Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 Spurningin Lesendur Heldur þú að hjónaband Játvarðar og Soffíu endist? Bragi Guðbrandsson verkamað- ur: Já, ætli það ekki. Hjálmar Jóhannsson, eldri borg- ari: Hún má vera helvíti góð ef það á að endast. Sunneva Völundardóttir, 14 ára: Já, það held ég. Una Gunnarsdóttir, 14 ára: Ég held að þau skilji eftir nokkur ár. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, 14 ára: Ég vona að þau skilji ekki. Magnús Gíslason verkfræðingur: Já, það verður að gera það. Komu þjóðhöfð- ingja okkar óskað Guðfinnur Finnbogason skrifar: Með þá vissu að leiðarljósi að 1 augum gesta okkar greinum við jafnan best útlit vort, telja margir hér á Ströndum mikil- vægt að þeirri málaleitan sé komið til þeirra er héraðsmálum helst ráöa að farið verði að vinna að því að þjóðhöfðingi okkar, forseti ís- lands, sæki Strandamenn heim og það fyrr en síðar. I því sambandi minna menn á að senn er áratugur liðinn frá því for- seti íslands heimsótti Strandir síð- ast. Þetta kom fram á aðalfundi Ferðamálafélags Strandasýslu ný- verið. Þar var rætt um bætta um- gengni bæði til sjávar og sveita og nokkrar endurbætur á vegakeríi sýslunnar á stöku stað, enda væri fátt okkur meiri hvatning til að gæta að umgengni okkar en vænt- anleg koma góðra gesta og væri auk þess öllu öðru mikilvægara, ásamt vingjamlegu og hlýju viðmóti, til að nýtast ferðaþjónustunni mest og best og skapa henni virðingu bæði meðal heimamanna og þó ekki síst gesta okkar. Flestir búa enda yfir Strandamenn óska eindregið eftir nærveru Óiafs Ragnars Grímssonar í héraðinu og það sem alira fyrst. Hér Eyjafjarðar á síðasta vori. meðvitaðri löngun til að hafa snyrti- legt í kringum sig og að því þyrfti að hlúa. Ekki eingöngu af tillitssemi við íbúa Árneshrepps var mikilvægt er forsetinn í heimsókn í byggðum talið að forsetinn heimsækti fyrst íbúana í nyrstu byggðinni og færi síðan landveg suður sýsluna. Vel- kominn á Strandir, Ólafur Ragnar Grímsson! List eða ólyst Eggert E. Laxdal, Hveragerði, skrifar: Mér virðist listin og umfiöllun um hana á glapstigum. í myndlist eru alls konar afskræmi hafin upp til skýjanna. Ljótleiki og fáránleiki fá jákvæða umfiöllun, en alvöru list er haldið í skák í blöðum og timaritum, alls ómaklega. Fegurðin er einskis metin og negld á kross. Sundursagaðir stólar, beyglaðar tunnur og fáein heystrá á gólfi. Þetta er af listfræðingum talin góð og gild list. Myndlist á að vera falleg og þjóna fegurðarþrá mannsins. Fólk hrífst af náttúrunni og fer langar leiðir til að komast í snertingu við hana. Menn fara síður á öskuhauga til aó hrífast. Og tónlistin. Hún einkennist af dúndrandi hávaða, argi og gargi, sem verkar á mann eins og verið sé að sarga sundur höfuðkúpuna á manni. Er þetta list? Nýmóðins tónlist er oft afskræmi án laglínu og samhengis, bara píp út i loftið. En við eigum ýmislegt gott. Sinfón- íuhljómsveitin sker sig úr að gæðmn, við eigum marga og góða söngvara, kóra og einleikara og íslenska óper- an er kraftaverk. Við eigum líka af- bragðs leikara. Um ritlistina er það að segja að hún er á mjög háu stigi. Við eigum marga góða rithöfunda á öllum sviðum ritlistar. Sigur og ósigur í þingkosningum Sigurður Jóhannsson skrifar: Enn er rætt um síðustu alþingis- kosningar, þótt úrslitin yrðu þau að fyrri stjórn næði að halda velli og völdum. Einkennilegt finnst mér að margir túlka úrslit kosninganna á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið þar sigur. - Sá flokkur bætti þó aðeins við sig 1 (einum) manni. Og Framsóknarflokkurinn tapaði fiórum mönnum. Sumir tala um sigur vinstri- grænna. Tala þingmanna þar á bæ er þó nánast hin sama og var í þing- lok í vor, það lítil er viðbótin. Svip- aða þingmannatölu hjá flokki Jó- hönnu Sigurðardóttur 1995 vildu sumir kalla ósigur, svo að ekki er nú alltaf samræmi í hlutunum. Og enn tala sumir um ósigur Samfylkingar- innar, sem mér finnst í hæpnara ÍUÉ^fMlfM þjónusta allan sólarliringinn Aðeins 39,90 mínútaii - eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Bréfritari telur að Sverrir og hans maður, Addi Kitta Guj, frá ísafirði muni láta að sér kveða á Alþíngi í haust. lagi, svo að ekki sé meira sagt. Sautján þingmenn mynda þó að sjálf- sögðu sterkt afl á komandi árum. Athyglisverðustu úrslitin í síð- ustu kosningum tel ég vera að Frjáls- lyndi flokkurinn skyldi ná mönnum á þing. Og þótt þingmenn flokksins séu aðeins tveir er spá mín sú að þeir muni láta manna mest að sér kveða og eigi eftir að velgja stjórnar- liðum verulega undir uggum. ES: I síðasta bréfi mínu til DV vitnaði ég í vísu er Flosi Ólafsson orti norður í Þingeyjarsýslu fyrir allmörgum árum (en þar var Sam- band ísl. samvinnufélaga stofnað, sem kunnugt er). Vísan misprentað- ist í DV. Hún er á þessa leið: „Ó, hvað hér er yndislegt á allar lundir: Sveinar elska hringa hrundir; hér var það sem SÍS kom undir.“ Of margir útlendingar Guðrún Hansdóttir hringdi: Ég vil vekja athygli á þeirri þróun sem er að verða í búsetu- þróun á íslandi. Verði framhald á þvi að allt of margir útlendingar flytji búferlum hingað til lands, en á sama tíma flytja allt of marg- ir íslendingar burtu frá landinu til annarra landa, þá á það eftir að skapa mörg og margvísleg vandamál sem komandi kynslóðir þurfa að kljást við. Aðrar þjóðir hafa verið og eru að súpa seyðið af því að flytja inn útlendinga í of miídum mæli og þau lönd hafa smám saman verið að missa ýmis séreinkenni sín. Við þekkjum af fréttum hvaða ástand hefur skap- ast af þeim sökum. Ég segi þetta án fordóma í garð þess útlenda fólks sem hingað hefur flust, en bendi á að aðgát skal höfð varð- andi þetta. Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpsmaður, hunangskossarnir voru illa auglýstir. Frábær frétta- maður Þorbjörg skrifar: Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður Sjónvarpsins hefur um langt skeið verið uppáhalds sjónvarpsmaður fiölskyldunnar enda er drengurinn hreint frábær fréttamaður. Yngsta dóttir mín sem vart er talandi ræður sér til að mynda ekki fyrir kæti þegar hann birtist á skjánum og hrópar: „Gilli, Gilli!“ Fréttaflutningur hans er með eindæmum góöur og það er ánægjulegt að sjá að enn eru til menn með frumkvæði á hinni steingeldu sjónvarpsstöð. Það var þó ekki fyrr en í Evró- visjón-söngvakeppninni að það rann upp fyrir fiölskyldunni að maðurinn er einfaldlega snilling- ur. Fagmennskan, húmorinn og yfirvegunin gerði kvöldið ógleym- anlegt og það þótt að þjóðin væri rænd sigrinum sem hún svo sann- arlega átti skilið. Þess vegna þyrmdi yfir mig þar sem ég las í DV að Gísli Marteinn hefði selt kossa sína á þjóðhátíðardaginn. Þetta hefði hann betur auglýst enda væru það eflaust fleiri kon- ur en ég sem hefðu beðið í röð til þess að fá kyssa hann. Baráttan viö tryggingarnar - ungi maðurinn segir satt Bjarni Pálmarsson leigubif- reiðarstjóri hringdi: Þetta mál með unga manninn sem á í útistöðum við Trygginga- miðstöðina þekki ég af eigin raun. Það var keyrt á kyrrstæöan bíl sem ég átti, Chevrolet Capri Classic, hörkusterkan og vandað- an bíl. Þá gerðist það að billinn fór að hökta þegar hann var kom- inn á vissan hraða. Það kom í ljós við ítarlega rannsókn aö tromla í girkassa, sem alls ekki sást, var undin. Bílinn var hægt að keyra, en hann var ekki samur eftir ákeyrsluna. Ég lenti í útistöðum við tryggingafélagið út af þessu, en Almennar tryggingar borguðu að lokum tjónið að fullu, það kost- aði um það bil helminginn af and- virði bílsins eða meira. Útkoman er sú að þegar ekið er á bíl sem er í parki, eins og gerðist með þenn- an bíl unga mannsins sem DV sagði frá, og bíllinn fer langar leiðir, þá er eðlilegt að eitthvað láti sig í gírkassanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.