. Allt hefur þetta leitt til þess að Clinton hefur einangrast og þeim hjónum liðið illa. En oft kemur vinur í vinar stað og nú hafa þau hjónin uppgötvað að hér uppi á íslandi er fólk sem hægt er að treysta og hægt er að leita sálu- hjálpar hjá. Clinton Bandaríkjaforseti hefur nú tekið upp reglulegt símasamband við Davíð Odds- son, sem sagði frá því um daginn að Clinton hefði hringt eitt kvöldið til að þakka sér fyrir lausn Kosovodeilunnar og spjallað við sig um önnur brýn alþjóðamál, sem hann vill að Davíð hjálpi sér við að leysa. Davíð hefur heldur ekki færst undan þessari ábyrgð og hefur heitið Clinton samstöðu og ráðgjöf, hvenær sem Clinton greyið þarf á því að halda. Er þess að vænta að Davíð slái á þráðinn til Bill þegar hann hefur talað við japanska forsætis- ráðherrann ef vera skyldi að Jap- aninn hafi ráð að gefa, sem Clint- on getur notfært sér. Þannig er Davíð orðinn lykilmaður í tengsl- um Bandaríkjaforseta við útlönd. Þá er þess að geta að Hillary hringdi á dögunum í Sigríði Dúnu og bað hana um að skreppa til sín til að ræða um jafhréttis- mál kvenna. Sigríður Dúna brást auðvitað vel við þessu kalli og hélt vestur um haf og setti Hill- ary inn í málin og Sigríður Dúna sagði að vel hefði farið á með þeim stöllum og Hillary hefði verið afar fljót að setja sig inn í málin og að þær mundu hittast fljótlega aftur. Friðrik, eiginmaður Sigríðar, er að visu hættur sem ráðherra, en Hillary setur það ekki fyrir sig, enda aðalatriðið að ná vináttu- tengslum við þetta góða og skilningsríka fólk á is- landi, sem þau forsetahjónin geta nú hallað sér að í einangrun sinni. Já, það er kalt á toppnum, en þá er líka gott að eiga nána vini á íslandi. Dagfari Forsetaslagur Skyndileg uppstokkun hjá LÍÚ og brottrekstur Jónasar Haralds- sonar skrifstofustjóra hefur vakið upp spumingar um það hvaða fylk- ingar takist á í næstu kjarasamn- ingum sjómanna og útgerðar. Víst er að i fylkingarbrjósti út- gerðarmanna verð- ur hinn blíðmælti skipstjórasonur frá Siglufirði, Friðrik J. Amgrímsson með Kristján Ragnarsson í aft- ursætinu. Óljós- ara er hver tekur við stjórn- taumunum hjá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands þegar og ef Guðjón A. Kristjánsson hættir til að sinna þingmennsku óskiptur. Leiðtoga er nú leitað logandi ljósi en enginn prins í sjónmáli. Vitað er að Ragnar G.D. Hermannsson sem um árabil sat í stjóm sam- bandsins hefur áhuga á vegtyll- unni. Allt eins er þó talið líklegt að lending verði sú að Guðjón sitji áfram ... Kratakynslóðin Hugsanlegt er að hinn harð- snúni Glúmur Baldvinsson, son- ur Jóns Baldvins, haldi til Genfar þar sem hann mun taka við feitri stöðu hjá EFTA. Þar með lyki stutt- um ferli hans hjá Sjónvarpinu og vest- firskur framburður mun ekki lengur kæta eða valda ógleði þeim er þar hlýða á fréttir. Fleiri fréttir eru af hinni nýju kyn- slóð toppkrata því Guðrún Vilmundar- dóttir Gylfasonar er á leið heim eftir störf í Bmssel hjá EFTA. Hún mun eiga að taka við starfi hjá Borgarleikhúsinu sem leiklistar- ráðunautur við hlið hinnar blíð- lyndu Þórhildar Þorleifsdóttur. Er til þess vonast að með komu Guðrúnar muni átökum linna inn- an leikhússins við Listabraut... Friðargæsla fjarri Græni herinn hélt vestur á firði um helgina þar sem Patreksfirð- ingar og Ísfírðingar nutu útivera með Stuðmönnunum hugumstóra og dönsuðu og drukku svo sem heilsa og úthald leyfði. Óvenju frið- samt var á dansleikj- unum í Villta vestr- inu og illar tungur rekja það til þess að friðargæslusveitir Græna sterans voru ekki á svæð- inu. Dyravörslu að þessu sinni önn- uðust ekki Völundur Þorbjörns- son og félagar í Magnum. Velta menn því fyrir sér hvort Stuðmenn hafi slegið af þessar „friðargæslu- sveitir" sem valdið hafa ólgu um allt land svo sem frægt er orðið ... Geðþekkur söngvari! Heljarmikil sumarhátíð var haldin á Selfossi um helgina. Með- al þess sem boðið var upp á I skemmtiatriðum var að alþingis- maðurinn Árni Johnsen spilaði og söng. Kynnir há- tíðarinnar hélt vart vatni og hældi hann Áma í hástert sem geðþekkum stór- söngvara. Eitthvað fór þetta fyrir brjóst söngvarans sem í stað þess að verða glaður með hólið brást hálfilla við. „Þú álíka lyginn og blaðamenn DV,“ sagði Árni með sinni alþekktu englarödd. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi að hafa haldið því fram í þessum dálki að Ámi sé söngvari og geðþekkur að auki... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.